Morgunblaðið - 21.10.1943, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.10.1943, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. okt. 1943 :4 • * — Frá umræðunum á Alþingi Framh. af bls. 2. halda fram, að Ólafur og Jakob hefðu átt að borga, en að skuldbinda Sjálfstæð isflokkinn undir öllum kringumstæðum til þess að snúast gegn sínu stóra á- hugamáli í hvaða formi, er það væri borið fram. — Þá sýndi Ólafur Thors fram á, að öll vitnaleiðsla Eysteins Jónssonar væri að því levti honum gagnslaus, að jafn- vel þótt þau vitni væru sönn, bæru þau ekki ann- að en það, að þeir Jakob og Ólafur hefði ekki ætlast til að Sjálfstæðisflokkurinn tæki málið upp á Alþingi 1942, en það væri einnig í fullu samræmi við það, er Ólafur Thors hefði lýst yfir í ræðu sinni. Varðandi vitn isburð Arna Jónssonar sjer staklega, sagði Ólafur, að það hefðu e. t- v. sumir þing menn veitt því eftirtekt, að hann hefði ekki lagt hönd að verki um það, að gera veg Árna frá Múla minni eftir að samstarf þeirra rofn aði. Hann mundi heldur ekki reyna það að þessu sinni. Óskaði hann Eysteini Jónssyni til hamingju með þetta sterka vitni hans í málinu, en taldi að hæpið væri fyrir Eystein að halda að hann gæti vítt Ólaf eða gert sjálfan sig mikinn með því að leita vitnisburðar í brostin'ni pólitískri vináttu Árna frá Múla og Ólafs Thors. Varðandi þau um- mæli, sem Eysteinn Jóns- son hafði vitnað til og haft eftir Ólafi um að Fram- sóknarmenn hefðu haft rök studda ástæðu til að ætla, að kjördæmamálið næði ekki fram að ganga á árinu 1942, sagði Ólafur, að einn- ig þau væru í fullu sam- ræmi við það, sem hann hefði sagt í sinni frumræðu, því þar hefði hann að sjálf- sögðu átt við, að hvorki Sjálfstæðismenn eða Fram- sóknarmenn hefðu ástæðu til að ælta, að þetta mál næði fram að ganga, þar sem vitað var, að Sjálfstæð- isflokkurinn mundi aldrei ganga inn á stefnu Alþýðu- flokksins, en Alþýðuflokk- urinn hafði ekki á undan- förnum árum hvikað heitt frá þeirri stefnu að gera landið eitt kjördæmi og allt af staðið gegn lausn Sjálf- stæðismanna á því máli. Næstur talaði Finnur Jónsson, og gerði tilraun til að gera sig stóran á því, að sannað væri að Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn hefði verið að versla um þessi mál og sjer staklega þótti honum hneykslanlegt, að þetta skyldi hafa verið um kjör- dæmamálið. Eysteinn Jónsson mælti loks nokkur orð og svaraði Finni Jónssyni því, að það sæti síst á honum, að vera að gera sig breiðan og dig- urbarkalegan með því, að samið hefði verið um kjör- dæmamálið, því að það væri öllum vitanlegt, að 1928 til 1931 og 1934 til 1937 hefði Alþýðuflokkurinn stutt Framsóknarstjórnina eða verið í stjórn með Fram- sóknarmönnum með því beina loforði, að hreyfa ekki kjördæmamálinu. Þá endurtók hann að nýju sumar fullyrðingar sínar. KJÓLAR teknir upp í dag. Verð frá 94,50 krónum. Tízlcnn Laugaveg 17. SPAÐKJÖT Með næstu ferðum fáum vjer úrvals spað- kjöt í heilum og hálfum tunnum. m. a. úr þessum hjeruðum: Af Barðaströnd, úr Strandasýslu, Norður- Þingeyjarsýslu, Borgarfirði eystra og Jök- uldal, Breiðdalsvík, Djúpavogi