Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 12
12 MO'RGUNBLZÐIB Sunnudagur 16. apríl 1961 JlltripíjMaMtii Utg.: H.í. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Leshók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistraeti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÞJÖÐARFRAMLEIÐSLA OG BÆTT LÍFSKJÖR TTér í blaðinu hefur verið á það bent, að í nágranna- löndunum þyki eðlilegt að raunveruleg kjör batni um 2—3% árlega. Hérlendis hef- ur þróunin frá styrjaldarlok- um hins vegar orðið sú, að lífskjör hafa lítið eða ekkert batnað. Ef þannig hefði ver- ið haldið á málum, að kjör hefðu batnað um aðeins 2% árlega á þessu tímabili, þá væru þau nú meira en þriðj- ungi betri en raun ber vitni. Þannig mundi sá, sem nú hefur 4.500 króna laun, hafa yfir 6 þúsund og sá, sem hefur 6 þúsund króna laun, nokkuð á 9. þús. að óbreyttu verðlagi. Á það er bent, að brúttó þjóðarframleiðsla íslendinga hafi aukizt mikið á þessu tímabili. En hvers vegna hafa kjörin þá ekki batnað, sem því nam? Svarið er ein- falt. Það er ekki brúttó þjóðarframleiðslan, sem allt- af færir bætt kjör, heldur nettótekjurnar, þ.e.a.s. heild- arframleiðslan að frádregn- um kostnaði við að afla auð- æfanna. Sumum kann að virðast það undarlegt, en það er samt svo, að þjóðarfram- leiðsla eins lands getur vax- ið á sama tíma og kjör allra borgaranna versna. Aukning- in getur verið svo dýru verði keypt, að minna verði til skiptanna en áður. Nú er það viðurkennt, jafnvel af hatrömmustu baráttumönn- um þjóðnýtingar og ríkisaf- skipta, að fjárfesting hafi á haftatímum oft og tíðum ver ið mjög óhagkvæm. Nefndir og ráð hafa beint fjármagn- inu inn á hinar óhagkvæm- ustu brautir; ekkert hefur verið sinnt um hagkvæm vinnubrögð, misfarið hefur verið með fiskaflann o.s.frv. Þrátt fyrir aukna þjóðar- framleiðslu hafa íslendingar ekki bætt kjör sín vegna hins algera slóðaskapar, sem fylgt hefur í kjölfar ofstjórn- arinnar, en við hefur svo bætzt, að við höfum orðið að kaupa lélegar og dýrar vör- ur fyrir austan járntjald, til að geta selt þangað fisk okk- ar. Allt hefur þetta stuðlað að beinni kjaraskerðingu. Nú hefur verið snúið við af braut kjaraskerðingar, og héðan í frá verða menn að afla raunverulegra verð- mæta með sem minnstum til- kostnaði, ef atvinnurekstur þeirra á að geta borið sig. Nú er ekki lengur hægt að leita á náðir ríkisvaldsins til að bera uppi töp vegna slóða skapar eð<a rangrar meðferð- ar fjármuna. Og ekki er heldur hægt að hagnast á því að fá í hendur leyfi eða hlunnindi hjá stjórnarvöld- unum fyrir pólitísk viðvik. FUNDUR K. OG K.? t'ins og við var búizt, ætlar Kennedy Bandaríkjafor- seti að verða athafnameiri í heimsmálunum en fyrirrenn- ari hans var. Því er nú spáð að hann muni áður en langt um líður hitta Krúsjeff ein- valda Rússlands að máli. — Muni hann þá ekki hafa með sér þá Macmillan og de Gaulle, heldur ráðgast við þá fyrirfram, en síðan tala einn við Krúsjeff sem full- trúi vestursins gagnvart kommúnistar ík j unum. Viðræður Kennedys við Macmillan eru taldar hafa tryggt honum stuðning Breta til slíkra aðgerða og för hans til Parísar mun vafalaust miða að því að tryggja honum stuðning de Gaulle og viðurkenningu hans á því, að Kennedy sé meginmálsvari vestursins alls. Hinn ungi forseti tekst á herðar mikla ábyrgð, en hann hefur áður sýnt að hann er vandanum vaxinn, og vissulega undirstrikar það samheldni lýðræðisþjóð- anna, er hann einn kemur fram í þeirra nafni í stað þess að þrír leiðtogar vest- ursins þurfi að mæta Krús- jeff einum. ER