Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 10
< 10 MORGU1SBLAÐ1Ð —----------i- Sunnudagur 16. aprfl 1961 ~~i —~~ ................................ 1 ,nii—n/iu rii~iiriu Það var föstudagur 7. april kl. 8 að morgni. Við stóðum niður við BSÍ, blaðamaður af Mbl. og ljósmyndari, og bið- um þess, að bílstjórinn og að- stoðarmenn hans lykju við að gera „landklárt". Aðeins einn bíll frá Norðurleið var í för- um að þessu sinni. Holtavörðu heiði var ekki talin trölltrygg, þótt hún hefði verið rudd með ýtu um nóttina og snjóplógur væri þar enn að verki. Vega- gerðin hafði mælzt til þess við Norðurleið, að ekki yrði farið nema á einuni bíl, sem ýta gæti dregið yfir heiðina, ef hún yrði honum of torsótt. Þetta var gamall og traust- ur REO, sem hvíldi hjól sín á planinu hjá BSÍ, áður en hann rynni af stað yfir snævi þakið landið. Hann leit út eins og tveggja hæða bíll, þeg ar klyfjarnar höfðu verið sett ar á hann. Á neðri hæðinni voru 27 farþegar, auk farang- urs í skotti, en á efri hæð, þ.e. á toppinum, var pósthlass, Áætlunarvagn Norðurleiða í snjógöngum á Holtavörðuheiði. Göngin náðu langt upp fyr- ir bílinn í ferðinni á undan. Jón Ólafsson frá Hrútatungu, sem sér um heiðina fyrir Vegagerðina, var búinn að ryðja ofan af þeim til hliðanna fyrir þessa ferð. Göngin voru einir 50 m og svipuð göng voru sunnar á háheiðinni, en þessi voru niður undan Xrölla- kirkju. — Ljósmynd: Mbl.: Sveinn Þormóðsson. Messuiall sem vó hálft þriðja tonn. Það hefði þurft stóra hestahjörð til að bera þetta allt. Núna er bíllinn þarfasti þjónninn, enda fer bezt á því, að þjónar séu sálarlausir. Þessi mundi ekki kvarta þótt byrðin væri fullþung og hann brotnaði á einhverri beygjunni eða ræs- inu. Það var óþarfi að hugsa um líðan hans. Hann hafði ver ið vandlega undirbúinn á verk stæði Norðurleiðar við Grím- staðaholt. Það er föst regla fyrir hverja ferð. Svo eru bílar staðsettir norðan og sunn an Holtavörðuheiðar, sem léysa af hólmi, ef á þarf að halda. Bílstjórinn tjáir okkur þetta er við kveðjum höfuðborgina í morgunljómanum. Hann heit ir Gunnar Jónsson, gamal- reyndur langferðabilstj.. Laus lega reiknað svara ferðir hans milli Norður- og Suðurlands til þess, að hann hafi farið 11 sinnum kringum hnöttinn. Farþegar fá ósjálfrátt traust á honum, þar sem hann situr við stýrið, lágvaxinn og hnell- inn, rólegur í fasi og vakandi. Hann þekkir vegina eins og lófa sína, og það er eins og hann sé samvaxinn bílnum. Þannig eru góðir bílstjórar og kvenmenn. ekki sé enn hægt, að veita þeim allt.sem æskilegt væri. En framfarir hafa orðið mikl ar og eiga eftir að aukast. í vor mun Norðurleið taka í þjónustu sína langferðabíl, sem búinn verður kæliskáp, sem þernur bera úr smurt brauð handa farþegum og ann að, er girnilegt þykir á ferða lagi. Auk þess verður salerni í bílnum. Viðkomustaður mun þá verða aðeins einn á leið- inni, sennilega Staðarskáli í Hrútafirði, sem er ný og þokkaleg bygging. Gunnar ger ir ráð fyrir, að þetta fyrir- komulag muni flýta ferðum a.m.k. tvo tíma. Gefist þessi tekur við af annarri, eitt skyn færi af öði'u, og bíllinn legg- ur það að baki, sem áður