Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 2
3 Leikluisið Iðnó við Tjörnina. Þar liafa Beykvíkinffar og raxinár f jöldi landsmanna átt ótaldar ánægrjxistiindir. Árni Óla A LEIKHUSIÐ IÐNÓ Félagshyggja mátti heita óþekkt hug- tak í Reykjavík fyrir einni öld. — Menn urðu að vera sjálfum sér nógir og hver þóttist eiga nóg með sjálfan sgi. Lítið hafði brytt á samtökum eða félagsskap fram að þeim tíma, nema þá helzt til hins verra, svo sem eins og stofnun drykkjuklúbbanna, og samtök- um kaupmanna um að hafa lágt verð á íslenzkum vörum, en hátt verð á hinum útlendu. En svo var Iðnaðarmannafélagið stofnað, fyrst allra þeira félaga, sem nokkrar sögur fara af í Reykjavík. Og það var í rauninni mjög eðlilegt að iðn- aðarmenn skyldu fyrstir verða til þess *Rð stofna með sér félagsskap. Þeir voru flestir „sigldir" og höfðu kynnzt „fag“- félögum ytra, hver í sinni grein, og vissu að samtök eru afl þeirra hluta sem gera skal. En hér kom ekki til greina, eins og þá stóð á, að stofna „fag“-íélög, og þess vegna var stofnað eitt allsherjarfélag iðnaðar- manna. Á þessum tíma höfðu ýmis félög ver- ið stofnuð í bænum, og þau áttu öll við sömu erfiðleika að striða. Um það segir Knud Zimsen svo í minningum sínum: „Reynslan hafði sýnt, að þau félög, sem þurftu að eiga það undir náð annarra að fá inni kvöld og kvöld, áttu erfitt uppdráttar og urðu sjaldnast langlíf". Vegna þessa var farið að tala um það í alvöru, að Iðnaðarmannafélagið kæmi *feér upp eigin samkomuhúsi og fund- arstað. Góðtemplarareglan, sem stofnuð var hér 1885, hafði séð nauðsyn þess að koma sér upp eigin húsi, og vann það til að gera uppfyllingu í tjörnina sunnan við Alþingishússgarðinn og fram þangað er Vonarstræti var fyrir- hugaður staður, til þess að fá lóð und- ir húsið; þetta samkomuhús var reist ár- ið 1887. Svo var það á fundi í Iðnaðarmanna- félaginu 1. febrúar 1891, að Matthías Matthíasson, sem þá var formaður fé- lagsins, bar fram tillögu um, að félag- ið reisti samkomuhús fyrir sig. Féllust menn á þetta og var samþykkt að hefja þegar fjársöfnun til húsbyggingar og skyldi ráðizt í byggingu þegar 4000 kr. væru fengnar. Á þessu varð þó alllang- ur dráttur og var það ekki fyrr en í desember 1893, að Magnús Benjamíns- son bar fram tillögu um að félagið ósk- aði eftir að fá útmælt svæði í tjörn- inni til uppfyllingar undir hús sitt. Var það samþykkt og einnig að bvrja þeg- ar á uppfyllingunni. Bæjarstjórn brást vel við þessari málaleitan. Fyrir nær tveimur árum hafði hún leyft Hirti Hjartarsyni að gera uppfyllingu fram i tjömina vestan lækjaróssins, svo að hann fengi þar 30x30 álna lóð. Nú leyfði hún iðnaðarmannafélaginu að gera uppfyliingu vestan við þessa lóð, 30 álna langa frá austri til vesturs og 25 álna breiða. Jafnframt var leyft að reisa á hinni nýju lóð hús, sem væri 12x14 álnir. Margir létu sér þetta vel lynda, en Magnús Benjamínsson úrsmiður var ekki ánægður. Hann vildi að félagið væri ekki að hugsa um að reisa smá- kofa fyrir sig, heldur ætti það að reisa stórhýsi fyrir bæinn — samkomuhús og leikhús, sem orðið gæti menningarmið- stöð. Og með lagni og fortölum hafði hann sitt mál fram, þótt það tæki lang- an tíma. En 7. marz 1896 samþykkti bæjarstjórn, að félagið mætti reisa stór- hýsi það er enn stendur. Hafði Einar J. Pálsson byggingameistari gert teikn- ingu af húsinu. Þess er oft getið í fornsögum, að ís- lenzkir höfðingjar fóru utan til þess að kaupa sér húsavið. Nú tóku iðnaðar- menn upp þennan gamla sið og sendu utan Svein Jónsson snikkara að kaupa allan efnivið í húsið. Tókst sú för vel og greiðlega og er sagt að hún hafi borgað sig vél, þvi að Sveinn komst að góðum kaupum á efniviðnum. Munu þau ekki mörg húsin hér í borg er eiga sér slíka sögu. Þótt allt virtist nú ganga að óskum, var þó einn þrándur í götu — féleysi. Eins og allir vita verður stórhýsi ekki reist án peninga, en peninga átti félag- ið ekki. Það byrjaði á þvi að fá að láni tvo smásjóði, Leiktjaldasjóðinn og Thaliusjóðinn. Leiktjaldasjóðurinn var í umsjá bæjarstjórnar. Höfðu nokkrir menn stofnað hann árið 1866 með 100 ríkisdölum ög gefið honum .auk .