Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. júní 1964 MOKGUNBLAÐIÐ 3 T miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui fcr §§ 20. JUNÍ 1904, eða fyrir ná- S kvæmlega G0 árum kom til ís = lands fyrsta bifreiðin, Thom- = sensbíllinn svonefndi. Dethlev = Thomsen, kaupmaður og kon- g súll kom til Reykjavíkur fná §§ útlöndum þennan dag með = gufuskipinu Kong Tryggva. = Hafði hann meðferðis bílinn, = sem hann iiafði keypt í Dan- §É mörku. Ekki er kunnugt hverr H ar tegundar Thomsensbíllinn s var eða hve gamall, er hann = kom hingað. Hins vegar segir = Guðlaugur Jónsson í bók sinni S „Bifreiðir á íslandi", að vél s bílsins hafi verið 6—7 hestöfl, g§ og Þorkell Clemenz, vélfræð Thomsensbíllinn. — Mennirnir bak við hann, taldir frá vinstri: Tómas Jónsson, síðar kaup- = maður, Þorkell Þ. Clementz, vélfræðingur, ig Dethlev Thomsen, kaupmaður. (Sextugsafmæli bifreiöa í íslandi | Thomsen bíllinn kom til Rvíkur 20. ]úní 1904 S ingur, sem líklega ók bílnum = fyrstur manna, telur einna 1 helzt að verksmiðjunafni𠧧 hafi verið „Cudel“. Thomsens- g bíllinn var lítill mannflutn- = ingavagn, sem reyndist heldur t illa og var ekki í umferð nema = rúmlega eitt ár. Var hann þá §§ fluttur aftur til útlanda. Thomsensbíllinn var keypt- j= ur fyrir framlag á fjárlögum, = 2000 kr., sem samþykkt hafði = verið á Alþingi vorið 1903, s eftir miklar umræður. Tillag = an um f járveitinguna var kom = in frá fjárlaganefnd neðri 3 deildar, en formaður hennar = var þá Tryggvi Gunnarsson. §§ Fyrir nefndinni vakti það að j§ veita fé sem styrk til útvegun = ar á mótorvagni til reynslu = á vegum landsins. Virðist = nefndin hafa orðið ásátt um = að hentugast mundi og áhættu H minnst fyrir landssjóðinn að g veita þessa upphæð sem styrk §É tilgreindum manni, Dethlev = Thomsen, er þótti þess umkom = inn að útvega vagninn og gera = tilraunina. Neðri deild Alþingis hafði S samlþ. till. þessa, en hún var g tvívegis felld í efri deild. Á = fundi í sameinuðu þingi 26. g apríl 1903 var tillagan hins = vegar samþykkt, eftir talsverð = ar umræður, með 19 atkvæð- H um gegn 12. Til gamans og = fróðleiks munu fara hér á = eftir kaflar úr ræðum nokk- S urra þeirra, sem mæltu gegn ~ tillögunni. Þess er þó skylt = að geta, að ýmsir andmælenda = beittu mun vísindalegri rök- S um í ræðum sínum, en þessi §j dæmi gefa til kynna, svo sem = um burðarþol brúa, ástand = vega o.s.frv. Jón Jakobsson, framsögu- s tnaður í efri deild, komst svo g að orði, eftir að hafa getið = þess, að vegir hér væru of = ófullkomnir fyrir mótorvagna, H sem víða væru bannaðir er- §j lendis á breiðari þjóðbrautum = en hér gerðust vegna um- §§ ferðahættu: „ . . . . því ég = fæ ekki séð að þessi fjárveit- = ing yrði til annars en að §j myrða bæði fólk og fé, þar = sem þessir vagnar mundu §E naumlega geta verið notaðý- s án þess að slys yrði að, þar = sem sömu vegirnir eru notað- 3 ir bæði fyrir reiðar, akstur og H lestir“. Þessi málstaður var studdur = mjög ai Birni Bjarnasyni, = sýslumanni, þingmanni Dala- = manna, er mælti á þessa leið: = „ . . . Upphæðinni til þeirra S (þ.e. mótorvagna) álít ég E alveg kastað út. Vegimir eru = allfcof mjóir og fjölfarnir: lest §| in er oft óslitin, svo að veita Dethlev Thomsen þessa upphæð er sama sem að drepa heilmarga menn (Pétur Jónsson skaut inn í: „Slátur í stórum stíl“). Alveg satt, slátur í stórum stíl, og mér þykir undarlegt, að háttvirt- ur framsögumaður skuli vilja láta veita kr. 2000 til slíkrar slátrUnar. Væri það bara kind ur, sem slátrað yrði, væri öðru máli að gegna. Auk þess eru vegirnir svo brattir, að það þarf sérstaklega langa menn fyrir vagnstjóra, Ef