Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 20. júní 1964 Útgefandi: irramkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. . á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. HAGUR ÖG FRAM- KVÆMDIR RORGAR- INNAR , Idrei hafa framkvæmdir^ Reykjavíkurborgar verið nándar nærri eins miklar og og nú. Framkvæmdir borgár innar eru margháttaðar, en mest ber á hitaveitufram- kvæmdunum og gatnagerð- inni. Nú er tekið að síga á seinni hluta hitaveituframkvæmd anna og hefur þeim miðað áfram samkvæmt áætlun, þrátt fyrir vinnuaflsskort. Gatnagerð fleygir fram, svo að hver gatan af annarri er fullgerð. Þessar miklu fram- kvæmdir hafa tekizt, vegna þess að tæknin er orðin meiri og tæki betri, þannig að miklu færri menn þarf til að framkvæma verkefnin en áð- ur var, og þess vegna er ekki aukið vinnuafl bundið við framkvæmdir borgarinnar, þótt þær hafi stóraukizt. Við síðari umræðu um reikninga Reykjavíkurborgar fyrir árið 1963, kom í ljós, að jafnvel fulltrúum minni- hlutaflokkanna finnst vel að málum staðið, enda óumdeil- anlegt ,að þrátt fyrir mikinn afslátt frá útsvarsstigum und anfarinna ára hafa fram- kvæmdir verið furðulega miklar. Við fyrri umræðuna um reikningana gat Geir Hall- grímsson, borgarstjóri þess, að í heild gætu menn verið ánægðir með árangurinn, en alltaf kæmu þó fram ný atriði sem ástæða væri til að bæta. Að því væri stöðugt unnið og áfram yrði vel tekið £$>end- ingum um sitthvað það, sem betur gæti farið og miðað að úrbótum. Á undanförnum árum hef- ur stöðugt meira hlutfall af útgjöldum borgarinnar farið til framkvæmda hennar, en skrifstofukostnaðurinn hefur lækkað hlutfallslega. Þetta er ánægjuleg þróun, því að oft hafa menn kynnzt hinu gagnstæða, að yfirstjórn mála hefur heimtað meira til sín en góðu hófi gegndi. Borgarbúar geta þess vegna verið ánægðir með stjórn borgarmálefna og fram- kvæmdir í Reykjavík og ver- ið bjartsýnir á framtíðina. SKRÍPALÆTI Ivað er eins og fyrri daginn, *■ að þegar kommúnistar koma nálægt einhverjum málefnum, þá veður vitleys- an uppi. Nú hafa snillingarn- ir Jónas Árnason og Ragnar Arnalds leitað sér frægðar með einstæðum kúnstum úti á Keflavíkurflugvelli, trúir þeirri kenningu að betra sé að vera frægur að endemum en ekki. Þeir félagar ætluðu að gæta hinnar íslenzku sæmdar, sem kommúnistum er svo tíð- rætt um, með því að ráðast óboðnir með fíflalátum inn á sjónvarpsstöðina á Keflavík- urflugvelli á þjóðhátíð'ardag- inn og auglýsa síðan afrek sitt. Þessir sirkusstjórar komm- únismans eru mjög hæfilegir leiðsögumenn í afturgöng- unni, sem kommúnistar hafa boðað eftir gamla Keflavík urveginum, því að naumast ganga þeir steinsteypta veg inn, sem er að nokkru leyti byggður fyrir amerískt fjár- magn! ERFIÐLEIKAR TOGARAÚT- GERÐARINNAR T borgarstjórn Reykjavíkur hafa erfiðleikar togara- útgerðarinnar verið ræddir, en halli á bæjarútgerð Reykja víkur varð árið 1963 15 millj. króna. Togaraútgerðin dregst jafnt og þétt saman vegna eindæma lélegra aflabragða, sem auð- vitað spretta fyrst og fremst af því, að beztu veiðisvæði togaranna hafa verið tekin af þeim og fengin bátaflotanum. Þegar næg atvinna er get- ur ekki verið þjóðhagslegur ávinningur að því til lengdar að reka atvinnutæki, sem ekki skila arði. Þess vegna hljótum við að horfast í augu við þá staðreynd, að togara- útgerð muni