Morgunblaðið - 03.10.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.1951, Blaðsíða 10
f 10 MORCVTS BLÁÐIÐ Miðvikudagui- 3. október 1951 Framhaldssagan 12 ... JEG EBA ALBERT RAND? i UIIIIIIIIIIllllUIIIIIHIHKIIIIIIIinlllllllllllHH'llll EFTIR SAMUEL V. TAYLOR III1IIIIIIUIIUIIIIU& ,,Nú rannsakar lögreglan Gra- ham“, sagði jeg, „og kemst að því að hann er sá rjetti. Þegar þeir eru búnir að íá fullvissu sína, þá kem jeg“. „Já, Bert“, sagði Curly. „Það hefur aldrei verið á þig logið. Þú veist hvað þú ert að gera“. Hann saup á bjórnum. „Tvær milljónir. Það er dágóður skamt- ur. Hvar hefur þú falið fjeð?“ „Heldurðu að jeg hafi það á mjer?“ sagði jeg. „Nei, Bert. Þú ert varkárari en svo. En eg held að það sje öruggara að við sjeum tveir um þoð. Hvcrnig hefði farið ef þú l'.cfðir ekki komist ur.dan niðri í i-ænum áðan? Það getur alltaf eitthvað komið fyrir, Bert. Það er vissara að fleiri viti um það en þú einn“. , Það er vel geymt“, sagði jeg. „Já, auðvitað, Bert. En hvað V.m Dolly?“ „Jeg get sjeð um mig sjálf“, cagði Dolly. „Láttu hann í friði. Hann er svangur“. „Auðvitað getur þú sjeð um þig sjálf“, sagði Curly, „og þarna sjerðu hvað þú hafðir upp úr því .... krakka“, „Bert ætlar að giftast mjer .... ætlarðu það ekki, Bert?“ „Auðvitað“, sagði jeg. „Þetta hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir þig, Bert“, sagði hún. „Þú ert alls ekki sjálfum þier líkur í kvöld“. „Hættu þessu þvaðri“, sagði Curly. „Jeg þarf að tala við hann iun alvarlegra mál“. „Hvers vegna. farið þið ekki að borða“, sagði hún. „Jeg er búin að steikja eggin....“ Curly bölvaði. Hann stökk út í.ð glugganurr. og þreif niður gluggatjaldið. „Þarr.a yfirsást okkur“, sagði hann. „Það er varla nokkur maður hjer á ferli“, sagði Dolly. „Ekki bætir það úr skák“, cagði hann. „Því strjálbýlla sem verður, þeim mun meira veit ná- granninn um mann. Hvað ætl- arðu að vera hjerna lengi, Bert?“ „Jeg held að það sje vissara að jeg verði ekki lengi“, sagði jeg. „Þú yfirgefur okkur ekki aft- ur“, sagði Dolly. „Þú sagðist ekki ætla að yfirgefa okkur, Bert. Þú sagðir að þegar þú kæm ir hingað upp eftir, þá mundir þú vera hjá okkur það sem eftir væri“. Við sátum við matborðið. Jeg var ekki vitund svangur. Jeg ljet cins og jeg borðaði. Curly hám- aði í sig matinn og talaði með fullan munninn. „Þjer er óhætt hjerna í einn eða tvo daga, Bert“, sagði hann. , En eins og jeg sagði áðan, þá getur alltaf eitthvað komið fyrir. Við ættum að vita líka hvar skuldabrjefin eru“. „Því getur þú ekki látið hann í friði?“ sagði Dolly. „Bert, það er ekki svo að r.kilja, að jeg treysti þjer ekki. Jeg veit að það er óhætt að treysta þjer. En jeg verð að sjá um Dolly. Hún getur ekki sjeð um sig sjálf. Og svo er það barn- ið. Það getur alltaf eitthvað kom ið fyrir þig, Eert. Það er miklu öruggara að jeg viti hvar skulda- hrjefin eru“. „Jeg skal hugsa um það“, sagði jeg. Jeg hellti rjóma í kaff- ið, hrærði í bollanum og saup á. „Ágætt kaffi“. „Þú hlýtur að vera orðinn þreyttur, það er satt“, sagði Curley. „Þú setur rjóma í kaff- ið“. ,,Æi, já, hvaða vitleysa var það“, sagði jeg. „Veslingurinn“, sagði Dolly. Hún hvolfdi úr bollanum í vask- ihn og hellti aftur í hann. Hún sfetti þrjár skciðar af sykri í hann >>g hrærði í honum fyrir mig. . jÞað er svona, sem þú vilt hafa kaffið“. I I Jeg saup á bollanum og reyndi g,3 gretta mig ekki. Mjer finnst ekkert verra en sætt kaffi. „Þetta er betra“, sagði jeg. Jeg vissi ekki hvað þetta mundi geta gengið lengi. Og á meðan hundarnír voru báðir inni, kærði jeg mig ekki beinlínis um að þau kæmust að sannleikanum. „Hvar eru brjefin, Bert?