Morgunblaðið - 03.10.1951, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.1951, Blaðsíða 12
i SV gola e'ða kaiði, sumsstaðar smáskúrir. 225. tbl. — Miðvikudagur 3. október 1951 ¥arpsfó§¥ar heiðargæsarismar friðaðar. Sjá grein á Ms. S. og ógætiir fundur jólfstæðisfjelaganna í gær Bæjarmálifl: Steínl að örfun einsfaklinpframtaksins. > LandhelgismáHð: fsfendingar sammála um sfefnuna. FUNDUR SJÁLFSTÆÐISEJELAGANNA í Reykjavík, sem hald- ínn var í gærkvöldi í Sjálfstæðishúsinu var afar fjölsóttur. Var fundarsalurinn fullsetinn og margir þurftu að standa. Rætt var um bæjarmálefni Reykjavíkur og landhelgismálið. — Framsögumenn voru Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri og Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. Mikill einhugur ríkti á fundinum og hlutu framsögumenn ágæt- ar undirtektir fundarmanna. Jóhann Hafstein, formaður Fulttrúaráðs Sjálfstæðisfjelag- anna setti fundinn og stjórnaði bonum. Fundarritari var Þór Vil- hjálmsson. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, tók fyrstur til máls. Ræddi hann hlutverk bæjarstjórnarinn- ar og stefnu Sjálfstæðismanna í bæjarmálum. Hún grundvallað- ist á því að örfa og styrkja ein- staklingsframtak og atorku. Jafn framt teldu Sjálfstæðismenn eðli ]egt að bæjarfjelagið sjálft hefði forustu um margvíslegar fram- kvæmdir, eins og raun bæri vitni. En menn mættu þó ekki gleyma því að flestar þeirra fram- kvæmda hefðu að því stefnt að efla aðstöðu einstaklinganna í bfsbaráttunni og athafnaiífi bæj- arins. Sjálfstæðismenn hefðu líka beitt sjer fyrir fjelagslegum um- bótum, menningar og mannúðar- málum í ríkari mæli hjer en í öðrum bæjarfjelögum og mundu halda þeirri stefnu áfram. Borgarstjóri vjek næst að því að fjármálastefna Sjálfstæðis- xnanna í bæjarstjórn byggðist á framangreindum grundvallar- sjónarmiðum. Síðan ræddi hann fjármál bæj- arins ýtarlega og gerði saman- burð við ýmsa aðila og fjárstjórn ríkisins. Flutti borgarstjóri mál sitt af röggsemi og festu og sann- aði með fjölda dæma að Reykja- vík þyldi fyllilega samanburð við aðra um aðgæslu í fjármál- um og um góðan fjárhag. Bjarni Benediktsson, utanríkis- ráðherra, tók næstur til máls, og talaði um landhelgismálið. Kvað hann tilefni ræðu sinnar aðal- lega vera þau blaðaskrif sem að uíidanförnu hefðu um þetta mál birst. Hann hefði sem utanríkisráð- herra verið borinn tveim sök- m: Fyrir að hafa veitt rúss- neskum veiðiskipum undanþágu til athafna í landhelgi — og fvrir að sú stefna hefði verið tekin af ríkisstjóminni að láta fulltrúa sína fylgjast með málflutningi í deilu Norðmanna og Breta íyrir dómstólnum í Haag og fresta d xneðan nýjum framkvæmdum í landhelgismálinu. Sagði ráðherrann, áð engum hefði verið veitt undanþága til athafna í landhelgi. Þegar skipum Jeyfðist að bæta tjón sitt eftir óveður, ems og um hefði verið að ræða, væri um framkvæmd lag- anna frá 1922 um íjett til fisk- veiða i landhelgi að ræða, en ekki undanþágu. Vitnaði ráðherra í ákv. 3. greinar, þar sem leyft er, &ð fiskiskip leiti skjóls við strend- umar til þess að bjarga sjer ■undan stormi og óveðri, Þá gerði ráðherrann ítarlega grein fyrir afstöðu sinni til þess að fresta í bili frekari fram- kvæmdum í landhelgismálinu með- an leidd væri til lykta deila Norð- manna og Breta fyrir alþjóða- dómstólmun í Haag. Sýndl hann með sterkum rökum fram á að sú afstaða væri í alla staði eðlileg fyrir okkur íslendinga, sem ætt- um allt undir