og Hornafirði. Tetið við pöntunum í síma 1080. Afgreitt með -stuttum fyrirvara. Samband ísl. samvinnufjelaga Skýringor á leiðbeiningum frá RafmagnsveiSu Reykjavíkur Stækkun stöðvairinnar við Ljósafoss hefir seinkað nokkuð frá því sem gert var ráð fyrir, af óviðráðian- legum ástæðum. Aftur á móti hefir álag- ið aukist á stöðvunum frá því í fyrraí vegna nýbygg- inga iðnaðarfyrirtækja, sem sett hafa verið upp, Þetta orsakar að erfið- leikar eru nú miklir á að skaffa notendum á orku- svæði Rafmagsveitu Reykja víku^ næga raforku, þar til stækkun stöðvarinnar við Ljósafoss er búin. Tek. ið hefir því verið upp aft- ur skoðun í húsum, hvort rafmagsnofnar eru not- aðir frá kl. 10,45 til 12 og leiðir sú skoðun í ljós, að nokkuð er gert að því enn- þá sjerstaklega í verslun. um og skrifstofum, einnig í smá iðnaði. , Það er mjög mikilsverð- andi, að bann Bæjjarstjórn- ar Reykjavíkur, um ofna- notkun á þessum tíma, sje hlýtt til hins ítrasta. Þá hefir Bæjarráð Reykja víkur samþykt að senda öllum rpfmagnsnotendum í Reykjavík og nágrenni hennar reglur, um hvernig notendum sje best að haga j-afmagsnotkun sinni, með_ an ástand það varir, sem nú er, svo þeim verði sem best not af raftækjunum, og er nú þegar búið að senda þær til flestra raf- magnsnotendt og verða þær sendar til allra notenda í Reykjavík. Reglur þessar miða allar að því að fá hafmagnsnot- kunina minkaða á tímabil inu frá kl. 10 — 12. Að sp.ennan hefir lækkað að kvöldinu stiafar að mestu leyti af vatnsskorti í Ell. iðaánum, sem hefir nú lag ast í bili. Vjer viljum nú í stuttu máli skýra áður nefndar reglur fyrir notendum: Fyrstia atriði í reglunum er að taka alla rafmags- hitur((arofna új- Sambandi frá kl. 10 til 12. Við það að taka ofnana úr sam_ bandi ljettir álagið á lín- unum svo meiri orka verður á suðuvjelum, hreyfivjeL um og ljósum. Eins og áður er sagt, þá er bannað að notia ofna frá kl. 10,45 til 12. Annað atriðið er dreyf- ing matsuðunmar á tíman frá kl. 9,30 til 12, og að nota sem minstan straum á suðuhellurnar eftir að suð- an er komin upo. Verður því ávalt, þegar suðan byrj ar að stilla rofa hellunnar á minsta straum, ef það er ekki hægt til að lialda við suðunni, þá stilla á næsta stig og mun það nægja. Að láta sjóða á fullum straum er óþarfia straumeyðsla og óþörf útgjöld fyrir notend- ur, eins og nú ástendur, er beinlínis nauðsynlegt að gæta þessa atriðis vandlega, þar sem með því að láta sjóða á óþarflegum miklum straum er lækkuð spennjan að ójTörfu. Uppsettar eru nú í Reykja vík um 5000 eldavjefar og munar því miklu á álaginu, hvort þess er yfirleitt gætt að láta sjóða í pottunum á sem minstum straum að hægt er. Þá er þriðju atriðið jað nota ekki bökunarofna til baksturs frá kl. 9,30 til 12. Bæði er jað baksturinn á þessum tíma eykur straum- notkunina og þar með spennufallið, og einnig er hætt við, að það sem baka skal skemmist, ef ekki er full spenna og er því hyggi- legra að geyma baksturinn til þess tíma cHagsins, sem spennan er í lagi. Fjórða atriðið er um raf- knúin heimilisáhöld að nota þau ekki, þegar spennan er lág. Þó þessi áhöld taki ekki