Vísir - 21.11.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 21.11.1963, Blaðsíða 7
VlSIR . Fimmíudagur 21. nóvember 1963. 7 Solveig með soninn Hjálm, 3 ára, og Jón með dótturina Ólöfu, 2 ára. (Ljósmyndari Vísis, I. M.) n Hann er píanóleikari og tónskáld, skólastjóri og kennari. 1 kvöld og á laugardagskvöldið verð- ur flutt verk eftir hann á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar, og eft ir hálfan mánuð spilar hann sjálfur píanókon- sert eftir Mozart með sömu hljómsveit. „Það halda margir, að ég hafi ægilegt energi“, segir hann, „en því miður er það ekki rétt. Ég hef alltaf verið heldur pasturs- lítill og er það enn“. „Jæja, en samt vinnurðu nú a. m. k. tveggja til þriggja manna vinnutíma", andmælir frú Solveig, eiginkona hans. Og hún ætti að vita það. Jón hristir bara höfuðið og gerir sig eins pasturslítinn á svipinn og hann mögulega get- ur. Það er ekki fyllilega sann- færandi. Mann grunar, að hann sé einn af þessum firnaduglegu, sem fara sér hægt á yfirborð- inu. Það er Jón Nordal, sem um er að ræða. Við sitjum í fallegu íbúðinni þeirra hjónanna og spjöllum um músík og tónlist- arkennslu, og Jón hefur aðdá- anlegt lag á að hindra, að talið berist mikið að honum sjálfum. „Jón talar alltaf lítið um sjálf- an sig“, upplýsir Solveig. „Hann hefur ekkert gaman af því“. Mikill kostur á einum manni, en hann sleppur ekki alveg í þetta sinn. „Gegðu mér eitthvað um verk- ^ ið þitt, sem á að fiytja á tónleikunum", sting ég upp á tíl að leiða hann eftir krókavegum í gildruna. „Ja-á“, svarar hann og hugs- ar sig um. „Það er reyndar orð- ið mér afskaplega fjarlægt núna. Ég samdi það árið 1949, meðan ég var í Tónlistarskólanum hjá Jóni Þórarinssyni". „Konsert fyrir hljómsveit? „Konsert fyrir kammerhtjóm- sveit væri líklega réttara að segja. Ég miðaði við þá mögu- leika, sem voru fyrir hendi á þeim árum, en núna er hljóm- sveitin auðvitað orðin miklu stærri“. „Er þetta i fyrsta sinn, sem hann hefur verið fluttur opin- berlega?" „Nei, miðkaflinn og seinasti kaflinn voru báðir spilaðir hér. þegar þeir voru nýsamdir, og síðar á tónlistarhátíð í Helsinki, en ég lauk ekki fyrsta kaflanum fyrr en nokkru á eftir, og þetta er í fyrsta sinn, sem konsertinn er fluttur í heild“. „Er hann ekki að mörgu leyti ólíkur nýrri verkum þínum?“ „Jú. Hann er hreinlega skóla- verk, og það sem réttlætir flutn- ing hans, að mér finnst, er, að það er á vissan hátt fróðlegt að heyra muninn á því, sem þá þótti nýtízkulegt hér á landi, og hinu, sem ungu tónskáldin okkar gera nú“. „A/'arstu ekki undir dálitlum ’ áhrifum frá Hindemith á þeim árum?“ „Jú, þá voru evrópskir tón- Iistarmenn einmitt að upp- götva Hindemith, því að á stríðsárunum voru verk hans sjaldan flutt i Evrópu og bönnuð í Þýzkalandi, og auk þess var kennarinn minn, Jón Þórarinsson, nemandi Hinde- miths, og það hafði líka sín áhrif. Á þeim tíma vorum við miklu meira einangruð frá um- heiminum í íslenzku tónlistar- iífi, en nú fylgist unga kynslóð- in aftur á móti með öllu, sem er að gerast í músíkheiminum“. „Hvað myndirðu segja, að væru nýjustu straumamir í tónskáldskap?