Morgunblaðið - 03.10.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.1951, Blaðsíða 6
* MORCUNBLAÐIÐ Míövikudagur 3. október 3 P51- Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Naaðsyn að gera varpstöðvar heiðagæsarinnar að iriðlandi „Hii eiginlega löðurlaniT I SAMTALI, sem frjettaritari Mbl. í Kaupmannahöfn hefur átt við fyrrverandi ritstjóra komm- ímistablaðsins „Daily Worker“ í London, og sem birt var hjer í blaðinu í gær, er á mjög skilmerki- legan hátt gerð grein fyrir af- stöðu kommúnista til Rússlands annarsvegar og þeirra eigin ætt- landa hinsvegar. Þegar frjettaritari Mbl. spurði þennan fyrrverandi kommúnista að því, hvort hann hefði njósnað fyrir Rússa meðan hann var í flokknum, var svar hans á þessa leið: „Ekki þannig að skilja að jeg hafi stolið leynilegnjm skjölum og sent þau til Moskvu. En allir leið- togar kommúnista vestan járn- tjaldsins eru svikarar í þeim skiln- ingi, að þeir hjálpa Rússlandi og skaða sitt eigið land. Rússland er hið eiginlega föðurland þeirra. Þess er vænst af þeim, að þeir geri ailt, sem í þeirra valdi stendur til að koma Rússum að liði. Og með því að hjálpa Rússlandi styðja þeir líka kommúnismann í því landi, þar sem þeir eiga heima og starfa, hvort heldur það er í Bret- landi, á íslandi eða í Danmörku. Þetta er staðreynd, sem menn verða að veita athygli. Rjetttrú- andi kommúnistar hafa blátt á- fram samviskubit, ef þeir senda ekki Sovjetstjórninni þær upp- lýsingar, sem þeir geta aflað sjer nm pólitísk leyndarmál. Og þeiih finnst þetta ekki vera njósnir. Þessvegna eru kommúnistar langt um hættulegri en leigðir njósnar- ar“. I raun og veru þdrfa þessi ummæli ekki að koma nein- um á óvart, sem hefur áttað sig á eðli kommúnismans og starfsaðferðum formælenda hans. En það fólk, sem hef- , ur t. d. trúað þeim áróðri að kommúnistar væru hinir einu sönnu ættjarðar- vinir, sem stæðu traustan vörð um sjálfstæði og öryggi landa sinna, það fólk hcfur fengið slæma byltu. Nokkur undanfarin ár, síðan hinar vestrænu iýðræðisþjóðir gerðu sjer ljós áform Rússa og árásarhættuna, sem vofði yfir hin- um friðsömu þjóðum Vestur- Evrópu, hefur það verið uppistað- an í áróðri kommúnista um allan heim að með þátttöku í nauðsyn- legum vamarráðstöfum væru hin- ar vestrænu þjóðir að selja sjálf- stæði sitt. Takmark þeirra væri jafnframt árás á Sovjetríkin. Nú fyrir nokkrum dögum hjelt Moskvaútvarpið því jafnvel fram að tilgangurir.n með norrænni samvinnu væri stríð. Fimmtaherdeildin hjer á íslandi hefur ekki verið neinn eftirbátur flokksdeildanna í öðrum löndum í þessum efnum. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár hafa málgögn hennar sagt Islend- ingum að lýðræðisflokkamir væru ýmist búnir að selja land hennar eða væru að undirbúa „landsölu". Jafnhliða hafa kómmúnistar hjer á lardi ár og síð og alla tíð verið að nugga sjer utan í minningu ýmsra ágætustu leiðtoga islenskr- ar sjálfstæðisbaráttu. Menn eins og Jón Sigurðsson, Benedikt Sveinsson eldri o'g yngri, Hannes Úafstein, Skúli Thoroddsen og marfii*fleiri hafa engan frið haft fyrir ágangi þessa !ýðs. Þetta er svíviríilegasti skollaleikur, sem settur hef- ur verið á svið í íslenskri stjórnmálabaráttu. Það er skollaleikur vegna þess að „Rússland er hið eiginlega föðurland kommúnista" eins og Douglas Hyde, hinn fyrr- verandi ritstjóri þeirra konist að orði. Allar hollustu yfirlýsingar kommúnista hjer á landi við íslenskt sjálf stæði cru til þcss ætlaðar að vefa þeim gæru til þess að breiða yfir þýlyndi þeirra og þjónkun undir Rússa. Þess- vegna berjast þeir gegn öll- um raunhæfum ráðstöfun- i'.m til þess að vernda öryggi íslensks fólks og frelsi lands