Morgunblaðið - 03.06.1928, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.06.1928, Blaðsíða 7
MORGUNBLAIHÐ 7 míu, Sýrlands, Tyrklands, Rúm- eníu, Serbíu, Austurríkis, Þýska- lands, Frakklands, Englands og þaðan til Kirkwall á Orkneyjum. Frá Kirkvall var flogið til Horna- fjarðar; þaðan til Reykjavíkur. Frá Reykjavík var flogið til GrTæn- lands, þaðan til Labrador á Can- ada og loks heim til Bandaríkj- anna til þess staðar sem lagt ▼ar frá. Þann 2. ágúst 1924 lögðu flug- mennirnir af stað frá Kirkwall áleiðis til Hornafjarðar. Eftir 8y2 klst. flug, lenti Svíinn Erik H. Nelson á Hofnafirði. Hinar tvær flugvjelarnar, sem þeir stýrðu Mr. Smith og Mr. Wade sneru aftur til Kirkwall vegna svarta þoku, er þeir hreptu á leiðinni. En næsta dag, 3. ágúst, lögðu þeir aftur af stað, og lenti Smith á Hornafirði eftir 6 klst. og 15 mín. flug. En flugvjel Wades hlekktist á og varð hún að setjast á hafið. Flug- mönnunum var bjargað, en vjelin eyðilagðist. Hinn 5. ágúst tóku þeir Nelson og Smith sig upp af Hornafirði og flugu með Suðurlandsströnd- inni hingað til Reykjavíkur. Eft- ir h. u. b. 5 klst. flug lentu báðar flugvjelarnar heilu og höldnu á innri höfninni hjer í Reykjavík. Þeir hreptu snafpan mótvind um helming leiðarinnar og urðu þess ▼egna lengur en búist var við'. Líklega hefir aldrei sjest hjer í bænum á ferli annar eins mann- fjöldi og þenna dag, þegar von ▼ar á amerísku flugmönnunum. Heimsflugið 1924 var merkis- viðburður í sögu fluglistarinnar. En flug þetta var ekki síður stór- merkilegt fyrir Island. Þetta var fyrsta heimsflugið og vakti það því alveg sjerstaka athygli um heim allan. ísland var kosið að léndingarstað, og var það besta auglýsingin sem land vort gat átt völ á. Enn er' e. t. v. ótalið það sem mesta þýðingu kann að hafa fyrir okkur. En það eT fram- tíðarflugið milli Evrópu og Amer- íku. Verður ísland áfangastaður í því flugi? Eftir heimsflugið' 1924 fóru menn fyrir alvöru að ræða þann möguleika. Og hver veit hvað framtíðin kann að fela í skauti •ínu. Kaupstefnan í Riga, Á tímabilinu frá 29. júlí til 12. ágúst verður haldin alþjóðakaup- stefna í Riga og í minningu þess, að Lettland á nú 10 ára sjálfstæð- isafmæli, verður forsetinn vernd- ari kaupstefnunnar. í sambandi ▼ið kaupstefnuna verður haldin nautgripasýning dagana 4.—6. ágúst. 5tóra nnrræna. ------ i Stóra norræna *ritsímaf jelagið hjelt aðalfund sinn hinn 30. maí. Var Rewentlow greifi, forstjóri í utanríkisráðuneytinu, kosinn í stjórn fjelagsins í staðinn fyrir Bardenfleth flotaforingja. Síðan var samþykt með 44000 atkvæðum -— en 300 greiddu ekki atkvæði — að auka hlutafjeð um 9 miljónir króna. » Qsanninda uaöall tryggua Þurhallsscinar í erlendum blöðum. I. Tryggvi Þórhallsson hefir und- anfarið verið að ferðast um út- lönd, sem æðsti embættismaður íslensku þjóðarinnaír. Hann hefir farið land úr landi og sagt frjett- ir hjeðan að heiman, einkum stjórnmálafrjettir. Vegna þess að Tr. Þ. er æðsti embættismaður, landsins, er orðum hans veitt meiri athygli erlendis en alment j gerist um ferðamenn hjeðan. En j einmitt vegna þessarar sjerstöku j athygli, sem oTðum forsrh. er veitt, verður hann að' tala „var- legar en aðrir menn,“ eins og Tr. Þ. komst að orði í Tímanum 8. i jan. f. á. Fýrir skömmu var þess getið j hjer í blaðinu, að Tr. Þ. hefði sagt dönskum blaðamönnum frá því, að j við værum staðráðnir í að stýfa krónuna í því verði sem hún nú hefir. Þessi sömu ummæli hefir! ráðherrann látið norsk blöð eftir sjer hafa. Frjettafitari norska stór \ blaðsins „Tidens Tegn“ í Kaup- mannahöfn hefir haft viðtal við Tr. Þ. og birtir norska blaðið við- talið 1. maí s. 1. Lýsir ráðherrann því þar yfir, að ákveðið sje að stýfa íslensku krónuna í því verði' sem hún nú hefir. Vafalaust hefir Tf. Þ. látið finsk og sænsk blöð hafa þessa sömu vitleysu eftir sjer. Hefir forsrh. íslands þá rækilega aug-1 lýst það um öll Norðurlönd, að ! íslenska ríkið sje í þann veginn að gefast upp sem gjaldþrota! ; Gnmmi stí gv j el með þessu vörumerki hafa hlotið lof sjómanna fyrir farmúrskarandi góða endingu. Eru auk þess sjerlega rúmgóð og þægileg. Sjómenn! Kaupið þess vegna aðeins „HOOd" gÚTHITIÍSfígVjel. Fyrir togaramenn mælum við sjerstaklega með okkar ágætu ofanálímdu stígvjelum. Hvannbergsbræðnr. T