Morgunblaðið - 03.10.1951, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.1951, Blaðsíða 2
2 MORCLMiLAÐlÐ Miðvikudagur 3. október 1S3Í I skipi s R UM MIÐNÆTTI á sunnudagskvöld skarst í odda milli lögreglunnar og skipstjóra á dönsku skipi, Lísa. sem hjer liggur. — Taldi rann- .lóknarlögreglurnaður, sem var niðurr við-hofn, sig hafa sjeð til ferða stúlku um borð í þetta skip. — Yfirheyrslur út af máli Jressu stóðu yfir í allan gærdag. Forsaga þessa máis mun vera ó þá leið, að þennan dag átti Lona skipstjórans, sem er heima 5 Kaupmannahöfn, afmæli. — í tilefni af því bauð skipstjórinn Jbrennum hjónum hjer í bænum með sjer og yfirmönnum skips- ins til kvöldverðar að Hótei Borg. — Einnig var með þeim ciönsk stúlka, sem hjer býr í trænum, en skipstjórinn þekkir Jiana og hennar fólk. Loks var Jcona brytans á; skipinu í þess- tim hópi. ) RÁ HÓTEL BORG ÚT í SKIPÍÐ Þegar sölum Hótei Borg var lokað kl. 11,30 bauð skipstjórinn /jestum sÍTMim- að jkgina um borð með sjeBí» — Ep r||nsóknarlög- r eglumaðui'ínn taidi sig hafa sjeð etrukkna konú fara úfh borð. — Hann gerði varðstjóra götulög- reglunar þá viðvart. Sendi hann Jögreglumenn niður að skipinu. j lögreglusamþykktihni ségir að lögreglustjóra sje heimílað að banna óviðkomandi fólki’. sem ekki á brýnt erindi umféYð út í ;.kip frá kl. 8 að kvöldi til 3 að morgni, frá 1. okt. til 1. ”11131. — Skipstjórinn tók þá fyr’ir það nð lögreglurnennirnir fengju að lcynna sjer málið. Annar lögTeglumannánna fór |)á niður á lögreglustöð og sagði írá viðskiptum við hinn danska «kipstjóra. ___ Þegar lijer var komið, fflur. varð ♦utjórinn hafa talið sig þurfa að fí, úrskurð dómara uppkyeðinn, ru-u að lögregltimenn skyidú. fara »im borð í skipið. Fór með þeim fulltrúi sakadómara. Hanh’. mun Viafa haft tal af skipstjóra í þeim von, að takast mætti að 'fafna >hálið. En skipstjórinn vísaði full- ■trúanum á brott. Y VíSAÐI FULLTRÚANUM HRÁ BORÐI Skipstjórinn man hafa ' verið nokkuð undir áhrifum áfehgis og jmróist ör, svo lögreglumehn settu h hann handjám. Var hann flutt- ur upp á lögreglustöð ásamt gest- ’iffl sínum, en þeim var sleppt, ér jröfn þeirra höfðu verið tekin nið- Vr. — Skipstjóranum var sleppt í'ftir tvo og hálfan tíma. Kennarafunir iwrðanlands AKUEEYRI, 2. október. —Nams sítjórinn á Nórðurlandiy úSnorri ílxgfússon, hefur undanfarið hald ið fund með barnakennúrúm á Worðurlandi. Fyrsti fundurinn var haldinn á Sauðárkrókí. Var Irann fyrir Skágafjarðarsýslu. —* Wæsti fundur var halcTinn á Húsavík fyrir Þingeyjarsýslu og liinn síðasti á Akureyri fyrir Wennara við Eyjafjörð. Á þessum fundum'mættu flest- . iliir starfandi barnakennárar* á Jjessum svæðum og stóð ' hver fundur yfir í einn dag. Vafjrerk- c-fni hvers fundar að ræða'n _hönd f arandi vetrarstarf, hvað Ueggja úeri höfuðáherslu á í jíami og í starfi. Hvernig taka *skyldi á verkefnum og vmsum varidamál- um, sem skólastarfinu fylgir, þannig að sem bestúm árangri ntaétti ná. ■ * Slíka fundi hefur námsstjórinn jafnan haldið á haustin áður en nkólar byrja starf .sitt, og telur h.onn þá nauðsyníegan undirbún- >ng’ undir væntanlegt veírarstarf Jconnara. Álítur ríiann að slíkir jxamfundir til fræðslu og hvatn- ýngar ger! mikið