Morgunblaðið - 03.10.1951, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1951, Blaðsíða 1
j 38- árgangur, 225. tbl. — Miðvikudagur 3. október 1951 Prentsmiðja Morgunblaðsíns. J i Járnbrauiðrsiys í Breliandi Á föstudaginn var varð járnbrautarslys í Bretlandi, þegar hrað- lestin milli Liverpool og Lundúna fór út af sporinu. Ók hún með 100 km hraða. í lestinni voru um 700 manns, og fórust 11, en 50 særðust hættulega. Þegar lestin kom út úr jarðgöngum í grennd við Rugby, steyptist eimreiðin niður brekku og dró 10 vagna á eftir sjer. Úmmæii Bradieys: Her S.K gefur hrakið évinaherina úr Kóreu Er 8. herínn tilbúinn iil stórséknar! Einkaskeyti tii Mbl. frá Reuter—NTB TOKIO, 2. okt. — Omar Bradley, yfirmaður herráðs Bandaríkj- anna, kom í dag til Tokio ásamt Ridgway yfirhershöfðingja, en þeir hafa verið í 2 daga heimsókn á Kóreuvígstöðvunum. Við komuna til Tokio vildi Bradley ekkert láta uppi um það hver væri tilgangurinn með heimsókn hans til vígstöðvanna. -------------------------------- ' ER 8. HERINN i REIÐUBÚINN? Bradley hjelt því hinsveg- ar fram, að liðstyrkur S. Þ. í Kóreu væri nú orðinn svo öflugur, að hann gæti hvenær sem er rekið kommúnistaher- inn úr landinu. — Líta frjetta „ menn á þessa yfirlýsingu sem sönnun þess að 8. herinn sje nú reiðubúinn að hefja stór- sókn. FLÝTA SJER IIÆGT Herráðsforinginn vildi í sam- tali sínu við frjettamenn sem minnst minnast á vopnahljes- viðræðurnar, en sagði þó að báðir aðiljar yrðu að njóta sömu rjettinda. Fimm dagar eru nú liðnir síð- an Ridgway bar fram tillögu sína um nýjan fundarstað en ekkert bólar á svari kommúnista. Hef- ur ekki í annan tíma liðið svo langur tími milli orðsendinga deiluaðilja. Útvarpið í Peking heldur enn áfram sleitulaust að þylja margskonar ákærur á hend Ur S. Þ. og Bandaríkjamönnum. SÍÐUSTU FRJETTIR i ^ Seint í gærkvöldi rauf P, Pekingútvarpið loks þögnina um tiilögu Ridgways um nýj- an fundarstað. Ekkert svar flutti útvarpið þó við tillög- . unni. Vilja fara flugleiðis BRESKU olíuiðnaðarmennirnir í Abadan hafa sent bresku stjórn- inni tilmæli um að verða fluttir flugleiðis á brott en ekki með skipum eins og stjórnin hafði ákveðið. Styðja þeir þessa kröfu sína .með því að það sje þeim óverðugt að vera fluttir á olíu- prömmum út í herskipin. Brottflutningur þeirra fer fram á morgun. — Reuter—NTB. Ælla að hlýða reglunum PARlS — Leigubílstjórar í Párís hafa hótað yfirvöldunum, að þeir muni frá og með 5. okt. hlýða settum umferðarreglum. — Er þetta næsta uggvænleg hót- un, þar eð víst er talið, að slik löghlýðni muni leiða algert um- ferðaröngþveiti yfir helstu um- ferðargötur Parísarborgar. Orsök þess, er sú ákvörðun, að bílstjórar skuli ganga undir læknisskoðun, til að tryggja hæfni þeirra til bíl- etjórnar. Hæstn fjárlagafnimvarp, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi Einsdæmi í sögunni ; ★ LIVERPOOL, 2. okt. — 1 kosn- ingaræðu í dag, ræddi Chur- chill um olíudeilu Breta og