því, að lög og rjettur sigraði í viðskiftum þjóðanna. — Hjer væri skiljanlegt að komm- únistar vildu fara aðrar leiðir, en þcirra vegur væri, að ofbeldið sigraði. Ráðherrann rakti nákvæmlega þær aðgerðir, sem síðari ár hefðu átt sjer stað í landhelgismálinu. Árið 1948 hefðu verið sett lög um vísindalega verndun land- grunnsins. Tilraunir gerðar um friðun Faxaflóa. Samningnumvið Breta frá 1901 sagt upp 3. okt. 1949. Gefin út reglugerð um stækkun landhelginnar fyrir Norð urlandi 1950. Um þessar aðgerðir hefðu Sjálfstæðismenn haft foi'- göngu. Á það lagði ráðherrann áherslu, að hann teldi, að Islend- ingar hefðu verið og væru sam- mála í öllum meginatriðum í fram kvæmd þesa mikilvæga máls þjóð- arinnai-. Auk framsögumanna tóku til máls: Ólafur Thors, ráðherra, Finnbogi Guðmundsson og Frið- leifur Friðriksson, og studdu þeir allir málflutning framsögu- manna. Ólafur Thors ræddi all ítarlega báða málaflokkana, sem á dag- skrá voru og afstöðu Sjálfstæð- ismanna til þeirra. Hvatti hann flokksmenn til þess að standa fast um þau sjónarmið, sem Sjálf stæðismenn í ríkisstjórn og bæj- arstjórn hefðu fylgt. Var ræðu formanns flokksins mjög vel fagnað af fundinum. Lauk þessum fundi þar með og var hann fjelögunum til sóma og fundarmönnum til mikillar ánægju. Sjálhbjargarviðleilni og atorka fjölskyldunnar nýtur sín við smáíbúðabyggingarnar. Á 44 mínútum milli Akureyrar og Rvíkur SÍÐASTLIÐINN mánudag setti Dougjasflugvjelin „Gunnfaxi“ frá Flugfjelagi íslands nýtt hraðamet á leiðinni Reykjavík—- Akureyri. Flaug hún vegalengd- ina á 44 mínútum eða þremur mínútum skemur en þessi leið hafði verið farin áður á stytstum tíma. Flugstjóri á „Gunnfaxa“ í þess- ari ferð var Anton Axélsson. Örlypr hefur selt 23 myndir AÐSÓKN að málverkasýningu Örlygs Sigurðssonar í Listamanna skálanum hefur verið ágæt og hafa 23 myndir selst. — Er tala sýningargesta komin upp í um 700. Jón Pálmason kjörinn forseti Sameinaðs þings Sigurður Bjarnason íarseti Hd. Bernh. Sfefánsson Ed, FUNDUR hófst í Sameinuðu þingi kl. 2 e .h. í gær. A dagskr® var kosning forseta, varaforseta og skrifara. Kosningin fór þann-* ig að Jón Pálmason var kjörinn forseti Sameinaðs þings með 23j atkv. Jörundur Brynjólfsson fyrsti varaforseti með 32 atkv. 03 Rannveig Þorsteinsdóttir annar varaforseti með 28 atkv. , Skrifarar voru kjörnir: Jónas Rafnar og Skúli Guðmundssoiti í kjörbrjefanefnd hlutu kosningu: Þorsteinn Þorsteinsson, Láru3 Jóhannesson, Rannveig Þorsteinsdóttir, Gísli Guðmundsson Sigurður Guðnason. j f FORSETAKJÖR í N.D. \ Strax að fundi loknum í Sanla þingi hófust fundir í deildum* Forseti neðri deildar var kjör- inn Sigurður Bjarnason með 2Q atkv., fyrsti varaforseti Jóffl Gíslason með 20 atkv. og annaíi varaforseti Halldór Ásgrímssoa með 21 atkv. Skrifarar voru kjörnir Ingólfur Jónsson og PálJ Þorsteinsson. Kviknar í bát í Keila- víkurhöfn KEFLAVÍK, 2. okt. — f morgun kl. 8 kviknaði í m.b. Bjarni Ólafs son, í höfninni í Keflavík. Eldurinn kom upp í lúkar báts ins og var orðinn allmagnaður, þegar hans varð vart. Slökkvilið Keflavíkur kom á vettvang og tókst að ráða niður- lögum eldsins, en skemmdir urðu talsvert miklar. Upptök eldsins eru ókunn, en málið er í rannsókn. — Helgi. EMeimili Árnessýslu 1 Hveragerði tekur til starfa næsta sumar Gísli Sigurbjörnsson verður forsljóri þess. SÝSLUSJÓÐUR Árnessýslu hefur fest kaup á tveim húsum í Hveragerði, er notuð verða sem elli- og hjúkrunarheimili. Hafa tekist um það samningar milli sýslunefndar og stjórnar Elliheim- ilisins Grund hjer í bænum, að hún taki að sjer stjórn þessarar stofnunar, sem taka mun til starfa næsta sumar. 