Morgunblaðið - 17.12.1933, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.12.1933, Blaðsíða 11
12 MOfíGUNBLAÐIÐ lillð ð hini noibreyltu jðlasýníngo í VERSLUNIN VAÐNES Langaveg 28 ÞAR VERBUR REST AÐ GERA JOLAINNKAUPIN. Hnetnr Og stðignl- rnsinnr og margskonar annað sælgæti. Brúðuvagoar mjög smekklegir litir, vandaðir og ódýrir. HÚSGAGNAVERSLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR Laugaveg 13. Púðurdósir, PÚÐUR ILMVÖTN í stóru úrvali, fæst í Versl. Goðafoss, Laugaveg 5. Sími 3436. „Oagnf fer til Hvalfjarðar, af sjer- stökum ástæðum, þriðjudag- inn 19. þ. m. (ekki fimtudag). Vörur afhendist á mánudag á venjulegum tíma. Þetta er síðasta ferð fyrir jól. Magnús Þórarinsson. Gömul húsgögn (borð, sófi og stólar) óskast keypt riú þegar eða upp úr áramótum. Þurfa helst að vera í rococco-stíl eða svipað. — Mega vera mikið gölluð. Sími 1651. Dívanar, dýnur og alls konar stoppuð húsgögn. — Vandað efni. Vönduð vinna- Vatnsst. 3 HúsgagnaverSlun Reykjavíkur vindur þýtur gegn um vind- myllu, tekur snældan að snúast og vinnur á þann hátt hagnýta orku úr hreyfiorku gufustraums ins. Starfsaðferð snældunnar er þannig gjörólík starfsaðferð stokkvjelarinnar, og hinn mikli hraði gufunnar í snældunni ger- ir mögulegt að komast af með lítinn þverflöt og litla snældu, þrátt fyrir hinar rúmfreku kröf- ur lágþrýstigufunnar. Sá anri- marki fylgir nú að vísu notkun eimsnælda í skipum, að snún- ingshraðinn er nokkuð mikill. En það verður hann að vera, vegna krafanna um lítið þvermál snældunnar og vegna gufuhrað- ans. Hinsvegar má snúnings- hraði skrúfunnar ekki vera mik- ið á annað hundrað umferðir á mín., á venjulegum skipum. Að öðrum kosti eyðist of mikill kraftur í hvirfilstraummyndan- ir í sjónum. Kemur þá fram sú spurning, hvernig best verði hag nýtt afl snældunnar, er e. t. v. snýst 4—10.000 snún/mín. — Hafa í þessu efni verið farnar ýmsar leiðir: snældan t. d. lát- in snúa rafal, er framleiðir raf- magn, sem síðan er notað til ým~ issa hluta; t. d. til að snúa raf- vjel á skrúfuásnum eða yfirhita gufu milli miðþrýsti og lágþrýsti stokks. Eða snældan hefir verið látin snúa dælu er þjappar sam- an gufu eða dælir vökva á vjel, er stendur í föstu sambandi við skrúfuásinn. Loks hefir verið not að tannhjólasamband, til að sam ræma snúningshraða snældu við snúningshraða skrúfuáss. — Þar sem um ný skip er að ræða, er nú í stað lágþrýstistokksins oft sett snælda, þannig, að í stað 3 stokka verða tveir stokkar og snælda. En í gömlum skipum er vanalega hægt að bæta snæld- unni við fyrir aftan vjelina. Um leið verður þá að stækka eim- svalann og jafnvel kælivatns- dæluna og e. t. v. loftdæluna, til að geta náð sem lægstum þrýst- ingi á þá gufu, sem verðxir að tapast. — Sparnaður sá í kola- notkun, er menn vilja hafa fyr- ir þessar breytingar, mun vera 20—30% — eða aukinn hraði sem því samsvarar, þegar tekið er tillit til lögunar skipsins og notagildis skrúfunnar við mis- munandi hraða. Það er nú svo