Vísir - 21.11.1963, Side 3

Vísir - 21.11.1963, Side 3
 VÍSIR . Fimmtudagur 21. nóvember 1963. Þessi mynd var tekin um borð í Albert, þegar vísindamenn unnu við rannsóknir á gosinu við Vestmannaeyjar. Það er Unnsteinn Stefánsson, haffræðingur, sem er í brúnni. ÁBiXS'200m. FRÁ GOSEY Enn er ekkert Iát á elds- umbrotunum í Gosey og fer nú bráðum að verða tími til að merkja þetta einkennilega nátt- úrufyrirbæri inn á landabréfin. Eyjan er þegar orðin hið mesta bákn, sennilega um 60 metra há og 600 metra Iöng. Svo mikið gosefni hefur nú risið þama upp úr sjónum, að vonir fara nú að glæðast um að Gosey muni standast árásir hafs ins og verða áfram kyrr á sín- um stað. Yrði hún þar með fyrsta 'goseyjan sem um er vitað með vissu allt frá landnámsöld, sem fengið hefði sinn varanlega sess. Enn hefur enginn stigið á land í Gosey, enda væri það mikið hættuspil, þar sem stöðug gos og grjótkast eru upp úr gígum hennar. En einstaka ofurhugar kepp- ast þó um það hver þori að fara næst eynni, en þeim mun stórkostlegra verður gosið á- sýndar sem nær því er komið. Myndsjáin birtir í dag tvær myndir, sem teknar voru í hóp- ferð út að Gosey og ef til vill var siglt nær henni í þessari för en nokkm sinni áður, eða að því er menn töldu í aðeins 200 metra fjarlægð. Það var hópur úr Reykjavík, sem tók sér far með Herjólfi til Vestmannaeyja. Vom þetta áhugamenn sem mikið starfa í Jöklarannsóknarfélaginu, en þar var einnig franskur Ijósmyndari frá hinu stóra vikublaði Paris- Fólkið horfði undrandi á aðfarir náttúmaflanna og undir syngur öskrið úr gígnum. Match og Kristján Magnússon tóku þeir á leigu vélbátinn Har- Ijósmyndari, sem tók þessar ald, en skipstjóri er Gústaf Sig- myndir. urjónsson, hinn ágætasti skip- Þegar til Vestmannaeyja kom, stjóri og var hann á siglingu kringum Gosey með þessa gesti í fjórar klukkustundir og oft mjög nálægt. Margsinnis féll Framh. á bls. 3. Hér sjást þrjú gos samtímis upp af Gosey, þrír kolsvartir sand- og grjótstrókar þjóta upp úr gígnum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.