Morgunblaðið - 03.06.1928, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.06.1928, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ 11 Fyrirligg|anði: Titanic og Matador hveiti. H. Benediktsson & Co. Simi 8 (4 línur). fólksflutninga-Bifreiðar eru nú fullkomnari en nokkru sinni áður og bera nú af öllum öðrum bifreiðum af sama flokki, hvað útlit og gæði snertir. Þeir sem hafa í hyggju að eignast bifreið, ættu sjálfs sín vegna að kaupa Rugby. Sá sem kaupir Rugby, fær mest fyrir peninga sína. Rugby-bifreið (Sedan) til sýnis og sölu hjer á staðnum. Umoðsmenn Hjalti Björnsson & Co. Sími 720. álningarvðpup bestu fáanlegu, svo sem: Kvistalakk, Fernis, Þurkefni, Terpentína, Blackfernis, Carbolin, Kreolin, Titanhvítt, Zinkhvíta, Blýhvíta, Copal- lakk, Krystallakk, Húsgagnalakk, Hvítt japanlakk, tilhúinn farfi í 25 mismunandi litum, lagað Bronse. ÞURRIR LITIR: Kromgrænt, Zink- grænt, Kalkgrænt, græn umbra, brún umbra, brend umbra, Kassel- brúnt, Ultramarineblátt, Emailleblátt, Italsk rautt, Ensk-rautt, Fjalla- rautt, Gullokka'r, Málmgrátt, Zinkgrátt, Kinrok, Lím, Kítti, Gólffem- is, Gólfdúkalakk, Gólfdúkafægikústar. Vald. Poulsen. Blúsur (trlGðtine) Ofl Snmwrk|élar selst cnjðg ódýrt. Verslun iolii lacobsen. IStelidðr • hefir fastar ferðir til ] Eyrarbakka og Stokksey/ ar *• •• -• • • ’• alla mánudaga, mið- vikudaga og laugar- daga. ,J Farfjald S króíiui». Silkisokkarnir á 5.25 komnir Er flntt á Laugaveg 19. Tek að’ mjer’ heima- Sijúkrun ásamt ljósmóðurstörfum. Bjarnfríður Einarsdóttir. !Þ v otf avindiarl Taurullur nýkomnar. ð. Einarsson 8 Funk seld A Bpngagötu 34. Húnaflóa alþakinn ís, og aðra ís- spöng fyrir Hornströndum, komst aðeins á Reykjarfjörð, á milli spanganna, sem síðan bar saman,1 svo hún var inni lokuð 2 daga,1 | laugardag og sunnudag • 1. og 2., þ. m. Síðan losnaði ísinn þar frá ströndunum austur á bóginn, svo : að henni opnaðist leið vestur fyr- ir, fyrir Horn; úr því sá hvcrgi til íss. Hún hjelt 10 mílur vegar norður með ísspönginni við Mel- rakkasljetty, ætlaði norður fýrir hana, en sá hvergi fyrir og sneri þá við. Harðindi eru mikil nyrðra sakir hafíssins, svo sem nærri má geta, einkum í Skagafirði; sagður það- an mikill hrossafellir. (ísafold, 7. júní 1878). Sjómanna^tofan. Guðsþjónusta í kvöld kl. 6. Sjera Bjarni Jðns- son talar. Allir velkomnir, Málverkasafnið opið í dag frá kl. 1—3. [ Guðríður Þórðardóttir, Nýlendu götu 22 verður 75 ára á morgun. Hún hefir verið hjer í bænum í 63 ár. Laugavatnsskólinn. Heyrst hef- ir að austan, að verkamenn værti komnir að Laugavatni til að byrja á hyggingunni. En ekki hefir það’ frjetst enn með vissn, að þeir menn, sem garfað hafa í skóla- byggingu þessari hafi það fje handbært (40 þús. kr.), er þeir þurfa að leggja fram til þess að ríkisstyrkur sje heimill. AftUr á móti hefir það heyrst, að allmarg- ir menn innan hinna 5 hreppa, sém talað var um að stæðu að skólabygging þessari, vilji engin afskifti af henni hafa. Fer þá að kárna um fylgi við þenna Lauga- vatnsskóla. Knattspymumótið. í kvöld kl. 8y2 keppa Valur og K.R. um knatt spyrnubikar 2. flokks. Verður þar áreiðanlega leikið af ltappi á báða bóga, því að’ hvorir tveggja munu hafa fullan hug á því að sigra. Verður ekki um það sagt hvor flokkurinn er sigurvænlegri, en sumir munu telja, að Valsmenn hafi fult svo öruggu liði á að skipa. Hlutayelta Hvítabandsins er í dag í barnaskólanum á Seltjarn- arnesi. Eins og áður hefir verið getið, rennur ágóðinn af þessari hlutaveltu í sjóð, sem til þess er stofnaður að koma hjer upp sjiikraheimili. Síld veiðist talsvert í reknet nyrðra. Frá Siglufirði, Ólafsfirði og Hofsós hefir frjetst um síldar- afla. Hafa bátar frá Siglufirði veitt 30—60 tunnur undanfarnar nætur. Síld hefir sjest í torfum úti fyrir Siglufirði. Síldarverksmiðjuirnar. Ákveðið er að verksmiðja dr. Pauls á Siglufirði verði starfrækt í sumar, og þykir’ líklegt þar nyrðra, að Goos-verksmiðjan starfi einnig, þó tregða hafi verið á því fram til þessa, að þangað sje ráðið verka- fólk. Gamlir og ungir hugsa gott til að lyfta sjer til flugs. — Meðal þeirra sem mest hlakka til, er Eiríkur Briem prófessor. Hann er nú 82 ára. Pjetur J. Thorsteins- son er meðal þeirra er pantað hafa flugfar