Morgunblaðið - 21.10.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1943, Blaðsíða 7
Fimtudagur 21. €>fct. 1943 MORGUNBLAÐIÐ 7j FYRIRÆTLANIR ÞJÓÐVERJA í VETUR Hjer í Bretiandi eru skil- in milli árstíðanna ekki glögg. Fram til miðs sept- embermánaðar er venjulega hásumar, en eftir miðjan nóvember er oft kominn hörku-vetur. Október er eini mánuðinn, þegar greini leg haustveðrátta er, þótt þessu sje ekki þannig farið um alt norðurhvel heims. En hvað sem um það er, þá má nú með sanni segja, að haustið sje komið hjer og annarsstaðar. Þetta mun í sjálfu sjer hafa mikil áhrif á gang styrjaldarinnar. Næt urnar eru að lengjast, búast má við óveðrum á sjó, her- mennirnir eru þegar farnir að finna til óþæginda verð- áttunnar, mýrlent land verð ur enn verra yfirferðar, veg ir sumir, sem sæmilegir voru þurrir, verða nú því nær ófærir. Þar að auki versna skilyrði fyrir lang- ar flugferðir. En þessi haust tími er venjulega skammur og síðan kemur sjálfur vet- urinn. Hann er mismunandi á hinum ýmsu hernaðar- svæðum, en varla er nokk- urt-svæði, þar sem veturinn er ekki óhentugri til hern- aðar, nema kannske Finn- land, þar sem höfuðorust- urnar hafa venjulega staðiö að vetrarlagi. Jafnvel í Rússlandi, þar sem tvisvar hefir verið barist mjög að vetrarlagi, er þó líklegt að færri hermenn hafi verið á vígstöðvunum, en að sum- arlagi. Þjóðverjar hafa, þeg ar þeim hefir verið það mögulegt, notað veturinn til hvíldar og til smíði nýrra vopna. Það getur verið á- hugavekjandi að athuga, hvað þeir ætla að gera á vetri þeim, er nú fer í hönd. I Rússlandi. Rússland er hernaðar- svæði, þar sem skilmörkin milli árstíðanna eru greini- leg. Nú er regntíminn kom- inn þar í landi. Þessi stað- reynd er þýðingarmeiri á sumum svæðum en öðrum. í Pripetmýrunum t. d. þýð- ir það hvorki meira nje minna, en að allur hernað- ur sje útilokaður til næsta sumars, því það er fullkom- inn misskilningur, að skrið- drekum sje hægt að beita á þessu svæði þótt vetrarfrost in sjeu komin- En yfirleitt þýðir koma haustsins það í Rússlandi, að bleytur auk- ist stöðugt þar til vetrar- frostin koma, og þenna tíma allan verður hemaður stöð- ugt erfiðari og erfiðari. Auð vitað hafa Þjóðverjar von- að, að Rússar yrðu orðnir þreyttir vel og illfærir um sókn á þessu vætutímabili, og að Þjóðverjar sjálfir geti þá komið sjer upp nýjum varnarstöðvum og haldið þeim með minkuðu liði. Lík- EFTIR CYRIL FALLS . . . Vetur er þegar kominn í Finnlandi. legt er einnig, að Þjóðverj- ar búist við rólegri vetri en í fyrra á Austurvígstöðvun- um, vegna þess að aðflutn- ingaleiðir Rússa eru orðnar mjög langar og liggja á miklu svæði yfir gjöreytt land, þar sem Þjóðverjar hörfuðu í sumar. Jeg hefi aldrei við því búist, að Þjóð verjum tækist að halda varn arstöðvum meðfram Dniep- erfljótinu, vegna þess að sú varnarlína hefir aldrei hent ug sýnst, og vegna þess einn ig, að sókn Rússa virtist nægilega þung, til þess að þeir kæmu herjum yfir fljót ið. Hjer getur verið að mjer hafi skjátlast. Vörn Þjóð- verja við Dnieper hefir ver- ið afar