Morgunblaðið - 03.06.1928, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1928, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ J>tingur baggi á gjaldþegnum Jandanna, og hvenær þær muni ,geta staðið á eigin fóium. Lítum augnablik á, hversvegna opinber ^styrkur er .uiuðsynlegur, og hvort hann er rjettlátur. Er þá fyrst þess að geta, að öll samgöngutæki hafa notið opinbers styrks á fram-1 farabraut sinni. Hinn frægi Ameríkumaður Henry Förd segir í einni bók sinni: Engin dráttarvj el, engin þireskivjel, engin bifreið, engin eimreið, engin ný iðnaðaruppgötvun hefir komist "til framkvæmda, án þess að al- menningur hafi styrkt þær fram- ltvæmdir. Um allan heim hefir al- menningur borið’ útgjöld við vega- Jagningar, og viðhald vega. Járn- ■brautirnar voru styrktar af ríkj- unum í marga áratugi. Ein'skipa- fjelögin hafa fengið styrki á ýms- skiftunum, getur komist hjá því lengur, að nota flugsamgöngurnar. Þeir sem útiloka sig frá þeim, mega búast við að verða aftur úr, og baka sjálfum sjer mikið tjón. Eðlilegt er að almenningur eigi í fyrstu bágt með að átta sig á hin- um nýju farartækjum. En þegar við lítum á framfarir flugferðanna síðustu 8 árin, þá er ekki hægt að segja annað, en að almenningur hafi furðanlega fljótt gert sjer grein fyrir gagni flugferða og nauðsyn þeirra í heimssamkepn- inni. Reynslan hefir og sýnt, að enn þurfa flugfjelögin að auka verksvið sitt að stórum mun og brjóta nýjar leiðir. Hvernig það tekst, fer eftir því, hve framfarir verða örar á hinu tekniska sviði. Eftir viðkynningu minni við ýmsa hjer á fslandi, hefi jeg kom- Farþegar í flugvjelarklefa. an hátt, í byggingarkostnað, með hefnarvtrkjuin, vitabyggÍQgum o. s. frv. Fjelögin hafa jafnvel fengið beina styrki til þess að halda uppi ferðunum. Englendingar skuld- bundu sig t. d. árið 1903 að greiða Cunard línunni í 20 ár’ 3% milj. sterlingspunda styrk á ári. Og hversvegna eru þessir styrk- ir veittir? Eingöngu til þess að •örva viðskifti. Bættar samgöngur eru aukin viðskifti. Samgöngurn- ar eru grundvallaratriði í við- skiftum allra landa. Þareð nú að flugvjelarnar eru orðnar sam- göngutæki, sem geta aukið við- skiftin, þá hafa menn litið svo á, .að skylda beri til þess að styrkja flug eins og aðrar samgöngur. Hlutverk flugvjela í samgöng- um er að flvtja fólk og vörur’ langar leiðir á mikið styttri tíma •en hægt er á annan hátt, notkun flugvjela í þessu efni er orðin mik- il síðustu árin. Árið 1927 fóru 100 þúsund farþegar með þýskum flugvjelum. Auk þess fluttu þær 1 i/2 noilj- kg. af vörum og 500.000 kg. af pósti. Fara póst- og vöru- flutningar mjög í vöxt. Eftir- spurnin eftir flutningum var oft svo mikil 1927, að þótt bætt væri flugvjelum við, komst ekki allur flutningurinn með þeirri ferð sem ætlað var. Úr þessu á að bæt.a í ár, með því að koma á sjerstök- um vðruflutningaferðum, og nota til þeirra ferða vjelar, sem gerð- .ar eru sjerstaklega til vöruflutn- ínga. Um leið á að koma á hrað- ferðum milli ýmissa staða, þar sem flogið verður langar leiðir, án þess að koma nokkurstaðar við. Af þessu er það ljóst, að menn nota ekki flugvjelar að gamni sínu. Menn nota þær af praktísk- um ástæðum, til þess að spara sjer tíma, og koma pósti og vörum, sem öruggast og fyrst á