mikinn straum hvert, þá eru þau mörg og safnast, þegar saman kemur, einnig er hætta á, að mótorjar þeirra hitni um of og eyði- leggist. Það sem hjer hefir ver- ið sagt á aðallega við heim- ili og veitingastofur, en reglurnar frá 5 til 8 eiga aðallega við verslunar- og iðnaðarfyrirtæki. Fimta atriðið þarf ekki >,að skýra, frekar, en gert var í sambandi við fyrsta lið, það er að nota ekki hitunlarofna frá kl. 10 til 12. Sjötþa atriðið er aftur á móti rjett að skýra sjer- staklega þó það að nokkru leyti falli undir skýringar á öðrum lið. Þjað atriði er um að taka öll pafmagnssuðu og hita- tæki úr sambandi, sem með nokkru móti er hægt að vera án 1 iðnaðinum frá kl. 10—12. Sjálfsagt er að minka sthaum á þeim tækj- um, sem ekki er hægt að taka úr sambandi á þess. um tíma og gildir það sama að nokkru leyti um ýms af þessum tækjum, eins og sagt var viðvíkjandi öðr- um lið. Þá er sjöunda latriðið að nota ekki rafknúðar log suðuvjellar frá kl. 10—12. Þessar rafknúðu logsuðu- vjelar nota mikinn straum, en stutþan tíma í einu og ætti enginn að nota þær á þessum tíma, því bæði valda þær spennufalli íleiðs unum og svo er hætt við, að vinnan, sem unnin er með þeim,-þegar spennan er lág verði ekki góð. Þá er áttunda og síðasta atriðið í þessum reglum. um að stöðva alla rafmagns m,ótora, sem frekast er hægt að vera án frá kl. 10 til 12 og ljetta sem mest álag á þeim, sem verða að vera í lagi. Það er mjög mikilsverð- andi, lað iðnrekendur og aðrir, sem nota rafmagns- mótora gæti þessa atriða, bæði til að minka spennu- fallið í leiðslunum og einn- ig til að vernda mótoilana fyrir ofraun. Ef mótorar eru látnir ganga með fullu áljagi við of lága spennu, er mikil hætta á, að þeir ofreynist og í versta tilfelli kvikni í þeim og vindingar þeirra eyðileggist. Eins og nú er ástatt, eru notendur daforkunnar, sem með því að fylgja reglum þessum geta afstýrt vand- itæðum. Engin má hugsa sem svo að ekkert muni um þó hann taki strauminn af ofninum sínum eða láta sjóða á sem minstum straum á suðuhellunni. Allir verða að gera sitt til að spara raforkuna. - Tíu Norðmenn Framh. af bls. 1. æfðir í meðferð þeirra af erindrekum Bretla. Þá kendu þeir síðar sjálfir ungum Norðmönnum vopn'iiburð. Ennfremur voru eftirtald- ir 4 Norðmenn dæmdir til dauða: Emil Gustav Hval, frá Presteröld við Tönsberg, dæmdur fyrir njósnir, morð og fyrir að hafa vopn 1 fór- um sínum á ólöglegan hátt. Erling Marthinssen frá Berg en og Christian Frederik F'asting All frá Álasundi, voru báðir dæmdir fyrir að hafa farið frá Noregi á ó- löglegan hátt og ennfremur fyrir framkvæmdir fyrir ó- vinaþjóð og fyrir að hafa ólöglegar vopnabirgðir í fór- um sínum. Lars EUas Telle frá Tellevaag var dæmdur fyrir framkvæmdir fyrir ó- vinaþjóð. Öllum þessum dauðadóm- um var fullnægt þannig að hinir dæmdu voru skotnir eftir að Terboven hafði neitnð um náðun. ,,Þar að auki voru Norð- mennirnir Theodor Myr- vaag og Cornelius Ragnar Solheim dæmdir í 7 og 5 árla fangelsi fyrir að hjálpa áðurgreindum löndum , (Frá norska blaðafull-i tmanum í Reykjavík).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.