Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 23
Laugardagur 20. júní 1964 MORCUNBLAÐIÐ 23 Brottflutningur skæru- liða frá N.-Borneó hófst í gær Fundur Rahmans, Súkarnós og Macapa- gals heíst í Tókíó í dag Hér er róðrarsveit slysavamadeildarinnar Hraunprýðis í Hafnarfirði, sem sigraði á Sjómanna- daginn þar í bæ. Talið frá vinstri: Sylvia Halisteinsdóttir, Guðfinna Jónsdóttir, Sirrý Karlsdóttir, Orri Illugason stýrimaður, Sigurlina Björgvinsdóttir, Jónína Jónsdóttir og Erna Friðfinnsdóttir. — Ljósmynd: Herdis Guðmundsdóttir. — Krúsjeff Framh. af bls. 1 tneðferð, ef leyft yrði að flytja þau til Sovétríkjanua. Krusjeff og Krag ræddust við í tvær klukkustundir í dag. Að fundinum loknum sagði Krag. að ékveðið hefði verið að auka við- skipti Dana og Rússa. Krag sagði, að þeir Krúsjeff hefðu rætt ýmis alþjóðleg vanda mál og skipzt á skoðunum um um að dýrin fengju mjög góða þau, en auðvitað hefði verið ó- hugsandi að þeir næðu samkomu lagi, enda hefði ekki verið gert ráð fyrir neinum samningavið- ræðum nema um viðskiptamál. Aðspurður sagði Krag, að við ræður sínar við Lyndon B. John son Bandaríkjaforseta í Washing ton fyrir skömmu, hefðu skiljan lega haft nokkur áhrif á spurn- ingarnar, sem hann bar fram á fundinum með Krúsjeff og svör- in, sem hinn sovézki forsætisráð herra fékk. Kjarnorkuvopnalaus fivæði. Krag sagði, að viðræðurnar við Krúsjeff hefðu verið mjög frjáls legar og vingjarnlegar. Sem svar við spurningu fréttamanns sagði hann, að þeir hefðu ekki rætt kjarnorkuvopnalaus svæði. Áður en Krúsjeff kom til Danmerkur hafði utanríkisráðherra landsins Per Hækkerup látið í ljós þá von, *ð Krúsjeff ræddi ekki tiilögur •em fram hafa komið um að Norð urlöndin ýrðu kjarnorkuvopna- laus svæði. ★ f * . I ræðu sinni á fundi stúdenta- félagsins ræddi Krúsjeff hins veg «r þessar tillögur og sagði, að imeginmarkmið þeirra væri að tryggja friðinn í Evrópu. Hann minnti á tillögu Kekkonens Finn landsfoseta um að Norðurlöndin yrðu kjarnorkuvopnalaust svæði, tillögu Undens, fyrrv. utanrikis- ráðherra Svílþjóðar svipaðs eðlis ©g tillögu Pólverja um kjarnorku vopnlaust svæði í Mið-Evrópu. Krúsjeff sagði, að Sovétríkin væru hlynnt þessum tillögum, en kvaðst vita, að þær nytu ekki elmenns fylgis í Danmörku. — IHann sagðist vilja leggja áherzlu é. að Sovétstjórnin væri fús til að skuldbinda sig til að virðá kjarnorkuvopnalaus svæði, e/ eamkomulag næðist og önnur kjarnorkuveldi gerðu slíkt hið sama. Krúsjeff lýsti ánægju sinni með að Danir og Norðmenn vildu hvorki kjarnorkuvopn né erlenda hermenn í löndum sínum og einn iig taldi hann ánægjulegt að þess ar tvær þjóðir hefðu ekki í hyggj-u að taka þátt í sameigin- leguim kjarnorkuflota Atlantshafs bandalagsins. Afstaða Dana og ! A X II U G I Ð að borið saman við útbrei'ðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Norðmanna í þessum efnum hlyti að gleðja alla friðelskandi menn. Síðan fór hann lofsamlegum orð- um um hlutleysi Svía og kvaðst sannfærður um, að vináttusam- band Rússa og Finna væri mikil vægur þáttur til varðveizlu frið arins í