ákvörðun- arstaðinn. Ekkert land, sem ætlay sjer að fylgjast með í heimsvið- ist að raun um, að menn eru ekki enn búnir að átta sig, á hve ör- ugg farartæki flugvjelar eru orðn- ar; þetta er ekki nema eðlilegt vegna þess, að almenningur heyrir mest um flugslysin, en minna um hinar daglegu samgöngur, og gæt- ir þess ekki að flugslysin gerast á alt öðru sviði, annaðhvort við íþróttaflug eða á flugæfingum hermanna. Það er því skakt, er menn kenna flugsamgöngum þessi flugslys; íþrótta- og hernaðarflug er jafn óskylt flugsamgöngum eins og bifreiða kappakstur er óskyld- ur póstferðum bifreiða. íþrótta- flugmaðurinn verður sífelt að tefla á tæpt vað, til þess að leysa afrek sín af liendi, en fiugmaður sá, sem stýrir viðskiftaflugvjel, verður fyrst og fremst að ábyrgjast, og gæta þess, að í engu skeik'i, og að farþegar hans komist leiðar sinnar heilir á húfi. Rjett er að geta þess hjer, að aðeins hraustir,athugulirog alvöru- gefnir úrvalsmenn, fá leyfi til að undirbúa sig undir viðskiftaflug. Námstíminn er fjögúr ár; námið bæði verklegt og bóklegt, og verða nemendur að ganga undir mörg próf. Áður en námi er lokið’, verða þeir að minsta kosti að hafa flogið 50 þús. km. með fullæfða flug- menn sjer við hlið.’ Þeir verða að hafa flogið margskonar leiðir, og þá fyrst fá þeir leyfi til að taka aðalstjórn flugvjelar að sjer. Það er engum efa undirorpið, að svo þrautreyndir menn, með svo mikla æfingu, eru því vaxnir að’ stýra flugvjel. Veðurathuganir hafa mikla þýð- ingu fyrir flugferðir’, og hefir reynslan sýnt, að samvinna er nauðsynleg milli veðúrstofnanna og flugf jelaganna.Engin flugvjel legg ur upp í ferð, án þess að flugstjóri fái nákvæmar veðurfregnir af því svæði, sem hann ætlar að fljúga yfir. Það er því nauðsynlegt að veðurathuganastöðvar sjeu hjer og hvar um alt svæðið, svo að flug- menn viti fyrirfram um veðrátt- una á vegi þeirra. Flugmenn geta als ekki verið án veðurskeytanna. Oft er það svo, að þó að gott sje veður þar sem þeir leggja af stað, geta þeir brátt hitt fyrir sjer als- konar hindranir, storma, þokur og alskonar illviðri, sem flugstjóri mundi ekki vilja leggja út í, ef hann á að vera öruggur um líf og limi farþega sinna. í veðurfrjett- unum á flugstj. að fá að vita, hvort skygni er gott á leið hans, hve hátt er til skýja, hvort nokkur þoka er eða vindur, og þá hvaða vindátt. Á nýjustu flugvjelum eru loftskeytatæki, svo að flugstjórar geta fengið veðurfrjettir, meðan þeir eru í loftinu. Mörg önnur tæki eru í flugvjelunum, til þess að gera flugferðirnar sem örugg- asfar, m. a. verkfæri til þess að hafa fulla vitneskju um hreyfi- vjelamar, mælar til þess að mæla flughraðann, lofthæðina, auk tækj- anna til þess að hafa sem best vald á að stýra vjelunum. Eftir því sem hærra er flogið, eftir því er hægra að velja sjer stað til þess að setjast á, ef svo illa tekst til, að eitthvað er að, og nauðsynlegt er að setjast. Þó að mótorinn stöðvist, er hægt að renna sjer í loftinu þúsund metra fjarlægð, fyrir hverja 100 m. sem vjelin nálgast jörð, ef flugvjelin t. d. er í þúsund metra hæð, þá getur flugmaðurinn valið sjer lend ingarstað hvar sem hann vill, í 10 km. fjarlægð, enda þótt að mótor- inn stansi. Til þess að gera flugið ennþá öruggara, eru