Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16. apríl 1961 MORGVNBLAÐIÐ 5 l FINNST yður ástæða til þess að breyta núgildandi stafsetningu? Eiríkur Hreinn Finnbogason, cand. mag.: Sjálfsagt má finna núgildandi stafsetningu sitthvað til foráttu, en hún hefur líka mikla og igóða kosti. Hún er rökrétt og 'hæfir að því leyti vel okkar rökréttu tungu. Og hún knýr til umhugsunar um eðli tungunnar, og hvernig eitt orð er af öðru leitt, en það er vissulega veiga- mikið atriði. Talað er um, að stafsetningin sé erfið og taki langan tíma að læra hana. Ég efast um, að iþeim tíma sé illa varið. Islenzkt Btafsetningarnéim er ekki ein- ungis fólgið í því að læra, hvemig eigi að skrifa orð, held- ur er það um leið nám í sjálfu málinu, stafsetningin er þanhig, að hjá því verður vart komizt. Einhverjir eru öðru hverju að hnýta í Z-una. Hún gerir nú eigi að síður sitt gagn. Ef hún væri ekki, mundu sumir t.d. skrifa íslendskur, aðrir íslensk- ur, sumir betstur, aðrir bestur. Z kemur því í veg fyrir ósam- ræmi, sem erfitt yrði að losna við með öðru móti. Það er mis- skilningur, að z-an sé erfið í námi. Z í stofni orða ætti að byrja að kenna í barnaskóla, og mundi börnum ganga miklu bet- ur að læra hana heldur en t.d. n og nn í endingum orða. Hugs- anlegt er, að sleppa mætti z í endingum sagna, án þess að úr yrði glundroði. Ég fæ með öðrum orðum ekki séð, að neitt hafi komið fram, sem mæli með verulegum breyt dngum á núgildandi stafsetn- ingu. Þorri þjóðarinnar kann hana orðið í aðalatriðum, og ég held, að nauðsynlegra sé að sinna betur einhverjum öðrum þáttum tungunnar heldur en að fara að rugla eitthvað til í því efni. Geir Kristjánsson, rithöfund- I Ég hef engan áhuga á stafsetn ingu. Sú staf- setning sem við notum er okkar stafsetning (hvort sem það er sú lögboðna eða einhver önnur), oghenni verður ugglaust breytt eftir að við erum dauðir. Þó mætti gjarnan í rituðu máli gera einhvem greinarmun á tvö földu 1-i í orðum eins og „falla“ og „fallerast". Það mætti hæg- lega með því að auðkenna ann- að 1-ið í öðru hvoru tilfellinu. Hannes Pétursson, skáld: Þótt ég kunni ekki núgildandi stafsetningu til hlítar og þurfi ævinlega að fletta upp í staf- gsetningarorða- |bók til að ganga 1 skugga urn, Ihvemig viss orð |eru rituð (jafn- lan e r u m a ð Iræða sömu orð- |in), hef ég ekk- lert á móti henni, gsé enga ástæðu til að hverfa frá henni og mundl aldrei láta mér detta í hug að reyna að læra einhverja aðra, ef lögboðin yrði. Stafsetningarreglur eru aldrei Bnnað en ákveðið system i gal- skaben, og ég tel núgildandi stafsetningu á margan hátt ágæta, þegar það er haft í.huga. Þá er það og mikill kostur við hana, að maður er alls ekki skyldugur að fara eftir henni. Annars er dálítið erfitt að ein- beita sér að stafsetningarlöggjöf Jónasar frá Hriflu svona ná- kvæmlega í þeirri andránni, sem þáttaskil verða í mannkyns sögunni og fólk er að leggja af stað út í himingeiminn. Indriði G. Þorsteinsson, rit- höfundur: Ég býst við að hægt sé að láta sér þykja vænna um dauð- ar tungur en lifandi, enda eru þær þá ekki í hættu lengur, og hvorki hægt að misþyrma þeim með 1 æ r d ó m i e ð a í daglegri notkun. Lifandi tunga