Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. aprQ 1961 .... f ! DÆTURNAR VITA BETUR SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN | ! í í í í I í ! kannske alvarlegt. Ég hef hringt og reynt að ná viðtali við mann inn, en afgreiðslustúlkan segir mér, að hann sé í sumarleyfi. Ég segi ekki annað en það, að ég vildi óska þess heitast, að hann hefði farið í frí á einhverjum öðrum tíma. Og jafnvel þó að eitthvað gangi að Margot, gefur það henni engan rétt til að móðga þig- —Jú, mér finnst það nokkur afsökun ef henni líður mjög illa. ' — Þetta finnst mér óþarflega göfugt af þér að segja. Cynthia fékk sér vindling úr öskjunni, sem lá á borðinu. Þau voru ekki enn farin að borða, en dunduðu yfir glösunum. Hún laut sléttgreiddu höfðinu í átt- ina að kveikjaranum hjá Philip, og augu þeirra mættust, er hún leit aftur upp. — Hefurðu aldrei óskað þess, Philip, að þér kæmi betur sam- an við konuna þina? Philip dró við sig svarið. Vit- anlega hafði hann það! Og lík-< lega hafði hann óskað þess aeði miklu oftar en Margot, þrátt fyr ir tíðar fullyrðingar hennar um hve leiðinlegt henni þætti ósam- komulag þeirra. Leiðinlegt, þó þó! Hann hló kuldahlátur með sjálfum sér. Ef henni þótti það leiðinlegt, hversvegna hafði hún þá aldrei sýnt neina viðleitni til að bæta úr því? — Til hvers er að vera að óska? —Mér þykir svo fyrir því, að þú skulir játa þig sigraðan. — Því er ég búinn að fyrir mörgum árum. — Hafið þið aldrei gert neina tilraun til að koma þessu í lag? — Ég get varla sagt, að hún hafi gert það. Og hreinskilnis- lega sagt, hef ég það víst ekki heldur. — Mér finnst þú hefðir átt að gera það, vegna Janets ef ekki annars vegna. Philip hleypti brúnum. — Hvað er þ tta? Er það fyrirlestur um það hvernig maður eigi að vera hamingjusamur, þó að mað ur sé giftur? — Vertu ekki með neina vit- leysu. Mér þykir þetta bara svo Hvað er þetta? Er það fyrirlestur Hann laut að henni og augu hans horfðu rannsakandf á hana. —Hlustaðu nú á, Cynthia, ég vil helzt gleyma Margot. Ef hún er veik, þá þykir mér fyrir því og auðvitað geri ég allt fyrir hana, sem hægt er. Sem betur fer hef ég efni á því, nú orðið. Ég er bara sálarlegur öreigi. Elskan mín, á ég að halda áfram að vera það? Einu sinni elskað- irðu mig, en svo léztu mig fara frá þér. Ætlarðu að gera það aft ur? Og þegar hún svaraði engu, endurtók hann: — Ætlarðu það? — Ég verð að gera það, Philip. Ég á einskis annars úrkosta. — Hversvegna það? Þú ert sjálf nýbúin að segja mér, að enginn annar sé til fyrirstöðu. Geturðu ekki skilið, að við Mar- got getum ekki verið saman leng ur. Við gerum bara hvort annað ,vitskert. Ég sé það bezt núna, að ég hef þolað þetta eingöngu Jan ets vegna. En þegar hún er gift.. Cynthia tók fram í: — Hún giftist ekki . — Víst gerir hún það. Ég skal að minnsta kosti einhvernveginn sjá um, að svo verði. Það er greinilegt, að hún er alveg að verða frá sér út af þessari and- stöðu móður sinnar. Ég ætla ekki að láta hana reka Nigel frá sér á sama hátt og þú rakst mig forð um. Og hún fer áreiðanlega eftir þv„ sem ég segi henni. Hún hristi höfuðið. — Það held ég einmitt ekki. Ég er farin að þekkja Janet út í æsar, eftir þennan tíma, sem við höfum verið kunningjar. Hún hef ur mikla skyldutilfinningu. Og hún hefur þegar talað um þetta við mig. Ég réð henni til að gift- ast Nigel. Hún brosti ofurlítið — Það var áður en ég hitti þig aftur og sa, hvað þú aetlaðir að rugla þessu öllu enn meir en orð ið var. En ég veit alveg, að hún giftist honum ekki, jafnvel þótt hún komizt að því, að mamma hennar sé ekki alvarlega veik, eftir allt saman og að þetta hafi allt verið óþarfa hræðsla. Hún giftist Nigel alls ekki, nema hún sé þess alveg fullviss, að þú farir ekki að hlaupa að heiman um leið og hún hefur snúið við þér bakinu. Guð einn má vita, hvern ig henni yrði við, ef hún kæmist að