var framundan. Gunnar hefur náð sambandi við bíl, sem er á norðurleið, og er kominn að Ferstiklu, Þar hefur skafið á veginn á stuttum kafla, en ekki nóg til að hefta för hans. Vegagerðin hefur einnig fengið veður af þessu og sent snjóplóg af stað frá Reykjavík til að hreinsa veginn, þar sem þeir álíta, að veghefill, sem er á næstu grös um, muni ekki vera einfær um að ryðja hann. Vegarkaflar, þar sem hjólförin eru orðin nokkuð djúp í snjónum, eru skuggi, allt slétt, gljáandi af sól, stillt eins og uppfest eilífð með einstaka hvítum skýjum. Það var gott að vera til á þessum stað og gott að setjast inn í bílinn aftur og halda af stað á nýja staði. Ung lingsstelpa skrifaði nafnið sitt á móðuna á bílrúðunni, sem hún sat við, en þurkaði það síðan út. Það gerðist ekkert merkilegra. Þarna stóðu þrír ungir menn á vegkantinum og veif- uðu. — Getum við fengið að vera með? Við urðum að skilja bíl inn eftir hjá Ferstiklu klukk- an þrjú í nótt. Hann situr fast ur í snjónum. Von bráðar sjáum við bíl- inn. Hann hefur átt stutt eft ir til þess að komast yfir erf- iðasta hjallann. Þeir hefðu ekki þurft annað en að fá lán aða skóflu og moka afganginn í stað þess að bíða allan þenn an tíma. En þeir hafa senni- lega ekki verið efni í lang- ferðabílstjóra fremur en sum- ir blaðamenn. Veghefillinn kom í Ijós framundan. Gunn- ar taldi víst, að hann væri ein fær um að ryðja snjókaflanik. og hafði því samband við Vegagerðina. Þá var snjóplóg urinn, sem lagði af stað frá Reykjavík, staddur hinum megin í Hvalfirðinum. Vega- gerðin bað Gunnar að hafa samband við veghefilsstjór- ann og spyrja hann, hvort hann teldi sig ráða við þetta Veghefilsstjórinn spurði Gunn ar, hvað hann áliti, og síðan hafði Gjjnnar samband við Vegagerðina, og tjáði henni, að veghefilsstjórinn teldi sig fara létt með þetta smáræði. Þannig unnu allir saman. Ef stjórnmálaflokkar landsins ynnu jafn vel saman, þá væri vegur þeirra betri og meiri. Skömmu eftir að þessum á- fanga lauk, náði Gunnar sam bandi við bíl, sem hafði kom- ið suður yfir Holtavörðuheiði. Bílstjórinn sagði, að skotfæri ú Holtuvörðuheiði Hann er einnig hugsjóna- maður í starfi sínu. Ekkert er of gott fyrir farþegana, þótt •Þessi fallega stúlka var meðal farþega í áætlunarvagni Norðurleiðar. Förunautur hennar og eftirlæti var þessi mánaðar gamli hvolpur, sem var auðvitað yngsti farþeg- inn í ferðinni. tilraun vel, munu fleiri slík- ir vagnar verða teknir í not- kun. Þá er það tilvalið að láta gera leiðarlýsingu, svo þern- urnar gætu gefið farþegum greinargóðar upplýsingar um helztu sögu- og merkisstaði, heiti fjalla og annarra sér- kenna í fögru landslagi. Þær myndu svo að sjálfsögðu sjá um farmiðasölu á leiðinni, en það tefur oft ótrúlega mikið. Norðurleið hefur án efa eitt- hvað fleira í pokahorninu, en Gunnar er nú önum kafinn við talstöðina, sem telst til þeirra framfara, er 'átt hafa sér stað í sambandi við lang- ferðir hin síðari ár. Hvalfjörður opnast hálf- luktum augum okkar. sem kveinka sér undan ofbirtunni, því sólin og snjórinn leggjast á eitt, þótt þau séu anars hörkuóvinir. Hvílík birta fyr- ir dauðleg augu. Þetta