gagn. -YH.Yald. imyndunarveikin í Þjóðleikhúsinu Sigrúfl Hagnúsdéiíðr fekur við hlutverki Toinefle ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýnir annað kvöld í fyrsta skipti írayndunar- veikina eftir Moiiere á þessu hausti. Sigrún Magnúsdóttir, leik kona, hefir nú tekið við hlutverki þvi, sem Anna Borg ieikkona ljek sem gestur Þjóðleikhússins í fyrra. Leikstjóri er hinn sami og áð- ur, Óskar Borg. og leikendur hin- ir sömu, nema í hlutverki Cleante sem Bjarni Bjarnason, læknir, leikur nú í stað Birgis Halldórs- sonar, sem varð fyrir því slysi að fótbrotna. Sýningum var hætt i ívrra sök um brottfarar frú Önnu Borg, en þá var aðsókn svo mikil að þess- um skemmtilega leik, að eins- dæmi voru. Sýningarnar í fyrra urðu samtals 14. Frumsýningargestir Þjóðleik- hússins, sem vilja tryggja sjer sæti sin á þessa sýningu, verða að gera aðvart í aðgöngumiðasöl- unni fyrir kl. 4 í dag til að halda sætum sínum, því að allir að- göngumiðar verða settir í sölu og engin sæti frátekin áður en sala hefst._________________ Guðrún Sigurðar- dótiir 75ára SJÖTÍU og fimm ára er í dag frú Guðrún Sigurðardóttir, Barónsstíg 18. Hún er gift Sigtirði Guðmunds syni pípulagningameistara og hafa þau búið öll hjúskaparár sín hjer í Reykjavík. Sex börn hafa þau eignast og eru fimm þeirra á lífi, Ingigerð- ur, gift Hírti Kristjánssyni, Sig- urður pípul.meistari, Katrín, gift Lofti Óiafssyni, Sæmundur, mál- arameistari og Guðmundur trje- smíðameistari. Hún er herss cg ern þrátt fyrir vánheilsu síðari ára. Á þessum merkisdegi munu margir hugsa hlýtt til hennar og senda henni árnaðaróskir. Hún mun í dag dvelja á heimiii dótt- ur sinnar Katrínar í Eskihlíð 23. _________________ L\ „Strengjastef", 32 sönglög eftir Jónas Tómasson SUNNUKÓRINN á ísafirði gaf s. 1. vor út nótnaheftið Strengja- stef eftir Jónas Tómasson, tón- skáld og bóksala á Isafirði, í til- éfni af 70 ái'a afmæli höfundar- ins 13. apríl s, .1, Söng kórinn mörg af lögunum á afmælishljóin- kikum, sem haldnir vom s. ]. vor, 1 heftinu eru 32 lög fyrir bland- aðan kór, 25'frumsamin og 7 is- lensk þjóðlög raddsett af höfundi. Siguigeir Sigurðsson, biskup, ritar formála að heftinu. Þar seg- ir m. a.: „Snnnukórinn á Isafirði, sem hefiy verið óskabarn Jónasar, gefur sönglögin út, Vill hann fyr- ir sína hönd og í nafni þjóðar- innar með því votta Jónasi þökk og virðíngu fyrir mikið og faguid æiistarf hans á sviði sönglistar- innar og árna lionum heilla og blessunar í tilefni af sjötíu ára afirueli hans“. Landleiðum er iiaiiðsyiilegt að endiimvia vagnköstmn •> * O | Rúmiega 1 milljón tarþega terðast áriega með vögnunum. Frumhlaup netndartormannsins ÞAÐ ER sannarlega að hafa hansavíxl á biutunum þegar Alþýóublaöið ræðst á Útvarpsráð fyrir að hafa ekki viljað birta einhverja langiokuyfirlýsingu frá for- manni verðgæslunefndar í tilefni af ræðu viðskipta- málaráðherra um verðlags- málin. Kjarni þess máls er sá að néfndafformaður þessi fjekk skýrslu verðgæslu- stjóra um raimsókn þá, sem framkvæmd var að fyrir- lagi viðskiptamálaráðu- neytisins, senda sern trún- aðarmál meðan ríkisstjórn- in enn hafði málið til at- hugunar. Nefndarformaður- inn brást þessu trausti. Enda þótt einstakir menn innan hans