Norður-Evrópu. Frlðsamleg sambúff. Forsætisráðherrann lagði áherzlu á nauðsyn friðsamlegrar sam- búðar þjóða, sem byggju við ólík þjóðfélagskerfi. Hann sagði, að Sovétríkin hefðu ekki í hyggju að blanda sér í innanríkismál annarra landa, en vildu nú sem fyrr skora á þjóðirnar að gera allt, sem í þeirra valdi stæði til þess að tryggja friðinn í heim- inum og koma i veg fyrir kjarn- orkustyrjöld. Mikill árangur hefði náðst á veginum til bættrar sambúðar síðustu árin, frá því að Kúbudeilan stóð sem hæst þar til samningurinn um takmarkað bann við kjarnorkutilraunum var undirritaður í Moskvu, en varast yrði að ofmeta árangurinn. Mikil vægasta verkefni mannanna væri nú, að koma í veg fyrir gereyð- ingarstyrjöld og vinna að al- gerri afvopnun undir alþjóðlegu eftirliti. Hinar miklu fjárfúlgur, sem nú væru notaðar til vígbún aða'r ætti að nota í þágu friðar- Ankara 19. júní (AP-NTBJ. TVRKNESKA þingið greiddi í dag atkvæði um stefnu stjórn- arinnar í KýpurmáJinn. 200 voru samþykkir stefnunni, 194 á móti, en 2 sátu hjá Áffur en atkvæffa- greiffslan fór fram, hafði Ismet Inönu forsætisráffherra, lýst þvi yfir aff hefffi stjórnin ekki traust töluverffs meiri hluta þingmanna — Evrópumenn Framhald af bls. 1 bertville væri eins og eyðiborg. Enginn maður sæist á ferli á götunum. Sem kunnugt er, hafa upp- reisnarmenn látið til sín taka í héraðinu Kivu að undanförreu og fyrir skömmu höfðu þeir Al- bertville á vaidi sínu nokkra daga áður en her stjórnarinnarí í Leopddville tókst að hrekja þá á brott. Mioise Tshom.be, fyrrv. fylkis- stjóri Katanga, sem dvelst nú í útlegð, sagði í dag, að friður kæmist ekki á í Kongó fyrr en erlendir hermenn hefðu yfir- gefið landið. Hann sagði, að bandaríski r og belgískir her- menn í Kongó hefðu drepið marga Kongóbúa og valdið landinu miklu tjóni. Kvaðst hann hafa sannanir fyrir þvi að bandærískir hermenn væru í Kongó ocg myndir, sem sýndu þorp, er orðið hefðu fyrir sprengjuáíiásum bandarískra fluavéLa ins og velmegunarinnar í heim- inum. Krúsjeff minnti á ýmsar tillög ur um afvopnun, sem Sovétríkin hafa lagt fram undanfarin ár og sagði, að það vandamál, sem nú krefðist skjótastrar úrlausnar væri trygging friðar í Evrópu. Undirita ætti friðarsamninga við Þýzkaland og viðurkenna að það væri nú tvö ríki. Þegar það hefði verið gert væri ekki lengur hætta á að upp úr syði í álfunni. Bæri að harma, að til væru þeir, sem vildu, að Vestur-Þýzkaland yrði aðili að kjarnorkuflota Atlants- hafsbandalagsins, en slíkt yrði sízt til þess að draga úr viðsjém í Evrópu. Friðelskandi menn væru mjög áhyggjufullir vegna þessa. 1 lok ræðu sinnar sagði Krús- jeff m.a., að viðræður sínar við danska ráðamenn sýndu, að möguleikar væru á auknum sam- skiptum þessara ríkja og allt benti til þess að samband Dana og Rússa gæti orðið góð fyrir- mynd friðsamlegrar sambúðar ríkja með ólík þjóðfélagskerfi. Hann lofaði Dani fyrir dugnað á sviði landbúnaðar og skipasmíða og kvaðst vona, að nánara sam- starf tækizt með þeim og Rúss- um um landbúnað. myndi hún biðjast lausnar. Þegar úrslit atkvæðagreiðsl- unnar