Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 16
16 MOHGUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. júní 1964 Vilja tækninám í gagnfræðaskólum Frá þingi Landssambands framhalds- skólakennara 10. þing Landssambands fraan haldsskólakennara var haldið dagana 5.-7. þ.m. í hátíðasal Haiga skólans í Reykjavík. Menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason og fj ármálaráðherra Gunnar Thnroddsen heiðruðu þingið með nærveru sinni við þingsetningu. Meðal annarra gesta við setn- ingu þingsins voru Geir HaJJ- grímsson borgarstjóri, Helgi Eii asson, fræðslumálastjóri og dr. Richard Beck prófessor ásamt írú sinni. Prófessorinn flutti þinginu, snjallt ávarp. í ávarpi, sem menntamálaráð- herra flutti þinginu, tilkynnti hann kaerkomna leiðréttingu rík isstjórnar á misrétti, er fjöl- margir framhaldsskólakennarar höfðu orðið fyrir við gidistöku Kjaradóms 1. júlí 1963. Höfðu þeir fjármálaráðlherra og menntamálaráðherra unnið að þeirri leiðréttingu um nokkurt skeið í samráði við kennara. Avarpi menntamálaráðherra fylgdi svohljóðandi bréf: „Það tilkynnist hér með, að ríkisstjómin hefur ákveðið að fallast fyrir sitt leyti á, að þeir framhaldsskólakennarar, sem voru skipaðir eða settir í kenn- arastöðu 1. júní 1952, þegar lög um breytingu á lögum nr. 36 11. júlí 1911 um forgangsrétt kandi- data frá Háskóla íslands til embætta tóku gildi og kváðu á um óskert kennsluréttindi þeirra, sem áður höfðu hlotið kennara- réttindi, skulu frá 1. júlí 1963 taka laun samkvæmt 18- launa- fiokki. Ennfremur mun ráðu- neytið_ í samráði við Kennara- skóla íslands og kennarasamtök- in efna tU námskeiða fyrir þá kennara, sem framangreind regla tekur ekki til, er geri þeim kleift að flytjast í hærri launa- fiokk“, Létu þingfulltrúar ánægju sína á afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á máli þessu, í ljós með lófataki. Fyrsti forseti þingsins var kjör ir.n Kristinn Gíslason gagnfræða skólakennari. Þessi voru helztu mál, sem þingið tók til meðferðar: Skóla- niál, launamál, félagsmál og menntun og réttindi kennara. Nefndir höfðu fjallað um öll þessi mál fyrir þing og lágu álit þeirra fyrir þinginu. Helztu samþykktir þingsins voru þessar: 1. Um skólamál: Að leitazt verði við að hafa allt gagnfræða stigið, 1.—4. bekk í sérstökum skólum, nema nákvæm rannsókn sanni, að annað fyrirkomulag sé heppilegra fyrir nemendurna. Ag vinna þurfi að því, að nám á gagnfræðastigi komi meira að notum I daglegu lífi en nú er m. a. með því að hefja mark- vissan undirbúning að tækni- námi í gagnfræðaskólum. 2. í launamálum: Stjórn L.S.F.K. var falið að vinna að ýmsum lagfæringum, í sambandi við niðurröðun kennara í launa flokka, fyrir næstu kjarasamn- ir,ga opinberra starfsmanna. 3. Um félagsmál: Samþykkt var að stofna launanefnd L.F.S.K., þar sem hinir ýmsu sérhópar kennara ættu fulltrúa, svo að stjórn sambandsins gæti leitað til þeirra, þegar hún vinn- ur að hagsmunamálum hópsins við kjarasamninga eða sérsamn- inga. Einnig var samþykkt að efla samband stjómar L.S.F.K. við félaga úti á landi t. d. með útgáfu fréttabréfa. Þá var og samþykkt að hafa skrifstofu sambandsins opna ákveðinn tíma x viku og hefur sá tími verið ákveðinn á þriðjudögum kl. 4—7, frá 1. ágúst n. k. 4. Ýtarlegt álit um menntun og kjör sérgreinakennara lá fyr- ir þinginu. Tillögurnar voru ræddar og þeim visað til fræðslu málastjóra, iðnfræðsluráðs og iðnfræðslunefndar 1961. Þinginu bárust heillaskeyti frá þingi S. í. B. og frá ríkisútgáfu náms'bóka. Friðbjörn Benónísson, sem ver ið hefur formaður L.S.F.K. í fjögur ár lét nú af því starfi að eigin ósk og voru honum þökkuð frábær störf í þágu sam- bandsins á mestu umbrotatímum •þess, þegar það var að gerast óbeinn aðili að samningum um kaup og kjör meðlima sinna. Samlþykkti þingið að færa hon- um kr. 20.000.00, sem þakklætis- vott fyrir fórnfúst og vel 'heppn- að starf. í stjórn voru kosnir til næstu tveggja ára: Ólafur H. Einarsson formaður, Þorsteinn Eiríksson varaformað- ur, Jónas Eysteinsson ritari, Guðmundur Árnason féhirðir, Baldur Jónsson, Bryndís Stein- þórsdóttir, Magnús Jónsson, Snorri Jónsson og Þráinn Löve. Anny Olafsson HINN 22. apríl 1964 var til mold- ar borin frú Anny Ólafsson, Gunnarsbraut 38, Rvík. Hún fæddist 21/9 