að mestu eða öllu leyti leggjast niður, ef ekki verða gerðar ráðstafanir til að heimila togurunum ein- hverjar veiðar á ákveðnum svæðum innan 12 mílna mark anna. í togaraútgerð eru bundnar mörg hundruð millj. króna, og verður að segja þá sögu eins og hún er, að það er hörmulegt að sjá þá fjárfest- ingu verða að engu, og raun- ar getum við naumast haft efni á að láta svo fara. Út af fyrir sig er skiljan- legt það sjónarmið bátaeig- enda og fiskimanna á bátun- '' 5 pppp**'— BIFREIÐIN hér á myndinni er sú hin sama, sem John F. Kennedy, Bandarikjaforseti, ók í eftir strætum Dallas- borg-ar 22. nóvember s.I., er hann var myrtur, Hefur henni verið breytt mikið, og er nú alveg skotheld. Gler er víð- ast 7—8 cm. þykkt og sérstak- lega styrkt, þar sem forsetinn venjulega situr. Skipt hefur verið um vél, öxla, bremsur, stýri o.s.frv. Mog er bifreiðin nú tonninu þyngri en áður. Þi var skipt um áklæði í bifreið- inni. Johnson forseti hefur enn ekki notað þessa bifreið, þrátt fyrir breytingarnar. /IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllililllllllllHllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllfllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllilllllllllllllllllllllllllllllinV Þotur og Jarðskjálftaþjónusta* I Þotur hafa gert flug- samgöngur öruggari Þoturnar háfa stuðlað að því að gei-a flugsamgöngur æ öruggari. Þetta kemur frana í skýrslu frá Aliþjóðaflugxnála- stofnuninni (ICAO) uma far- þegaflug í heiminum á árinu 1963. Stofnunin upplýsir með ánægju, að tala dauðaslysa roeðal flugtfarþega á hverjar 100 milljónir flug-kílómetra hafi þriðja árið í röð lækkað, og á síðasta ári var hún 0,47, sem er lægsta tala í sögu far- þegaflugsins. En ICAO minn- ir jafnframt á, að þrátt fyrir allt hafi á árinu orðið að meðal tali tvö alvarleg flug- slys á mánuði, og í þeim hafi farizt samtals um 700 manns. Þoturnar annast nú kring- uim tvo þriðju hluta allra reglulegra farþegaflutninga í 103 aðildarríkjum IACO (Sov étríkin og kínverska alþýðu- lýðveldið eru ekiki meðtalin), en aðeins þriðjungur þeirra farþega, sem fórust, flaug með þotum. IATO dregur af því þá ályktun, að hinar stóru farþegaþotur hafi átt stóran þátt í að draga úr flugslys- = um. „Jarðskjálfta-þjónustan“ Það þarf að setja á stofn alþjóðlega jarðskjálfta-varð- stöð, sem starfi allan sólar- hringinn, þannig að rannsókn arhópar geti þegar í stað far ið til þeirra svæða, sem verða fyrir jarðskjálftum. Þessi til laga kom fam á ráðstefnu sér- fræðinga í París, sem fulltrú- ar 38 ríkja sóttu. Varðstöðin ætti að vera í aðalstöðvum Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í París. Jafnskjótt og vart verður al- varlegs jarðskjálfta ætti UN- ESCO að geta boðið landinu, sem í hlut á, hjálp nokkurra sérfræðinga, 3-5 jarðskjálfta- fræðinga, tæknifræðinga og jarðfræðinga. Þeir ættu að vera til taks 1 nokkrum lönd- um og geta verið komnir á staðinn í síðasta lagi þremur dögum eftir að jarðskjálftarn ir hefjast. Hlutverk þeirra á að vera að kanna fyrstu áhrif jarð- skjálfta, áður en þau hverfa. Slík könnun gerir ráð fyrir skráningu nýrra jarðskjálfta með færanlegum jarðskjálfta- mælum, rannsókn á annmörk um bygginga áður en þær eru rifnar til grunna, og at- hugun á jarðraski og öðrum landbyltingum áður en regn- vatn og umferð má út sporin. Ráðstefnan, sem var kvödd