hörð, og jeg býst við að fregnirnar um mikla brú arsporða Rússa vestan fljóts ins, sjeu orðum auknar. En þrátt fyrir þetta býst jeg þó við, að Þjóðverjar yfirgefi Dnieperlínuna, áður en vet- ur gengur í garð. Á Italíu. Á Ítalíu mistókst Þjóð- verjum tilraunin til þess að reka fimta herinn í sjóinn við Salerno, og hafa þeir síðan háð vamarorustur til taf&r sókninni sjerstaklega lengi umhverfis Salerno og nú aftur við Volturno-ána. Á austurströndinni hafa bandamenn mætt miklu minni mótspyrnu, en lands- lagið þar er fjöllótt og tor- fært, geigvænlegir klettarn- ir kljúfa herinn og gera hon- um erfiðara um mikil átök. Jeg álít að Þjóðverjar muni endurtaka varnaraðferðir sínar á Ítalíu, verjast af hörku í sæmilegustu stöð- unum, meðan gerlegt þvkir og hörfa síðan undan til hinna næstu stöðva, heyja baksveitahernað, sprengja brýr og teyðileggja vegi, leggja sprengjur í jörðu. Það er að segja, að Þjóð- ’ verjar munu aldrei leggja til fullkominnar úrslitaor- ustu. neinsstaðar á Ítalíu. Veðrið mun einnig hafa sín áhrif þarna, og ekki glæsilegt að þurfa að fara heyja orustur uppi í App- enninafjöllum um hávetur. Samt hafa margar vetraror- ustur verið háðar í Appenn- inafjöllunum norðanverð-1 um, að jeg tali ekki um x sjálfan Pódalinn. Varnarstríð Þjóðverja. Þjóðverjar heyja nú varn arstríð. Það er ekki nema al- gengt að þeir lýsi þessu sjálf ir yfir, en þýðing þessa er ekki vel ljós enn. Að því er jeg held, þá þýðir þetta það, að Þjóðverjar sjeu orðnir vonlausir um hernaðarsig- ur yfir Rússum, að minsta, kosti ekki fyr en eftir all- mörg ár, og ætla sjer að vera þar í fullkominni vörn, en um leið, ef þeir geta, að sigrast á innrás Breta og Bandaríkjamanna í Vestur- Evrópu. En til þess verða þeir, hvernig sem mögulegt er, að færa her af Austur- vígstöðvunum vestur á bóg- inn, þótt ekki kunni þeir í náinni framtíð að þarfnast mikils liðsstyrks á vestur- slóðum. Samt myndu 15— 20 herfylki, sem þangað yrðu flutt á þessum vetri, gera mikinn mun. Um leið verða þeir líka að gera eitt- hvað til þess að draga úr á- hrifum loftárásanna og koma í veg fyrir það, að At- lantshafið verði eins örugg leið fyrir siglingar banda- marina og það hefir verið í sumar- Til þess að geta þetta alt, verða Þjóðverjar að sýna sambland af hernaðar- snilli og stjórnkænsku. Liðs munur er nú orðinn mikill, Þjóðverjum í óhag, og vara- birgðir þeirra af mönnum og öðru ekki eins miklar og áður voru þær. Fólkið er farið að verða órólegt og smeykt, sjerstaklega er mik- ill ótti ríkjandi við Rússa.Þá ve'rður nú þýski herinn að taka að sjer nýtt starf, varn ir Ítalíu, og einnig taka þar við, sem ítalir sleptu í Balk- anlöndunum. En Þjóðverjar eru enn öflugir og ákveðnir, þeír munu reiða til höggs, hvar sem færi gefst, og and- stæðingar þeirra verða að borga hver mistök sm dýru verði, og enn gætum við komið sjálfum okkur í hættu lega aðstöðu með hernaðar- afglöpum eða kæruleysi. Kafbátarnir enn. Lítum fyrst á hina hern- aðarlegu hlið málsins. Vjer getum ekki efast um það, að kafbátar Þjóðverja halda nú aftur á