komið með ís- lensk skip yfirleitt, að þau eru ekki á marga fiska, ef leggja skal á þau nútíma mælikvarða vjeltækninnar. Hvað fólksflutn- inga- og vöruflutningaskipum líður, þá hafa kröfurnar um hraða og hagnýtt vjelaafl sífelt aukist svo, að það þykir nú ekki gott vöruflutningaskip, er ekki gengur alt að því 14 knob. Og þá hafa kröfurnar um hraða og þægindi á farþegaskipum ekki frekar staðið í stað. Loks vita ú allir í hvaða ásigkomulagi tog- ararnir okkar eru. Þeir munu nú vera 36 að tölu og að meðaltali rúmlega 14 ára gamlir. Við- gerðareikningar fara sífelt vax- andi og tíminn nálgast að fara megi til þess að höggva meiri hluta skipanna upp og kaupa ný í staðinn. En hvar eru pening- arnir, sem lagðir hafa verið til hliðar fyrir fyrningu? Og hvar eru mennirnir, er vilja leggja peninga í meiri útgerð — til nýrra skipakaupa? Hefir það verið svo arðberandi upp á síð- kastið að vera hluthafi í togara- útgerð ? Jeg hygg, að hver maður geti sjálfur svarað þessúm spum- ingum. Um ástæðurnar til þess að svona er komið, munu menn hinsvegar geta deilt. Eru þær of flókið mál til þess, að jeg vilji brjóta verulega upp á umræð- um um það í þessu greinarkorni. Aðeins virðist mjer, að þótt valdhafar beri mikla ábyrgð, vegna þeirra skattaklyfja, sem lagðar hafa verið á útgerðina, þá hafi útgerðarmenn einnig gert full lítið að því, að koma rekstri útgerðarinnar á fastan vísindalegan grundvöll. Oft er aðeins hugsað um að böðlast áfram einhvernveginn, langt fram yfir þol skips og vjela, þó að það sem vinnst við það, tapist margíaldlega á annan hátt. Eerida hinar tíðu og miklu við- gerðir til þessa. Nákvæmar mæl- ingar á kolaeyðslu, vjelarkrafti og gangi skipa, veit jeg ekki til að hafi verið eða sjeu gerðar hjer. Er þó auðskilið mál, hverju slíkt skiftir. Og svona má nefna ótal hluti í rekstri út- gerðarinnar, sem ekki er hugs- að um að rannsaka og kryfja til mergjar, til þess að finna, hvern- ig reksturinn verði hagnýtastur. Virðist mjer þó ekki vera síður þörf á því fyrir sjávarútveginn heldur en landbúnaðinn að hafa rannsóknastofur og -sjerfræð- inga í þjónustu sinni. Má t. d. benda á það, er Ásgeir Þorsteins son efnafræðingur hefir af- kastað með rannsóknum sínum á lýsisvinslu, sem gott dæmi þess, hvaða gagn getur leitt af slíkum rannsóknum. Það vill nú svo vel til, að hjer í slippnum liggur þýskur togari, Neufoundland að nafni, sá er . trandaði fyrir norðan. í togara þenna hefir verið sett eimsnælda nú í sumar. Er því tækifæri fyr- ir þá, er áhuga hafa fyrir slík- um vjelum, að sjá hana nú sjálf- ir — með leyfi vjelameistara. Eru vjelar þessar að ryðja sjer mjög til rúms 1 þýskum togur- um, að því er sagt er. Eimsnældan er sjálf 6 þrepa jafnþrýstivjel frá Deutsche Schiff up.d Maschinenbau A. G. Weser. Vinnur hún úr gufu með ur- 2 Saumavjelar - Jólagfafir. J Gefið eiginkonum yðar eða unnustum Necchi-sauma- £ vjelar í jólagjöf. — Að dómi allra, sem reynt hafa, Q eru Necchi-saumavjelar hinar fegurstu og vönduð- # ustu saumavjelar, sem völ er á hjer á landi. ® Necchi-saumavjelar fyrirliggjandi í fjölbreyttu ^ vali, bæði handsnúnar og stígnar. J VERSLUNIN FÁLKINN, a Reykjavík. Tilkvnning. Frá og með mánndeginnm 18. þ. m verðnr verð á mjálk og mjálknrafnrð- nm sem hjer segir: Nýmjólk i latisu málí 45 atira pr. Iíter. — á 1 líters flöskam 47 — — flöskti, _ á V, — — 24 — — — Rlómí.......... '. 