Morgunblaðið - 17.12.1933, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.12.1933, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ 10 lækkun, næst með gengislækk- un, því hún samrýmir samstund is framleiðsluna við vinnu. eignir og skuldir. Fullkominn, sannur grundvöllur fyrir eðli- legu samstarfi hefir þannig náðst, og nýir og gamlir fram- leiðendur geta tekið til starfa á þeim grundvelii, að heilbrigð og ráðvönd ríkisstjórn muni gera alt, sem í hennar valdi standi til þess að öllum, sem hafa vilja og starfskrafta, opnist leiðir til að láta sjer og sínum líða vel. Auk þess að hæfileg gengis- lækkuner gædd þeim töfra- mætti, að afmá tafarlaust þá örðugleika framleiðslunnar, sem hjer hefir verið fengist við, hef- ir hún þann stóra kost, að allar afleiðingar hennar eru útreikn- anlegar og engar þeirra eru með þeim hætti, að þær orsaki verð- hrun og vandræði, — engin sjerstök stjett manna er með gengislækkun beitt órjetti, held- ur hefir ríkið sem heild komist að raun um, að það sje eini möguleikinn til að takast megi að sameina lágmarksvöruverð nútímans við óhjákvæmilegar afleiðingar hins háa verðlags stríðsáranna, en það getur ekki skeð á annan hátt en þann, að markaðsvara útlend sem inn- lend hækki í verði, en hinsveg- ar mæla allar líkur á móti því, að það geti orðið öðruvísi en hjer er sagt. Af þessu sem hjer er sagt, getur öllum orðið Ijóst, að geng- islækkun er þegar alls er gætt, sá rjettlátasti sáttasemjari, sem til er, því hún mælir öllum aðil- um á sama, rjetta mælikvarð- ann, upprætir atvinnuleysið Og færir oss jafnframt sönnun fyr- ir því, að hún er sá læknir, sem vjer fyrst eigum að ráðfæra oss við, þegar verð framleiðslu vorr ar er komið á það stig að hætt- an er augljós. Stórfeldum, utan- aðkomandi verðöldum getur engin þjóð mætt svo vel fari nema annaðhvort með gengis- lækkun eða gengishækkun, eft- ir því á hvern veg verð fram- leiðslunnar er í þann veginn að orsaka sýnilega alvarlegar trufl anir. Með hvaða aðferð, sem menn annars hugsa sjer að reka þjóð- arbúskapinn, hlýtur þeim að vera ljóst, að framleiðslan verð- ur að bera sig fjárhagslega og skuldirnar að greiðast. En ef til eru menn á meða! vor, sem vís- vitandi vinna að því að stefna f jármálum vorum í rústir, í þeim tilgangi að stofna nýtt þjóð- skipulag, þá eru slíkar athafnir I a n d r á ð, sem sjerhvert þjóð- skipulag siðaðra manna vernd- ar sig fyrir með hinum þyngstu refsingum. JÓHANN ÁRNASON. Josephine Baker sagði í viðtali við blað 'eitt, að því betur sem hún kyntist .mönn- unum, þess vænna þætti henni um dýrin. Skilnaðarsök. Eiginmaður einn í Trenton, New Jersey, gerði það að gamni sínu að strá kláðadufti í einn kjól af konu sinni. Fekk hann fyrir það rækilega hirtingu, og það næsta var auðvitað skilnaður. Hvernig borgarstjóri hyggst að bæta úr liintmi tilíinnanlega valnsskorti. Síað og hreinsað Elliðaárvafn. Laugavatn til upphóiar. Frammlenging vatnsæðarinn- ar i Gvendarhrunna. Heitavatn§veifan frá Reykftim í Mosfellssveit. í haust heldu húseigendur úr hæstu hverfum bæjarins fund í Varðarhúsinu, þar sem rætt var um vetnsskortinn í bænum, og ráðstafanir til að bæta úr hon- um. Var kosín nefnd á fundinum til að hafa forgöngu í því máli. Þessir voru kosnir: Guðm. Benediktsson lögfr., Geir Thor- steinsson útgerðarmaður, Jón Ásmundsson, Þorsteihn Bjarna-1 son og Kjartan Ólafsson bruna- vörðum. Nefnd þessi hefir snúið sjer til I borgarstjóra, áður hún boðaði til annars fundar um málið. Hef- ir borgarstjóri svarað málaleit- un nefndarinnar með eftirfar- andi greinargerð, eða brjefi, þar sem hann skýrir frá, hvernig! málinu er háttað, og hverjar fyr- irætlanir hans eru í þessu efni: Brjef borgarstjóra. Reykjavík, 14. des. 1933. Mjer bárust í dag ályktanir fundar húseigenda af vatnsleys- issvæðum bæjarins frá 12. nóv. þ. á., og skal jeg út af því leyfa rnjer að gefa nokkrar