er aftur á móti einskonar harmóníum handa hugsun- um fólks, og handa þeim sem fara á morgnana til að kaupa fisk. Sem slík verður hún að þola þótt hrikti í henni og hún getur allt eins búizt við hnjaski. Málvöndunarmenn eru góðir, nema þeir ganga með dönsku hræðsluna, en þó því aðeins að einhverjir séu reiðubúnir til að slást dálítið við þá. Fengju þeir að vera einráðir með flækjur ættar og uppruna orða aftan úr rýti hellismanna, yfirgæfi al- menningur fljótlega rykfallinn orðaforða þeirra, og gerir raun- ar alltaf, því alltaf er almenn- ingur að skapa tungu og bjarga henni frá að verða reiknidæmi fræðinga norrænnar „latínu“. Annars þarf þessi leggjabrjótur að hafa tímann fyrir sér núna í nýrri veröld tækniheita, geim- ferða og kjarnorku, því hún er enn tunga hinna dauðu Skalla- gríma. Um þörfina á breytingu er aðeins þetta að segja: Því meir sem þeir punda á tunguna af Laugasamþykktum og orðaætt- fræði, því meiri líkur eru til að það þjóðmál, sem nú er talað á götuhornum verði hin lögskip- aða tunga. Það er alltaf hægt að slaka á og sætta í þróunaratriðum eins og tungumáli. Og fræðimenn um íslenzka tungu og þeir sem skapa reglurnar, eiga að vera minnugir þess, að þróttmikil tunga lifir í því frelsi einu, sem góðir menn gefa henni í bók- um, þegar þeir eru vaxnir upp úr allri smámunasemi hinna fínni fræða, sem málvísinda- menn verða að halda sig við í söguskráningu tungunnar. Þess vegna á öll kennsla tungunnar að miðast við að auðvelda fólki að hugsa, og með hliðsjón af því eiga lærðir menn að kenna — og breyta rithætti ef þeim finnst ástæða til. Og samkvæmt boðorðinu; allt einfalt er gott, mætti fækka lær dómsskrautinu í rituðu máli, þótt það væri ekki nema vegna barnanna. f Englandi er til máltæki, sem jafngildir því að við segjum, að bera í bakkafullann lækinn. í London skemmta menn sér við að snúa út úr þessu. Tveir vinir hittust á bar. — Hvert ætlar þú í fríinu þínu? — Til Parísar — en þú? — Til Munchen . . . Ætlarðu að taka konuna með til Parísar? — Ha, ha, ferð þú með bjór til Munchen? ★ Betlari stóð á kirkjutröppum í Róm og gömul kona, sem gekk fram hjá, gaf honum 100 lírur og sagði: — Mér tekur sárt til yðar, en þér gætuð nú samt haft það enn þá verra. Þér gætuð t.d. verið blindur. — Ég veit það, frú, þegar ég var „blindur", fékk ég svo mik ið af fölskum peningum. ★ Starfsmaður UNESCO sem hafði ferðazt mjög víða, var eitt sinn spurður hvefnig hann gæti vitað er hann kæmi til vanþró- aðs lands. Hann svaraði: — O, það er sannarlega auð- velt. Það er þegar ég kem tii lands, þar sem börnin hlýða for eldrum sínum og bera virðingu fyrir þeim. En hve börnin vaxa fljótt, stundi heimsspekingurinn, sér- staklega þau í íbúðinn fyrir ofan okkur. Brekkur eru oftast lægri upp að fara en til að sjá. Einstig reynast einatt hægri en þau sýnast neðan frá. Himinglæfur, brattar, breiðar bátnum skila’, ef lags er gætt. Flestar elfur reynast reiðar, rétt og djarft ef brot er þrætt. Tíðum eyðir allri samræmd afls og þols: að hika sér. Kvíðinn heftir hálfa framkvæmd. Hálfur sigur þorið er. Klíf í brattann! Beit í vindinn, brotin þræð og hika ei! Hik er aðal-erfðasyndin. Út í stríðið, sveinn og mey! Hannes Hafstein: Klíf 1 brattann. Nýlega voru gefin saman á Ak ureyri af sr. Pétri Sigurgeirssyni ungfrú Olga Óladóttir og Gunnar Guðbrandsson bæði frá Siglufirði 7. þ.m. opinberuðu trúlofun sína í Amsterdam ungfrú Vigdís Aðalsteinsdóttir, Aðalsteins heit ins Jónssonar lögregluþj. Bárug. 