höfin í heilum flokk- um, til þess að hefja orust- una um Atlantshafið að nýju. Verið getur að kaf- bátarnir sjeu nú þannig út- búnir, að varnarráðstafanir vor bandamanna revnist ekki fullnægjandi. Að minsta kosti eru hinar löngu vetrarnætur kafbátunum hagstæðar vel. Þarna höf- um við harðvítuga baráttu að heyja. Vjer berjumst ekki á þessu sviði nú, til þess að bjarga sjálfum oss frá hung urdauða, eins og við urðum einu sinni að gera, en nú berjumst vjer til þess að halda opnum siglingaleiðun- unum, svo hergögn og her- lið og annað til styrjaldar- innar komist þingað frá Bandaríkjunum, og ef þetta kæmist ekki yfir til Evrópu, þá myndu Þjóðverjar ekki finna fyrir ofurefli andstæð- inga sinna. Menn og her- gögn koma því aðeins að haldi, að hægt sje að koma þeim þangað, sem berjast skal. Á landi munu Þjóð- verjar grípa hvert tækifæri til þess að nota sjer versn- :: andi tíðarfar, til þess að verða andstæðingunum að sem mestu tjóni, en spara sem mest til af eigin her- stvrk. Vjer sáum við Sal- erno, hvernig slík tækifæri er hægt að nota, og þótt við f næðum frumkvæðinu þar úr höndum Þjóðverja, þá mátti nú ekki minnu muna. Flugher og hráeFni. í lofti virðist styrkur Þjóð verja ekki vera slikur, að þeir geti þar hafið gagnsókn, sem nokkuð svipi til þeirr- ar loftsóknar, sem nú er haldið uppi gegn sjálfum þeim, en með nýjum aðferð- um, sem eru nú að minsta kosti komnar á tilraunastig- ið, gætu þeir að minsta kosti bakað okkur meiri óþægindi og þjáningar. Því næst skulum vjer at- huga fjármálasviðið og iðn- aðarsviðið. Vjer höfum að undanförnu heyrt mikið um það, að Þjóðverjar sjeu að flytja iðnað sinn austur á bóginn. Eru iðnverin þar mjög dreyfð, og eru sum á frekar óhentugum stöðum fyrir aðflutninga og öflun hráefna. Það er eitt svæði samt sem áður, sem liggur ágætlega við iðnaði, en það er Efri-Sljesía, sem er ilt að sækja heim fjrrir sprengju- flug\rjelar bandamanna- Þar eru kola og járnnámur. Mest er framleitt af nýjum loft- varnabvssum á þessum slóð um. Mikið er um það, að verksmiðjur á þessum aust- lægu slóðum sjeu mjög vel dulbúnar, og er dulbúnað- urinn jafnvel svo, að flug- menn sjá ekki verksmiðj- urnar, þótt þeir viti ná- kvæmlega um afstöðu þeirra á kortinu, — og er það mjög dýrmætur dulbún- aður á iðnverum. Varastyrkur Þjóðverja á vinnusviðinu er ákaflega mikill, þótt hann sje ekki allur jafn góður, og altaf er verið að bæta við mann- fjölda þann, sem fyrir Þjóð- verja 'Cinnur. Jafnvel síð- ustu vikiu hefir verið flutt allmargt af ítölum til Þýska lands. Sumt fólk efaðist. um það, sem jeg hjelt fram, að Þjóðverjar myndu halda hinum ítölsku verkamönn- um sínum, þó Italir færu úr stríðinu, en nú er verið að f jölga þeim. Vissuléga munu Þjóðverjar leggja alt kapp á það í vetur að hafa fram- leiðsluna sem allra mesta, þrátt fyrir loftsókn vora, — já, auka hana á sumum svið um. . Stjórnmál óg fleira. Nú skulum vjer áthuga stjórnmálasviðið. Þjóðverj- ar munu gera alt sem í þeirra valdi stendur, til þess Framhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.