STEFNT AÐ SAMSTJÓRN jV|orgunblaðið hefur marg- sinnis spurt Tímann að því, hvort Framsóknarmenn hyggist mynda stjórn með kommúnistum, ef þessum tveim flokkum auðnast að ná meiri hluta á Alþingi. Við X-15 sleppt frá hinni risa stóru sprengjuþotu B-52. Á 4.200 km. hraða Á SKÍRDAG var hún enn á ferð, hin merkilega handa- ríska tilraunaflugvél X-15, sem knúin er eldflaugar- hreyfli, — og tókst að komast upp í 50 km hæð. Af mönnuð- um farartækjum hefir aðeins rússneska geimskipið „Vost- ock“ komizt hærra. Hið eldra hæðarmet X-15, sem sett var fyrir nokkrum mánuðum var „aðeins" um 42 km. Við stjórn völinn sat að þessu sinni annar kunnasti tilraunaflug- maður geimrannsóknastofnun ar Bandaríkjanna, Joseph Walker — og tókst honum að ná þessum árangri, þrátt fyrir þessari spurningu hefur ekk- ert svar fengizt og leyfum við okkur enn að ítreka hana. Hitt veit allur landslýður, að hnífurinn hefur ekki gengið á milli þessara tveggja flokka að undan- förnu, og upp á síðkastið hef ur Tíminn tekið að styðja meginhugsjónamál kommún- ista, brottrekstur varnarliðs- ins. Eins og allir skilja, er ekk- ert það til, sem kommúnist- ar gætu betur gert Rússum, en að gera ísland varnar- laust. Þetta vita Framsókn- armenn að sjálfsögðu. Stuðn ingur þeirra við þessa fyrir- ætlun Krúsjeffs og fylgenda hans hérlendis, verður því að skiljast sem undirstrikun á vilja þeirra til að þjóna heimskommúnismanum eins dyggilega og kostur er. Er ekki óeðlilegt að túlka þessa þjónustuligurð þannig, að hún miði að beinu stjórnar- samstarfi með kommúnist- um, eða jafnvel samruna þessara flokka. Þess vegna eiga íslendingar kröfu á að vita, hver stefna Framsókn- arflokksins er í þessum meg- inmálum. tvö smáóhöpp, sem hann varð fyrir. Það var einnig hann, sem setti hið fyrra hæðarmet. Jc „Létti talsvert" Eftir þetta sögulega flug sagði Walker svo frá, að eftir >að hin risastóra sprengjuþota B-52 hafði borið X-15 undir væng sér í rúmlega 10 km hæð og sleppt henni, eins og ráð var fyrir gert, hefði hann ræst eldflaugarhreyfilinn eft- ir öllum kúnstarinnar reglum — en á sama andartaki fór hann úr gangi. — Ég gat ekki séð, að nein viðvörunarljós kviknuðu í mælitækjaborð- inu, eins og á að gerast, ef um bilun er að ræða, sagði Walk- er, — svo að ég var handfljót- ur við að ræsa hreyfilinn á ný — og hann fór í gang. Ég verð að segja, að mér létti talsvert, sagði hinn knái flugmaður brosandi. Á Fimm stundir — örfá andartök Þegar blaðamenn spurðu hann, hve langur tími hefði liðið áður en honum tókst að koma hreyflinum í gang á nýj an leik, svaraði Walker glettn islega: — Ja, ég mundi gizka á svona 5 klukkustundir!. — Sannleikurinn er hins vegar sá, að þama hefir að- eins verið um örfá andartök að ræða, því að hreyfillinn, sem framleiðir 57.000 enskra punda þrýsting, var ekki í gangi nema 1 mínútu og 19 sekúndur, en þá var aðeins eftir eldsneyti til 20 sek. flugs. Öll flugferðin tók 45 mínútur, frá því að sprengjuþotan hóf sig á loft frá Edwards her- flugvellinum í Kaliforníu með X-15 undir vængnum — en hið raunverulega flug Walkes, þ. e. eftir að honum var sleppt undan „verndar- væng“ þotunnar og þar til hann lenti á gömlum, þurr- um vatnsbotni, stóð aðeins tíu mínútur. ■Á 6000 km hraði — 150 km hæð Megináherzla var lögð á það í tilraunaflugi þessu, að ná sem mestri hæð, og því varð hraðinn ekki eins mikill og ef lægra hefði verið farið. Joe Walker náði nú mest um 4.200 km hraða á klst, en Framh. á bls. 23. Joseph Walker í fl ugmannssætinu i X-15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.