þess nokkuð af leiktjöldum';o,g oðrum áhöld um til leiksýninga; Peningarnir áttu að ávaxtast, en leilkáH®jít^sieyldu 'léð tií afnota fyri'r borgún., ^jó'ðúrinn vax stofnaður í því ai^náfríiði, að komið yrði úpp fyrir hanrf; annaðhvort leik- sviði í sámkomúhúsi, eða þá fullkomnu leikhúsi, þegar honum væri vaxinn fisk-i, ur úm hrygig; Thalíusjóðurinn hafði einnig verið sttífnaður til framdráttar leiklist í ReykjáVík, en var í vörzlu ein- stakra manna. — Þessa sjóði fékk’ félag- ið að láni geg'rí'þvi, að söngfélög bæj- arins fengi til afnota leigulaust eitt her- bergi í húsinu til æfinga. Síðan fékk félagið 12,500 kr. lán í Söfnunarsjöði gegn fyrsta veðrétti í húsinu og 5000 króna lán í Landsbank- anum gegn sjálfskuldarábyrgð 25 fé- lagsmanna, og sýndi þetta mikla fóm- fýsi þéirra. Þarf svo ekki að rekja þá sögu nánar. En þegar húsið var fuli- smíðað kostaði það 36.000 kr. og þótti það óhemju fé í þá daga, Hús þetta hét Iðnaðarmannahúsið, en almenningur stytti það sér í munni fljótlega og nefndi Iðnó, og það nafn festist við það. Húsið var svo veglegt, að það varð bæði félaginu og félagsmönnum til stór- sóma. Um það fórust „Isafold" svo orð: „Það er mikils háttar fyrirtæki, sem Iðnaðarmannafélagið hér í bænum hef- ir ráðizt í og leyst af hendi öllum von- um framar: að reisa samkomuhús handa sér, er gengur næst að fyrirferð Al- þingishúsinu og Latínuskólahúsinu, 43 álna langt og 20 álnir á breidd, af timbri og járnvarið, á lóð, sem til hefir verið búin af mannahöndum úti í tjöm- inni norðanverðri, við hið fyrirhugaða Vonarstræti. 1 húsinu er m. a. leiksvið, stærra miklu og haganlegra, en hér hef- ir til verið áður, 11% x 15 álna vitt og 9 álna hátt af palli, en áhorfenda- salur 14 x 21 alin og 11 Vz alin undir loft. Fyrir smíði þessári hefir formað- ur Iðnaðarmannafélagsins staðið, Matthías Matthíasson verzlunarmaður, við annan mann úr stjórn þess, Andrés Bjarnason söðlasmið, ásamt þremur kjörnum öðrum mönnufti: Einari J. Páls- syni snikkara sem var yfirsmiður að húsinu, Magnúsi Benjamínssyni úr- smið og Ólafi Ólafssyni prentara. Verð- ur eigi annað sagt, en verk þetta sé þeim og félaginu til mikils sóma, og bænum veruleg framför og prýði“. — Benedikt Gröndal skáld hrósaði ekki öllu, en í lýsingu Reykjavikur um alda- mótin segir hann þó úm þetta hús: „Oti við tjömina er hið mikla og fagra hús Iðnaðarmannafélagsins, Iðnaðarmanna- húsið, með skrautlegum sal og stórum herbergjum. Þar eru haldnir dansleik- ir og þar er nú hið helzta sjónleikahús Reykjavikur". Félagið hélt fyrsta fund sinn í hús- inu 29. des. 1896 og vígði það þar með sem félagsheimili sitt. En segja má, að vigsla samkomuhússins hafi farið fram 30. og 31. janúar 1897, þvi að þá voru haldnir þar samsöngvar undir stjóm þriggja helztu söngstjóra bæjarins, Steingríms Johnsens, Bjöms Kristjáns- sonar og Jónasar Helgasonar, O'g með „úrvalsliði". Ágóðinn skyldi allur hafð- ur til þess að kaupa hljóðfæri handa húsinu. Áheyrendur voru hvort kvöld- ið um 400, eða um 10. ’hver maður úr Reykjaví’k í hvort skipti, því að þá voru