er eins og leiksvið í ofbjörtu sviðs- Ijósi. Snjórinn minnir á bóm- ull og bæirnir á marglita kubba, sem krakkar hafa kom ið fyrir í henni, og hinum meg in í firðinum liggja fimm skip fyrir akkerum með reglu legu millibili. Það eru hval- skipin, sem liggjþ þarna yfir veturinn, sakleysisleg eins og þau hafi aldrei elt uppi risa- dýr sjavarins, litað sjóinn rauðan af blóðí, meðan dauða öskur þess skar hlustir himins ins. Einhver hefur sagt, að það minni á kvalaöskur manns. En það gefst sem betur fer ekki langur tími til slíkra heila- brota á ferðalagi. Ein sjón fljótir að teppast, ef ekki er að gert. Vegagerðin bregður bví fljótt við. Það er einróma álit langferðabílstjóra, að betri þjónusta en hún láti í té, sé vart hugsanleg. Bílstjórar, sem eru að nálg ast Hvalfjörð að norðan eða sunnan, hafa einnig samband við áætlunarbíl Norðurleiðar, til þess að spyrja um færðina og Gunnar spyr þá, sem koma að norðan, hvernig færðin sé þar. Það er skipzt á upplýsing um fram og aftur, svo ekk- ert kemur á óvart framundan. Það var öðruvísi í gamla daga. Þá vissu menn oft ekki lengra í vetrarferðum en nef þeirra náði. Þegar komið er að Hval- 1. grein stöðinni, er áð skamma hríð. Flestum er brátt eftir morgun drykkinnn, og hressandi að bæta á sig kaffisopa, eða kók. Farþegarnir stíga út úr bíln- um, rétta úr sér, horfa út á fjörðinn og ganga síðan stirð- um skrefum inn. Sennilega stunda fæstir morgunleikfimi. Falleg (og góðleg) stúlka með lítinn hvolp stendur enn á vegakantinum. Hún hafði kom ið í bílinn fyrir ofan Elliðár- brekku með hvolpinn í skó- kassa (sennilega númer 37), og utan um hann vafðist gæru skinn og handleggir stúlk- unnar. Það var inikið, að hún kæfði ekki hvolpinn. Himininn #var eins og enni dýrlings, hvergi hrukka eða væri yfir heiðina, og það stað festist síðar, er Gunnar hafði samband við Jón Ólafson, sem sér um heiðina fyrir Ýega- gerðina, eins og það er orðað. Þar með varð sú veika von að engu, að við lentum í smá ævintýri á þessari öldnu og mislyndu heiði. Við komum aðeins við hjá Bifröst og sá- um nokkra bólugrafna Sam- vinnuskólastráka á stjái. Út frá hugleiðingum mínum í Hvalfirði um hvalinn, hafði ég kvartað yfir því, að ég hefði ekki borðað hvalkjöt í háa herrans tíð. Þar kom vel á vondan, því örlögin færðu okkur hvalkjöt á borð í Forna hvammi. Síðan var lagt á heiðina. Bíllinn mjakaðist eins og snig ill upp brekkurnar, án þess að nokkur töf yrði. Snjórinn lá jafnt yfir henni allri, huldi vatnið, en dró að öðru leyti fram hverja línu í landslag- inu. Það er tilbreytingarlítið að sjá engin litbrigði, svo langt sem augað eygir, en yf. ir því hvílir hreinleiki, sem minnir á eilífðina. Trölla- kirkja gnæfði yfir snjóbreið- unni í heiðinni tign, þögul og svipbrigðalaus. Engan mundi fýsa að sækja þar messu, þeg ar hún hringir óveðursklukk- unum út í sortann. Líklega hefur Jón Ólafsson frá Hrúta- tungu einhvern tíma heyrt í þeim óminn þau sex ár, sem hann hefur barizt við að halda sáluhliði mennskra manna opnu á heiðinni. En hann er ekki einhamur, berserkur á Framh. á bls. 3 : \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.