eigin nefndar væru slikri flasgirni mótfallnir, liljóp formaðurinn eins og fætur toga í flokksblað sitt með skýrsluna. Hann gerði þetta þrátt fyrir það að vit- að var að hún yrði birt sið- ar. En Alþýðublaðið þurfti að verða fyrst. Það þurfti lika að geta notað þessa skýrslu, sem ríkisstjórnin hafði látið gera, til árása á hana. Þessvegna kærði Jón Sig- urðsson nefndarfoimaður sig ekkert um að reynast verðugur þess trúnaðar, sem honum hafði verið sýndur. Það er sarmarlega að bíta höfuðið af skömminni þeg- ar Alþýðublaðið ræðst svo á meirihluta Útvarpsráðs fyrir að vilja ekki hleypa þessum flaumósa nefndar- formanni í útvarp með staðlausan þvætting, sein honum hefur þóknast að setja saman. Það hefði ver- ið aigert hneyksli og frek- legt brot á venjum útvarps- ins ef honum hefði verið leyft það. Alþýðublaðið ætti að liafa háttvísi til þess að tala sem minns|f um trúnaðarbrot og frumhlaup þessa hlaupa- gikks síns. Ágæl mynd sýnd í Tjarnarbíói TJARNARBÍÓ sýnir um þessar mundir myndina Ástartöfrar (Enchantment). Samuel Goldwyn hefur fram- leitt myndina og sjálfur telur hann hana ekki síðri en myndina „Bestu ár æfi okkar“, sem sýnd var í Gamla Bíó í fyrra við fá- dæma góða aðsókn, en hann fram leiddi einnig þá mynd. Myndin fjallar um, eins og nafnið bendir til, töfra ástarinn- ar, sælu hennar og sorgir. Myndin er í aðalhlutvérkum leikin af David Niven, Teresa Wright og Evelyn Keyes. — Fjárlögin . Framh. af bls. 1. 25% HÆKKUN VEGAVID- IIALDSINS, ÖG MIKIL HÆKKUN VEGNA FJELAGSMÁLA í athugasemdum við frutn- varpið er þess getið að fram- lagið til viðhalds vega sje áætl að 25% hærra en á fjárlög- um þessa árs. Til nýrra ak- vega er framlagið hækkað um 10%. Framlagið til fjelagsmála hækkar um 8 millj. kr., þar af um 5,4 raillj. kr. til almanna trygginga og 2.5 millj. kr. til • sjúkrasamlaganna. FYRSTA UMRÆÐA í ÞESSARI VIKU? Ekki mun fullráðið, hvenær fyrsta umræða fari fram um fjár lagafrumvarpið. Fjármálaráð- herra mun væntanlegur frá út- löndum í nótt. Er hugsanlegt að umræðan fari fram á föstudag eða fyrrihluta næstu viku. RÚMT ár er iiðið frá því að fje- lagið Landleiðir tók við rekstri vagnanna sem ganga milli Reykja víkur og Hafnarfjarðar, Fjelagið festi kaup á öllum þeim vögnum er hið opinbera hafði notað á þessaii leið, en flestir vagnanna voru hinir stóru Skodabílar. FYRSTA ÁRIÐ _ Framkvæmdastjóri Landleiða, Ágúst Hafberg, sagði Mbl. í stuttu samtali, að reksturinn hefði á fyrsta starfsárinu gengið eftir öilum vonum. Þvi Verður ekki neitað að veturinn varð okk ur erfiður, og sannast að segja hafa Skodavagnarnir reynst illa. Vjelarnar eru endingarlitlar. Sem dæmi má nefna, að þrisvar er búið að skipta um vjel í einum vagnanna og meiri og minni við- gerðir farið fram á hinum. Litlu „dilkvagnarnir“, sem fylgdu Skodavögnunum hafa ekki komið að ncinum r.otum. Því háttar þannig til með jafn stutta leið og milli Hafnarfjarðar og Reykjavikur, að ekki borgar sig að nota dilkana. Það myndi t. d. hafa í för með sjer að nauði synlegt væri að hafa sjerstakan afgreiðslumann i þeim. Loks eru margir viðkomustaðanna á leið- inni neðst í brekkunum. Það væri að ofgera vjelunum í vögnunum, að þurfa að taka af stað móti brekkunni með fullri