Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 11
f Langardagur 20. JfinT 1964 MORGUNBLAÐIÐ Páll V. G. Koika: Annarra augu I>AÐ mun haía verið skóldíð Robert Bums, sem kvað: Kú dísagjöf væri dýrari baugum «ö sjá oss sjálía með annara augurm En sú náðargáfa orkar þó nokkuð tvímælis. Barn, sem er »)ið upp við slæmt atlæti og er eifellt brigzlað um heimsku og íiumingjaskap, kann að eiga bágt með að hefja sig síðar yfir þann dóm og öðlast heilbrigt sjálfs- traust. Annað, sem býr við eftir- læti og oflof úr hófi fram, bíður |>ess ef til vill ekki heldur bætur eíðar í lífinu. Blandað lof og last i bikar ævikjara og orðstirs er Iþví sennilega hollast, enda feilur |>að fíestum okkar í hlut. Ég heyrði það utan af mér i ungdæmi minu, að ég væri strák ur, og faðir minn hefur víst hald ið það, þvi að hann taldi það mundu svara kostnaði að senda mig í skóla. Sjálfur hef ég alltaf iagt á þetta einhvern trúnað og jjafnvel talið mig vera nokkurt ekáld. Ég orti þvi á fyrri árum og- eendi frá mér tvær ljóðabækur, Hnitbjörg og Ströndina. Sú fyrri var hálfgert lausaleiksbam, en við þá síðari gaf ég mér betri tima, og ýmsir gegnir og góðir menn, sem skrifuðu um hana rit dóma, töldu mök mín við Ijóða- dísina ails ekki hneykslanlega eamibúð. Ég hef öðru hvom síðan gripið í að yrkja kvæði, t.d. hó- tiðaljóð á hálfrar aldar afmæli Káskólans, en af tveimur tyiftum feeppenda, ef ég man rétt, feng- um við síra Sigurður í Holti II. verðlaun sameiginlega, næstir é eftir Davið heitnum Stefáns- *yni. Auðvitað gladdi mig þessi órskurður hinnar virðulegu dóm ueíndar, án þess að hann breytti í nokkru verulegu mati mínu á ejólfum mér. Ég er íyrir löngu hættur að horfa á mig með ann- «ua augum. Ef til viil hefði ég lagt meiri rækt við ljóðagyöjuna, ef ég befði ekki farið á vertíð, sem varð bæði lengri og erfiðari en ég hafði ætlað í fyrstu. Ég skrif- 1 aði bók um átthaga mína og nefndi hana Föðurtún. Ég varði til þess fíestum fritimum mínum í sex ár, þax af allt af 12 mánuð- um við heimildakönnun á söfn- um hér syðra. Auk þess fór ég fjöJmargar ferðir um báðar Húna vatnssýslur til þess að safna göml um mannamyndum og birti í bók inni um 300, sem voru frá því fyrir aldamót, sumar svo fágætar, að yfir þeim vofði gleymska og glötun. Sjálfur álit ég, að Föður- tún muni geyma nafn mitt eftir að öll önnur verk min eru gleymd og grafin. Hér er í Jandi ein opinber stofnun, sem mun heita Löggild- ingastofnun rikisins. Hún á að „justera" öll ióð og mæla, svo að ekki sé svikin inn á almenn- ing nein vara, sem ekki stendur fulla vikt. En hér höfum við líka nokkra sjálfboðaJiða, sem hafa tekið að sér að „justera" andJega framleiðslu með því að skrifa bókmenntasögu samtiðar sinnar. I»etta er ekki svo vanda- laust verk, sem sumum þeirra kann að sýnast, því að andleg afrek eru „inponderabilia“, þau verða ekki viktuð i pundum. Hér hefur verið háð Lista- mannahátíð, m.a. til þess að sýna þátt Jjókmenntanna í tuttugu ára' sögu hins íslenzka lýðveldis. Sannast það hið fornkveðna áð margir eru kallaðir, en fáir út- valdir. Ég fór á bókasýningu há- tiðarinnar, m.a. til þess að sjá sjálfan mig með annara augum. Fyrst varð fyrir mér bás, þétt- skipaður l>arnat>ókum og skal það sizt lastað. Þá kom annar, all fyrirferðarmikill, enda helgaður þjóðaríþrótt íslendinga, Jjóðalist- inni. Þess var ékki að vænta, að ég fyndi þar Hnitbjörg eða Ströndina mína, þvi að meira en tuttugu ár eru liðin fró útkomu þeirra. Síðan hef ég að vísu lótið prenta ljóðabálkinn Landvættir, fagurlega myndskreyttan af Hall dóri Péturssyni, en hann hefur eliki verið á boð.stólum fyrir al- menning, heldur eingöngu verið notaður til vinargjafa, svo að for Daglega umgangist Þér fjölda fólks BRAGÐ OG BÆTIR RÖDDINA. Framleitt med einkgleyfi: LINDA h.f. Akureyri BYÐUR FRISKANDI náðamönnum sýningarinnar er tf til vill ókunnugt um hann. í>á kom ég að bási, sem í'voru fáein leikrit, en ekki var þar sú eina bók mín, sem enn er fáanleg í verzlunum, en það er Jeikritið Gissur jarl, sem Jeikinn var úr einn þóttur í útvarpinu