til Akureyrar. I Gunnlaugur Blöridal málari hef- ir nýlega lokið’ við mynd af Eiríki Briem. Söfnunarsjóðurinn liefir keypt myndina. Þórólfur hröklast frá. Fregn frá Akureyri í gær, segir Þórólf þegar farinn austur að Baldurs- lieimi, og Ingimar Eydal tekinn við ritstjórn Dags. Ástæður ókunn ar til þeirra mannaskifta í Hriflu- liði, en tilgátan sennileg, er hreyfð var hjer í blaðinu í gær. Þórólf- ur ekki nægilega lagiim að skrifa| blekkingar fyrir bændur — rat- aðist óvart satt orð á munn á dög- unum, er hann ritaði um sameig- inlegt áhugamál jafnaðarmanna og Tímaklíku, að einoka alla verslun. Tíminn er kampakátur yfir und irtektum Svía undir einkasöluna, og tekur upp kafla úr Alþbl. í fögnuði sínum. — Er rjett að leiða umræður hjá sjer í bili um þau efni, og vona hið besta með síldarsölu í sumar. — Þó hefðu jafnaðarmannablöðin vel getað minst á undirtektir Svía undir þá ráðstöfun einkasölunnar, að ráða hið alkunna firma í Höfn „Brödr- ene Levy“ sem erindreka einka- sölunnar ytra. — Svíar vildu versla beint við einkasöluna, og töldu „Brödrene Levy“ vægast talað óþarfa milliliði — af ástæð- um sem skiljanlegar eru þeim er kunnugir eru síldarverslun undan- farinna ára. Kaupgjald kaupafólks. Á fundi Búnaðarsambanda Snðurlands á dögunum, var það samþykt í einu hljóði, að telja hæfilegt með’al kaup kaupafólks í sumar, kr. 20 á viku fyrir kvenmenn og kr. 35 á viku fyrir karlmenn. Áburðarflutningur í sveitimar, Samþykt var tillaga á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands, að Stórólfshvoli, að skora á búnað arþing að beita sje*r fyrir því, að bændur fái styrk til flutninga á tilbúnum áhurði upp í sveitir. Dánarfregn. Nýlega er látirin í Damnörku einlægur Islandsvin ur, óðalshóndi Hans Thaysen á Elviggaard á Jótlandi. Hann var giftur íslenskri konu, Sigríði, systur prófessors Sigurðar Sívert- sen og þeirra systkina, og lifir hún mann sinn sjötug að aldri, ásamt fjórum fulltíða börnum þeirra. Heimili þeirra hjóna var annálað fyrir gestrisni og sjer- staklega voru allir íslendingar, sem til Jótlands komu, þar vel- komnir, hvort sem var til styttri eða lengri dvalar. Súlan flýgur á morgun til ísa- fjarðar, Siglufjarðar og Akureyr- ar. Er þetta reynsluför, sem farin er áður en farþegaflug hyrjar. Hún tekrir póst til þessara staða. Morgunblaðið er 12 síður í dag; Lesbók að’ auki. Norska þiugið veitir íþróttasambandi Noregs 95 þúsund krónnr. í maímánuði samþykti norska stórþingið að veita íþróttasam- bandi Noregs 95 þúsund krónur á þessu ári til starfsemi þess. Þegar þetta mál var til umræðu, lýstu jafnaðarmenn yfir því, að þeir væri þessu fylgjandi, ef þing- ið vildi þá veita íþróttasambandi verkamanna 50 þúsund krónur, en að öðrum kosti yrði þeir á móti fjárveitingunni. Hægrimenn og vinstrimenn bentu á að þessi frekja næði ekki neinni átt. Árið 1918 hefði Stórþingið samþykt að Iþróttasamband Noregs skyldi vera opinber fulltrúi norsku þjóð- arinnar um alt land, sem við kæmi íþróttum. Iþróttasamhand verka- mamia hefði ekki verið stofnað fvr en 1922, og það hefði verið stofnað í pólitískum tilgangi og starfaði eins mikið fyrir „rauða fánann“ eins og íþróttir. Varð af þessu allmikil senna. Vildu þá sumir til málamiðlunar láta lækka styrkinn, en það var felt. Einnig var felt að veita Iþróttasambandi verkamanna styrk, en styrkurinn til íþli’óttasambandsins norska samþyktur með talsverðum meiri hluta. Jafnaðarmenn greiddu at- kvæði á móti. Blrnðir. Hýlenduvðrudeild: Kernvörur, alskonar, Kaffi, Kaffibætir, Sykur, alskonar, Dósamjólk .., Makkaroni, Te, ■ ^ ‘ ^ Cacaoduft, - Súkkulaði, Mungæti, Töggur, Sósur: Tomat-Worcester 0. fl. ii, -i Fiskabollur, Eldspýtur, Smjörsalt, Borðsalt, ».. . - Handsápur, Raksápur, Dúfusápa, Þvottasódi, Þvottaduft, og Þvotta-blákka, Tóbak, Vindlar, Brauð, Kökur, ____ Ávextir þurkaðir, Ávextir niðursoðlnir, Steinlím, Þakjárn, Strigi, Ullarballar, Ljáblöð, Ljábrýni, Harðfiskur o. m. fl. Ritfanga- og VefnaðBFaörudeild: Póstpappír, Umslög, Brjefpokar, Umbúðapappír, Verslunarbækur alsk. Ritföng alsk., Ljereft, Tvisttau, Flunnel, Lastingur, Stúfasirts, Ermafóður, Nærföt og Sokkar, Húfur, enskar o. m. fl. Mrc Hnnr. !li.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.