“ „Það er erfitt að lýsa því með orðum og f stuttu máli, en það er svipað og í myndlistinni — meira frjálsræði, sem getur iíka gengið út í öfgar. Hér er hópur yngri tónskálda, sem eru á nýrri línunum, m. a. Atli Heim- ir Sveinsson, Leifur Þórarins- son, Þorkell Sigurbjömsson, Jón S. Jónsson, Fiölnir Stefáns- son og Magnús Blöndal Jó- hannsson". „Hvað ert þú sjálfur með f smíðum?“, „Heldur Iítið upp á síðkastið. í hitteðfyrra var flutt .Brotaspil* fyrir hljómsveit, og nokkru áð- ur píanókonsert. Á sextugsaf- mæli Páls ísólfssonar spilaði ég frumsamið píanóverk, .Stiklur' á hátíðatónleikum honum til heiðurs. Menn voru fullkomlega ráðvilltir yfir því, enda hefur aldrei verið á það minnzt síð- an“. Og Jón brosir við. VIÐTAL VIÐ JON Fyrsfi snjórinrt Þá hafa Reykvíkingar séð fyrsta snjóinn í borgarlandinu. Annars var Esjan fyrri til en höfuóborgin að klæðast vetrar- skrúða. Auðvitað sköpuðust viss ir samgönguerfiðleikar í Reykja- vík í gær. En verkamenn með hjálp fjölbreyttrar véltækni voru fljótir að greiða fyrir um- ferðinni. Eftir var hættan á hálku, sem erfitt er að ráða bót á, og eina örugga meðalið við slíku er að vegfarendur, öku menn og gangandi fari sér að engu óðslega. Þeir verða að hafa í huga að auk alls annars verða þeir að venjast hinum nýju aðstæðum, sem skapast með fannkomunni og vetrarrík- inu. Reykvíkingar þurfa ekki að glíma við mikið vetrarríki sam- anborið við Akureyringa, sem mega búast við snjó upp að hnjám fyrsta snjóadag vetrar- ins. Þar hleður niður á göturn- ar, og þegar búið er að moka þær, er snjóhrönnin ósjald- an hátt í mannshæð. Akureyr- ingar þurfa að vísu ekki að þola sömu fjarlægðir I daglegum önnum og Reykvfkingar, svo að kannski hallar ekki mikið á hvor ugan, þegar allt er tekið með 1 samanburðinn. En vetrarríki Akureyrar er á flestan hátt stórbrotnara og að mörgu leyti fegurra en það sem Reykvík- ingar eiga að venjast. T'imi barnanna Fyrsti snjórinn er tlmi barn- anna. Hann skapar ótal tæki- færi, sem sum hver fela I sér hættur. Þessar hættur þekkja allir og óþarft að telja þær upp, en sjálfsagt er að minna á til- vist þeirra í von um að for- eldrar kynni þær börnum sínum og hvetji þau til að fara gæti- lega og eiga ekki hlut að eyði- leggingarstarfsemi, sem út af fyrir sig er ekki svo alvarleg, en hvimleið og heimilunum til Iítils sóma. Ögmundur. „tTvernig er með æfingarnar? Hvenær færðu tlma til að sinna þeim?“ „Ja, þær eru nú býsna óreglu- legar. Meðan ég kenndi sem mest, var ég latur að æfa mig, og eigin'ega hef ég lagt spila- mennskuna dálítið niður, því að ég er orðinn hálfleiður á að spila án þess að vera I formi. í sumar tók ég mig samt til og fór að æfa mig — ekki með konsert fyrir augum eða neitt ákveðið — og þá hafði ég ákaf- lega gaman af því“. „Hvað er langt siðan þú hélzt seinast tónleika?" „Seinustu siálfstæðu tónleik- ana hélt ég 1958, en árið áður spilaði ég píanókonsertinn minn með hljómsveitinni. Ég hef líka spilað með mörgum t. d. Sigurði Björnssyni, Ingvari Jónassyni, Einari Gretari Sveinbjörnssyni, 1 rm'i4 rmr- NORDAL Einari Vigfússyni og Birni Ól- afssyni, og oft I Kammermúsík- klúbbnum". „Hvernig líkar þér að kenna?" „Mér fannst það ekki skemmtilegt. meðan ég þurfti að gera miög mikið að því, en það er eins og með æfingarnar, að mér hefur farið að þykía það meira og meira gaman með tím- anum. Auðvit.að er al't undir nemendunum komið — bað er leiðinlegt og þreytandi að kenna tossum, en ágætt begar eóðir og áhugasamir nemendur eiga I hlut“. „T.Tvað ertu búinn að vera x Iengi skólastjóri Tónlistar- skólans?