síðastJið- in vetur. Nú kom bás, sem bax hið virðulega heiti Land og þjóð. Við Húnvetningar reiknum hérað okkar til íslands og sjálfa okkur til islenzku þjóðarinnar, svo að ég bjóst við að Föðurtún, stærsta og umfangsmesia héraðslrók, sem einn maður hefur skrifað, væri þar að sjálfsögðu. Bókin er ýfir 500 blaðsíður, telur fram um 3000 eiginnöfn, hefur um 300 myndir og auk héraðslýsingarinn ar nokkrar ritgerður, sem lýsa menningu Húnvetninga, ættum þeirra, sérkennum og sögu. — Justeringamenn sýningarinnar höfðu ekki komið auga á þetta kver. Ég fór heim, hugsandi u<m það, hvort ég ætti að lita á sjálf- an mig með þeirra augum sem leirskáld og ritskussa, eða hvort hérað mitt hefði goldið þess, að ágóðinn af lækinni um það rann til héraðsspítalans á Blönduósi, en ekki í vasa neins bókaútgef- anda, verðandi þvi ekki auglýs- inganáðar þeirra aðnjótandi. Daginn eftir fór ég að hugsa um það, að ýmsir fleiri Hún- vetningar hefðu skrifað bækur, sem ég hafði ekki órðið var við á sýningunni. Ég fór þvi þangað aftur til þess að sannprófa þetta. Ekki var þar hin stóra og vandaða Sturlungaútgáfa Jóns heitins Jóhannessonar prófessors, sem gerði þetta gullaldarverk í fyrsta sinn aðgengilegt fyrir aJ- menning (1946). Nú var dr. Jón að vísu ekld frumhöfundur Sturlúngu, en það var hann aftur á móti að þeim tveimur bindum íslendingasögu sinnar, sem hon- um entist aldur til að ganga frá. Þessi Islendingasaga hins skarp- skyggna og vandvirka vísinda- manns er ekki fyrst og fremst atburðasaga, heldur „cultural anthropology" — menningarsögu leg mannfræði, ekki þurr sagn- fræði, heldur miklu fremur sjálf stætt listaverk (1958). Ekki var þama hin mikla Væringjasaga skóldsins dr. Sigfúsar Blöndal (1954), en til þess verks varðí hann mörgum síðustu árum ævi sinnar. Ekki var þar hin myndar- lega bók, Húnvetnsk ljóð (195ð), sem gefur sýnishorn af kveðskap Húhvetninga á síðari áratugum, né Mannaferðir og fornar sJóðir (1957) eða aðrir frásagnaþættir Magnúsar heitins á Syðra-Hóli, sem ’hóf þá grein ritsmíða á stig listar með irtnsæi sínu í sálarlif sögupersónanna. Þá var þar held ur ekki hin merlcilega og myndar lega ljóðaþýðing á Jobsbók, sem Ásgeir Magnússon fró Ægissíðu gerði (1951), og lagði það á sig að læra til þess hebrezku, en Jobsbók er af ýmsum talin eitt af stórfenglegustu skáldverkum allra alda. Ég lét mér nægja að a-thug® „justeringuna“ á ritverkum Hún- vetninga síðustu tuttugu árin, enda er ég þeim kunnugastur, og mætti þó fleira telja, svo sem ýmsar ævisögur einstakra manna. Um utangáttamenn úr öðrum hér uðum verða mér kunnugri menn að dæma. Undirbúningsnefnd bókasýn- ingarinnar hefur kveðið upp sinn dóm um minningu þeirra manna, sem hér hafa verið nefndir, og hann er á þá ieið, að þeir hafi elcki kunnað að koma fyrir sitt hjarta orði, og eigi því að rísa þögulir frá dísanna borði. Sá dóm ur er kveðinn upp á hótíðlegri stundu, á aímælishátíð hins Is- lenzka lýðveldis. Sumir þessara manna voru sýslungar mínir og kærir vínir, en eru nú látnir. Með þessu greinarkorni hef ég svarað fyrir sjálfan mig og þá, en framtáðin, sem ég áfrýja til, mun felJa sinn úrskurð um, hversu róttur og sanngjarn þessi dómur hefur verið. Stiniarbústaðiir Fagrihvoll rétt hjá Varmahlíð Skagafirði til sölu, vegir og veiðiár til allra átta. TiJboð óskast. Nánari uppl. í sima 15836 næstu kvöld kl. 20—24. Tvöfait gler Setjúm í allar gerðir. — Getum bætt við okkur stórum og smáum verkum. Þaulvanir menn. Sími 35605 ALLI og ELLI 35605. Veitingastofa til sölu Veitingastofa í íullum gangi er til söiu í Reykja- vik. Þeir, sem hefðu áhuga á þessum kaupum, sendi nöfn sin í lokuðu umslagi á afgr. blaðsins merkt: „Veitingastofa — 4590“. DUJN^FIÐURJHLREINSUNIN VATNSSTIG 3 SfMI 18740 dcct BP7T-koddnr AÐEINS ORFA SKREF ^R^ÚAUGAVEG^ REST BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sceng- Urnar.eigum dún-og fid'urheld ver. iELJUM aedprduHS-og gæsodunsiæng ur og kodda of ýmsum slærdum. Svo fljótt 10g auðvelt ^ að þvo - úr ekt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.