bæjarbúar um 4000. Aldrei höfð'U svo fjölmennar skemmtanir verið hér á landi innan fjögurra veggja, enda 'hafði slíkt samkomuhús sem þetta aldrei verið til á landi hér. Þetta samsvarar því, að nú væri hér í borginni samkomu salur, sem tæki 8000 maríns. Þetta gefur bendingu um hvílikur stórhugur og trú á vöxt og viðgang' Reykjavikur hefir þá rikt ' hjfe forustumönnum Iðnaðar- máríríafélajgsirís. . . _ Þégár ' Góðtemþlarar réisfu hús sitt y hjá tjörninni 1887, var dálitið leiksvið í , þyí, ög' þar hófúst. þegar leiksýíiingáf. Og árið 1894 var ‘stofnað reglulégt lþiK- fédag' til þess að hajdá þar uppi leik- sýningúm undir forustu þeirra Árrí.a. Eiríkssonaf kaupmanns, Kristjárís Þör- grímssonar konsúls og Sigurðar Magn- ússonar cand. theol, Og þar hóf Stefaniay ‘Guðmundsdóttir giæsilegan ■ léikferil sinn, þá kornung stúlka. En þegar leik- húsið kom í „Iðnó“ og var mörgum sinn- um þetra, lan.gaði jæs.sa leikendur til að . fá að reyna krafta sína og hæfileika þar. Stofnuðu þeir þá „Leikfélag Reykja- , víkur“ og segir Indriði Einarssorí svo um það: „Leikfélagið var stofnað 11. janúar 1897 og gengu í það þessir leikarar: Árni Eiri'ksson verzlunarmaður, Borg- ' þór Jósefsson verzlunarmaður, Frið- finnur Guðjónsson prentari, Gunnþór- • unn Halldórsdóttir ungfrú, Hjálmar ., Sigurðsson ritari, Jónas Jónsson alþing- isvörður, Kristján Ó. Þorgrímsson kaup ■ - maður, Sigríður Jónsdóttir húsfrú, Sig- ■ urður Magnússon cand. theol., Stefania " Guðmundsdóttir ungfrú, Steinunn Run- ólfsdóttir ungfrú og Þorvarður Þor- ■’ varðarson prentari. ,— Þess utan gengu • sjö handiðnamenn í félagið, sem ekki : ætluðu að leika, en vildu halda félag- inu til þess að leigja Iðnaðarmannáhús- ið“. — Á þessu má sjá, að stjórn húss- ■ ins hefur lagt kapp á að fá æfða leik- £ira þangað, í stað þess að hef ja þar ■ sýningar með eintómum nýliðum. Þarna hefst saga Leikfélags Reykja- víkur, en hún verður ekki sögð hér. Nægir að benda á, að þarna starfar ’ leikfélagið enn. Um hálfrar aldar skeið sat það að eina leikhúsinu í bænum, og það hefur ekki látið sinn h’lut þrátt íyrir breytta tíma. Reykjavikurborg stendur í mjög stórri þakkarskuld við Leikfélagið fyrir 75 ára menningarstarf þess. En borgin stendur ekki síður í þakkarskuld við þá menn, sem af fram- sýni og ósérplægni réðust í að reisa þetta leikhús fyrir Reykjavík. Og þar má óhætt nefna nafn Magnúsar Benja- mínssonar, sem hugsaði þá öðrum hærra og stærra fyrir hönd bæjarfélágs síns. „Magnús Benjaminsson var aldrei leik- ari, en ekki má nafn hans þó gleym- ast, þá er saga leiklistar Reykjavíkur verður skráð, því að án hans atbeina hefði Iðnó ekki verið reist í þann mund, sem það var gert“, segir Knud Zimsen,. 1 Iðnó fór fleira fram en leiksýning- ar, því að það var um langt skeið að- alsamkomustaður bæjarbúa. Þar voru dansleikir og veizlur, þar voru fluttir fyrirlestrar, þar voru haldnir fj’ölda- fundir, þar voru tombólur og bazar o.m.fl. Skyldi það vera um of að ætla að fyrstu áratugina hafi hver einasti fuHorðinn Reykvíkingur lagit þangað leið sína einu sinni á ári og margir oft? Slí'kt yirði ekki sagt um neitt annað hús í bænum á þeim tíma. Iðnó var nokktxrs konar miðdepill bæjarlifsins, og á þeim árum hefði enginn getað hugsað sér Reykjaví'k án Iðnó. Ef hú.sið • hefði brunnið, mimdi almenn sorg og sðkn- uður hafa ríkt í bænum og mörgum fundizt að hann væri þá ekki nema svtp ur hjá sjón. Svo mlklu hlutverki: hefir þetta hús haft að gegna. i j. (■ 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. janúar'4972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.