“ spurði Curly. „Láttu hann í frrði“,. sagði Dolly. „Við þurfum ekki að tala meira um þetta í kvöld“. „Farðu að hátta“, sagði Curly við hana. „Við verðum að ganga frá þessu. Hann kemur rjett strax. Farðu rú“. „Stúlkan hlýddi og fór inn 1 svefnherbergið. „Bert’“, kallaði hún hinum megin við dyrnar. „Já“. „Vertu ekki lengi“. .. . Curly hló. ,,Hún er vitlaus. Þú gætir ekki gert neitt, sem hún legði ekki blessun sína yfir. •— Kvenfólk er ekki hagsýnt, Bert. Henni stendur á sama. Hún mundi trúa hverju, sem þú segð- ir henni. En þú verður að vera hagsýnn, Bert. Það hef jeg-alltaf sagt. -Hvax eru verðbrjeíin?“ „Getum við ekki talað um það á morgun?“ sagði jeg. „Bert, það er ekkert betra að tala um það á morgun, en núna. Það er ekki svo að skilja að jeg treysti þjer ekki. Jeg treysti þjer eins og sjálfum mjer. En tvær milljónir eru roiklir pen- ingar. Og jeg verð áð hugsa fyrir Dollý og krakkanum. Við skipt- um jafnt, Bert“. „Jæja, þá“, sagði jeg. „Skulda- brjefin eru í skjalatösku og skjalataskan er í geymsluhólfi á járnbrautarstóðinni í San Franc- isco“. . „Geymsluhólfi?“ „Já, maður stingur inn tuttugu. og'-íimm sentum, læsir og tekur J.ykilinn“. „Hvar er lykillinn, Bert?“ „Þú heldur þó ekki að jeg hafi hann á mjer?“ „Nei, auðvitað ekki, Bert. Mig langar bara til að vita hvar hann ei“. „Jeg held ao við ættum að ná viltu meira?“ í hann báðir saman, þegar þar að kemur“. „Já, auðvitað, Bert. En hvar er hann?“ „Jeg setti hann í umslag og sendi hann á afgreiðslustöð Frank M. Jeffers í San Francis- co“. Curly brosti. „Ágætt, Bert. Þú ættir að vera um kyrrt hjerna á ír.orgun og þá get jeg farið og sótt hann“. „Jeg held að það sje vissara f>TÍr þig að mæta til vinnunn- ar“. „Jeg á ekki að fara í vinnuna fyrr en klukknn tvö. En hvað er oð þjer, Bert? Jeg skrifaði þjer það“. „Jeg á við, að þú verður að vera kominn aftur fyrir tvö“. „Auðvitað“, sagði hann. „Jæja, það er víst best að fara að hvíla fig.“ Og þig er auðvitað farið að íonga inn til Dolly“. Hann teygði úy sjer og fór inn í hitt svefn- herbergið. Hundurinn fór á eftir honum. Jeg var einn í eldhús- inu, Dyrnar opnuðust. „Bert“, sagði stúlkan. „Mig langar til að fá mjer göngutúr“, sagði jeg. Hún smeygði sjer fram fyrir og greip um handlegginn á mjer. Hundurínn kom á eftir henni. „Nei, Bert. Þú mátt það ekki. Þú veist ekki hvernig ^sað er hjerna fyrir utan bæinn. Ná- grannarnir vita allt. Það getur einhver sjeð þig. Þú verður að ■ vera kyrr inni. Komdu nú, Bert“. Hún dró mig inn í svefnher- bergið og lokaðí hurðinni. Hún vafði handleggjunum utan um tnig. „Bert, jeg hef saknað þín svo mikið. Mjer leið vægast sagt illa. Jeg stóð eins og trjedrumbur á með- an hún kyssti mig. „Bert, hvað er að?