Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ taugarcfagur 20. Júní 1964 Ólafur E. Sigurðsson útgerðarmabur á Akranesi í DAG laugardaginn 20. júní, verður gerð útför Ólafs Eðvarðs Sigurðssonar útgerðarmanns á Akranesi. Ólafur lézt á sjúkra- húsi Akraness 13. júní s.l. eftir skamma legu, aðeins 38 ára gam- all. Það er erfitt að átta sig á því og trúa því, að svo ungir menn, hlaðnir áhuga og starfsþrá, séu kallaðir brott svo skyndilega, mitt í önnum lífsins, menn sem mikl- ar vonir eru tengdar við, og eiga svö miklu verki ólokið. Þetta er ein af ráðgátum þessa lífs, sem erfitt er að fá svar við, en í þessu felst áminning til okkar hinna að vera við öllu búin, því við vitum aldrei hvað er orðið á- liðið, vitum ekki hvenær kallið kemur, sem allir verða að hlýða að lokum. Ólafur var fæddur að Suður- eyri við Súgandafjörð 12. janúar 1926, sonur hjónanna Ólafar Guð mundsdóttur og Sigurðar Hall- bjarnarsonar, skipstjóra og út- gerðarmanns. Árið 1927 fluttust þau hingað til Akraness og Sig- urður heitinn hélt útgerð sinni áfram héðan og gerðist fljótlega umsvifamikill athafnamaður eins og kunnugt er. Ólafúr ólst upp á fjölmennu heimili á meðal margra systkina. Þar ríkti á- vallt góður andi, ástúðleg móðir þurfti oft að heyja harða bar- áttu, til að sjá stórri fjölskyldu •farborða. í þessu umhverfi mót- aðist Ólafur, og það kom ljós- lega fram eftir að hann var sjálf- ur kominn út í lífsbaráttuna, að hann tileinkaði sér margt úr fari föður síns, og líktist honum í mörgu, einkum hvað áræði og útsjónarsemi snerti. Eftir fermingu fór Ólafur í Reykholtsskóla og lauk þaðan námi, síðan í Verzlunarskóla Is- lands og útskrifaðist þaðan vor- ið 1947. Ólafur hlaut þannig á- gæta menntun, enda var hann fljótt kallaður til starfa. Á miðju sumri 1946 andaðist fað- ir hans snögglega og féll það þá í Ólafs hlut að veita verzlun og útgerð dánarbúsins forstöðu þá aðeins tvítugur að aldri. Fyrir- tækið Sigurður Hallbjarnarson b.f. hefur eflzt mjög undir for- ystu Ólafs og er nú eitt af stærstu atvinnufyrirtækjum á Akranesi. Þar naut hann einnig góðrar að- stoðar bróður síns Þórðar, sem verið hefur verkstjóri hjá fyrir- tækinu. Með uppbyggingu þessa Kveðja frá bekkjarsystkinum. . Við bekkjarsystkin þín úr Verzlunarskólanum rennum hug anum aftur til gömf.u góðu dag- anna á skólaárunum, til daga bjartsýninnar, sem við öll ætluð um lengi að láta endast. Mynd þeirra daga mun standa hrein fyrir hugskotssjónum okkar, meðan hverjum og einum end- ist aldur. — Og í þeirri mynd verður sæti þitt ætíð skipað. ■'iv&z. jg,, y-j •" Þú kunnir að gleðjast á góðri stund. Þess vegna ert þú í mið- depli minninganna um gleði- fundi. En þú áttir þér lika þína drauma, og við þá léztu ekki sitja, eins og oft vil.l þó henda, heldur hófst handa um að gera þá að veruleika. Við ætluðum öll að afreka eitthvað. Við hin höfðum e.t.v. fleiri orð um það en þú. Þú bara gerðir það, sem hinir töl- uðu um að gera. Þitt ævistarf varð ærið, þótt árin yrðu fá. Það er ekki vegna þess að of lítið liggi eftir þig sem sökn- uður fyllir hug allra, sem þig þekktu. Af þeim sökum gazt þú kvatt. En okkur, sem eftir erum, finnst sárt að kveðja þig sem góða drenginn, sem gerði lífið betra og fegurra. Og við syrgjum með konu þinni og dætrum, móður þinni og öðr- um sky'idmenniuim og vinum. Þeirra harmur er mikill; en megi minningin um þig vera þeim hugarléttir, minningin um fagrar og fölskvalausar gleði- stundir. Það er ósk okkar og von, hinna fjölmörgu vina þinna, sem í dag