265 — - líter. Skyr............ 90 — — kg. Vírðíngarfyllst. Mfólkurbandalag Suðurlands. 0,6 kg/cm2, en skilar henni frá sjer með 0,05 kg/cm2 þrýstingi abs. Allur vjelarkrafturinm er nú 670 hestöfl. Hafði vjela- jverksmiðjan trygt 30% meiri , orku um leið og snældunni yrði i ' skeytt við vjelina, sem fyrir var. Var þetta gert í sumar, eins og áður er sagt, og mun hafa tekið 4 vikur. Að sögn meistara er þó | hægt að fá vjelina setta inn á 3 j vikum, eða senda hvert sem er , og setta upp á hvaða stað, sem I óskað er. — Um leið og vjelin I var sett upp, var eimsvalinn ^stækkaður, ennfremur kælivatns j dælan. Loftdælu þurfti eklcert | að breyta. Snúningshraði snæld- unnar er 6300 sn/mín. Er á ás hennar fræsað skáskorið tann- hjól, er grípur inn í annað tann- hjól, errieikur laust á öðrum ás, og er það útbúið sem ,,kobling“ eða tengiliður við fast hjól á sama ás, en hann er í föstu tann- hjólasambandi við skrúfuásinn. 4sinn, sem tengiliðimir sitja á, er holur — og er dælt olíu í gegn um hann inn í tengiliðina — en við það grípa þeir saman, þegar þrýstingurinn er orðinn 1,8 kg,/cm2. Fullur þrýstingur er 2,5 kg/cm2. Hraði skrúfuássins er 120 sn/mín. Vegna þess að snældan má ekki snúast nema í eina átt, verður að vera trygg- ing fyrir því, að hún losni ávalt úr sambandi við ásinn, ef aðal- vjelin er látin ganga aftur á bak. Gerist þetta með því, að veita ol- íunni frá tengiliðunum. Enn- fremur er öryggi, er lokar fyrir gufu til eimsnældunnar, ef snún- ingshraði vex um of. Ýmislegur annar útbúnaður er, til að tryggja gang snældunnar sem best, og Ijet meistarinn ágætlega af vjelinni og kvað hana ekki þurfa mikillar hirðu. Kröfurnar, er gerðar höfðu verið af hálfu eig'enda, þegar snældunni var bætt við, kvað hann hafa verið: að snúningshraði skrúfu ykist um 10 snúninga á mín. Ferð helt hann að hefði aukist um 1—1,5 mílur, en kolanotkun væri til jafnaðar (með nálægt 88 sn/mín og 600 hö. og 7800 kg°/kg. kol) um 7 tonn á sólarhring. Sam- svarar þetta h. u. b. 18 % nota- gildi eða nálægt 0.49 kg. af kol- um á hvern hestaflstíma. Venju- leg þriggja stokka vjel mun fara með nálægt 0.65 kg. af kolum á hvern hestaflstíma. Svarar þetta til h. u. b. 25% sparnaðar. En þess er að gæta, að talan 0,65 er álitin mjög lág, og er því lík- legt, ef athuganir meistarans eru rjettar, að trygging verk- smiðjunnar um 30% sje eigi fjarri sanni. Allur kostnaður við breyting- ar á skipinu, eimsvala, dælu og vegna sjálfrar snældunnar mun hafa verið 40.000—45.000 mörk. Gísli Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.