Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 24
KELVINATOR KÆLISKAPAR Jtsklz LAUGAVEGl 136. tbl. — Laugardagur 20. júní 1964 íistsili .E LE KTROLUX UMBOCIC IAUGAVCGI 49 >|'ml 21800 Á þjóðhátíð á Akureyri. Mannfjöldinn á Ráöhústorgi. Banaslys í Keflavík Skrúfstykki datt ofan á lítinn dreng KEFLAVtK, 19. júni. — Klukkan 2 í dag varð banaslys hér í Kefla vík. Xveir drengir, fjögurra ára og þriggja ára gamlir, voru að leika sér inni í hílskúr á Ilring- braut 63, voru þar með smáhjól og önnur leiktæki sín. Vildi þá svo tU, að stórt skrúfstykki, sem 7 sækja um lands- bókavarðarstöð- una EOVTiBÆTTI landsbóikavarðar er laust sem kunnugt er. Um- scknarfresti um embættið lauk 15. þessa mánaðar. 7. menn sækja um starfið. Þeir eru: Ásgeir Hjartarson, bókavörður, dr. Björn Sigfússon, háskólabóka- vörður, Eiríkur Hreinn Finn- bogason, lektor, dr. Finnbogi G-uðmundsson, dósent, Geir Jonasson, bókavörður, Halldór borsteinsson, bókavörður, og Lárus H. Blöndal, bókavörður. 9. norræna fiskimálaráðstefnan hefst í Rvík á mánudag Fiskimálaráðherrar allra Norðurlandanna sitja hana A MÁNUDAGINN hefst í Reykja vik 9. norræna fiskimálaráð- stefnan og stendur í 5 daga. Um 86 fulltrúar frá Norðurlö'ndum munu sitja ráðstefnuna ásamt rúmlega 60 íslenzkum fulltrúum. Ráðherrar þeir sem með sjávar- útvegsmál fara á Norðurlöndum koma til íslands í því tilefni, þeir A.C. Normann fiskimálaráðherra Dana; Magnus Andersen, sjávar- útvegsmálaráðherra Norðmanna; E. Holmqvist, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Svía, og Samuli Suomela landbúnaðar- og sjávarútvegsmálaráðherra Finna. Emil Jónsson, sjávarútvegsmála- ráðherra situr ráðstefnuna fyrir íslands hönd. Frá Færeyjum kean ur m.a. Karsten Höydahl, með- limur iandsstjórnarinnar feer- eysku. Norræna fiskimálaráðstefnan Útvarpað í Færey jum vegna „Hart í baku LETKFLOKKUR Leikfélags Reykjavíkur hefur sýnt leikritið „Hart í bak“ í Tórshavn í Færey- um tvö kvöld fyrir fullu húsi og lítur út fyrir að húsfyllir verði á þeim tveim sýningum, sem eftir verða, á laugardag og sunn.u dag. Á fimmtudagskvöld var við- tal við Svein Einarsson, leikhús- ■tjóra í færeyska útvarpinu og « eftir rakti rithöfundurinn Olaví Michelsen, sögðuþráCinn i leikritinu „Hart í bak“ mjög ýtarlega. Fékk leikurinn og flutn ingur hans mikið lof. Voru undir tektir á sýningum mjög góðar, ekki sízt eftir að úrdrátturinn hafði verið fluttur í útvarpið á íæreysku. verður haldin í hátíðasal Háskól ans og hefst kl. 10 á mánudags- morgun. Emil Jónsson, sjávarútv. málaráðh. setur ráðstefnuna. — Þennan fyrsta morgun flytur Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri fyrirlestur um stöðu íslenzkra fiskveiða í Evrópu. Síðdegis held ur Klaus Sunnaná, fiskimála- stjóri Noregs, fyrirlestur um vandamál og hagsmuni strand- ríkis varðandi skipulag fisk- veiða. Á þriðjudag heldur Jöran Hult, forstjóri frá Svilþjóð, fyrir lestur um sænsku laxrannsóknar- stofnunina og starfsemi hennar, Poul Fr. Jensen, verkfræðingur frá Danmörku, talar um aliþjóð- lega stöðlun á fiski og fiskafurð um og dr. phil Paul M. Hansen sýnir litkvikmynd um fiskirann- sóknir við Austur-Grænland. Á miðvikudag flytur Carl Lindskog forstjóri frá Svíþjóð, erindi um aðstoð við vanþróuðu löndin á sviði fiskveiða og á föstudag tal ar Per Rogstad, ráðuneytisstjóri Leyfi veitt til eld- flaugaskots Frakka sem sennilega verður í ágúst DÓMSM Á LA RÁÐUN E YTIÐ hefur veitt leyfi fyrir fram- kvæmd eldflaugaskota franskra visindamanna á Mýrdalssandi með ákveðnum skilyrðum um öryggisráðstafanir. Frakkar hyggjast sem kunnugt er mæla seguimagn j-arðar í hinu svo- kallaða Van Ailen belti með því að senda upp litlar eldflaugar. Er undirbúningur hafinn, tveir verkfræðingar frá fyrirtækinu Sud Aviation að nafni Lefevre og de Vilepin, eru komnir til landsins vegna verkiegra fram- kvæmda við undirbúning, og fiutningur kom með Selá í fyrra- kvöld. Vegna tafa við undirbún- ing í Frakklandi verður eld- flaugunum sennilega ekki skotið upp fyrr en í ágúst. Mfel. fékk í gær efirfarandi fréttatilkynningu frá dómsmála- ráðuneytinu um öryggisráðstaf- anir vegna eldflaugaskotanna: Dómsmálaráðuneytið hefur fyrir sitt leyti fallizt á ag heim- ila að framkvæmd verði hér á