Morgunblaðið - 21.10.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.10.1943, Blaðsíða 6
/ MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. okt. 1943 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Frámkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Strikað yíir stóru orðin LOKAÞÁTTURINN í ógeðslegri pólitískri áróðursher- ferð fór fram á Alþingi í gær. Menn hafa veitt því athygli, að blað Framsóknarmanna Tíminn, hefir á þessu ári gert ítrekaðar tilraunir til þess að stimpla þá Jakob Möller og Ólaf Thors sem dreng- skaparlausa svikara og jafnvel eiðrof í sambandi við skifti þeirra við Eystein Jónsson og Hermann Jónasson út af kjördæmamálinu, er þessir fjórir menn áttu sæti í ríkisstjórn saman á síðastliðnu ári. Því er haldið fram, að Jakob og Ólafur hafi unnið þeim Eysteini og Her- manni drengskaparheit í sambandi við frestun bæjar- stjórnarkosninganna í Reykjavík, að ábyrgjast að kjör- dæmamálið skyldi ekki ná fram að ganga á þinginu 1942 fyrir kosningar. Ólafur Thors gerir á öðrum stað hjer í blaðinu grein fyrir þessu máli og afhjúpar þar algerlega þá rógmælgi og svikabrigsl, sem höfð hafa verið í frammi. Til víðbótar greinargerð Ólafs er eðlilegt, að menn veiti því athygli að höfuðpaurar þessarar einstæðu rógs- iðju í Tímanum, er hvorugur þeirra tveggja Framsóknar- manna, er hlut eiga að máli, Eystein og Hermann, held- ur mótframbjóðandi Ólafs í Gullbringu og Kjósarsýslu, Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans, sem í einu og öllu er ber að því að vera haldinn sjúklegu ofstæki og hatri í garð Ólafs. Hinir tveir hafa fram til þessa verið í felum, að því undanskyldu, að Þórarinn hefir ekki alls fyrir löngu birt- í Tímanum ummæli úr trúnaðarbrjefi frá þeim til flokksmanna sinna, er þetta mál varða. Enn er það, að þessi rógsherferð er ekki hafin fyr en eftir kosningar í fyrra og fyrst lögð á hana stund, þegar hefndarþorstinn svellur ákafast í Tímanum eftir að kjör- dæmabreytingin hefir náð fram að ganga með ósigri FramsóJipar og þingmannatapi, sem óhjákvæmilegri af- leiðing ™ Ef slíkar sakir, sem hin dólgslegustu ummæli hafa verið viðhöfð um, voru raunverulega fyrir hendi, vegna hvers voru þær þá látnar liggja svo lengi í þagnargildi — og jafnvel í hita kosningabaráttunnar? Og hvers vegna komu þar ekki hispurslaust fram á sjónarsviðið mennirnir, sem hlut áttu að máli? Staðreyndir og líkur hníga í senn að einu marki, að strika yfir stóru orðin og afhjúpa brigslyrði og róginn. Nytsemi íþróttanna ÞAÐ MUNU EKKI MARGIR vera á öndverðum meiði við það, að íþróttirnar sjeu þjóð vorri hin mesta nauðsyn. Þetta fanst forfeðrum vorum á söguöldinni einnig, og iðk- uðu þeir íþróttir af kappi. Þetta fanst hinum frægu Forn Grikkjum, sem teljast mega feður íþróttanna, eins og vjer nú þekkjum þær. En í myrkrum miðaldanna týndust íþróttirnar að mestu, en nú hefir mannkynið fundið þær aftur, sjer til líkamsþroska og sálubótar. Breyttir þjóðhættir valda meiri nauðsyn íþróttanna- Þegar íslendingar voru því nær allir bændur og búalið, voru störf þeirra meðjaeim hætti, að líkamleg þjálfun fylgdi, menn urðu styrkir og stæltir við daglegu störfin. En með nýjum tímum koma nýir siðir, menn sem vinna kyrrsetuvinnu þurfa að vera líkamlega hraustir ekki síð- ur en hinir. Og þessa hreysti sækja þeir í íþróttaiðkanir. Og íþróttirnar eru einnig hinum hollar, þeim, sem þjálf- un líkamans og líkamsþrek hljóta í hinum daglegu störf- um, þeim eru þser mikilsverð skemtun og dægrastytting. Ymsir fárast yfir metafarganinu, sem þeir svo nefna, en íþróttunum fylgir einnig heilbrigð kepni, öðru vísi bæru þær vart þann árangur, sem orðinn er alstaðar. Og þótt talað sje um metafargan, sem komið hefir fyrir, og er aðeins blettur á íþróttunum, þá höfum vjer íslending- ar blessunarlega getað forðast slíkt. Iþróttirnar eru einnig uppeldistæki. — Drengilegir íþróttamenn hafa góð