Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 15
Sunnudagur 16. aprll 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 í fréttunum bar ábyrgð á mistökunum. Eftir forsetakosningarnar i Bandaríkjunum veltu margir því fyrir sér hvað Nixon, fyrrverandi varaforseti, mundi nú taka sér fyrix hendur. Þær berast fréttir að hann sé um það bil að taka til starfa í stóru lögfræðifirma í Los Angeles, með um 5 millj. kr. tekjur á ári, svo hann verður a. m. k. ekki blankur. Þar með er ekki sagt að hann sé hættur afskiptum af stjórnmálum. Hann f Hún hefur lengst af leikið ungl Ingsstúlkur í kvikmyndum þessi laglega kona á myndinn. Hún heitir Jeanne Grain, og nú á hún að leika Nefertiti Nílardrottn- ingu í nýrri mynd, sem á að Fólk fara að taka í Róm. Þangað kom öll fjölskyldan með henni, eigin- maðurinn Paul Brinkman og öll Ibörnin sex. Þau hjónin gengu í ihjónaband árið 1945, svo af því má ráða að hún sé ekki kornung, eins og hún lítur þó sannarlega út fyrir að vera. ★ 'ALLIR íbúar bæjarins Fortel- eza í Brazilíu voru felmtri slegnir í haust. Hundaæði gekk eins og plága í þessum 300 þús. manna bæ. Þó létu allir, sem voru bitnir af hundum, undir eins bólusetja sig með bóluefni Pasteurs, sem átti að vera trygg ing fyrir því að maður fengi ekki æði, jafnvel þó hundurinn væri óður. Allir hundar í bæn- LOFTUR hf. LJÖSMYNDASTOFAN Pantið tíma i síma 1-47-72. Jóhannes Lárusson 1 héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifstofa-fasteignasala í_ Kirkjuhvoli — Sími 13842. um voru eltir uppi og drepnir, en fjölmargir fengu samt veik. ina og dóu. Loks fannst skýring. bar ábyrgð á harmleiknum. in. í sparnaðarskyni hafði til- raunastöðin, sem framleiddi bóluefnið verið lögð niður, en éinn af starfsmönnunum, sem unnið hafði við framleiðslu á bóluefni gegn hundaæði fengið umboð til að halda því áfram, þó að hann hefði ekki sérmennt- un til þess. Og svo illa tókst til, að bóluefnið hans var ekki að. eins ónýtt, heldur fengu þeir sem með því voru sprautaðir hundaæði. Meira að segja hafði vesalings maðurinn látið sprauta sitt eigið barn með þessu, þeg- ar hundur glefsaði í það. Á myndinni er dr. Litton, sá sem dreypti á víni. Þá spurði einn þeirra: — Hvaða skoð un hefur þú nú innst inni á kvikmyndalist- inni? — Kæri vin- ur, svaraði Chap lin, ég er löngu hættur að hafa fræðilegar kenn- ingar um kvikmyndalistina. Það leiðir ekki til neins. Það raun- sæja gildir alltaf. Ég veit a. m. k. eitt, ef ég hefði verið 8 cm hærri, þá hefði ég aldrei orðið Charlie Chapiin. Múhameð V. konungur I Marokkó sá ekki sólina fyrir yngstu dóttur sinni, Aminu. Og er hann lézt um daginn og Hassan II., sohur hans, tók við konungdómi, þá hafði hann litlu systur sina alltaf sér við hlið. í fyrsta skipti í sögi Marokkó, sat kona við hlið konungsins, er hann ók um ríki sitt. Þessi sex ára gamla telpa lítur ekki leng- ur við brúðunum sínum. Hún er viðstödd allar opinberar mót- tökur í höllinni í Rabat, sendi- herrar kyssa á hönd hennar, og hún kemur fram sem drottning. Sumir segja að bróðir hennar geri þetta til að hafa hana allt- af með sér og láta hana ekki vera eina, þar eð hún saknar föður síns ákaflega. Seinustu mánuðina sem hann lifði, hafði hann varla mátt af telpunni sjá, en reynt um leið að búa hana undir missirinn. mmm? getur t- ð. keppt um ríkisstjóra- embættið í Kaliforníu 1962 eða forsetaembættið árið 1964. Þar mætir hann þó vafalaust hörðum andstæðingi, Nelson Rockefeller. Það skrýtna er, að það er almenn skoðun í Bandaríkjunum að það hafi verið verst fyrir hann vera svona nálægt því að vinna í síð- ustu kosningum. ★ Charlie Chaplin sat fyrir skömmu í hópi vina sinna í svissneskum fjallakofa og CUDO Nú er rétti tíminn til að glerja nýja húsið og skipta um gler í því gamla. Búið yður í tíma undir að lækka hitakostnaðinn á komandi vetri. CUDO-einangrunargler sparar yður stór útgjöld án fyrirhafnar. Á milii glerskífanna er blýlisti, sem festur er við rúðurnar með sérstöku plastefni sem hefur ótrú- legan teygjanleika. Glerskífurnar eru EKKI fast bræddar við blýlistann, CUDO-rúðan þolir því betur öll veðurátök, titring og högg. Þegar rúðan svignar eða þensla verður í glerinu gefur plastefnið eftir án þess að samsetn- ingin skaðist og glerið brotnar því síður. Blýlisti Það sem er varanlegast er alltaf ódýrast. — 5 ára ábyrgð. CUDOGLER HF Brautarholti 4 — sími: 12056.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.