því, að þú ætlaðir að yfirgefa móður hennar mín vegna! Philip rak hnefann í borðið í snöggri æsingu. — Hvern varðar um, hvað hún hugsar? Hún er ung og ástfangin. Guð gefi, að hún verðr innan skamms gift og hamingjusöm. Ég er alveg sann- færður um, að þessi maður getur gert hana hamingjusama, og guð skal vita, að það r það eina, sem ég óska henni til handa. Áður en langt um líður er hún farin að lifa sínu eigin lífi. Og hvers- vegna ættum við ekki — þótt seint sé — að fara að lifa okkar lífi? Fyrir tuttugu árum vildirðu ekki eiga mig —vegna móður þinnar. Nú r það dóttur minn- ar vegna. — Nei, ekki dóttur þinnar, Phil ip. — Vegna konunnar minnar þá, kannske? Heldurðu ef til vill, að hún neiti að gefa mér eftir skiln aðinn? Cynthia andvarpaði. Nei, Phil ip! Það kemur ekki fram sem neitt atriði í málinu. Ég verð að segja, að á mínum aldri mundi það ekki koma svo mjög við mig enda þótt auðvitað, ef við værum saman, þá vildi ég auðvitað óska, að hún gerði það. En það er alls ekki það, sem um er að ræða. — Hver skrattinn er það þá? Hvaða viðkvæmni er.þetta í þér vegna Margot? Cynthia horfði beint í augu honum. Hana langaði til að út- skýra fyrir honum, að í hennar augum væri hér aðeins um að ræða rétt og rangt. En það fynd ist honum kannske ofmikil smá munasemi. Hún vildi útskýra fyr ir honum, að hún hefði ákveðnar siðareglur og — að því hún von aði — heiðarlegar. Þau höfðu átt sitt tækifæri fyrir mörgum ár- um, og henar vegna höfðu þau sleppt því. Hún vissi vel, að fyt- ir þetta átti hún sökina. Og henni fannst hún líka eiga sök- ina á þessum vandræðum, sem nú vofðu yfir þeim. Hún vissi, að nú hafði það enga þýðingu að tala um heiðarleika við Phil- ip. Ef hann hefði nokkurn grun um freistinguna, sem nú settist að henni til að ganga að tillögu hans, hefðu þau enga von leng- ur. — Það er alls ekki um að ræða neina meðaumkunarsemi gagn- vart Margot. Það er einfaldlega .... æ, geturðu ekki séð, Philip, að það er bara orðið um seinan. Við getum ekki fært klukkuna aftur á bak. Því miður, elskan mín. Ekki að ég vorkenni okkur svo mjög heldur Margot. Gæt- irðu ekki gert tilraun til að laga samkomulagið hjá ykkur? Vegna Janets finnst mér þú ættir að gera það. Getirðu það ekki, er ég sannfærð um, að sagan endur- tekur sig bara, og Janet missir eina tækifærið, sem henni býðst til að verða hamingjusöm. Philip leit á hana. — Þú veizt, hvað þú ert að segja? Já, hún vissi það og óskaði þess heitast, að hún hefði aldrei sagt það. Nú flýtti hún sér að segja: — Ég veit, en það er allt annað með hana. Ég var meiri bógur en hún er nú, jafnvel á hennar aldri. Ég get ekki hugsað mér Janet gegna stöðu á borð við mína í framtíðinni. Ég held ekki að hún hafi neitt í það að koma sér áfram af eigin ram- leik. Hún ætti að giftast og eign- ast börn .... Augu hennar urðu þokukennd rétt sem snöggvast. Þetta hefði getað átt við hana sjálfa. En svo lá það ekki fyrir ÍHUtvarpiö Sunnudagur 16. apríl. 8:30 Fjörleg músík íyrsta hálftíma vikunnar. 9:00 Fréttir. — 9:10 Vikan framundan. 9:25 Morguntónleikar: — (10:10 veður fregnir). a) Flautukonsert 1 G-dúr eftir Gluck (Camillo Wanausek og Pro Musica sinfóníuhljóm- sveitin í Vínarborg leika; Michael Gielen stjórnar). b) „Morovan“-kórinn syngur lög eftir gamla meistara; Josef Veselka stjórnar. c) Frönsk svíta nr. 5 í G-dúr eft ir Bach (Tatjana Nikolaieva leikur á píanó). d) Anna Moffo syngur aríur eftir Mozart. e) Sinfónía nr. 83 í g-moll eftir Haydn (Kammerhljómsveit Beríínar leikur; Mathieu Lange stjórnar). 11:00 Fermingarguðsþjónusta í Dóm- kirkjunni (Prestur: Sr. Öskar J. £>orláksson. Organleikari: Ragnar Björnsson). . ■ 12:15 Hádegisútvarp. 