Persa. Sakaði hann verka- mannaflokksstjórnina um að hafa flúið frá olíusvæðunum. ★ Hann sagðist ekki minnast jafn óákveðínna forráðamanna heill ar þjóðar, er um væri að ræða jafn afdrifaríka spurningu og þá, hvort senda ætti herlið til að vernda rjett og eigur Breta. Breska stjórnin væri margsinnis búin að skifta um skoðun í málinu. ★ Hann kvað íhaldsmenn hafa sagt verkamannaflokknum til um stefnu í utanríkismálum, en henni hefði verið framfylgt svo sorglega klaufalega, að flest af því, sem hægt hefði verið að vinna á, hefði verið kastað fyrir borð. ★ Bretar gengu til samstarfs við Bandaríkjamenn um varðveislu friðarins, en samtímis. gagn- rýndi stjórnin stefnu Banda- ríkjamanna svo að Bandaríkja menn hefðu misst allt álit á Bretum. ★ Churchill kom víðar við og tætti sundur stefnu og gerðir bresku verkamannaflokks- stjórnarinnar. Utborganir á sjóðsylirliti nær 360 millj. króna FRUMVARP til fjárlaga fyrir árið 1952 var lagt fyrir Alþingi í gær. Samkvæmt því er gert ráð fyrir á rekstraryfirliti að tekjur ríkissjóðs það ár verði 357,9 miij. kr. og rekstrarafgangur 43,3 millj. kr. — Á sjóðsyfirliti eru innborganir 363,9 millj. kr. og greiðsla- jöfnuður hagstæður um 4,1 milij. kr. Þetta er hæsta fjárlagafrumvarp, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. Til samanburðar má geta þess að á fjárlögum yfirstandandi árs eru tekjur á rekstraryfirliti áætlaðar 297,9 millj. kr. og rekstrar- afgangur 36,9 millj. kr. Á sjóðsyfirliti eru innborganir 303,9 millj. kr. og greiðslujöfn- uður hagstæður um 1,3 millj. kr. ■^TEKJUHLIÐIN Kol og oiía í Kína HONG KONG — Frjettaþjón- ustá kínverska kommúnista hefur upplýst, að fundist hafi víðáttu- miklar kolanámur og olíulindir í norðvestur Kína. . Frá 1. nóv. WASHINGTON 2. okt. — Tru- man forseti gaf í dag út þá skipan að öll rjettindi Tjekkóslóvakíu til verslunar í Bandaríkjunum skyldu afnumin hinn 1. nóvem- ber. Lík ákvæði eru þegar í gildi hvað snertir Bulgaríu, Rúmeníu og 13 önnur kommúnistisk lönd víðsvegar í heiminum. — Reuter—NTB. Uppreisnarmaðurinn sigraoi SCARBOURGH, 2. okt. — „Uppreisnarmaðurinn“ í verka- mannaflokknum breska, Aneurin Bevan, steig í dag sitt lengsta skref í áttina að æðsta valdastól flokksins, er hann og áhangend- ur hans unnu mikinn sigur í kosn ingum til miðstjórnar flokksins. Bevan sagði sig, sem kunnugt er, úr stjórninni vegna ágrein- ings varðandi endurvígbúnaðinn. Shinwell landvarnarráðherra, á- kafasti stuðningsmaður endur- vígbúnaðarins, fjell hinsvegar í dag í kosningunum til miðstjórn- arinnar. Talið er nú að Bevan hafi hug á að taka að sjer stjórn flokksins og verða forsætis- ráðherra, vinni Verkamanna- flokkurinn kosningarnar er standa fyrir dyrum. NTB—Reuter. Skógareldur MELBOURNE, 2. 