“ „Ekkert“. „Elskarðu mig ekki lengur, Bert? „Auðvitað“. „Auðvitað hvað?“ „Auðvitað geri jeg það. Hvað • ■■■■■ ■ ■ ■ ■• W*■”■ ■■IIITIII ■ ■ ■ III ■ ■■■■*■ ■■■■■■■ ■ ■ ■■'■■¥¥Vfci■ ■■■.■■■■'¥■ ■■'■ ■'■ ARNALESBOK ^$Xlov£unbla&sins * SIMONARNIR SJO Gömul rússnesk þjóðsaga 16. dýrgripum, sem þar eru og taka þessum langt fram. Hvers virði eru líka allir dýrgripir veraldarinnar, eftir að við höfum sjeð hin fögru augu yðar, tigna kóngsdóttir? Kóngsdótturinni geðjaðist vel að þessu svari og hún bað föður sinn: — Má jeg fara um borð í skipið, elsku pabbi minn? Jeg ætla að fara og velja dýrgripi handa sjálfri mjer og um leið skal jeg koma með eitthvað dýrmætt fyrir þig líka. /tv Kóngur Boozan-eyjar hugsaði um stund. Síðan svaraði hann: — Jæja, fyrst þú vilt það endilega, þá skal jeg ekki neita þjer um það. En þú færð því aðeins að stíga um borð í hið framandi skip, að þú siglir út að því á konunglegu snekkjunni, sem er búin 100 fallbyssum með 100 hraustustu kappa mína um borð og lQjOQ öðrúm hermönnum, svona til vonar og vara. Konungsskipið lagði frá ströndinni. Á því voru bestu kappar konungs, fjöldi annarra hermanna og hundrað fallb^'ssur. Það lagði upp að skipi Símonanna og kóngsdóttirin steig um borð. Hún gekk eftir brú úr tærum krystal. Sjöundi Símoninn leiddi hana úr einum sal skipsins í annan og sýndi henni allt og sagði henni skemmtilegar’sögur. Já sögurnar yoru svo skemmtilegar, að Helena fagra gleymdi alveg tímantnn. En fjórði Símoninn hafði ekki gleymt tímanum_Hann greip um stefni skipsins og sigldi því £ kaf. Svo faldi hann skipið niðri í hyldýpi sjávarins. Kappar konungs, sem stóðu við borðstokkinn á skipi konungs gátu ekkert aðhafst þegar þeir sáu þetta, nema horfa á það stórum augum. Þeir trúðu bara alls ekki því sem þeir sáu með augunum. En samt var ekkert um það að efast. Fyrir framan þá hafði hið ókunna skip sigiö í sjá og eftir var aðeins örlítiö öldugjálfur og hringfar á yfirborði sjávarins, Svo að þeir gátu ekkert annað gert en að sigla konungsskipinu inn að ströndinni og segja kóngi hvernig komið var, hvílik ógnar ógæfa hafði orðið. TILKVNIMBNG Hjer með tilkynnist, að jeg hefi selt sameignarmanni. mínum, Sigmund Lövdahl bakarameistara, minn hluta í bakaríinu á Nönnugötu 16. Jóhann Reyödal. Eins og að ofan greinir hefi jeg undirritaður keypt hluta Jóhanns Reyndal bakarameistara, í bakariinu á Nönnu- götu 16, og mun jeg eftirleiðis starfrækja það undir nafn- inu Lövdahlsbakarí. Sigm. Lövdahl, TILKYNNING frá Kirkjugörðunum í Reykjavíb. Sigurbjörn Þorkelsson hefir verið ráðinn forstjóri kirkjugarðanna. Viðtalstími hans er á skrifstofunni í Foss- vogskirkjugarði, fyrst um sinn frá kl. 11—12 f. h. virka daga og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Sími 81166 Heimasími 4355. Frá Húsmæðraskóla Suðurlands Laugarvatni Vegna forfalla geta ívær stúlkur fengið skólavíst nú þegar. Forstöðubonan. Efni til miðstöðva nýkomið: Miðstöðvarofnar ýmsar gerðir Miðstöðvarkatlar stærðir 0,7 til 4 ferm. Fittings og pípnr Einnig nýkomið Salernissetuí Sóthurðir Gólfvatnslásor Þakgluggar 3 gerðir Uekji IVfagnússon & Co. Hafnarstræti 19 —- Sími 3184

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.