upplýsing- ar um þá aukningu vatnsveit- unnar, sem nú er verið að fram- kvæma, og um þær fyrirætlan- ir, sem jeg hefi í huga um fram- hald á þeirri aukningu, ef jeg fer áfram með mál bæjarins. Með reglugerðarbreytingu 30. nóv. 1931 var ákveðið að vatns- skatturinn hjer í bænum skyldi á árunum 1932—1935 að þeim báðum meðtöldum vera 25% hærri en annars er ákveðið í hinni gildandi reglugerð. Var aukning þessi, sem nam um 53 þús. kr. árið 1932 og um 63 þús. kr. á yfirstandandi ári, ætluð til þéss að kosta nýja vatnsæð úr bænum upp að Gvendarbrunn- um, það sem hún hrykki. Byrjað var á þessari vatnsæð á þessu ári. Um áramótin, sem nú fara í hönd, verður lokið lagningu á 7^ km. af æðinni frá vatnsgeymi á Rauðarárholti áleiðis til Gvendarbrunna, og er mestur hluti æðarinnar 425 m/m (17 þuml.) að innanmáli. Enn- fremur er lokið að leggja þær aðalæðar innanbæjar, sem nauð- synlegastar eru til þess að dreifa vatnsaukningunni um bæinn, þegar hún kemur. Hinn 30. nóv. s. 1. hafði á þessu ári verið varið til aukningarinnar alls um 320 þús. kr. Þessi hluti æðarinnar nær frá bænum og upp fyrir Ell- iðaár hjá Efri Veiðimannahús- unum. Þá er eftir kaflinn þaðan og að Gvendarbrunnum, alls 4,7 km. þar af var efsti kaflinn og örðugasti, 1,7 km. að lengd, lagður við aukninguna 1923 með nægilegri vídd til þess að full- nægja einnig þeirri stækkun, sem nú er verið að gjöra. Það eru því um 3,0 km., sem eftir er að leggja, þ. e. frá Elliðaám upp að Rauðhólum, og er áformað að vinna það verk á næsta ári. Vegna vatnsuppistöðu þeirrar, sem Rafmagnsveitan hefir á miklum hluta þess svæðis, sem hjer um ræðir, er ekki unt að framkvæma það verk á öðrum tíma en mánuðina maí, júní og júlí. Til þess nú að bæta úr vatns- skortinum þangað til þessu verki er lokið er ekki annað fyrir hendi, en Elliðaárvatn, sem riot- að var undir sömu kringumstæð- um bæði 1908—1909 og 1923. En af ýmsum ástæðum er það undir yfirvegun, að gjöra síun- arstöð fyrir Elliðaárvatnið, og verður afráðið um það á næst- unrii. Eftir slíka síun er vatnið úr Elliðaánum óaðfinnanlegt neysluvatn, og ef nokkur þörf þætti að gerilsneyða það, til þess að verjast sýklum, sem hugsan- legt væri að í það bærist, þá er mjög auðvelt að framkvæma það samtímis síuninni. Síunarstöðin mundi að líkindum kosta 60 til 90 þús. kr., og ef hún verður gerð, þá ætti það verk að fram- kvæmast á fyrstu mánuðum komandi árs. Ástæður þær, sem mæla með því að byggja slíka síunarstöð, eru einkum þessar: 1) Þá væri bætt úr neyslu- vatnsskortinum í bænum á al- veg viðunandi hátt til bráða- birgða, eða meðan verið er að Ijúka við vatnsæðina upp að Rauðhólum. 2) Uppistöður Rafmagnsveit- unnar gjöra það ómögulegt um | langan tíma — alt að 9 mánuð- um á hverju ári — að komast að efri hluta vatnsæðarinnar frá Gvendarbrunnum og niður undir Skygni, ca. 3km., til þess að gjöra við hana ef hún bilar. Ef stórfelld bilun kemur fyrir á þeim hluta vatnsveitunnar, er mjög æskilegt að geta látið í tje síað Elliðaárvatn þangað til við- gerð getur farið fram. 3) Frá Elliðaánum eru nú orðnar 3 vatnsæðar niöur til bæjarins, þ. e. a. Elsta æðin frá 1908, 205 m/m víð niður í gamla vatnsgeyminn á Rauðarár- holti. b. Æðin frá 1923, 300 m/m víð, niður eftir Laugavegi, með hliðarsambandi þaðan upp í nýrri vatnsgeyminn á Rauð- arárholti, og síðan með sam- bandi við aðalæð í Skúla- götu. c. Nýja æðin (frá 1933) 425 m/m víð niður að fyrirhug- aðri grein til Fossvogs og Skildinganess og 350 m/m víð þaðan að vatnsgeymum á Rauðarárholti. Ef Elliðaárvatni er veitt til beejarins, síuðu eða ósíuðu, þá er hægt að velja fyrir það hverja sem vill af þessum 3' æðum, og láta hinar flytja Gvendarbrunn- vatn. Nú er mest vatnsneyslan tp. TIL lOLANNA &JÖSSB} VEFNAÐARVÖRUR PAPPÍR OG RITFÖNG í FJÖLBREYTTU ÚRVALI. Verslunin Björn Kristjánsson Jón Björnssón & Co.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.