1909 í Nybull, Slés- vík Holstein, en fluttist ung með móður sinni til Hamborgar. Til fslands fluttist hún 1930, þá heitbundin eftirlifandi manni sínum, Sigurði Ólafssyni, vél- stjóra. Og nú ertu horfin okkur sjónum, kæra mágkona. Við eig- um svo bágt með að átta okkur á því, að þetta sé í raun og veru skeð, þú sem varst svo xmg, að okkur fannst, aðeins 54 ára göm- ul. — Ég man það svo vel, fyrst þeg- ar ég kom á heimili þeirra hjóna að Grettisgötu 80, en þar byrj- uðu þau sinn búskap og áttu þarna lítið en snoturt heimili, en þá var Sigurður vélstjóri á tog- ara. Stuttu síðar hvarf Sigurður frá sjómannslífinu og þau hjónin fluttu til Raufarhafnar, þar sem Sigurður fékk vélstjórastarf við síldarverksmiðjuna þar á staðn- um. Þar byggðu þau sér hús, og dvöldu þar um 10 ára skeið. En þama mun þeim hjónum, og þó sérstaklega frú Anny, haía fund- izt daufleg vistin á veturna í fá- sinninu, sem vonlegt var, og flutt ust þau aftur til Rvíkur og keyptu þar íbúð og hafa búið þar síðan. Konan mín og ég heimsóttum þau hjónin svo til á hverju ári og þau okkur svo aftur gagnkvæmt og er mér óhætt að segja að þar var sönn vinátta. Frú Anny var mjög elskuleg kona, fremur fáskiptin og hæglát, en glöð í vinahóp og trygg og vinaföst. Á heimili hennar var mjög gott að dvelja, þar þar ekk- ert sjálfsagðara en að vera alveg eins og heima hjá sér. Anny var mjög dugleg kona og vann mikið að garðrækt, og ræktaði alls kon ar grænmeti, og vorum við, sem hana þekktum, oft undrandi á því hve mikið hún lagði á sig við starf þetta, og þá sérstaklega vegna þess, að hún gekk ekki heil til skógar núna hin seinni árin. Þau hjónin tóku tvo fóst- ursyni, sá eldri, Ólafur, var 14 ára þegar hún dð, en sá yngri, Bjarni, aðeins 6 ára. Við færum hinni framliðnu okkar hjartan- legustu þakkir fyrir samveru- stundirnar og tökum undir með skáldinu, og segjum: Ég lít í anda liðna tíu, og lengi í hjarta geymi. Þín ljúfa minning létt og hljótt, nú læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Vestmannaeyjum í maí 1964 Bjarni Guðmundsson. Styrknr til íiáms í USSR SOVÉZK stjórnvöld munu veita einum íslendingi skólavist og styrk til náms við háskóla í Sovétríkjunum næsta háskólaár. Kandidatar eða stúdentar, sem langt eru komnir í námi, koma að jafnaði öðrum fremur til greina. Þeir. sem kynnu að hafa hug á slikri námsvist, skulu senda umsókn til menntamála- xáðuneytisins, Stjórnarráðshús- inu við Lækjartorg, fyrir 15. júlí n. k. og láta fylgja staðfest afrit prófskírteina, svo og með- mæli. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. (Frá Menntamálaráðuneytinu) Ottawa, 16 júnf AP. JOHN Diefenbaker leiðtogi kana- dískra íhaldsmanna hefur krafizt þess að þjóðaratkvæðagreiðsla verði látin fara fram um fána- málið í Kanada. Karl Stefánsson UNGUR piltur, Karl Stefánsson, fórst af slysförum á m.b. Heimi frá Stöðvarfirði hinn 9. júní sL Var hann jarðsettur frá Hey- dalakirkju í gær. Þeir voru 4 bræðurnir, sem ætl uðu að vera á síldarbátum í sum- ar. Hjónin á Skriðu eiga nú 10 börn á lífi. Karl lét eftir sig unnustu, Hörpu Njálsdóttur. + B^IAGÐGÓÐ + H RE2SA NDV /4 ‘ *---------]ÖN/ SCOTtThAFRAGRJÓNIN eru nýjung á markaðnum. Þau eru drýgri, bragðbetri og kraftmeiri, enda heuns- þekkt gæðavara. Reynið sjálf þessar þrjár uppskriftir. lœiSbeintngar: I góðan hafragraut fyrir tvo; hrærið úr heil- tim bolla af Scotfs hafragrjónum út 1 þrjá bolla af köldu vatni. BætiO út I sléttfullri teskeið af •alti. Setjið yfir suðu og látið sjóða I fimm minútur. Hrærið i af og tll. (Borið fram með kaldri mjólk, þegar tilbúið). 1 gómsætan hafragraut notiO mjólk eða mjólkur- blöndu i staðinn íyrir vatn eingöngu. I m. uppskrift. Fyr'xr tv„. Hrærið úr heilum bolla af Scotfs hafragrjón- um út i þrjá og hálfan bolla af hálfsoðnu vatni. Bætið út i sléttfullri teskeið af salti. Haldið yfir suðu I eina minútu. Hrærlð i af og til. Takið hitann af og látiö hafragrautinn standa I íimm minútur. Borið íram með kaldri mjólk. Heildsölubirgðir Kaldur hafragrjón&réttur: Hellið beint úr pakkanum, bætið út ft kaldrt mjólk og sykri. — Þetta er dásamlegur réttur. SCOTT'S hafraGRJÓNIN fást í næstu búð. • KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ h-f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.