hess. Hyde bendir einnig á það í sam- tali sínu við frjettaritara Mbl. að þýðingarlaust sje að rökstyðja skoðanir sínar þegar rætt sje við kommúnista. Þeir láti sig rök- semdir engu máli skipta, sjeu með öðrum orðum „rökheldir" ef svo mætti að orði komast. Einnig hjer hjá okkur er reynsl- an þessi af kommúnistum. Það er alveg sama, hvemig lamið er ofan í hausinn á þeim með staðreynd- um, sem sanna svikræði þeirra gagnvart íslenskum hagsmunum. Þeir halda alltaf áfram að belgja sig út og tala í nafni „þjóðarinn- ar“ um öryggismál hennar enda þótt vitað sje að flokkur. þeirra sje aðeins einöngruð klíka, sem þorri þjóðarinnar hefur andstygð á. Dægurbaráttan í innan- landsstjórnmálum okkar Is- lendinga er oft hörð og ber sorglega oft vott þröngsýni og vanþroska. Sú staðreynd að allir lýðræðisflokkarnir hafa borið gæfu til samstöðu og samstarfs um utanríkis- mál okkar og öryggismál er mikið gleðiefni og lofar góðu um vaxandi stjórnmála- þroska þessarar litlu þjóðar. Glæsilegur árangur EKKI verður annað sagt en að niðurstaða hinnar norrænu sund- keppni hafi orðið mjög glæsileg fyrir okkur íslendinga, þar sem ísland hlaut nær 200 þús. stig fram yfir Finnland, sem næst gekk að stigatölu. Athýglisverðastar eru þó þær tölur, sem sýna hlutfallslega þátt töku þjóðanna í sundkeppninni. Á íslandi syndir nær 25% þjóð- arinnar 200 metrana, í Finnlandi 6%, í Danmörku 2,5% í Noregi 1% og í Svíþjóð 1,8%. Það er ekki of djúpt tekið ár- inni að þetta sje mesti íþrótta- sigur, sem íslendingar hafa unn- ið til þessa. Hann er tvímæla- laus sönnun þess að það eru ekki aðeins tiltölulega fáir af- reksmenn á sviði íþróttanna, sem framarlega standa í þessum efnum, heldur þjóðin í heild. Rúmlega 36 þúsund íslendingar tóku þátt í þessari íþróttakeppni. Svo almenn er þessi fornfræga íþrótt í landinu. Hjer lagði all- ur almenningur á íslandi fram sinn skerf til þess að gera garð- inn frægan. Við megum gjarnan vera glaðir og hreyknir af þessum sigri. Mest fagnaðarefni er þó vitneskjan um það að núlif- andi kynslóð er hraust og táp- mikil. Því fje, sem varið hef- ur verið til íþróttamála og Iieilsuræktar beíur ekki verið illa varið. Það hefur þvert á móti borið þúsundfaldan á- vöxt. 7 I — ATHÆFI það sem framið hef- ur verið í Þjórsárverum er ekki refsivert, sagði Finnur Guð- mundsson, náttúrufræðingur, er frjettamaður Mbl. kom að máli við hann í tilefni þess að frjett- ist um grimmdarverk urnin á heiðagæsum í varplöndum þeirra við Hofsjökul. — Það er ekki refsivert, vegna þess, að þegar athæfi þetta hefur verið unnið, hefur friðartími gæsa verið út- runninn. Hitt er annað mál, að sennilegt er, að þeir sem þar hafa verið að verki láti lítið á sjer bæra, því að smánarlegt er það í augum almennings að ráð- ast á ófleyga gæsarunga og fugla í sárum. Sannir veiðimenn bera svo mikla sómatilfinningu að þeir vinna ekki slík óhæfuverk. EKKI HÆGT AÐ LEYNA ÁRANGRINUM — Þegar við komum úr heiða- gæsaleiðangrinum í sumar Englendingarnir og jeg, segir Finnur, — gerðum við okkur það fyllilega ljóst, að verið gæti að einhverjir hugsuðu til að komast á þennan stað, þegar irjettist um gæsamergðina, sem þar er. Ræddum við um það okkar í milli, hvort óhætt myndi að segja frá þessu án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar. Við komumst að þeirri niður- stöðu, að það væri ekki hægt að leyna neinu. Það yrði.hvort sem er ekki komist hjá því fyrr eða síðar að segja frá árangrinum af vísindalegum leiðangri. Þá var og annað, sem gerði það að verk um, að við óttuðumst ekki svo mjög, að þetta hefði alvarlegar afleiðingar í för með sjer. Það var, að þarna er ekki hægt að valda miklum spjöllum