oft hafðir margir mótorar í sömu flugvjel- inni; þó að einn þeirra stöðvist, getur flugvjelin haldið áfram, eft- ir sem áður’. Þegar alt þetta er tekið til greina, þá liggur það í augum uppi, að flugvjelar eru eins ör- ugt farartæki, eins og önnur þau farartæki, sem notuð eru. Þetta liefir almenningur skilið í Þýska- landi, og þessvegna hefir notkun flugvjela. aukist þar með hraðari skrefum, en menn gátu gert sjer í hugarlund. Það væri óhugsandi að 100.000 manns færu þar loftleiðis á einu ári, ef menn litu þannig á, að flugfarþegum væri þar nokkur hætta búin. Jeg vildi óska þess að þið áheyrendur mínir hefðuð tækifæri til þess að sjá einhvern- tíma flugvöllinn mikla í Berlín; þangað koma ftugvjelar sveimandi úi öllum áttum, frá London, París, Moskva, Kaupmannahöfn og Mad- rid, þið munduð í fyrsta sinni undrast það, hve almenningúr þar lítur á flugferðir sem sjálfsagðan hlut. Menn gera engan mun á því, hvort þeir stíga í flugvjel, á skip eða í járnbrautarlest. Og þó erum við enn aðeins á byrjunarstigi, því að viðskiftaflug er aðeins 8 ára gamalt. Framtíðar- mark flugsamgangnanna er að koma öruggum ferðum milli fjar- lægustu landa á hnettinum, þá fyrst koma flugferðir að fullkomn- um notum. Flugleiðin milli Lon- don og Moskva er' .byrjun ein, flugleiðin frá Norðurlöndum suð- ur í álfuna sömuleiðis, á meðan eigi er hægt að halda óslitið áfram suður yfir Alpafjöll um ítalíu og suður yfir Miðjarðarhaf. Loftleið- in austur til Budapest verður að ná alla leið til Austurlanda. — Evrópa gamla er of lítil fyrir loft- leiðir framtíðarinnar. Þá fyrst gera flugvjelarnar fult gagn, er þær tengja saman allar viðskifta- og menningar-miðstöðvar heimsins, og fljúga yfir þver og endilöng úthöf og álfur. Framtíðarloftleiðirnar efu ekki sjerlega margar. Ein yfir norðan- vert Atlantshaf til New York, þaðan er þegar hægt að fljúga yfir þvera Ameríku. Önnur yfir sunnanvert Atlantshaf, frá Spáni yfir Capverdisku eyjarnar til Suð- ur-Ameríku. Þá leiðin yfir þvera Ásíu, frá Evrópu til Japan og Kína. Þá hin svonefnda „breska loftleið“ milli Englands, Indlands og Ástralíu. Onnur „bresk“ leið suður endilanga Afríku frá Cairo til Cap. Og loks ein loftleið yfir Kyrrahafið milli Asíu og Ameríku. Oll hin frægu flugafrek á sein- ustu árum, eru forboði þess, að takast megi að koma á föstum fiugferðum á þessum langleiðum. Þó enn sje aðeins um að ræða íþróttaafr'ek á þessu sviði, eru þau um leið undirbúningur undir seinni tíma samgöngur. Maður þarf ekki að hafa hugmyndaflug Jules Vernes til þess að gera sjer í hugarlund, hvernig loftsamgöng- ur verða í náinni framtíð. Stór'ar flugvjelar með mörgum mótorum hver, fljúga yfir höf og lönd, og hakla ákveðnum áætlunum. Þær geta flutt fjölda farþega, er geta notið þar allra lífsins þæginda. Og þær halda leiðar sinnar jafnt á nótt sem degi. Jeg hefi þá í stuttu máli gert grein fyrir framþróun flugferða, á núverandi stigi málsins. Áður en jeg lýk máli mínu, ætla jeg að minnast nokkrum orðum á hinar fyrirhuguðu flugsamgöngur hjer á landi. Tilætlunin er, að hefja flug- ferðir hjeðan umBorgarnes, Stykk- ishólm, ísafjörð, Siglufjörð til Ak- ureyrar, og um Vestmannaeyjar, Vík, Hornafjörð til Seyðisfjarðar. Auk þess milli Reykjavíkur og Þingvalla, og