13:00 Ríkið og einstaklingurinn; — flokkur útvarpserinda eftir Bertr and Russell; II. Hlutverk hæfi- leikamannanna í þjóðfélaginu og árekstur tækni og manneðlis. — (Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur þýðir og flytur). . ; 14:00 Miðdegistónleikar: 't a) Strengjakvartett í A-dúr op. 41 nr. 3 eftir Schumann — (italski kvartettinn leikur). b) Josef Greindl syngur ballötur eftir Carl Loewe. c) Píanókonsert nr. 1 í e-moll op. 11 eftir Chopin (Maurízio Pollini og hljómsveit Fílharm onía í Lundúnum leika; PauJ Kletzki stjórnar). 15:30 Kaffitíminn: a) Hafliði Jónsson og félagar hans leika. b) Melachrino og hljómsveit hans leika stef úr tónverkum fyrir píanó og hljómsveit. 16:30 Veðurfregnir. — Endurtekið efni: a) Ræða Þórarins Björnssonar skólameistara frá kirkjuviku á Akureyri (Á. útv. á pásk.). b) Árni Jónsson syngur (Áður útv. 20. f.m.). c) Vigdís Finnbogadóttir les kafla úr bókinni „Det kan man ikke" eftir Ingrid Balslev (Áður útv. 2. f.m.). 17:30 Barnatími (Helga og Hulda Val týrdætur): a) Framhaldsleikritið „LeynigarS urinn“ eftir Frances Burnett; II. þáttur. Leikstjóri: Hildur Kalman. b) Sagan „Klifurmús og hin dýr in í Hálsaskógi", X. (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 18:30 Miðaftantónleikar: „Ondras", ball ettmúsík eftir IIja Hurnrík — (Tékkneska fílharmóníuhljóm- sveitin leikur; Karel Ancerl stj.) 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir og íþróttaspjall. 20:00 Píanótónleikar: Kanadíski lísta- maðurinn Ross Pratt leikur — (Hljóðr. í úvarpssal). a) Sónata í F-dúr eftir Haydn. b) Noktúrna í cis-moll op. 27 og Skersó í c-moll op. 39 eftir Chopin. 20:25 Samtalsþáttur Sigurður Bene- diktsson ræðir við Karl Friðriks son verkstjóra, sem byggt liefur hundrað brýr. 20:45 Kórsöngur: Kór rússneska rikis háskólans syngur; Alexander Svesjnikoff stjórnar. 21:15 Gettu betur! spurninga- og skemmtiþáttur, sem Svavar Gests stjórnar. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög. — 01:00 Dagskrárlok. Skáldið 09 mamma litla 1) — Segðu nokkur orð við 2) — Já, tengdamamma, hún pass- 3) ....En, ef ég á að koma með mömmu um peysuna, sem hún prjón- ar alveg prýðilega.... milda gagnrýni.... aði handa þér. 4) ....þá þrengir hún svolítið að í hnésbótunum. — Við skulum nú fara í felur — Hvað hefur þú í huga — Sjáðu þarna uppi McClune! og horfa á dyrnar að herbergi Markús? drengsins! Mánudagur 17. apríl. 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra SigurS ur Pálsson. — 8:05 Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson leik- fimikennari og Magnús Pétursson píanóleikari. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp. — (Tónleikar. — 12:25 fréttir. 12:35 Tilkynningar, — 12:55 Tónleikar). 13:15 Búnaðarþáttur: Um undirbúning fyrir matjurtarræktun (Öli Valur Hannsson ráðunautur). 13:30 „Við vinnuna": Tónleikar, 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð urfregnir). 18:00 Fyrir unga hlustendur: Brot úr ævisögu Bachs; síðari lestur. — (Baldur Pálmason). 18:30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum, 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Jóhannea Jörundsson auglýsingastjóri). 20:20 Einsöngur: Þuríður Pálsdóttir syngur. Við píanóið: Fritz Weiss hapell. a) Tvö lög eftir Hallgrím Helga son: „Fuglinn við gluggann** og „Ef engill ég væri“. b) „Kom ég upp í Kvíslarskarð** eftir Sigurð Þórðarson. c) „Þú sefur'* eftir Ástu Sveins dóttur. d) „Eg vil vegsama Drottin" eft ir Sigurð Þórðarson. 20:40 Úr heimi myndlistarinnar (Hjör leifur Sigurðsson listmálari). 21:00 Tónlist frá Isrel: a) Divertimento fyrir tíu blást- urshljóðfæri eftir Yohanan Boehm (Blásarar úr Kol Israel hljómsveitinni leika; Heinz Freudenthal stjórnar). b) Sex ísraelskir dansar eftir Haim Alexander (Kol Israel hljómsveitin leikur; George Singer stjórnar). 21:30 Útvarpssagan: „Blítt lætur ver- öldin" eftir Guðmund G. Haga- lín; XVI. (Höf les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 23:00 Dagsrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.