nema fyrir hóp ríðandi manna. — En er ekki hægt að komast að Þjórsárverum í bifreið? — Jú, það mun vera hægt með sjerstaklega útbúnum bifreiðum að komast að Hnífá, eða í neðsta verið. En annars er bílfæri svo iakmarkað þarna og ekki er hægt fyrir fótgangandi menn að smala gæsunum saman, svo að þeim verður ekki náð með öðru móti en að skjóta þær. NÚGILDANDI IRIÐUNARLÖG MIÐUÐ VIÐ ERLENDA STAÐHÆTTI — Já, og eftir fregnum, sem borist hafa með gangnamönnum | úr Gnúpverjahreppi, þá virðist sem einhverjir hafi reynt það. En hvernig er háttað friðun gæsa? — Skv. núgildandi friðunarlög um, hefst veiðitími gæsa og anda hjer á landi 1. ágúst. En þessi ákvæði eru algtrlega úrelt og hafa raunar jafnan verið, því að dagsetningin 1. ágúst er í sam- ræmi við erlend lög og því mið- uð við staðhætti erlendis. — Eru ungar þessara fugla þá yfirleitt ekki orðnir fleygir hjer á landi? — Þeir verða almennt ekki fleygir hjer á landi fyrr en um eða eftir 20. ágúst og allt fram að miðjum ágúst eru sumir full- orðnu fuglarnir í sárum og ó- fleygir. Ög jeg álít, að veiðigarp- arnir hafi ráðist inn á varplönd- in eftir að núgildandi friðunar- tími var úti, en áður en ungar voru flognir úr hreiðrinu. Lýsir það heldur lítilli veiðimenningu. FRUMVARP TIL LAGA UM FRIÐUN FUGLA — Finnst yður núgildandi frið- unarákvæði þá fullnægjandi? — Nei, langt í frá. Verður líka reynt úr því að bæta. Nú þegar þing hefur komið saman verður borið fram stjórnarfrumvarp til laga um fuglaveiðar og fugla- friðun, þar sem gert er ráð fyrir að gæsir og endur sjeu friðaðar til 20. ágúst. Ef þetta ákvæði i nýja lagafrumvarpinu nær fram að ganga, þá yrði það mikil vernd fyrir gæsavarpið við Hofs- jökul. — En, segir Finnur, jafnvel þó þetta nýja lagafrumvarp veroi samþykkt, kemur það ekki í veg Gréðursæli bleffur, sem annars er í hæffu Sðmfal viS Finn GuSmundssonr náffúruíræéing fyrir að mönnum sje leyfilegt að fara þangað upp úr, eftir að veiði tími hefst 20. ágúst. GRÓÐUR OG DÝRALÍF í HÆTTU — Viljið þjer þá láta friða þar lengur? — Þjórsárverin eru mjög merkilegt svæði náttúrufræðilega sjeð. Þar eru stærstu varpstöðv- j ar Heiðagæsarinnar í Evrópu og' auk þess er staðurinn annálaður j vegna óvenjulegrar gróðursæld- ar. En þetta tvennt á staðurinn því að þakka, hve einangraður hann hefur verið. Heiðagæsin hefur leitað þar athvarfs, því að þar hefur íiún verið í friði fjarri mannaferðum, Gróðurinn hefur sömuleiðis fengið að vera þar ó- skertur, því að það er ekki fyrr en á síðustu áratugum, sem sauð-! fje hefur fundið leiðina þangað. Fjárbeitin á þessu svæði síðustu ár, þó hún hafi ekki verið mikil,1 hefur m. a. haft þau áhrif að hinn mikli og annálaði hvann gróður hefur næstum verið upp rættur með öllu. VILL, AÐ ÞJÓRSÁRVER VERÐI FRIÐLAND — Svo að þjer teljið að ef svæðið verður ekki friðað bet- ur, þá muni ekki líða á löngu þar til gróðri og dýralífi hefur hrakað svo mjög að svæðið verði veiðimönnum til lítils gamans og komi að litlu gagni til sauðbeit- ar? — Jeg er hræddur um að svo gæti farið. Þess vegna er það uppástunga mín að þetta aðal- varpsvæði heiðagæsarinnar verði gert að friðlandi á sama hátt og Þingveliir. Þar þyrfti að banna gæsaveiðar með öllu. Og hváð sauðbeit viðvíkur er einmitt nú tækifæri til að friða svæðið, því að þegar nýr fjárstofn kemur í uppsveitir Árnessýslu, þá mun hann ekki finna þetta svæði, nema hann sje beinlínis rekinn þangað upp eftir. Því að Fjórð- ungssandur sem er alger hag- leysa skilur það frá aðalafrjett- unum, segir Finnur Guðmunds- son að lokum. Þ. Th. Velvakandi skriíar: ÚR DAGLEGA LÍFINV Öllu er safnað SUMIR safna frímerkjum aðrir heiðursmerkjum. Líka eru