kveðjum þig, að líf fyrirtækis hefur Olafur reist sér j þitt megi einnig nú, eftir að þú veglegan minnisvarða sem sýnir' að mikil vinna hefur þar verið lögð af mörkum. Þannig hefur miklu verið áorkað á stuttri ævi, enda vinnudagur oft langur. Að félagsmálum vann hann töluvert um tíma og var það m.a. fyrir hans tilstilli, að Lions- klúbbur Akraness var stofriað- ert horfinn, gefa ástvinum þín- um styrk til að mæta erfiðleik- um lífsins, að einnig það hafi þér tekist með lífi þínu, sem þú vissir þó ekki að á þyrfti að halda, að sefa sorgir þeirra, sem þér og þínu lífi unna. Ey. Kon. Jónsson. f DAG fer fram á Akranesi út- för Ólafs E. Sigurðssonar, út- gerðarmanns. Ólafur var eitt af 12 börnum þeirra Sigurðar heitins Hall- Hallbjarnarsonar skipstjóra og útgerðarmanns og konu hans Ólafar Guðmundsdóttur. Ólafur missti föður sinn tvítugur að aldri árið 1946. Er hann hafði lokið prófi frá Verzlunarskóla íslands fetaði hann í fótspor föður síns og hóf útgerð með atbeina systkina sinna og móður. Kom fyrirtæki þeirra upp fiskverkunarstöð og hraðfrystihúsi og gerði út tvo báta, m.s. Sigurð og m.s. Sigrúnu, sem báðir voru í eign fyrirtækja þeirra, er Ólafur andaðist. Einn- ig átti hann með Karli bróður sínum hlut að byggingu mikils verzlunarhúss á Akranesi, Skaga vers h.f. \ Meðan heilsa og kraftar entust vann Ólafur að viðgangi fyrir- tækjanna af frábærum dugnaði og fyrirhyggju og naut góðs sam- starfs við systkini sín og móður. Hann lét sér annt um að allur búnaður skipa og vinnslustöðva væri sem fullkomnastur, enda naut hann trausts og vinsælda hjá þeim, sem störfuðu í hans umsjá eða áttu við hann einhver viðskipti. Ólafur hafði átt við vanheilsu að búa á annað ár og var rúm- fastur síðustu fjórar vikurnar, sem hann lifði. Hann lézt á sjúkrahúsinu á Akranesi hinn 13. þ.rri. aðeins 38 ára að aldri. Er mikill skaði, þegar slíkir menn missa heilsuna á bezta aldri og falla frá langt fyrir aldur fram. Samferðamennirnir minn ast starfs þeirra og samfylgdar með söknuði og trega. Ólafur var kvæntur Ástríði Sveinsdóttur prests í Kálfholti Ögmundssonar skólastjóra í Flensborg og áttu þau glæsilegt heimili að Krókatúni 9 á Akra- nesi. Þeim hjónum varð þriggja dætra auðið, Helgu Jónu 16 ára, Ólafar Eddu 13 ára og Þóru 12 ára. Gestrisni og myndarbragur var á heimili þeirra svo að af bar. Vér vinir Ólafs heitins sendum frú Ástríði og dætrunum þrem ur innilegustu samúðarkveðjur og óskum þeim gæfu og gengis á óförnum ævibrautum. Sveinn Benediktsson. ur, og var hann fyrsti formaður hans. Einnig var hann vara-um- dæmisstjóri Lions-hreyfingarinn- ar á íslandi um eins árs skeið. I janúar 1948 giftist Ölafur eftirlifandi konu sinni Ástriði Sveinsdóttur (Ögmundssonar, prests í Þykkvabæ) og eignuðust þau þrjár dætur, Helgu Jónu, Ólöfu Eddu og Þóru. Ástríður (Ásta) bjó manni sínum mjög vistlegt og vinalegt heimili, og þar hefur alltaf verið gott að koma, því þar hafa allir mætt mik illi alúð og gestrisni og fundið, að þeir voru hjartanlega vel- komnir á heimili þeirra. Nú er kveðjustundin runnin upp. Ég þakka þér alla þína tryggð og vináttu. Við höfum haldið saman og verið vinir frá því við munum fyrst eftir okk- ur, og þó að leiðir skilji nú, þá lifir minningin áfram um góðan dreng. Vertu sæll vinur. Ég votta eftirlifandi konu þinni og dætrum, aldraðri móður og systkinum þínum mína dýpstu samúð. Valdimar Indriðason I Kirkjudagur Bústaðaprestakalli ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til sérstaks kirkjudags í Bústaða- sókn