'okt. — í Queensland fylki í Ástralíu er nú barist við gífurlega skógai-- elda, þá mestu sem um getur í sögu fylkisins. Eandarísk miðlunar- tillaga í oláudeilunni Gerl er ráð Syrir persneskri sljórn hreinsunar- stöðvanna en hreskum oh'uiðnaðarsjerfræðingum Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB NEW YORK, 2. okt. — Fulltrúar Bandaríkjamanna á þingi S. Þ. ræddu í dag við aðra meðlimi Öryggisráðsins um miðlunártillögu í olíudeilu Breta og Persa. VILJA MIÐLUN Eftir fund þennan skýrði tals- maður svo frá að skýrt hefði komið í ljós á fundi ráðsins á mánudagskvöld að yfirlýsingar- tillaga Breta myndi ekki hljóta nægilegan stuðning og að Banda- ríkjamenn vildu því beita sjer fyrir miðlun í málinu. FYRIRKOMULAGIÐ Benda líkur tii þess að með- limir Öryggisráðsins tilnefni sjerstakan fulltrúa sinn sem ræði við deiluaðila um mögu- lega sætt. Er sætt þessi byggð á áætlun, sem rædd verður innan vjebanda S. Þ. Þar mun svo ráð fyrir gert, að hreinsunarstöðvarnar í Aba- dan verði undir persneskri stjórn en við þær vinni bresk- ir sjerfræðingar undir stjórn hlutlauss manns. Hæstu tekjuliðir frumvarpsins eru skattar og tollar. Nema þeir samtals 270.8 milj. kr. Þar af er tekju- og eignarskattur áætlaður 41 milj. kr. og er það 6 milj. kr. hærra en í núgildandi fjárlög- um. Hluti ríkissjóðs af stríðs- gróðaskatti er áætlaður 1.5 millj. kr. og er það 0,5 millj. kr. hærra en í fjárlögum. Verðtollur er áætlaður 93 millj. kr. en var 73 millj. kr. Söluskattur er áætlað- ur 77 millj, kr. en var á fjárlög- um þessa árs áætlaður 55 millj. kr. I athugasemdum við frum- varpið nú er talið að söluskatt ur muni á þessu ári verða rúm ar 80 millj. kr. Þá er rekstrarhagnaður Land simans áætlaður 3.9 millj kr., Áfengisverslunarinnar 53 millj. kr. og Tóbakseinkasöl- unnar 26 millj. kr. j nELSTU GJALDALIÐIR Helstu gjaldaliðir eru þessir: Kostnaður við ríkisstjórnina, ráðuneytin, ríkisbókhaldið, hag- stofuna og utanríkismálin er áætl aður 10.9 millj. kr„ dómgæslu og lögreglustjórn 21.6 millj. kr., pinbert eftirlit 1,6 millj. kr., kostnaður vegna innheimtu tolla; og skatta 2,2 millj. kr. Til læknaskipunar og heilbrigS ismála eru veittar 24.5 millj. kr., til vegamála samtals 32.1 millj. kr„ þar af 8.1 millj. kr. til nýrra akvega og 17,5 millj. kr. til við- halds. Til samgangna á sjó og ferða- skrifstofu ríkisins eru veittar 4,5 millj. kr„ til vitamála og hafnar- gerða 9.4 millj. kr„ til flugmála 3.6 millj. kr. Til kirkjumála eru veittar 5.5 millj. kr„ kennslumála, íþrótta- mála og ýmsrar menningarstarf- semi 50,3 millj. kr. Til bókmennta, lista og vísinda eru veittar 3.7 millj. kr. og tii ýmissa rannsókna í opinbera þágu 5,6 millj. kr. Til landbúnaðarmála eru veitt- ar 36,9 millj. kr„ sjávarútvegs- mála 4,7 millj. kr„ iðnaðarmála 1 millj. kr. og raforkumála, jarð- borana og gufuvirkjanarrann- sókna 5,1 millj. kr. Til fjelagsmála eru veittar 38,2 millj. kr. Til styrktarfjár, lögboðinna og ólögboðinni eftirlauna o. fl. em veittar 10.4 millj. kr. Til dýrtíðarráðstafana eru veitt ar 25 millj. kr. og óvíss útgjöld eru áætluð 1.5 millj. kr. Framh. á bls. 2s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.