landi, væntanlega í ágústmánuði n. k. eldflaugaskot i nágrenni Víkur í Mýrdal í sambandi við vísindalegar rannsóknir franskra vísindamanna í samvinnu við íslenzka vísindamenn, urn at- huganir á Van Allen-beltinu. í>au skilyrði eru sett fyrir ofan greindu leyfi, að tryggt verði að allar nauðsynlegar öryggis- raðstafanir verði gerðar. Hefir ráðuneytið falið dr. Ágústi Val- fells, forstöðumanni almanna- varna, Einari Oddssyni, sýslu- manni Skaftafellssýslu og Pétri Sigurðssyni, forstjóra landhelgis- gæzlunnar að annast um eftir- lit með og eftir atvikum fram- kvæmd á fullnægjandi ráðstöf- unum til gæzlu almannaöryggis í sambandi við þessar aðgerðir. frá Noregi, um sölu á ferskfiski í Noregi og Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, Hm tækniþróun í sdldveiðum íslendinga. Meðan á ráðstefnunni stendur munu þátttakendur skoða frysti- hús í Reykjavík, hvalstöðina í Hvalfirði og fara til Gulfoss* Geysis og þingvalla. Ráðstefn- unni lýkur föstudagskvöldið 26. júlí á Þingvöllum. Erlendir þátttakendur koma flestir til landsins á sunnudag. Sænski sjávarútvegsmálaráðherr ann mun þó ekki geta setið alia ráðstefnuna og kemur síðar. Frá Danmörku verða 14 fulltrúar, — Finniandi 7, Færeyjum 3, Noregi 35 og Svíþjóð 26, og eru það framómenn um fiskveiðimál hver í sínu landi. Undirbúningsnefnd skipuð 14 fulltrúum frá sjávarútvegsmála- ráðuneytinu, Fiskifélagmu, Fiski deildinni, samtökum fiskframleið enda og sjómanna samtökunum og Aiþýðusambandinu, hefur und irbúið ráðstefnuna, en 5 manna framkvæmdanefnd hefur stjóm hennar á hendi. Framkvæmda- nefnd skipa: Gunlaugur E. Briem ráðuneytisstjóri, formaður; Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Sigurð- u.r Egilsson, framkvæmdastjóri; Jón L. Arnalds, fuUtrúi og Már Elísson, skrifstofustjóri. stóð á borði en var ófest, hafðl dregizt fram af borðinu af ein- hverjum ástæðum, fyrir tilverkn að drengjanna. Datt það ofan á annan drengjamia og mun hann þegar hafa látizt. Drengurinn heitir Birgir Jóns- son, og er fjögurra ára gamalL Skrúfstykki þetta, sem hann varð fyrir, var 67 kg. á þyngd og stóð á venjulegu vinnuborðL Þegar slysið var orðið, hljóp hinn dreng urinn inn til mömmu sinnar og bað um plástur, því Birgir hefði meitt sig. Var þá samstundis náð í lækni og sjúkrabíl, en það vaí árangurslaust, því að drengurinm mun hafa látizt við höfuðhöggið, Birgir var sonur Erlu Sigur- bergsdóttur og Jóns Þorsteinsson ar, Hringbraut 68 í Keflavík. . — hsj. Piltur drukknar af togara í FYRRINÓTT drukknaði skip. verji af togaranum Þorsteini Ingólfssyni. Var skipið að fara á veiðar frá Reykjavík. Um kl. 12:30, er togarinn var kominn út fyir Eyjar, féll ungur piltur fyrir borð. Og fannst hann ekki aftur, þrátt fyrir leit. Pilturinn sem heitir Ingvi Sig. urjón Ólafsson, var 25 ára gamall Reykvíkingur, og lætur eftir sig kærustu og barn. París 19. júní (NTB) HAFT var eftir áreiðanlegum heimildum í París, að KrúsjefÆ, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hefði boðið de Gaulle, Frakk- landsforseta, að heimsækja Sovétríkin í haust eða næsta vor. Bkki er vitað hvort de Gaulle hefur þegig boðið. Skrifstofur borgarinnar lokaðar á laugardögum í ANNARRI grein dóms kjara- dóms frá 3. júlí 1963 segir svö: Á timabilinu frá 1. júní til 30 sept- ember ár hvert er heimilt með samkomulagi forstöðumanna hlutaðeigandi stofnana og starfs manna að fella niður vinnu á laugardögum, enda lengist dag- vinnutími aðra daga vikunnar, svo að full vinnuvika náist á fimm dögum. Orðið hefur að samkomulagi að heimild þessari sé beitt, með því skilyrði, að fært sé að dómi forstöðumanns «g borgarstjóra að fella niður störf á umrædd- um tírna, svo og að vinnutími þtirra starfsmanna, sem ekki vinna á laugardögum samkvæmt framansögðu, lengist í staðina um eina klukkustund á mánu- dögum allt árið með þeim hætti að þá verði unnið til kl. 18. Samkvæmt þessu munu skrif- stofur borgarinnar verða lokað- ar á laugardögum fram til L október n. k., nema skrifstofur bæjarútgerðar, Reykjavikurhafn ar og innheimtudeildar Raf- magnsveitu í Hafnarhúsinu. Þar mun sinnt afgreiðslustörfum i laugardögum svo sem verið hefur. (Frétt frá skrifstofu borgar- stjóra).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.