n.k. sunnudag, 21. júní. Hefur Kvenfélag og Bræðra- félag safnaðarins tekig höndum saman við sókarnefnd og kirkju- kór um undirbúning allan og fvrirkomulag. Er það von þessara aðila, að dagurinn megi tengja safnaðarfólk enn nánar safnaðar- starfinu og þá um leið gera drauminn um kirkju fyrir presta kallið að veruleika sem allra fyrst. Verður barnasamkoma um morguninn kl. 10.30. Hafa barna- samkomur ekki verið haldnar í sumar, en í vetur var aðsóknin svo mikil, að vart mátti koma öllum börnum inn í salinn. Var meðalfjöldi barna um 500 hvern sunnudag. Því næst verður guðs- þiónusta kl. 2 síðdegis og að henni lokinni hefst kaffisala og verður kaffi á boðstólum allan daginn og einnig eftir kvöldsam- komu, er hefst kl. 8.30. Á kvöldsamkomunni flytur dr. líichard Beck, prófessor í Grand Forks í Norður Dakóta ræðu, en leikararnir frú Helga Bachmann og Helgi Skúlason flytja leikþátt Einnig mun kirkjukórinn syngja nokkur lög og organisti safnaðar- ins, Jón G. Þórarinsson leikur á hið nýja orgel safnaðarins. Stutt ávarp flytur Pétur Maack Jónsson, en samkomunni lýkur með helgistund. Messan, samkomurnar og kaffi salan verður í Réttarholtsskól- anum og kunna forráðamenn safnaðarins skólayfirvöldunum miklar þakkir fyrir sérstaka hjálpsemi og lipurð bæði í sam- bandi við þennan kirkjudag' sem og við safnaðarstarfig almennt. Er það von allra þeirra, er annast undirbúning þessa kirkju dags og vilja söfnuðinn sem sterkastan í eigin kirkju, að sóknarbörn og aðrir velupnarar safnaðarins, leggist nú öll á eitt og sýni í verki, hversu samtaka- mátturinn er megnugur. Eru einnig þær konur, sem gefa vilja kökur á kaffisöluna, beðnar um koma þeim í Réttarholtsskólann kl. 1 e. h. á sunnudaginn. Þá verða einnig til sýnis allan daginn teikningar og líkön af Vorflugur - dægurflugur „DÆGURFLUGUR eða vorflugur", sagði Stendhal, „koma í í heiminn klukkan níu á sólheitum sumarmorgni til þess eins að hverfa svo fyrir fullt og allt klukkan fimm síðdegis sama dag. Hvernig ættu þær að skilja hugtakið nótt?“ Við mann- fólkið erum einnig vorflugur, sem eigum okkur þó aðeins lengri ævidag, sextíu til áttatíu ár ef að líkum lætur. Við sveimum í geislum sólar, elskum, hötum, og lifum sæl í þeirri trú að við séum að skapa ódauðleg verk. Fyrir og eftir okkar dag á margt það sér stað sem við lítum aldrei augum né skiljum nokkru sinni eða getum með nokkru móti gert okk- ur í hugarlund. Ef til vill halda vorflugurnar, sem láta berast á léttum vængjum yfir víðáttumiklar sléttur eða flögra yfir fiskisæl vötn líka að þær séu ódauðlegar. En þó æviskeiðið sé okkur naumt skammtað, svífa inn yfir svið þess annars konar skammlífar verur sem fara enn fljót- ar yfir. Það eru vinirnir, sem við eignumst á hinum ýmsu tímum ævinnar. Fyrstir sveima í kringum okkur vinirnir frá barnaskóla-, gagnfræðaskóla- og menntaskólaárunum. Það eru æskuvinir okkar, sem okkur eru svo kærir, vinirnir, sem þátt tóku í hinum mikilvægu uppgötvunum okkar um lífið og tilveruna. Við erum einhvern veginn svo örugg um að vegir okkar og þeirra muni liggja saman ævina á enda að öll um- skipti koma eiris og þruma úr heiðskíru lofti — burtfararpróf, herþjónusta, heimsstyrjöld.