Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 17
Laugardagur 20 ?úní 1964 MORCUNSLADID 17 Ur ræðu Bjurnu Benediktssonar uf svölum Alþingishússins „OKKAR dýrasti arfur, íslenzk tunga, hefur og aldrei verið í hættu frá almenningi. Þó bera nú sumir þeirra, sem lengst hafa dvalizt með erlendum þjóðum sjálfum sér til þroska og aukinnar víðsýni, kvíða í brjósti yfir, að ef aðrir komist í snertingu við erlenda menningu þá muni tungan og jafnvel þjóðernið vera í voða. En þótt við megum ekki ofmeta eigin styrk, megum við ekki ætla allan þorra manna svo lítilsigldan að þola ekki reykinn af þeim réttum, sem liinir marg- sigldu telja sjálfum sér lífsnauðsyn.“ Vel heppnaðar land- búnaðarráðstefnur Á UNDANFÖRNUM vikum og mánuöum hefur Samband ungra sjálfstæðismanna efnt til ráðstefna víðsvegar um landið. Á Akureyri var haldinn ráð- stefna um stóriðju og þróun- arsvæði, í Borgarnesi var fjall- að um jafnvægi í efnahagsmál- um, í Vestmannaeyjum um ísJ. atvinnulíf á tækniöld, en á hin- um tveimur síðustu, sem haldn- ar hafa verið á Hellu og á Eg- ilsstöðum hefur verið fjallað um landbúnaðarmál. Helluráðstefnan var haldin sunnudaginn 31. marz og sóttu hana um 50 bænd ur auk annara áhugamanna. Framsöguerindi fluttu Ingólfur Jónsson, Landbúnaðarráðherra, Dr. Rjarni Helgason og Dr. Sturla Friðriksson, sem einnig sýndi mjög fróðlegar litskugga- myndir máli sínu til skýring- ar. Að framsöguerindunum loknum bauð FUS í Rangár- vallasýslu þátttakendum til kaffidrykkju og að henni lok- inni hófust fjörugar umræður og fyrirspurnir. Auk frummæl- enda tóku til máls þeir Runólf- ur Guðmundsson, Ölversholti, Vigfús Ólafsson, Hellu og Lár- us Gíslason, Miðhúsum. Að lok- um þakkaði Árni Grétar Finns- son formaður SUS þátttakend- um góða fundarsetu og fund- arstjórinn Jón Þorgilsson sleit ráðstefnunni. Seinni landbúnaðarráðstefnan var haldin á Egilsstáðum s.l. laugardag, en hana sátu um 40 þátttakendur þar af rúmlega 30 bændur. Birgir ísl. Gunnarsson v-form. SUS setti ráðstefnuna og skipaði fundarstjóra Jón Hnef il Aðalsteinsson. Framsöguerindi fluttu Dr. Sturla Friðrikssón, Stefán Aðalsteinsson og Ingólf- ur Jónsson, ráðherra. Var gerð- ur góður rómur að ræðunum og urðu fjörugar umræður að þeim loknum. Til máls tóku Snæbjörn Jónsson, Sveinn Einarsson, Mið- húsaseli, Helgi Gíslason, Helga- felli, Júlíus Þórðarson, Skorra- stað, Páll Halldórsson, Egilsstöð- um og Þórður Benediktsson, Eg- ilsstöðum. Ingólfur Jónsson svar aði framkomnum fyrirspurnum, en að því loknu héldu fundar- menn í veitingahúsið Ás þar sem snæddur var kvöldverður í boði miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Þar sýndi Dr. Sturla litskugga- myndir og Jónas Pétursson, alþm. flutti ávarp. Hafa landbúnaðarráðstefnur þessar þótt takast mjög vel og á þeim hefur komið fram almenn ur áhugi bænda á aukinni beit- ingu búvísinda og rannsókna 1 þágu landbúnaðarins svo og sem látinn var í ljós ánægja með ýmiss þau mál, sem hrundið hef- ur verið í framkvæmd undan- farin ár til styrktar landbúnað- inum. Myndin er tekin af allflestum þátttakendunum á tröppum skólahússins á Egilsstöðum í lok ráðstefnunnar. í fundarhléi á Hellu-ráðstefn unni bauð FUS í Rangárvalla- sýslu til kaffidrykkju. Að Hellu-ráðstefnunnl lok- inni var þessl mynd tekln fyrir utan fundarstaðinn. Á myndinni eru talið frá vinstri: Einar Oddsson, sýslumaður, Jón Þorgilsson, form. FUS i i Rangárvallasýslu, Ingólfur ! Jónsson, ráðherra, Árni Gr. Finnsson, form. SUS, Árni Johnsen úr Vestmannaeyjum, dr. Bjarni Helgason, Óli Guð- bjartsson, form. FUS í Árnes- sýslu, dr. Sturla Friðriksson. Ragnar Kjartansson úr stjórn SUS og Ársæll Magnússoo. -X Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra flytur framsöguerindi sitt á ráðstefnunni á Egilsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.