uppeldisáhrif á ungu kynslóðina. Páll ísélfsson. OFT heyrist talað um skyldur þegnanna við þjóðf jelagið og stundum jafnvel um skyldur þjóðfjelagsins við þegnana. En sjaldan er minst á þá skyldu, sem æðst er, nefnilega skyldu þjóð- fjelagsins við sjálft sig. í sambandi við afmæli Páls Is- ólfssonar hefir almenningi gef- ist kostur á að heyra tónsmíðar, sem að ágætum standa svo fram- arlega, að eftir þeim myndi verða tekið hvar sem væri í heiminum. Sá maður, sem skap- að hefir þessi listaverk og er nú orðinn fullþroskaður listamaður, hefir orðið að vinna fyrir sjer með ýmiskonar starfi, sem marg- ir aðrir gætu unnið, en hefir lít- inn tíma haft aflögu til að vinna að tónsmíðum og neyta þannig þeirra hæfileika, sem hann hefir umfram aðra. Það er afleit sóun á afköstum, að maður með slíka hæfileika skuli þurfa að eyða tíma sínum í að spila við jarðar- farir út um allan bæ, í stað þess að hafa aðstöðu til að skapa tón- listarverk, sem myndu ekki að- eins skapa honum frægð, heldur einnig lyfta þjóð hans skör hærra í áliti meðal allra menn- ingarþjóða. Hingað til hefir ekk- ert menningarorð farið af ís- lendingum nema í sambandi við orðsins list, sagnaritun og skáld- skap. En vegna þess, að íslensk- an er óskiljanleg fyrir erlendar þjóðir, er erfitt að koma slikri list á alheimsmarkað. Hinsvegar á engin list eins greiðan aðgang að þeim markaði eins og tónlist- in. Það er því skylda vor, ekki aðeins við listaman»inn, heldur einnig við íslensku þjóðina, að þeir menn, sem á hverjum tíma eru líklegastir til að skara fram úr, sem skapandi listamenn, fái aðstöðu til að njóta hæfileika sinna með því að sem best sje bú- ið í haginn fyrir þá fjárhagslega, svo að þeir þurfi ekki að slíta sjer á margvíslegum störfum, sem aðrir geta unnið eins vel og þeir. Páll ísólfsson á að fá svo sæmileg laun úr ríkissjóði, að hann geti gefið sig eingöngu að skapandi vinnu á tónlistarsvið- inu. Það kostar ekki mikið fje. Það kostar aðeins skilning. Hjá öllum almenningi hefir þess skilnings orðið ljóslega vart. Skyldi ekki mega vænta hans einnig af Alþingi? X \J(L’verji óLrijar: lyjr dcMý feCýCi fíji STÖÐUG SKIFTI Á FÖNGUM OG KYRR- SETTUM MÖNNUM London í gærkveldi. Búist er við að skifti Breta og Þjóðverja á særð- um hermönnum muni halda áfram enn um skeið. Þá er búist við að 1600 menn, borgjarar frá löndum bandaj manna, sem eru í Japan, fái að fara heim bráðlega, og verði látnir lausir í stað inn j/afnmargir Japanai* sem nú eru kyrrsettir í löndpm bandamanna. NORSKUR FLTTGBÁT- UR FERST Fregn frá norska blaða. fulltrúanum hjer segir frá því, að nýlega hafi ftirist. norskur flugbátur með 11 manna áhöfn. Voru flug-' mennirnir allir norskir. *«**«*%**rvvvv%***t*«*vv%***M»* Engin skot til að drepa rjúpuna. FUGLAVINUR kom að máli við mig í gær og sagði: — „Jeg er feginn að þú skyldir vekja máls á þessu með rjúpuna. Jeg skil ekki hvað það á að þýða, að leyfa nú alt í einu rjúpna- dráp. Það hlýtur að liggja þar eitthvað annað á bak við heldur en umhyggja fyrir landsfólkinu — að ekki sje nú talað um rjúpu greyið. Sannleikurinn er sá, að það eru engin skot til í landinu — fyrir íslendinga — svo að þeir geti notað sjer stjórnarleyfið til að drepa rjúpu. Það eru hvorki til haglabyssu skot nje riffil skot. Hafa ekki verið til undanfarin ár og verða ekki til fyr en eftir stríð, samkvæmt upplýsingum frá þeim verslunum, sem hafa aðallega flutt inn skot til lands- ins. Það getur verið, að einstaka menn eigi gamlar birgðir af skot um, en það getur ekki verið um mikið að ræða og hreinustu undantekningar, ef til eru. Einustu mennirnir, sem hafa aðgang að skotfærum að nokkru ráði, eru útlendingar þeir, sem hjer dvelja, og rjúpnadrápsleyf- ið getur því komið þeim einum að haldi. Það er rjett, að það mun vera óvenjumikið af rjúpu á Austur- og Norðausturlandi um þessar mundir, en varla mundi það valda hallæri á nokkurn hátt, þótt þessi