Morgunblaðið - 17.12.1933, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.1933, Blaðsíða 6
7 MORGUNBLAÐIÐ Athugið jólaávextina i Kiddabúð þrig-gja manna stjórn, og eru í henni Kjartan Árnason, sem á að verða skipstjóri á togaranum, Osk- ar Þorsteinssón vjelstjóri og Sig- urbergur Dagfinnsson stýrimaður. Togarinn verður skírður aS nýju og á'nú að heita „Gulífoss“. Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari, sýnir nokkur listaverlc sín í gluggum „Málarans" í Bankastræti, þessa daga. Óhagstæðir jTírboðarar. Gísli Guðmundsson skrifar langa rauna rollu um Hermann Jónasson lög- reglustjóra, í kosningableðil þeirra Tímamanna í gær. Kemst hann þar meðal annars þannig að orði, að Hermann hafi „nú um langt skeið undanfarið átt aS búa viS í mesta máta óhagstæða yfirboðara.1 ‘ — Yeslings Hermann! — Hann má muna betri dagana, þegar Jónas frá Hriflu rjeði hjer ríkjum og hann fekk hverja virðingarstöð- una af annari — og mýrina frægu í ofanálag. Hvar eru iðnaðarmennirnir? — Alþýðublaðið er í gær mjög hreykið yfir því, live vel hefir tekist vabð á mönnum á lista sósíalista viS bæjarstjómarkosn- ingarnar, þegar búiS var að sparka þeim Sigurði borgarstjóra- efni, Agústi Jósefssyni og Kjart- ani Ólafssyni. Einkum er blaðið montið af því, hve ágætir full- trúar hinir nýju menn eru fyrir iSnaðarmannastjettina. — Efstu menn listans eru: Stefán Jóhann, Jón Axel Pjetursson, Guðmundur R. Oddsson og Jóhanna Egilsdótt- ir. Miklir iðnaðarmenn að tarna! Bifrelðaslysin í Reykiavík. í Alþýðublaðinu 6. þ. m. var grein með þessari fyrir- sögn. Greinin ber það með sjer, að höfundurinn, sem kallar sig J. M., er ekki nógu kunnugur um aðstöðu bifreiðastjóranna til þess, að geta skrifað af rökum um þetta mál. Vill hann halla málstað bifreiðastjór- anna, en telur ekki þá, sem slysin hljóta, eiga að neinu sök á þeim. Um þetta get jeg ekki orðið J. M. sammála — frekar en svo margt annað í þessari löngu grein hans. Höfundurinn tokur dæmi langt aftur í tímann um slys, er skeð hafa, og er mjer ekki mlnnisstætt, hvernig þau hafa | vii^að til, en þau slys, er hafa skeð á nokkrum síðustu ár-1 um, eru mjer full-ljós. — Jeg býst við, að allir þeir menn, sem fást við akstur bifreiða, geri sitt besta til þess að slýs eða tjón hljótist ekki af óað- gætni þeirra. Hann tekur til dæmis slysið við fríkirkjuna. Sá bifreiðarstjóri, sem þar um ræðir, er einn af þeim, sem lengst hafa ekið hjer, og er talinn gætinn og leikinn bif-) reiðarstjóri. Hann hefir ekki hent slys hvorki fyr nje síðar. j En það er hægara fyrir ó-j viðkomandi að tala um, hvað hefði átt að gera eftir að slys hefir viljað til, en að afstýra pví á augabragði. Er það því arður og óverðskuldaður dóm ur hjá J. M. að telja það slys vera bifreiðarstjóranum að kenna, þar sem hann gerði ítrekaðar tilraunir til þess að afstýra því, og svo þegar þess er gætt, að maður sá, er fyrir því varð, var ölvaður. — Mjer er kunnugt um, að þessi bifreiðarstjóri er mjög sam- viskusamur maður við þetta starf sem önnur, er hann hefir haft með höndum. Höfundurinn sýnir í grein- inni tölur yfir, hvað margir hafi dáið af bifreiðaslysum, en hann getur ekki um, hvað mörg af þeim tilfellum sjeu að kenna bif reiðastj órunum. J. M. kemur með þá spurn- ingu, hvað sje hægt að gera. Jeg skal svara því, að örugg- asta ráðið er, að fólkið, sem um götur og vegi gengur, temji sjer að halda settar umferða- reglur og að lögreglan gæti þess vandlega að þeim sje hlítt. Gangandi fólk fer um akbraut- ina eins mikið og um gangstjett- irnar, og er oft mjög erfitt að fá það til þess að víkja, þegar hljóðmerki eru gefin, og vill þá oft vera misbrestur á, að það víki til rjettrar hliðar. Hjer í borginni er það altítt, að fari fólk yfir götu, þá gengur það skáhalt yfir hana í stað þess að fara þvert yfir götuna. Þetta er óaðgæsla þeirra, sem það gera, og getur hún orðið til þess, að slys hljótist af. Það er daglegur viðburður, að bifreiða- stjórar með snarræði afstýra slysum, sem þeir ekki hefðu átt sök á, ef illa hefði farið, því að gangandi fólk er svo hugsunar- laust og óaðgætið, að það geng- ur yfir götu án þess að athuga hvort hætta geti verið á ferð- um. Sem betur fer, eru þau slys sem verða, ekki nema lítill hundraðshluti af þeim, er fólk- ið sjálft stofnar til. Það vita allir bifreiðastjórar, að starf þeirra útheimtir að- gæslu og samviskusemi, enda gerir víst enginn viljandi að af- stýra ekki hættunni, ef þeim er það mögulegt. En slysin hafa ekki