þeir til, sem viða að sjer skotvopnum, baukum, tómum eldspýtustokk- um eða höfuðfötum að ógleymd- um reykjarpípum og peningum. Öllu má safna, en söfnunar- ástríðan hefir óvíða komið eins hart niður og á bókunum. Bóka- ormamir safna allt árið, en þó má segja, að þeir færist í aukana með haustinu. Nautn bókaormsins YFIR kaffibollunum skeggræða þeir um gamla skræðu, sem kunningi hefir krækt í. Hvort sem þeir eru úti eða inni skima þeir í kringum sig eins og í leit að bráð. 1 Keppnin er hörð, og ástríðan þung, jhvort tveggja leggst á þá með ofurmætti, svo að hugurinn er ríg- bundinn við söfnunina. Það er ekki aðalatriðið að lesa bókina, heldur að komast yfir hana, fara um hana fingrum, hnusa að henni, gera gælur við hana og dást að henni við kunningjana og með sjálfum sjer. Safnendurnir fara á stúfana l|7'NGIR kynnast bókaormunum I Ei betur en svo kallaðir forn- bóksalar, sjálfir eru þeir lika oft , haldnir náttúru bókaormsins. Und l ir eins og bókin er seld upp í bóka- búðunum, eykst eftirspurnin eft- ir henni í fornbóksölunni ef hún er eftir íslenskan höfund. Annars eru engar fastar reglur um verð og eftirspurn bóka, sem gengið hafa upp. Flestir safna ljóðabókum BÓKASAFNENDURNIR sækj- ast um þessar mundir mest eftir ritum Laxness, 1. útgáfunni. Leit þeirra að einstökum heftum, sem þá vantar í gömul tímarit er j líka áköf. En það er annars með marg- víslegum hætti, sem hver og einn 1 safnar. Flestir virðast leggja'fyr- j ir sig söfnun ljóðabóka, þó að nýj- ar Ijóðabækur seljist allra bóka 1 verst. Margir safnr. rímum Ög þjóð . sögum áðri leiktíí urn, Söfnun skáldsagna er líkt. geysi.mikil. Ýmsir tafna fleiri rn einuri þess- ara fl ka eðu þá eirhverjum öðr- ’un M'. :",gir £ afna rkum höfunda í 1 d, hvert sem efnið er. Minna framboð en eftirspurn AÐ er segin saga, að þessar bækur, sem safnendur eru fíknir í, eru rifnar út jafnóðum’ og fornbóksalinn fær þær, fram- boðið er miklu minna en eftir- spumin. En það er ef til vill ekki nema svona ein eða tvær bækur eftirsóknarverðar af hverjum 20, sem fornbóksalinn fær, hitt er rusl, sem verður að fljóta með, en selst illa. f : Állir sama marki brenndir IREYKJAVlK eru nú einir 7 fornbóksalar, en bókaormarnir skipta þúsundum. Margt eru það efnaðir menn, sem munar ekki um að snara út 200 til 300 krónum fyrir rykfallna skræðu, aðrir eru snauðir eins og gengur. En öllum er þeim sameiginlegt, að með gamla, sjaldgæfa bók í höndunum verða þeir meyrir og hátíðlegir, hjer um bil umkomulausir eins og lítil böm í ókunnu húsi. i „Og alltaf er verið að byggja“ / ÞAÐ er nú svo langt síðan menn hættu að koma sjer upp húsi, reisa eða smíða þau, að hjeðan í frá nálgast það hjegóma að finna að því, þó að menn byggi þau. Enn er þó ekki um seinan að bjarga öðrum skika móðurmálsiíis frá þessari útlendu drepsótt. Þeir kíma ennþá sveitakarlarnir, þeg- ar blöðin og kaupstaðabúar tala um að byggja girðingar eða flug- velli eða vegi í stað þess að leggja þá. Orðið brúarsmíði er líka svo algengt í málinu, að ekki er ó- hugsandi að fá megi almenning til að smiða brýr í stað þess að byggja þær að dönskum sið. I Ásjóna lifandi máls INNRÁS sagnarinnar að byggja er Ijóst merki þess að menn nenna ekki að heyja sjer orðaforða nje vanda orðaval sitt, heldur grípa til erlendra orðn með fjöl- mörgum þokukenndum merking- um. Það má segja, að hausinn sje á sínum stað, en ásjónuna vanta’r. Vísast tölum 'við eftir' nokkur ár um hala á htmdum, köttum, hestum, kindum, fiskum, hænsn- 'um og floiri dýrum. Þykir þá ó- þarfaprjál að kalla hann rófu, skott, stert eða tagl, dyndil stjel og sporð. _ j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.