voru kunngjörð, gekk Inönu á fund samráðherra sinna og ræddi við þá hálfa klukku- stund. Að fundinum loknum lýsti hann því yfir, að stjórnin rayndi sitja áfram þrátt fyrir hinn nauma meirihluta. Sem kunnugt er heldur Inönu til Washington á sunnudag í boði Johnsons forseta til þess að ræða Kýpurmálið. Gæzlulið SÞ 3 mónuði enn n Kýpui Sþ. 19, júní — AP SAMÞYKKT var í dag að gæzilu- lið Sameinuðu þjóðanna skyldi vera áfram á Kýpur um 3 mán- aða skeið. Lönd þau er hlut eiga að máli og Öryggisráðið voru sammála um að dvöl gæzluliðs- ins á eynni væri nauðsynleg til að koma í veg fyrir að hermdar- verk og blóðsúthellingar hæfust á nýjan leik. Bandaríkin studdu tillöguna um áframhaldandi dvöl gæzlu- liðsins eftir að Kýpur, Grikk- land, Tyrkland og Bretland höt'ðu samþykkt að hið 6.400 mann gæzlulið skyldi vera áfram a hinni róstusömu ey. Tókíó, 19. júní — (AP-NTB) — • Á MORGCN hefst í Tókíó fundur æðstu mauna Malaysiu, Filippseyja og Indónesíu. Var þetta tilkynnt í dag eftir að fregn ir bárust frá Norffur-Borneó þess efnis, aff hópur indónesískra skæruliða hefðu haldið yfir landa mærin frá Malaysíu til Indónesíu. Sem kunnugt er, hafði Abdul Rahman, forsætisráðherra Mal- aysíu, sett brottflutning skæru- liða sem skilyrffi fyrlr því að hann settist við samningaborffið með Súkarnó Indónesíuforseta. • Abdul Rahman, Súkarnó og Macapagal, forsetí Filippseyja, koma saman tii fundar í fyrra- máliff, en gert er ráff fyrir aff fundinum Ijúki á sunnudag. Dag- skrá fundarins er stutt miðaff viff hin miklu vandamál, sem leysa þarf í sambúff Malaysíu og Indó- nesíu, en tekið hefur verið fram, aff þessi fundur skuli fyrst og fremst verffa upphaf frekari funda æðstu manna landanna um vandamálin. í morgun hófu Indónesíumenn brottflutning skæruliða frá lands svæði Malaysíu á Borneó sam- kvæmt kröfu stjórnar Malaysíu. Fyrsti skæruliðahópurinn fór yfir landamærin til Indónesíu frá Sarawak við varðstöð, sem Thai- lendingar hafa komið þar upp, en þeir munu hafa eftirlit með brottflutningunum. í skæruliða- hópnum voru 32 menn mjög vel vopnum búnir. Yfirmaður þeirra, Surakit Mayalarp, hershöfðingi, sagði fréttamönnum við komuna til Indónesíu, að fleiri skæruliða- hópar myndu flýja í kjölfarið, en skæruliðar myndu skilja eftir nokkra menn við landamærin til þess að fylgjast með gangi mála. Fregnir um ferðir skærulið- anna bárust þegar til Tókíó og utanríkisráðherrar Malaysíu, Indónesíu og Filippseyja settust á rökstóla. Eftir tæpa hálfa klukkustund tilkynntu þeir, að fundur æðstu manna myndi hefj- ast á morgun. Utanríkisráðherr- 17. JÚNÍ á Norðfirði NESKAUPSTAD, 19. júní. — 17. júní-hátíðahöldin hófust hér með skrúðgöngu frá bæjartorg- inu og lék Lúðrasveit Neskaup- staðar fyrir göngunni. Að lok- inni skrúðgöngunni hófst sam- koma við' sundlaugina. Þar lék lúðrasveitin undir stjórn Haralds Guðmundssonar. Samkomuna setti Jóhannes Stefánsson, forseti bæjarstjórnar, en ávörp fluttu fulltrúar stjórnmálaflokkanna. Þá söng Kristinn Hallsson óperu- söngvari með undirleik Skúla Halldórssonar tónskálds. Að lok- um var svo