Morgunblaðið - 21.10.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.10.1943, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. okt. 1943 Leikarar gera ályktanir í þfóðleikhúsmálinu ÞAÐ VAR mikil gleðifregn, er ríkisstjórnin tilkynti endur- heimt þjóðleikluissins, og þá ekki síst fyrir þá, er áhuga hafa á leiklístarmálum vorum. Fjelag íslenskra leikara boð aði til fundar þann 9. okt. s.l. og var þjóðleikhúsmáliS' til um rœðu á fundmum. Formaður Fjelags íslenskra leikara, Þorsteinn 0. Stephen- sen, boðaði blaðamenn á fund sinn í gær. “Skýrði hann frá því, að á fundinum hefði verið samþykt að senda ályktanir til Al})ingis Um þjóðleikhúsmál ið. 1 þeirri ályktun segir m. a.: Fundur haldinn í Fjelagi ís- lenskra leikara þann 9. okt. 1943 fagnar ginhuga tiikynn- ingu ríkisstjórnarinnar um endurheimt þjóðleikhúsbygg- ingarinnar, sem treysta má að verði fullgerð á næstunni, í samræmi við yfirlýstan vilja Alþingis og aðgerðir i'íkis- Stjórnarinnar í málinu. Á undanförnum árum hafa leikarar hjer í bæ hugsað mik- ið um og rætt framtíðarfyrir- komulag þjóðleikhússins, og hversu þeir mundu hugsa sjer það haganlegast og líklegast til árangurs. Þar sem nú má þess vænta, að Alþingi láti bráðlega þessi mál til sín taka, telur Fjelag íslenskra leikara, sem hefir innan sinna vjebanda svo til alla starfandi leikkrafta bæjarins, rjett og eðlilegt, að alþingismenn kynnist viðhorfi þeirra manna, er að leiklist hafa starfað og kunnastir eru þéssum málum af eigin raun. Kemur þá fyrst til greina stjórnarfyrirkomulag leikhúss- ins. Um það hefir Fjelag ís- lenskra leikara eftirfarandi tillögur fram að bera: Að aðskilin verði listræn starfsemi stofnunarinnar frá öðrum rekstri hennar, þannig: 1) Alþingi eða ríkisstjórn ráði framkvæmdastjóra, er hafi með höndum fjár- reiður leikhússins og fram kvæmdir, er þar að lúta. 2) Að kosið verði fimm manna leikhúsráð, er stjórni listrænu starfi j leikhússins. I ráð þetta skulu starfandi leikarar við leikhúsið velja þrjá menn úr sínum hópi. Rík- isstjórn einn mann, er hafi áhuga og þekkingu á leiklist og leitbókment- um. Auk þess eigi fram- kvæmdastjóri sæti í ráð- inu. Leikhúsráð kjósi síðan formann, er hafi á hendi allar framkvæmdir list- ræns eðlis. Svo sem hjer er mi málum háttað teljum vjer, að fyrir- komulag sem þetta mætti vel fara, enda hefir það víða ver- ið reynt og gefist vel. Ætt'i með þessu að mega tryggja það, að fjármálastjórn leik- hússins og listræn stjórn þess verði í höndum hæfustu manna, sem völ er á, en sam- starf þessara aðila þó mjög náið eins og sjálfsagt er. Annað meginátriði varðandi rekstur leikhússins er ráðning fa(stra leikara. Teljum vjer nauðsynlegt, að fyrst í stað verði ráðnir fimtán leikarar: Níu karlmenn og sex konur. Með fimtán fastráðnum leik- urnm ætti að mega halda uppi hindrunarlausu starfi við æf- ingar og annan undirbúning leiksýninga. — Leiksýningar, kenslu leikaraefna o. fl., í stuttu máli starfa markvíst og einhuga að því að gera þjóð- leikhúsið að þeirri menningar- miðstöð, sem allir góðir menn óska að það verði. Að svo komnu máli sjáum vjer ekki ástæðu til að g'era ít- arlegar tillögur um einstök at- riði varðandi rekstur leikhúss- ins, svo sem ráðning fastra leikara, enda yrði það, meðal annars, hlutverk væntanlegs leikhúsráðs. I samwæmi við ályktun gerða á framhaldsáðalfundi Leikfje- lags Reykjavíkur þann 3. okt. 1943, beinum vjer þeirri áslfPr- un til Alþingis, að það nfi þeg- ar skipi fimm manna milli- þinganefnd, er leggi fyrir næsta Alþingi ákveðnar tillög- ur um stjórnarfyrirkomulag og rekstur þjóðleikhússins, og eigi Fjelag íslenskra leikara tvo fulltrúa í þeirri nefnd, en Leikfjelag Reykjavíkur einn. Leikhúsráð verði síðan mjrnd- að, eigi síðar en á hausti kom- anda. Fallist Alþingi á ofangreind ar tillögur vorar, leggjum vjer það til, að fulltrúar leikara í væntanlegu leikhúsráði verði að þessu sinni kosnir af Fjelagi íslenskra leikara. Framhald á bls. 12 Hlutavella Lands- málafjelagslns Varðar STJÓRN landsmálafjelags- ins „Varðar“ hefir ákveðið að halda hlutaveltu í Listamanna skálanum sunnudaginn 24. þ. m. til ágóða fyrir fjelagsstarf- semina. Stjórnin óskar að gera þessa hlutaveltu svo glæsilega, að hún vérði fjelag- inu til sóma livað frágang snertir og fjelaginu