síður komið fyrir þá menn, sem eru taldir gætnir og var- færnir, og má því ætla, að þeir, sem slys hafa hlotið, hafi átt þar sök á í flestum tilfellum. Þar sem J. M. talar um, að bifreið hafi staðið úti á götu- brún á Njálsgötunni þann 25. f. m., þegar slysið vildi til, og gefur þar í skyn, að þeim bif- reiðarstjóra megi kenna um, að af því hafi hlotist þetta slys, þá er jeg á annari skoðun. Bifreið- arstjórum er leyft að skilja eft- ir bifreið úti í vegar eða götu- brún, sje ekki bifreið hinsvegar á móti á götunni. Þar sem af líkum ræður, að bifreið hafi ekki staðið gengt bifreiðinni, EYKJAFOSS ■'í' NVltNDU- C€ HKEINIÆTISVCKIi YERZUIN tll Iðlania ð iiaim stail Matvörur: Það sem yður vantar í jólamatinn eða í jóla- baksturinn, ættuð þjer, sjálfs yðar vegna, að kaupa hjá okkur. Avextir EPLI: Delicious (Extra fancy), Delicious (Fancy), Jonathan. Mjög ódýr í heilum kössum. GLÓALDIN: Jaffa — South Africa. BANANAR og VlNBER. Sælgæti : Konfekt í kössum og lausri vigt. Konfektrúsínur í pökkum. Fíkjur í pökkum. Súkkulaði og brjóstsykur í miklu úrvali. Marcipan o. fl. TÓBAKSVÖRUR í sjerlega fjölbreyttu úrvali. Öl, Gosdrykkir, Líkörar, Spil og Kerti. Lítið iim og §annfæri$t uiti verð og vörugæði. Skoðið vörusýningu okkar í dag kl. 5-7 og Sy2-11 e. h. þegar hann fór frá henni, þá sje jeg ekki, að hjer geti verið um óaðgæslu þess manns að ræða, eða sanngjúrnt, að ætla að koma sökinni á hann, eins og J. M. vill gera. Höfundur vitnar í slys Jóna- tans heitins Þorsteinssonar. Um það get jeg engar upplýsingar gefið J. M. Lögreglan getur svarað því, þar sem hún hefir bað mál til rannsóknar. En þess skal jeg þó geta, að þótt sá bifreiðastjóri sje ungur ökumaður, þá er hann mjög leikinn í akstri, og er talinn sam- viskusamur og góður maður. Þar sem höfundur talar um, að bifreiðasjórafjelagið hafi sótt um, að auka ökuhraðann, þa skal þess getið, að það er álic allra, sem þekkja til bifreiða, að hömlutæki þeirra sje mun betri og ábyggilegri nú en þeg- ar reglur um ökuhraða voru setl ar, þær sem nú gilda. J. M. heldur því fram, að slysin vilji til af því að ekið sje of hratt. En mörg eða flest þeirra hafa hent þá menn, er gætnir eru taldir, ]og lengst hafa ekið hjer. Ábyrgð hvílir mikil á bif- reiðastj. en hún hvílir líka þeim, er um götur og vegí fara fótgangandi, og ættu þeir að gæta þess betur, en þeir gera, að þeir verði ekki valdir að slys-' um á sjálfum sjer eða öðrum,1 fyrir óaðgæslu eða þverúð. Og^ nú, þegar lögreglan hefir verið aukin hjer í borginni ætti iög- reglustjóri að æfa þá nýju menn betur í að stjórna umferð hjerj á götunum en hingað til hefir verið gert. Foreldrar ættu að brýna ræki , lega fyrir börnum, að gæta sínj íyrir bifreiðum, þegar þau eru úti. Lögreglan þarf líka að gæta j þeirra, sjerstaklega þegar sleða- færi er. Það kemur svo oft fyrir á vetrum, að ‘börn eru að renna j sjer í hliðargötum og koma svo með mikilli ferð á aðalgötur, þar sem bifreiðar aka, að engin leið er að afstýra slysi. Þau aðgæta ekki, að hljóðmerki eru gefin, og eru þá líka oft komin á fleygiferð þegar þau heyra þau og geta ekki staðnæmst svo fl.iótt, sem þörf er á. Lögreglan ætti að banna sleða ferðir á götum, hvar sem er 1 borginni. Það, sem J. M. telur að sje eingöngu sök bifreiðastj. tel jeg órjettmætt. En, óregla er tilfinn- anleg á umferð hjer. Þegar al- þingishátíðin var, var umferðin til Þingvalla mjög mikil, en slys voru lítil, og reyndust bifreiðar- stjórarnir þá vel — en þá var líka haft eftirlit með umferð- inni meira en nokkru sinni fyr nje síðan. x Það hafa margir erlendir menn, sem hafa ferðast með bif- reiðastjórum hjer, lokið lofsorði á leikni þeirra og gætni, eins ísl. menn er ferðast hafa eidendis. Telja þeir íslenska bifreiðastjóra hina færustu menn í því starfi, sem þeir hafi hitt fyrir. Það er síst að lasta, að menn sjeu ámintir um varfærni, en það er ekki rjett aðferð hjá J. M. til þess að bæta úr ástandinu, og fólk fari eftir settum reglum, að telja því trú um að því sje ekki ábótavant í hegðun sinni á götum úti gagnvart umferða- reglum, sem alstaðar eru hafð- ar í heiðri í öðrum löndum, sem menningarlönd teljast. G. B. bifreiðastjóri. Sterkur magi. Mennirnir þola a'ð liáta í sit sitt af hverju, ef svo ber undir. — Þannig gleypti skósmiður emn í Noregi, sem var í fangelsi, 800 teiknibólur, nokkra skrúfunagla og lykkjur. Það var gerður á honum skurður og síðan hefir honum lið- ið ágætlega. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.