Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 8
Lokað land - lokaö fölk Þegar farið er að heiman til að feröast um í ókunnu landi eru fyrstu áhrifin skýrari og meira lifandi, en nokkru sinni síðar, þó farið sé til sama lands. Flýti maður sér um of að setja á blað það sem fyrir augu ber, benda allar líkur til að lýsingar á landi og þjóð geti orðiö lifandi og skemmtilegar en kannski ekki eins nákvæmar og við nánari kynni. Þetta er aö vísu lausleg þýöing á því sem Vilhjálmur Stefánsson segir í upphafi bókar sinnar „Hunters of the great north“. Vilhjálmur hélt ferð sinni í kaldbitra feg- urð norðursins, en orð þessi gætu eins átt við heita og gróðursæla fegurð suðursins. Nú skyldi haldið í suð-austurátt til Búlg- aríu. Aö morgni mánudagsins 24. ágúst var lagt upp frá Keflavíkurflugvelli og stefnan tekin á Kaupmannahöfn, þótt um hópferð væri að ræða, var flogið í áætlunarflugi, því þegar til Hafnar kæmi átti „Balkan Airlines" að taka við hópnum. Flugið út gekk að óskum og eftir að fólki og farangri hafði verið smalaö saman var lagt uppí eina alls- herjar píslargöngu eftir þeim lengstu rang- hölum sem ég hef nokkru sinni lent í, í nokkurri flughöfn, og þá loksins litum við farkostinn augum. Eftir að hafa flogið með okkar glæsilega íslenska farkosti sýndist okkur vélin helst vera eftirhreytur frá fyrra stríði og að auki virtist 5 ára áætlunin ekki hafa staðist í málningarmálunum, eftir þreytandi göngu vonuðust samt allir til að komast sem fyrst af stað, en sú von brást, allt í einu ruddust þrír valdsmannslegir menn fram, „VIP“, sem sagt forgangs- menn. í barnaskap mínum hélt ég aö í sósí- alisku ríki væru allir jafnir, en ég komst að raun um að þar átti ég ýmislegt ólært. Nú var loksins að því komið aö út í vélina skyldi haldið, fremst í flugvélinni voru nokkur sæti laus og spurðist ég fyrir um hvort þarna mætti setjast, en var tilkynnt að þetta væri öðrum ætlaö. Þegar til kom voru þrjár persónur í plássi sem líklega hefði rúmað 12—14 manns. En í loftið var haldið og stefnan tekin á Sofiu, höfuðborg Búlgaríu. Borgin Sofia liggur á sléttu um 500 m yfir sjávarmáli umkringd fjöllum. i suöurátt eru Vitosha og Lyulin þjóðgarðarnir. Héraöið er frægt fyrir ölkelduuppsprettur og böö sem er hægt að finna i borginni sjálfri. Sofia hét áöur Serdica og var og er mik- ilvægasta samgönguæð Búlgara og er tengd meö vega- og lestalinum við Belgrad, Istanbul, Aþenu og Bukarest, reglubundið flug er til stærri borga lands- ins og aðalborga í austur og vestur Evrópu og líka til Afríku ög Asíu. Mikið af gömlum byggingum voru eyði- lagöar af herskáum nágrönnum og tók borgin smátt og smátt á sig auStrænan svip. Eftir seinni heimsstyrjöldina átti sér stað mikil uppbygging, byggðir voru skól- ar, sjúkrahús og aðrar byggingar ætlaðar almenningi til afnota. Þrátt fyrir erlend yfirráö gegnum aldirnar héldu Búlgarir sterkri þjóðerniskennd sinni og móðurmáli sínu ósnortnu og eiga þjóð- lega tónlist, söngva og þjóð- og helgisögur. Að Búlgaríu liggja Rúmenia, Júgóslavía, Grikkland og Tyrkland. Þegar til Sofia kom var farið til eins glæsilegasta hótels landsins, Vitosha/New Otani, sem byggt er í sameiningu af Japön- um og Búlgörum. Hótelið er geysilega stórt og þegar er komið inn í anddyriö mætti halda að það hefði verið sérhannað fyrir mörgæsir, iskaldur hvítur marmari og svo vítt til veggja aö fólk fær víðáttubrjálæöi, allt þrælskipulagt og „sterilíserað". Það var orðið áliðið kvölds og allir þreyttir svo ákveðið var aö ganga til hvílu, því næsta dag stóð til að skoða borgina. Klukkan níu næsta morgun skyldi snæddur morgunverður og síðan lagt af stað. Þegar komið var niöur næsta morgun furðaði fólk sig á háværu fuglatísti og feng- 8 um við þær upplýsingar að plötu væri brugðið á fóninn, líklega til þess að gera kuldalegt umhverfið náttúrulegra. Þegar út var komið voru aliir guöslifandi fegnir að vera lausir við bölvað fuglagargið. Hópurinn stóð nú á hlaðinu og beið eftir bílnum, sem ekkert bólaði á og var því Þorbjörg, fararstjórinn okkar, spurð um hvað ylli töfinni og komumst viö þá að merkilegum hugmyndum Búlgara um viðskipti; hefði hópurinn talið 40 manns hefðum við fengið luxus rútu, sko, sjáiði, hún benti á fínan bíl, eins og þennan þarna, en af því að við erum 44 fáum við gamla rútu, sem gæti átt það til að geispa golunni annað kastið. Veðurguðirnir reyndust okkur ekki hliö- hollir framan af, það rigndi og þokusúld byrgði útsýnið. Við skoðuöum það mark- verðasta í miðborg Sofia, þar á meðal gamalt baðhús sem virtist vera í uppgreftri. Eitt af því markveöasta sem viö skoðuöum í Sofia var gamalt kaupmannshús, það fengum við að skoða að innan. Það er viö- arloft í hverju herbergi, allt útskoriö hvert með sínu mynstri og er hreinasta listasmíð. Hér áður fyrr voru kaupmennirnir auðug- asta stétt landsins. Ennfremur skoöum við alveg einstakt minnismerki um Georgi Dim- itrov, þaö er grafhýsi úr hvítum marmara. Grafhýsi þetta var byggt, aö því er leiö- sögumaður okkar tjáði okkur, á tveimur sólarhringum í sjálfboöavinnu eingöngu. Við dyrnar standa tveir skrautlega búnir varömenn, þeir standa grafkyrrir, depla ekki einu sinni auga. En á tveggja tíma fresti eru varömannaskipti. Svo kyrrir stóöu þeir aö okkur sýndist í fyrstu aö þetta væru brúður. Mér finnst Sofia ekki falleg borg, enda viðdvöldin stutt og því kannski ekki alveg marktæk. Áður en viö lögöum af stað í þessa skoð- unarferð hélt fararstjórinn smátölu og minnti okkur á aö viö værum gestir í fram- andi landi og baö okkur að viröa venjur og siði gestgjafa okkar og sýna þolinmæði, hlutirnir ættu til með að ganga hægt fyrir Síðsumarferð um Búlgaríu Fjóla Karlsdóttir segir frá Greinarhöfundurinn er hér ásamt dóttur sinni á tveimur myndum; að ofan fyrir utan högg- myndasafnið í Plovdiv og að neðan hjá högg- mynd, konu, tákni Búlg- aríu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.