fjárhags- leg lyftistöng, er skapi því möguleika til eflingar fjelags- starfseminnar, er svo megi verða til þess að vinna aö framgangi Sjálfstæðisflokksins í bænum. Stjórn „Varðar“ heitir því á álla fjelagsmenn og aðra góða Sjálfstæðismenn að ljá þessu málefni lið og gefa mnni á hlutaveltuna og koma þeim á skrifstofu „Varðar“ í húsi Sjálfstæðisflokksins, Thorvald sensstræti 2, helst í kvöld, eða í síðasta lagi á nvorgun. Þeir, sem eiga óhægt með að senda munina, gjöri svo vel að hringja á skrifstofu Varðar- fjelagsins, sími 2339, og verð- ur þá munanna vitjað. Okkur vantar mikið af sjálf boðaliðum öll næstu kvöld til að vinna á flokksskrifstofunni til undirbúnings. Á laugardag inn við að koma mununum fyrir og á sunnudaginn við margþætt störf við hlutavelt- una. Gjörið svo vel að ljá okkur aðstoð og síma á skrifstofu „Varðar“, sími 2339, og til- kynna þátttöku yðar við störf- in, hvað þjer viljið vinna og hvenær. Munið, að margar hendur vinna ljett verk, og komum nú öll til starfa. F. h. stjórnar Landsmálafjel. „Varðar“, Eyjólfur Jóhannsson. MATVÆLI FRÁ N. V. AFRÍKU London í gærkveldi. Tilkynnnt hefir nú verið, jað bandamenn sjeu famir að fá allmikið af matvæl- nm frá Norðvestur-Afríku. löndumt- Frakka, og er á- litið að framhald muni vetðía á flutningum þessum. Reuter. — Fyriræltanir Þjóðverja Framh. af bls. 7. að auka á misklíð milli and- stæðinga sinna. Það, sem þeim myndi þykja mest í varið, væri sjerfriður við Rússa, og þótt litlar líkur sjeu kannske fyrir því að slíkt takist, þá munu Þjóð- verjar aldrei sleppa augum af möguleika þessum. Þjóð- verjar munu heldur ekki láta sjer það fyrir brjósti brenna, þótt sundrung kunni að koma upp meðaí fylgi- þjóða þeirra, ef þeir ná þessu takmarki sínu, og einnig munu þeir í ysþu æs- ar notfæra sjer misklíð milli hinna smærri fylgjenda bandamanna, svo sem Jugo- slafa ög Grikkja. Þjóðverjar hafa haft ágætan árangur á þessu ári í áróðri sínum, og hjálpuðu blöð bandamanna þeim þar óafvitandi, t. d. með því að hró§a vopnum eins og 88 mm. fallbyssunni. Allan ’ stríðstímann hafa Þjóðverjar verið að tala um leynivopn áður en þau voru tekin til notkunar, og mun þetta fyrst og fremst hafa verið til þess ætlað að skapa óhug meðal bandamanna. Þessu og fleiru verður vafa- laust haldið áfram. Alt sem getur gert menn í herbúð- um andstæðinganna þreytta og leiða á stríðinu, verður notað. Þá munu Þjóðverjar leggja fast að bandamönn- um sínum að veita sjer all- an mögulegan styrk, og má verða að hin hörðu tök, sem þeir hafa sýnt í Ítalíu, sjeu viðvörun til annara sam- herja þeirra. Þjóðverjar hafa að vísu gert skyssur í áróðri sínum, en upp á síð- kastið mun þeim hafa sýnst að hjer þyrfti samræmingar við, og henni hafa þeir náð mjög vel- Ef vjer látum ekkert trufla oss í ásetningi vor- um um sigur, og látum eng- an bilbug á oss finna, þótt örlögin sýnist hallkvæm ó- vinunum, eins og t. d. virt- ist, er verkföllin brutust út hjer í Bretlandi nýlega, þá mun hinn þýski áróður held ur engan árangur bera. Um úrslit í stríðinu getur eng- inn vafi verið lengur, nema bandamenn afsali sjer fvrir sundrung og kaufaskap því frumkvæði, sem þeir hafa náð. Jeg hefi hjer lýst stefnu Þjóðverja greinilega, af á- settu ráði, en mjer dettur ekki eitt augnablik í hug að þeim takist áform sín. Og færi þó svo, þá væri það ekki að þakka Þjóðverj ’m, heldur glópsku vorri um að kenna. NáttúrufræðifjelagiS heldur samkomu á mánudaginn kem- ur í 1. kenslustofu Háskólans. Þar flytur Finnur Guðmunds- son erindi ineð skuggamýndúm um hnegg hrossagauksins. Framtíðar- atvlnsia Ungur maður sem hefir verslunarskóla eða aðra hliðstæða mentun og sem vill læra vátryggingarviðskifti, getur komist að hjá vátryggingarfjelagi nú þegar. Aðeins dug- legur og reglusamur maður kemur til greina. Umsóknir ásamt afrit af meðmælum og nánari upplýsingum sendist afgreiðslu Morg- unblaðsins fyrir 28. október n. k., merkt ,.FRAMTÍГ. I ¥ I I I f f | ? v * * I Bill raknar úr rotinu og man eftir því að hann hafði leita að útgöngudyrum. • fyrir ofan. Leikstjórinn kal ar á leikkonurnar og komið til að taka Litla corporal fastan. Hann fer að Á me'ðan eru leikararnir að æfa sig á leiksviðinu segir þeim að byrja að æfa s>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.