þingið veitir þessa upphæð, þá munu verða fleiri jarðarfarir árið 1905 en nokkru sinni áður, svo að það yrði mesta nauðsyn að fjölga prestum til að jarða alla, og læknum þó ekki væri til annars en að gefa dánar- vottorð". Ræða Tryggva Gunnarsson- ar bankastjóra, var á annan veg. Hann sagði m.a.: „Það er svo sem sjálfsagt, að hið sama muni brenna við hér, sem í öðrum löndurn, að ný- mæli mæti mótspyrnu. Ég var Þorkell Þ. Clementz staddur í Kaupmannahöfn 1901. Þá var nýbyrjað að brúka þar mótorvagna. Þá voru öll blöð full af skrípa- myndum af vagnferðum þess um og sýnd á þeim hofuð, fæt ur og manna-búkar liggjandi sem hráviði meðfram vegum og átti þetta að vera af fólki, sem slys hefði beðið af vögn- um þessum. En svo kom það fyrir, að Englandskonungur kom til Danmerkur á sama tíma, og á rneðan hann dvaldi þar, keyrði hann í mótorvagni fram og aftur um landið. Var þá hans vegna hætt að gera gys að vagnferðum þessum og menn fóru að hagnýta sér þá. Sama er að segja um spor- vagna, sem knúðir voru áfram með rafmagni“. Komst ekki upp bakarabrekkuna. Er Thomsensbíllinn var kom Tómas Jónsson. inn til landsins varð það ljóst, •að hann hentaði ekki við ís- lenzkar aðstæður, einkum gekk illa að komast upp brekkur á honum, vegna orku leysis og varð ýmist að ýta bílnum með handafli eða láta hesta draga hann. í Árbókum Reykjavíkur eftir dr. Jón Helgason, biskup, segir svo: „Þá sást og í fyrsta skipti þetta sumar bifreið á götum Reykjavíkur. Var það gamall skrjóður, sem gerði hér litla lukku, enda gekk hann hér aðeins þetta eina sumar“. Reykjavíkurblíðin gátu Thomsensbílsins í skrifum sán um fremur í háði en af hrifn ingu. I Ingólfi, sem Bjami Jónsson frá Vogi ritstýrði, seg ir svo um þetta 26. júní 1994: „Mikil nýjung þótti það á þriðjulaginn var, þegar Thomsen kaupmaður fcók að aka um götur bæjarins í bif- = reið sinni. Þyrptist að múgur = og margmenni til þess að sjá 3 þetta furðuverk og þreyttu H götusveinar kappskeið við = reiðina. Fór hún með braki §É og brestum og þótti mörgum |§ sem Asaþór mundi þar fara = í kerru sinni og ætla í austur jg veg að berja tröll. En varla h myndi jötnum hafa staðið mik s il ógn af þessari kerru því að 3 henni gekk all skrikkjótt og = varð seinast ekki sjálfbjarga, = svo að draga varð hana heim §j af handafli. Síðan hefur verið = gert við vél kerrunnar, svo = að nú mega Árnesingar og 5 vátrygingarfélögin fara a𠧧 vara sig“. Thomsensbíllinn var reynd- §f ur á götum Reykjavíkur, á veg H inum til Hafnarfjarðar og loks s var haldið með hann um Hell s isheiðarveg alla leið til Eyrar = bakka og Stokkseyrar. Vagn- = inn reyndist ekki vel, skorti = vélaafl til að komast upp §§ brekkurnar og bilaði hvað 3 eftir annað. Þurfti að fá hesta H til að draga bílinn upp Kamba H á heimleiðinni. Tvennum sögum fer um § það, hver hafi fyrstur ekið § bíl á íslandi. Sumir segja, að || það hafi verið Tómas Jónsson, = kaupmaður, en aðrir telja það s hafa verið Þorkel Þ. Clemenz, §j vélfræðing, og er það senni- g legra, þar sem Tómas sagði = í viðtali við Samtíðina 1936, að = Þorkell hafi kennt sér að aka §§ bílnum, en víst er að þeir p óku honum báðir meðan hann = var hér á landi og voru yfir- §§ leitt saman í lengri ferðunum. s Er ekki annað sýnilegt en 3 að þessi tilraun með mótor- = vagninn hafi gersamlega mis- 5 tekizt og orðið til þess eins að = efla þá skoðun að bifreiðar g ættu ekkert erindi til íslands = annað en að sýna gagnsleysi = sitt .Virðist lítt hafa verið tek = ið til greina ,að ekki hafi ver 3 ið vandað til vals á farartæk- g •inu, þ.e. fenginn notaður vagn = af gamalli gerð. Enda fór svo = að ekki var keypt önnur bif- §§ reið á íslandi fyrr en árið ’07, g er Magnús Sigurðsson, bóndi g og kaupmaður á Grund í Eyja = firði festi kaup á þýzkri bif- = reið. Bifreiðaferðir fyrir al- = menning hófust ekki fyrr en §§ 1913. (Mikill hluti upplýsinga 3 um Thomsensbílinn hefur = Mbl. úr bókinni „Bifreiðir á H íslandi“ eftir Guðlaug Jóns- h son). ...........................................................................................................................Il„l,l„l„,„„„„lll„!