grey hefðu fengið að vera í friði eitt árið til“7 Ekkert kaffi .... GAMALL og gegn Reykvíking- ur, góðlátur en nokkuð þrekvax- inn, kom með eftirfarandi sögu af sjálfum sjer til mín í gær. „Ekkert kaffi selt hjer“, sagði frammistöðustúlkan á Laxfossi, þegar jeg kom um borð í Borg- arnesi úr norðanbílnum, í frosti, ískaldur og með munnhörpu. Síðar reyndi jeg aftur að fá keypt kaffi hjá sömu stúlku og sagði henni að mjer væri kalt. Þá sagði hún að jeg gæti fengið kalt öl að drekka. En mjer fanst það ekki líklegt til að hita upp minn kalda og stóra skrokk. Því næst gaf jeg mig á tal við skipsmann og spurði hann hverju það sætti, að hætt væri að selja farþegum kaffi. Hann sagði mjer að fyrir viku síðan hefði eldhús- stúlkan neitað að hita kaffi handa farþegum og að hún gerði það ekki fyr en útgerðarstjórinn legði sjer til nýja og góða elda- vjel, eða gamla eldavjelin fengi góða viðgerð. En ennþá, sagði skipsmaðurinn, er óvíst hvort slakar til, endhússtúlkan eða út- gerðarstjórn Laxfoss. Nú eru það tilmæli mín, að eldhússtúlkan og útgerðarstjórn- in semji frið, þannig að jeg fái mitt morgunkaffi í næstu viku, þegar jeg fer til Borgarness rrieð skipinu“. „Bretabraggarnir“. „NÝTINN" skrifar mjer um „Bretabraggana", sem minst var tnu á hjer í blaðinu á dögunum. Hann segir: „Jeg er ekkij alveg sammála Gestumblinda um Breta braggana. Margt var gott og vel sagt í brjefi hans, en jeg held að við ættum ekki að heimta alla bragga rifna niður. Vissulega er það rjett, að braggar þeir, sem eru í og við bæina, eiga og verða að hverfa, þegar ófriðnum lýk- ur, en þar sem setuliðsbraggar hafa verið reistir í sveit, geta þeir komið að miklu gagni fyrir bændur, bæði sem gripahús, hlöð ur og vöruskemmur. Þar sem torf veggir hafa verið hlaðnir utan um braggana, eru þetta hin hlýj- ustu hús og ekkert ljótari en torf kofarnir. Víða í sveitum má sjá skamm- arlega illa farið með vjelar og verkfæri, sem er látið standa úti kolryðgað allan ársins hring. Stafar þessi vanhirða vafalaust sumstaðar af skorti á húsakynn- um til að geyma í. Þar koma braggarnir að góðum notum. Þá er kunnugt að herinn hefir látið rcisa ágætis skemmur og vörugeymsluhús og samkomuhús í bragga„stíl“ í sveitum. Sam- komuhúsin eru vandaðri héldur en flest sveitasamkomuhús hjer á landi og finst mjer ekkert vit í að heimta að þau sjeu rifin niður, ef hægt er að fá þau fyr- ir sanngjarnt verð“. Góð og þörf bók. ÚTILÍF — Ilandbók í ferða- mensku — heitir lítið kver, sem nýlega er komið á bókamarkað- inn. Hinn kunni ferðamaður og skátaforingi, Jón Oddgeir Jóns- son, hefir búið bók þessa undir jprentun, en allmargir sjerfræð- ingar skrifa greinar í bókina um ýmislegt er að ferðamensku lýt- ur. Fyrsta greinin í kverinu er eft- ir Gunnlaug Claessen dr. med. og heitir Sólskin á fjöllum. Claes sen segir þar m. a.: „Misskiln- ingur er, að slíkar ferðir (fjalla- ferðir) sjeu eingöngu ætlaðar í- þróttamönnum, sem standa bröttustu brekkur eða háar hengjur. Það þarf ekki annað en að ganga um á skíðum á jafn- sljettu, til að njóta dýrðarinnar og láta styrkjast af hinu hress- andi fjallalofti og glaða sólskini, sem oft ríkir þar ...“. Og ennfremur: „Æskulýðurinn getur varla varið frístundum sín um betur en til útiveru í hreinu og heilnæmu lofti. íslenska sól- skinið er oft glatt, ekki síst í tæru heiðaloftinu. Sækist eftir því og njótið þess eftir því, sem ástæður leyfa“. Hjer talar maður, sem veit hvað hann er að segja. Margir hafa sannfærst um þessi sann- indi, en það verður samt aldrei nógsamlega brýnt fyrir bæjar- búum, að leita í frístundum sín- um út í náttúruna og sækja þang að hollustu og ánægju. Handbók, eins og þessi, er nyt- samleg og handhæg fyrir alla, sem ferðalög stunda, og á Jón Oddgeir þakkir skyldar fyrir að hafa ráðist í að safna í hana efni, svo vel, sem honum hefir tekist það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.