“ „Fjögur ár. Það starf hefur komið mér á allan hátt á óvart; það er erilsamt og tímafrekt en nú erum við komin I nýja húsnæðið, sem bráðum verður alveg tilbúið og bá er hægt að fara að taka skipulagninguna fastari tökum . „Þú hefur gert mik'ar breyt- ingar á tilhöguninni, er það ekki?“ „Ja, það má segja að þetta sé smátt og smátt að brevtast f fagskóla fyrir nemendur, sem faka músfkina alvarlega. Við höfum inntökuprófin strangari. og ef fólk stendur sig ekki við námið. bá fellum við bað. enda er betra fvrir alla aðila. að ekki sé verið að drannast með nem- endur. sem hvorki vilia né geta lært“. „Þið skiptið bessu orðið meira I deildir en áður?“ „Já, og ætlum að fara lengra inn á þá braut I framtíðinni. Það er alltaf ?rfðarleg eftir- spurn eftir tónlistarkennurum, og við þurfum að geta þjálfað fólk I kennslu og útskrifað kennara, sem við getum slðan ábyrgzt, að séu hæfir til starfs- ins. Söngkennaradeildin hefur starfað nokkur ár, og núna I haust bættist við píanókennara- deild. Inntökuskilyrði I hana eru svipuð burtfararprófum áður. Svo er einleikaradeild, og fyrsta prófið úr henni tók Helga Ingólfsdóttir I vor sem leið. Þessum deildum er ætlunin að fjölga á næstu árum, eftir þvl sem ástæður leyfa. Við höfum líka meira og meira af kammer- músík innan skólans" „Og þið hafið fengið ný hljóð- færi?“ „Já, hljóðfærakostur skólans hefur alveg verið endurnýiaður, við höfum keypt horn og flaut- ur og átta nýja flygla. í vetur kennum við á öll hÞ'óðfæri, sem notuð eru I Sinfónúihi'ómsveit- inni; við erum alltaf að reyna að fá fólk til að soila á fleiri h'jóðfæri en píanóið. sem er ennþá Iangvinsælast". „JJvenær fórst þú fyrst að læra að spila?" spyr ég saklevsislega, en Jón lætur ekki blekkiast. „Eigum við ekki heldur að tala um skólann?" seair hann vongóður. en sér fHótt. að bað býðir ekkert. „Ja. ég var voða qamal' — 11 ára Ée bvríaði að læra híá frú Frede P Briem, en fór síðan ti! *rna Kristiáns- sonar. Svo ætlaði ég I Tónlist- arskólann. en bað varð Htið úr þvf námi fvrr en seinna“. ,.Já, varstu ekki lensi veik- ur?“ Jón andvarpar mæðulega. ..Heyrðu, þú ert bó ekki að fara fram á, :;5 és seei bér alla siúk- dómasöguna? Það mvndi taka heila bók F.inu sinni «a°ðí land- 'æknir að hún ætti eininieea að henqiast unn á vegg Ég var ótta'eeur Lazarus" „Þú misstir mikið úr skólan- um?“ „Ég gat aldrei verið í barna- skó'a. heldur tók én fu!’"aðar- oróf ufanskó!a. og be°ar ég var 14 ára. var ég fekinn nr um- ferð heilt ár“. „Pabba Tíns finnst hað hans aðaldvgð að hafa a'd-e: verið f neinum almennum «kó1um nema fsaks«kóla“ skútur Sol- veig inn f Hann hefur nt' ta!- að nm hað“ „Saknað'rðu bess ekkert siálfur að geta ekki farið I barnaskóla?" „Nei, nei. ör u nær, mér fannst þa ágætt“ Jæia, hvenær fórstu svo I Tónlistarskólann?" Frh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.