1 gær átti Mbl. símtal við sýslu-'S* mann Ámessýslu um þetta máli, og sagðist honum svo frá: PLÁSS FYRIR 25 Umboðsmenn sýslunefndar Ár- nessýslu hafa nýlega samið við stjórn Elli- og hjúkrunarheimilis- ins Grund í Reykjavík, um rekstur elliheimilis fyrir sýsluna. Leggur sýslan til tvær húseignir í Hvera- gerði og er þar pláss fyrir 25 vist- menn. Heimili þetta mun taka til starfa næsta sumar. Stofnun elliheimilis í Árnes- sýslu hefur verið, í undirbúningi í nokkur ár, en málið til lykta leitt með fyrrnefndum samningi á sam eiginlegum fundi umboðsmanna sýslunefndar og stjórnar Grundar, á Selfossi s.l. laugardag. HÚSIN HEPPILEG Sýslumaður skýrði svo frá, að hús þessi væru að dóini forstjóra Grundar, vel til reksturs fallin og ekki þyrfti að gera á þeim miklar breytingar. Átti annað húsið hjer- aðslæknirinn, en hitt Bjarni Ey- vindsson, og voru hús þessi keypt með það beinlínis fyrir augum, að þar yrði starfrækt elli- og hjúkr unarheimili. EFRI DEILD Forseti efri deildar var kjör- inn Bemharð Stefánsson meíl 11 atkv.9 fyrsti varaforseti Þor- steinn Þorsteinsson með 11 atkv, og annar varafcrseti Lárus Jó» hannesson með 11 atkv. Skrifar- ar deildarinnar voru kjörnir:; Sigurður Ólafsson og Karl Kristjáxisson. Næsti fundur var, boðaður í Sam. Alþingi kl. 2 e..lv, í dag. Þar á eftir verða deildar- fundir. í ______________________ T 1 Einar með „línuna"! FYRSTI árangurinn af ferffl Einars Olgeirssonar til Sovjet- ríkjanna kom í ljós í gær, er hann kvaddi sjer hljóðs utam dagskrár í sameinuðu þingn og las upp yfirlýsingu í Kom- inform tón, þar sem ríkis- stjóminni og lýðræðisflokkun- um var brigslað um landráÆ vegna komu varnarliðsins ogl samstarfsins við lýðræðis- þjóðirnar. Bjarni Benediktsson utan- ríkisráðherra, benti á það, að þessi yfirlýsing væri þa<3 fyrsta sem heyrðist frá al- þingismanninum síðan hama kom úr ferð sinni frá Sovjet- ríkjunum, enda væri hún veö í samræmi við þá „línu“, serffi kommúnistum um allan lxeixzQ væri skipað að fylgja. Einar bar sig heldur iliig yfir þessari athugasemd ráð- herrans og fór allur hjá sjet en þingheimi blöskraði, þegar þetta handbenai kommúnism- ans þóttist vera að túlka íá» lenskan málstað. _j NU ÞEGAR hefir verið út- hlutað um 159 lóðum á land- svæði því, sem Reykjavíkur- bær hefir látið skipuleggja fyrir smáíbúðarbyggingar upp af Sogaveginum, í hæðinni norðanvert við Bústaðavegs- hverfið. Unnið er áfram að lóðaúthlutuninni og lagt kapp á að hraða henni sem mest. Á þessu byggingarsvæði hefir verið líf og fjör að und- anförnu, einkum um helgar. Menn hafa gengið af kappi í að grafa grunna, steypa grunn plötur undir húsin, og viðað að sjer efni. Vinnuskúrum hef ir verið komið upp og sumir eru þegar komnir vel á veg með að hlaða. Það ánægjulegasta við þessa byggingarstarfsemi er að sjá hina sjerstæðu hagnýtingu yinnuaflsins. Sumssíaðar eru allir meðlimir fjölskyldunnar að verki, húsbóndinn, konan og börnin. Vinir og kunningj- ar leggja fram dagsverk sín og fá þau seinna endurgoldin, þegar röðin kemur að þeim, með sitt hús. Sjálfsbjargarviðleitni og at- orka einstaklinga og fjölskyld unnar setur svip sinn á vinnu- brögðih og vinnuglcðin nýtur sin í ríkurn xnæli. fÖÉ-Í ^ - 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.