REIÐHJÖL. „Armstrong“ „Convincible“ „Brampton“ Eru hinar frægustu reiðhjólategundir á heimsmarkaðin* um, og standa tvímælalaust öllum öðrum reiðhjólum fram- ar, er til landsins flytjast, hvað verð og gæði snertir, enda geta aUir komist að raun um það með því að gera saman- burð á þeim og öðrum tegundum, sem á boðstólum eru. Þessi ágætu reiðhjól kosta þó ekki meira en miðlungstegundir alment. Verð á reiðbjólnm frá 100 til 200 krónnr. Hagkvæmir greiðslnskilmálar. RelðhjölaverRsmlðian „Fáikinn*1. í sambandi við þessi samtöl við ; erlend blöð', hefir forsrh. sagt frá því, að síð'asta þing hafi skipað nefnd til þess að rannaska á hve'rn hátt festing kr'ónunnar verði fram kvæmd. Hjer hlýtur ráðherrann að eiga við þingsályktunartillögu þá, sem Halldór Stefánsson 1. þm. N.-Mýl. og Ingvar Pálmason fluttu í sameinuðu þingi. Tillaga þessi er svohljóðandi: „Sameinað Alþingi ályktar að fela rítósstjóminni að láta fram fara fyrir næsta þing rannsókn og undirbúning til endanlegrar stópunar á gildi íslenskra peninga, enda telur öragt, að þangað til verði gildi þeirra haldið óbreyttu." í tillögu þessari felst ekkert það, sem getur gefið Tr. Þ. til- efni til þess að' fullyrða í erlend- um blöðum, að við sjeum ákveðnir að stýfa krónuna. Tillagan mælir svo fyrir, að stjórnin undirbúi fyr- ir næsta þing endanlega skipun peningamálanna. Stýfing er ekki orðuð í tillögunni, og aðalflutn- ingsmaður hennar (H. Stef.) lýsti því skýrt og afdráttarlaust yfir t framsöguræðu sinni, að allir, bæði hækkunarmenn og þeir er vildu stýfa, ættu að geta greitt till. atkvæði, því hún segði ekkert fyrir um það, hver skyldi verða endanleg stópun málsins, heldur væri hjer aðeins um nauðsynleg- an undirbúning að ræða. Meira að segja kom það skýrt fram í ræðu H. Stef., að honum persónulega væri það geðfeldara að myntin siálf yrði ektó stýfð. Þetta er alt og sumt, sem forsrh. hefir í höndum, þegar hann er að auglýsa það um öil Norðurlönd, að við sjeum ákveðuir í að stýfa okkar krónu niður í núverandi gangverð pappírspeninganna. Og þar sem ekki liggur annað fyrir frá Alþingi í þessu máli, er sýni- legt að Tryggvi Þórhallsson, for- sætisráðhei^a, hefir sagt ósatt nln þessi mál í erlendum blöðum! Er það ekki ævarandi minkun fyrir íslensku þjóðina, að hafa slíkan mann í sæti forsætisráð- herra? Molar. Nafnafölsunarmálið af Síðu. Jónas Þorbergsson virðist mjög út á þekju síðan hann tók sjer frí frá ritstjórn Tímans. í fjar- veru nafna síns, er hann fenginn til þess að' skrifa í blaðið fúk- yrðasora um einstaka menn, en án slíks góðgætis getur Tíminn ekki sýnt sig. En komi það fyrir, að J. Þ. skrifi um málefni, fer alt út um þúfur hjá honum. Þar tapar hann sjer algerlega. Þann- ið fer fyrir honum síðast, þegar hann skrifar um nafnafölsunar- málið af Síðu, sem vandlega er geymt undir lás hjá dómsmála- róðlierranum. J. Þ. heldur' að Gísli Sveinsson sýslumaður hafi ákveðið að’ rannsókn málsins skyldi hætt. Er hann þá búinn að gleyma yfir- lýsingu frá G. Sv. sjálfum, sem birt var í þessu hlaði, þar sem sannað er hið gagnstæða. — Þá heldur J. Þ. að' annar ritstj. Mbl. (J. K.) hafi dróttað því að G. Sv.t ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••< »•• • • • • • • Skóverslun Stefáns Gunnarssonar Austurstræti 3. Kvenskór margar tegundir nýkomnar. — — Karlmannaskór, ágæt tegund, merki „Neuffer“. Alskonar skór á börn og unglinga. Strigaskór og Sandalar, góðar tegundir. Gummístígvjel, ágæt tegund, allar stærðir. Reynið Eg Gii skóáburðinn og bonevaxið. Það er viðurkent að vera það besta. • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • Sumarskófatnaður. Kven-Rifsskór með hælum, hvítir og mislitir, ljettir, góðir og ódýrir. Iíven-skqr úr ljósu skinni margar gerðir frá 7.50. Karlmanna-strigaskór með hælum, ljettir, góðir og afar ódýrir. Karlmanna-sandalar úr ágætu brúnu leðri. Karlmanna-skór, brúnir með hrágúmmísólum 12 kr. Baraa og unglinga SANDALAR með hrágrúmmíbotnum, afarsterkir ‘ og ódýrir. Tennisskór, baðskór, inniskór og ótal margt fleira. Hvefrgi meira úrval. — Hvergi betra verð. Sendum um alt land gegn póstkröfu. Á landi, sjó og í lofti ef á liggur. Skóverslun B. Stefánssonar. Laugaveg 22 A. — Reykjavík. Símnefni: SKÓVERSLUN. Sími 628.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.