saman af UNESCO tók til 110 sérfræðinga, gerði enn frem- ur tillögur um ýmsar ráðstaf- anir, sem kynnu að geta auk- ið vitneskju okkar um jarð- skjálifta og dregið úr hörmu- legum afleiðingum þeirra. Meðal tillagnanna má nefna kort yfir jarðskjálftasvæði heimsins, rannsókn á mögu- leikum þess að segja fyrir um jarðskjálfta, samanfcekt á reglum um viðnámsfærar byggingar og byggingaraðferð ir, og stóraukið net jarð- skjálftamælingarstöðva um heim allan. Þessi ráðstefna UNESCO var hin fyrsta sinnar tegund- af, sem kvaddi saman jarð- skjálftafræðinga og tækni- fræðinga frá mörgum lönd- um. Jarðskjálfta-áætlun UN- ESCO, sem hófst árið 1960, hefur þar með lokið fyrsta áfanga. Auk fulltrúa frá 38 ríkj- um tóku þátt í ráðstefnunni fulltrúar frá þremur sérstofn- unum Sameinuðu þjóðanna og áhéyrnarfulltrúar frá sjö visindasamtökum. 1H 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111117 Samband Vestur- skaftfellskra kvenna Vík, 2. júní. KVENFÉLÖGIN í Vestur-Skafta fellssýslu hafa með sér heildar- um, að þeir vilji einir sitja að miðunum, en þó væri það ánægjuleg tilbreyting frá kröfugerðinni og sérhags- munasjónarmiðum, ef ein- mitt bátamennirnir tækju til umræðu í sirin hóp, hvort þeir teldu um of varhugavert að leyfa þeim fáu togurum sem enn eru eftir í sæmilegu ástandi, einhverjar veiðar á seim svæðum, sem bátarnir einir sitja nú að. Þessari tillögu er hér með komið á framfæri til íhugun- ar fyrir þá, sem stunda báta- útgerðina. samtök, sem nefnast: Samlband Vestur-Skaftfellskra kvenna. Fulltrúar kvenfélaganna, sem eru í þessu samifcandi koma saman hjá einhverju félaganna og halda aðalfund sambandsins. Að þessu sinni héit sambandið aðal- fund sinn í Vík í Mýrdal, sunnnu daginn 31. maí. Tvær konur úr Reykjavík sátu fundinn, þær frú Aðalbjörg Sigurðardóttir og frú Guðlaug Narfádóttir. Veður var hið fegursta og kl. 10:30 um morguninn fóru allar konurnar til Víkurkirkju og voru þar við guðsþjónustu, en sóknar presturinn, séra Páll Pálsson prédikaði. Síðan var aðalfund- urinn settur í skólahúsinu í Vík og stóð hann að mestu til kl. 9 um kvöldið. Var aðallega rætt um uppeld- ismál, bindindismál og orlofsferð ir húsmæðra. Samþykkt var að skora á sýslunefndina, að ung- lingar innan 16 ára aldurs fái ekki aðgang að opinberum dans- leikum. Frú Anna M-argrét Jafetsdóttir í Vík hafði framsögu um það mál. Frú Guðlaug Narfadóttir, Reýkjavík ræddi um reykingar. Rætt var ennfremur um nauð- syn þess, að húsmæðrum gæfist kostur á orlofsferðum. í því máU höfðu framsögu frú Guðríður Pálsdóttir í Seglbúðum og frú Kristín Loftsdóttir í Vík. Einnig var fjallað um það, varðandi unglingana, að fá þyrfti dans- og íþróttakennara í sambandssvæð- ið. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir talaði um starí Kvenfélagasam- bands íslands á sl. ári. Frú Guð- ríður Pálsdóttir er formaður Sambands Vestur-Skaftfellskra kvenna og stýrði hún fundinum, Kl. 9 um kvöldið bauð svo Kven- félag Hvammshrepps í Vík til kaffikvölds. Voru þar bornar fram himar beztu veitingar. Sýnd var finnsk kvikmynd, sem frú Guðlaug Narfadóttir kom með og gullfallegar litskuggamyndir, sem Karl Jóhann Gunnarsson i Vík hafði tekiö. Fluttar voru stuti ar ræður og ávörp. Almennum söng stjórnaði frú Sigríður ■ dófctir í Vik. — PJ. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.