37 og Ronald Lee Taylon guð- fræðinemi, Indíana, U.S.A. Gefin hafa verið saman í hjóna- band ungfrú Sigurbjörg Ármanns dóttir frá Akuréyri og Þórarinn Hrólfsson, Hrannargötu 9, fsa- firði. Heimili ungu brúðhjónanna er á ísafirði. Sl. laugardag voru gefin saman á Akureyri ungfrú Sigurbjörg Helga Halldórsdóttir frá Litla- Hvammi á Svalbarðsströnd og Haraldur Karlsson, Fljótsbakka, Reykdælahreppi, Suður-Þingeyj- arsýslu. Heimili ungu hjónanna verður á Fljótsbakka. Nýlega hafa opniberað trúlofun sína ungfrú Aðalbjörg Garðars dóttir, Brekkugötu 18, Hafnar- firði og Bergur Hjartarson, Fögru kinn 8, Hafnarfirði. Á morgun, mánudag verður Jón Halldór Þórarinsson, Snorra braut 36, sextu ára. 75 ára er á morgun 17. apríl, Þorsteinn Jónsson, Hverfisgötu 104. Rvík. Atvinna! Tvær stúlkur óska eftir atvinnu úti á landi, við hótel eða matsölustað. — Uppl. í síma 24634 eftir kl. e. Mávastell Nýtt, ónotað 12 manna kaffi- og matarstell til sölu við tækifærisverði. Tilboð sendist Mbl. merkt: — „Mávastell — 1901“. Múrarar óskast ti1 þess að taka að sér að fínpússa hús að utan. — Nánari uppl. í síma 33937. Múrari óskar eftir 2—4 herbergja íbúð. Uppl. í síma 32439 eftir hádegi í dag. Nýlegt Grundig segulbandstæki til sölu, ásamt 9 spólum (ca. 8,30 m af bandi) Uppl. síma 16020. íbúð óskast Óska eftir búð til leigu 14. maí. Einar Árnason, lögfr. Sími 23354. Tækifærisverð Sumarbústaður í Hvera- gerði til sölu. Uppl. í síma 50195. Talmyndavél 16 mm ensk tón og tal- myndavél til sölu. — Uppl. 1 síma 14721. Kalt borð og snittur Alls konar veizlur, smærri og stærri, einnig einstakir réttir. Sya Þorláksson Sími 34101. Til leigu 14. maí 4ra herbergja íbúð í Hálogalandshverfi. Hús- gögn gætu fylgt. Tilboð sendist Mbl. sem fyrst, merkt: „1038“. 2ja herbergja íbúð óskast til leigu í Hafnar- firði í maí. Uppl. í sima 50778. Tek að mér að sníða og saurna kjóla. Uppl. í síma 18158 milli 7 og 8. Vesturbær Kjólar sniðnir og mátaðir. Sími 19077. V élri tunar námskeið Sigríður Þórðardóttir Sími 33292. Til leigu 4ra herbergja sólrík íbúð við miðbæinn. Reglusamt og roskið fólk kemur aðeins til greina. — Tilboð merkt: „55 —1041“ sendist afgr. Mbl. Til leigu ný 5 herb. íbúð til 2ja ára. Tilboð er greini fyrirfram- greiðslu sendist Mbl. fyrir miðvikpdag, merkt: — „Jarðolía — 1903“. Bradford Óska eftir að kaupa Brad- ford sendiferðabíl gegn ör- uggum mánaðargreiðslum. Tilboð merkt: „Bradford — 1039“, sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld. Til sölu nýlegur(Pedegree) bama- vagn í Miðtúni við Vífils- staðaveg, þriðja hús til vinstri. Uppl. í síma 50383. BÖKAMARKAÐURINN heldur áfram Bækur, sem seldar voru með 60% afslætti fást keyptar samkvæmt bókaskrá, sem liggur frammi í bókabúð Lárusar Blöndal í Vesturveri og Skólavörðustíg 2. Bókaskrá póstsend þeim,. sem óska. BÓK4IVIARK AÐU Rl IM N Box 25 — Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.