hleðslu. — Við þurfum að hafa sjö vagna í umferð á dag, og hina sex sem fjelagið á, eru vara- vagnar. Það er 'óhjákvæmileg ráð stöfun eins og vagnakostur fje- lagsins er nú. Tveir vagnanna eru sænskir, báðir Scandia, annar þeirra er alveg nýr, sá sem Mbl. birti mynd af á sunnudaginn. Hinn eldri hefur reynst svo vel á þessari leið, að við imínum leggja allt kapp á að eignast ein- göngu Scania-vagna. NÝI VAGNINN Okkur þykir það vissulega i áttina að hafa nú fengiö nýjan vagn af þessari gerð, sem er tví- mælalaust besti almenningsvagn á landinu. Eftir árið á hann að hafa ekið alls um 100.000 km, en vagninn á að vera hagstæður í rekstri næstu 10—15 árin, ef ekki verða óhöpp. í þessum vagni er það m. a. nýjung að hægt er dæla um hann heitu eða köldu lofti. MiðstÖð er í honum og loks má nefna það sem ekki skiptir minnstu máli, að hemlar eru tvö- faldir og bilum í þeim báðun*: samtimis talin útilokuð. Þá er það nýjung hjer, en almennt ér-‘ lendis, að gerigið er inn í vagn- inn fyrir framan framhjóli i. —- Vagninn tekur í sæti 46 fai bega. en getur auðveldlega tekið 70—80 manns. FJÖLI ARNASTA LEIÐIN Engin leið á öllu landi .u er jafn fjölfarin og þessi sjericyfis- leið. Munu rúmlega ein mjjljón. manna ferðast árlega mcí> vögnum Landleiða. Mest er um- ferðin milli kl. fimm og sjö L daginn. Þurfa vagnarnir þá iðu- lega að fiytja um 300 manns á sama tima. — Þá hafa Landleið’ii tekið upp ferðir um Kópavogs- bvggð. Miðast þær einkum við aðt fólk komist með vögnunum tii vinnu og frá. Loks er ein ferð> um nónbil fyrir húsmæður er þær þurfa að fara i intíkaúpa- ferðir til bæjarins. Jeg tel okkur hafa tekist sænv. lega að verða við óskum við- skiptavina okkar, sagði Á'gúst að lokum. Fáar kvartanir hafa okk ur borist, en við aftur á mótiii lagt allt kapp á að verða viö sanrst gjörnum óskum. Fyrsta verkiS var að fjölga ferðunum, cn ýmis- legt fleira höfum við á prjónun- um sem reynt verður að ráðast í þegar efni og aðstæður leyfa, en* eins og stendur miðast allt við það að endurnýja vagnakostinn. Vjelsljóranámskeió á ísafirði ÍSAFIRÐI, 2. okt. — Vjelstjóra- námskeiö Fiskifjelags islands hófst á Isafirði í dag og taka 30 nemendur þátt í þessu námskeiði, Forstöðumaður námskeiösins er Guðmundur Þorvaldssön vjel- smíðameistari, en aðrir kennarar eru Sigurður Pjetursson, vjel- stjóri og Jón H. Guðmundsson, kennari. Kennsla fer fram í samkotnu- sal Vjelsmiðjunnar Þór h.f. á ísafirði. — J. Nýgerðafsnjóbílum BOMBARDIER verksmiðjurnar í Kanada, sem einar franilei<i:l snjóbíla fyrir bæði Bandaríkin og Kanada, hafa byrjað ?ramleiðsU5 á nýrri gerð snjóbíla og er myndin hjer að ofan af einum slíkum, Þeir eru einkum ætiaðir til vöruflutninga. í húsinu er pláss fvrip fjóra farþega. Bíllinn fer með 24—36 km hraða í venjulegumi akstri, en hægt er að ná allt að 60 km hraða. Þessi nýja geið snjóbíla ber 2% tonn. Þessir nýju bílar eru einkum frábrugðnir eldri gerðinni að jhvi Ieyti, að þeir eru á beltum að framan og aftan. — Snjóbeltin takaj yfir 3,87 ferm. flöt, en það hefur í för með sjer að hanm getur fars ið allra ferða sinna jafnvel í lausasnjó. ( Umboð fyrir Bombardier snjóbílana hjer hefur Orka h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.