gefa mönnum kost á skemtiflugi hjer yfir bæinn. Við ætlum að flytja farþega, póst og alskonar vörur. Okkur er það ljóst, að við getum hjer átt von á ýmsum óvenjulegum erfiðleik- um, einkum vegna óstöðúgrar veðráttu. En við gerum okkur fullkomna grein fýrir, hvaða á- byrgð við tökum á okkar herðar. Við tökum því á engan hátt að okkur að flytja farþega, nema við sjeum algerlega fullvissir um, að við getum heilu og höldnu komist á ákvörðunarstaðinn. Með því einu móti getum * við vænst þess, að almenningur lijer á landi læri að meta flugvjelar, sem örugt þægilegt og hagkvæmt samgöngu- tæki. Við ætlum ekki að' inna hjer af hendi nein íþróttaafrek, við ætlum aðeins að færa sönnur á, að það sje ekki aðeins mögulegt að Jialda hjer uppi flugferðum á ís- landi heldur sje það blátt áfram nauðsynlegt. Um leið langar mig til að bera fram þá óslc mína, að nú þegar flugferðir liefjast, þá skoðið þið þær elíki sem neitt glæfrafýrir- tæki, heldur sem sjálfsagðan lið' samgöngubótanna. — Á fáeinum klukkustundum getum við flutt yður hjeðan til Akureyrar, og brjefin sem þið afhendið hjer að morgni, verða komin móttakanda í hendur um hádegi austur á Seyð- isfirði. Við ætlum að inna hjer tvent af hendi. Koma öruggum og fljótum fei-ðum á hjer innan- lands, um leið og við leggjum grundvöll að því, að ísland verði síðarmeir tengt með flugsamgöng- um við umheiminn. Þetta er takmark Flugfjelags íslands. Því takmarki verður því aðeins náð, að menn sýni fjelaginu velvilja, og að við fáum nauð- synlega aðstoð. Á hinn bóginn er okkur það ljóst, að við verðum að miðá framkvæmdir okkar við þarfir og kröfur almennings. Jeg vil að endingu geta þess, er jeg í fyrsta sinni kem fram fyrir almenning hjer í Reykjavík, að’ mjer hefir verið mikil ánægja að því, hve vel mjer hefir verið tekið hjer í Reykjavík. Af við- tökum þeim hafa vonir mínar glæðst um það, að verk okkar hjer beri árangur og að samvinna okk- ar Þjóðverja við yldcur hjer á sviði flugsamgangnanna geti orðið til þess að auka samúð og vinar- þel milli Þjóðverja og íslendinga í -framtíðinni. Stofnun Flugfjelagsins. Eftir dr. Alexander Jóhannesson. Dr. Alexander Jóhannesson. Sumarið 1926 var’ jeg á ferð með Esju austur á fjörðum og lá í daunillum klefa með’ þrem ferða- fjelögum; var víða við komið og gekk ferðin seint. Ásetti jeg mjer þá að beitast fyrir stofnun flug- fjelags, því að jeg var sannfærður um, að fá lönd í heimi hefði meiri þörf flugferða en ísland. Jeg hafði þá kynt mjer eftir föngum fram- farir fluglistarinnar, hafði flogið 1919 yfir nolckurn hluta Eystra- salts, Rostock og Warnemúnde og síðan aftur 1925 frá Kaup- mannahöfn til Hamborgar. Reit jeg þá allítarlega grein um flug- mál í Morgunblaðið í nóv. s. á. Sumarið 1926 var jeg svo heppinn að kynnast |)ýskum flugfræðingi Siegert oberstleutnant, er var hjer á ferð’, og skýrði jeg honum frá áformi mínu og bað hann um lið- sinni. Varð liann vel við beiðni minni og liefi jeg staðið í stöðug- um brjefasldftum við hann síðan; á jeg honum manna mest að þakka að jeg hefi komið áformi mínu í framkvæmd. Kom hann mjer í samband við hið mikla flugfjelag Lufthansa, sem er stær'sta flugfje- lag í heimi. Hefi jeg skiftst á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.