sundkeppni. Seinna um daginn var svo keppt í handbolta og knattspyrnu á íþróttavellinum. Um kvöldið voru dansleikir fyrir böra og fullorðna. Ágætt veður var fyrri part dagsins, en er líða tók á daginn rigndi og gerði leiðindaveður. A1 menn og góð þátttaka var í há- tíðahöldunum. A.L. arnir hafa ræðst við undanfarna tvo daga í Tókíó og herma fregn- ir að góður árangur hafi orðið af viðræðum þeirra. Utanríkisráð- herrarnir skýrðu frá dagskrá fundar Abduls Rahmans, Súkar- nós og Macapagals á morgun, ea þeir ræða núverandi ástand í sam búð landa sinna og taka til at- hugunar tillögur, sem komið hafa fram um lausn vandamálanna. Viðræðunum lýkur á laugardag- inn, en á sunnudaginn semja fundarmenn sameiginlega yfir- lýsingu. Sem kunnugt er ,h'efur Indó- nesíustjórn haldið uppi fjandskap gegn Malaysíu frá því að sam- bandsríkið var stofnað sl. haust og hótað að leysa það upp. For- dæmdi stjórnin stofnun sam- bandsríkisins og sagði, að hún miðaði einungis að því að við- halda áhrifum Breta í SA-Asíu. Fyrir rúmum hálfum mánuði féllst Súkarnó á að hitta þá Ab- dul Rahman og Macapagal og hélt til Tókíó, en meðan hann hefur beðið eftir því að Rahman vildi tala við hann, hafa hon- um borizt herskáar yfirlýsingar að heiman. í gær skoruðu ung- kommúnistar og félag kommún- ískra kvenna í Indónesíú á for- setann, að sitja ekki fund með Rahman og halda áfram skæru- hernaði á landamærunum. Macapagal, forseti Filippseyja, hefur reynt að miðla málum í deilum Indónesíu og Malaysíu, en Filippseyingar hafa gert kröfu til hluta N.-Borneó, sem áður var nýlenda Breta. Talið er, að Malaysíustsjórn muni fallast á þessa kröfu, en Filippseyjastjórn samþykkja að henni verði ekki framfylgt fyrr en eftir óákveð- inn tíma. — Öldungadeildin Framhald af bls. 1 var samíþykkt að binda enda A þófið og ræðutími þingmanna var takmarkaður við eina klst. alls. Barry Goldwater frá Arizona, er meðal þeirra, sem börðust gegn frumvarpinu. í dag kvaðst Goldwater að vísu hlynntur jaifn rétti allra manna ,en sagði tvær greinar frumvarpsins fyirmuna sé að greiða því atkvæði. Eru það greinarnar um frjálsan aðgang blökkumanna að gistihúsum, sam komustöðum o.fl. og um jafnan rétt þeirra til atvinnu. Komst Goldwater þannig að orði wn þessar greinar frumvarpsins, að þær væru „sem kinnhestur í and lit stjórnarskrái-innar“ og bryti í bága við virðingu repúblíkana fyrir henni. William Scranton, ríkisstjóri Pennsylvaníu sem berst g«gn Goldwater um útnefningu til for setaefnis repúblikana, sendi honum simskeyti í dag og skor- aði á hann að breyta afstöðu sinni til mannréttindafrumvarps ins. Goldwater tók Scranton þetta óstinnt upp og kvaðst ekaki ætla að afneita eigin sannfær- ingu til þess að hljóta útnefnlngu sem forsetaefni flokksins. SNgS- ist Goldwater fær um að taka afleiðingum gerða sinna. Hjartkær sonur minn INGVI SIGURJÓN ÓLAFSSON Þvervegi 40, lézt af slysförum 19. þ.m. — Fyrir hönd aðstandenda. Sigríffur Sigmundsdóttir. Naumur meirihluti Atkvæðagreiðsla um stefnu Tyrkja í Kýpurmálinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.