----Við erum allt í einu um- kringd hópi nýrra vina og aftur finnst okkur vináttuböndin hljóta að vera varanleg. Sameiginlegar svaðilfarir og hættur hafa rekið rembihnúta á þessi bönd að því er við höldum. En snörp vindhviða feykir þeim á brott. Hjónaband beinir okkur í ýmsar áttir. Eiginkonum okkar fellur kannski ekki við vini okkar eða konum þeirra- ekki við okkur. Andlitin umhverfis okkur breytast, sum hverfa og önnur ný koma í staðinn en þessi nýju andlit eru heldur ekki til frambúðar. Með nýju starfi fyígja bústaðaskipti. Við verðum að eignast nýja vini. Við hittum nýtt fólk og stofnum til kynna við það, en týnum kunningsskapnum jafnharðan niður. Þetta fólk kemur inn í líf okkar eins og í danssal, til að stíga fáein spor og er svo á bak og burt. Fámennur vinahópur umkringir okk- ur enn, en það er ekki sama fólkið. Dauði, ferðalög, og mis- munandi dálæti okkar á fólki valda sífelldum breytingum á vinahópi okkar. Hversu marga vini eignumst við ekki hverja á fætur öðrum á okkar skömmu ævi! I Sum bönd eru þó traustari en önnur. Það eru þau bönd sem þjóðfélagið er alltaf að endurnýja. Að slysum undan- ' teknum (og þau eru reyndar alltaf nokkur) heldur fólk fætt við svipuð kjör yfirleitt hópinn. Fjölskyldan liðast í sundur j en skyldleiki og mægðir halda tengslunum við. Meðan börn- in eru ung eru þau háð foreldrunum og þegar foreldrarnir eldast verða þeir háðir börnum sínum. Þó hjónabandið sé ekki lengur órjúfandi band, er það fjölda manna og kvenna skuldbinding um að lifa saman í blíðu og stríðu. Allt það sem stefnir mönnunum, þessum skammlífu verum, saman á ákveðnum stað með ákveðnu miilibili eins og t. d. kirkjur, kórar, stjórnmálastörf, skólar, tómstundaiðja ýmiss konar, íþróttafélög, verksmiðjur og samkvæmi — stuðlar að viðgangi vináttunnar. Menn verða að bindast einhverjum slíkum hópi til þess ' að skapa sjálfum sér og öðrum gleði og ánægju. Ellin er hin- i um einmana ömurleg. Hjónabandið er mörgum trygging i gegn einmanaleikanum. Allar þjóðfélagsskyldur sem koma okkur í kynni við fólk sem hefur sama smekk og við eru okkur að gagni. Við verðum að færa okkur þjóðfélagið í nyt. Það veitir okkúr mikilvægan siðferðilegan styrk ef við erum svo lánsöm að eiga að fjölskyldu okkar, vini og samlanda æv- ina á enda. Við vitum að við erum eins og vorflugurnar, ( okkur er að óvörum varpað inn í framandi og fjandsamlega veröld til að sveima þar skamma hríð. ' En ef suðið í vængjunum umhverfis okkur lætur kunnug- lega í eyrum allt frá fyrstu tíð veitist okkur flugið létt. fyrirhugaðri kirkju. Munu ætíð einhverjir vera nærstaddir til að gefa upplýsingar og svara spurn- ingum varðandi kirkjuna. Eru sóknarbörn beðin að hagnýta séi þetta tækifæri, þar sem flestir þurfa að kynna sér áætlanir og áform nú þegar á þessu stigi undirbúningsins. Það er fagurt að líta yfir borg og sund ofan af Bústaðahæðinni. og er vonandi, að margur leiggi ieið sína þangað á sunnudaginn kemur, lengsta dag ársins, til a3 taka þátt í kirkjudegi Bústaða- sóknar; eru allir hjartanlega vel- komnir og sérhver komumaður aufúsugestur. Ólafur Skúlason sóknarprestur. Miðnætursólarflug FINS og undanfarin ár efnir Flugfélag íslands nú um og eftir Jónsmessuna til „miðnætursólar- fiugferða“, en slíkt hefir verið fastur liður í starfsemi félagsins undanfarin ár. Ferðunum verður hagað þann- ig, að lagt er af stað frá Reykja- vík kl. 22:30 og flogið norður fyrir heimskautsbaug. Á heim- leið er lent í Grímsey og höfð þar stutt viðdvöl. Síðan er flogið suður yfir hálendið og komið til Reykjavíkur um kl. 02:00 eftir miðnætti. í „Miðnætursólarferðunum** eru farþegum bornar veitingar o,g hver og einn fær skrautritað skjal, til minningar um ferðina. „Miðnætursólarflugferðir14 verða laugardagana 20. júní 27. júní og 4. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.