„,„|,„|„„„|,|„|„„„„„..........|||m„l„„„„,|„||„„„Í STAKSTIINAR Vandi repúblikana Flokkur repúblikana í Banda- ríkjunum stendur nú frammi fyrir miklum vanda. Almennt er talið að Barry Goldwater hafi fengið svo marga kjörmenn kosna til flokksþings repúblikanaflokks ins, sem haldið verður í næsta mánuði, að hann hafi mjög mikla möguleika á að verða útnefndur frambjóðandi flokksins í forseta- kosningunum i haust. Fjöldi repú blikana telur hins vegar, að fram boð Goldwaters mundi hafa í för með sér stórfellt fylgishrun flokksins. Goldwater muni ekki aðeins falla með miklum atkvæða mun fyrir Johnson forseta, held- ur kunni svo að fara að fram- bjóðendur repúblikana til þings og í fjölmargar stöður sem kjósa á í, muni stórtapa fylgi og falla vegna framboðs Goldwaters. William Scranton, ríkisstjóri í Pensylvaníu, hefur fyrir skömmn Iýst því yfir, eftir miklar vanga- veltur, að hann gefi kost á sér til forsetaframboðs. Setja nú and - stæðingar Goldwaters alla voJlf sína á hann. Nelson RockefeUer, sem barizt hefur harðri baráttu fyrir því að komast i framboð, hefur lýst því yfir að hann dragi sig í hlé og skorar á fylgismenn sína að sameinast um Scranton. New York Times hefur annars undanfarið deilt á ýmsa leiðtoga repúblikanaflokksins, sem and- vígir eru Goldwater, fyrir að hafa allt of seint snúizt gegn hon um og varað flokksmenn við fylgi við hann. New York Times hefur gengið svo langt að halda því fram, að tveggja flokka kerf- ið í Bandaríkjunum sé i hættu, ef Goldwater verði i kjöri fyrir repúblikanaflokkinn. Tæpur mánuður er nú þangað til flokksþing repúblikana kemur saman. Bendir allt til þess að þar muni verða mikil átök um val frambjóðenda flokksins. Sjónvarpið á Þjóðhátíðardaginn Alþýðublaðið birtir í gær for- ystugrein, þar sem rætt er um þá kröfu, sem sett var fram af nokkrum einstaklingum fyrir þjóðhátíðardaginn, að ekki yrði sjónvarpað frá Keflavíkurflug- velli á þjóðhátiðardaginn. Kemst blaðið m.a. að orði á þessa leið í niðurlagi forystugreinar sinn- ar: „Ef menn vildu gera sérstaka gangskör varðandi sjónvarpið á þjóðhátíðardaginn, hefði mátt skora á þá 15—20 þús. ísl., sem geta horft á það, að láta vera að opna tækin þennan dag. Má raun ar búast við að slík áskorun hafi verið óþörf og allir hafi tekið þátt í hátiðahöldum dagsins sem gátu. Allt þetta mál er tilbúið af nokkrum kommúnistum í þeim tilgangi að gera það að áróðurs- máli. Þeir hafa þannig gerzt sek- ir um að nota 17. júni sjálfan sér til framdráttar. Hafa hinir flokkarnir haldið flokkspóiiták utan við þjóðhátiðina, en vafa- laust er til of mikils mælst að kommúnistar sýni 17. júni þá virðingu". SÍS vill takmörkun f járfestingar Aðalfundur Samb. íslenzkra samvinnufélaga, sem nýlega var haldinn, lagði áherzlu á nauðsyn þess að mikillar varúðar sé n'tf gætt í fjármálum og leggur m.a. áherzlu á eftirfarandi ráðstaf- anir: „1) að fjárfesting sambandsins og kaupfélaganna sé takmörkuð sem mest má verða og ekki hafn- ar nýjar byggingarframkvæmdir að sinni nema fé til þeirra sé fyrirfram tryggt. 2) að útlán séu minnkuð. 3) að aukin áherzla sé lögð á i innhcimtu útistandandi skulda."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.