Vísir - 21.11.1963, Page 5

Vísir - 21.11.1963, Page 5
V1SIR . Fimmtudagur 21. nóvember 1963. utlönd í morgmi útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd í morgun HÝ STJÚRN í IRAK Árdegis i dag tilkynnti út- varpiS í Bagdad, að mynduð hefði verið ný stjórn í landinu, f stað Baathistastjórnarinnar, sem k-ollvarpað var í byltingu þeirri, sem herinn gerði í nafni Arefs forseta. Mikla athygli vekur, að Ah- med Hassan el Bakr fyrrverandi forsætisráðherra er nú varafor- sætisráðherra. Hann er kunnasti maður stjómarinnar. Forsætis- ráðherra er Taher Yahya fyrr- verandi herráðsforingi, en land- varnaráðherra Rashid Musleh. í stjórninni eiga sæti ýmsir Ieiðtogar Baathista, einnig þjóð- ernissinnaðir Arabar, úr flokki þeirra sem eru mitt á milli hinna öfgafyllri flokka Araba til beggja handa, og einnig stuð- ingsmenn Nassers forseta. Umsagnir stjórnmálasérfræð- inga og blaða um hina riýju stjórn eru að sjálfsögðu ekki enn fyrir hendi. Allt var sagt með kyrrum kjörum í írak í fréttum f gær- kvöldi og nú líklegt að kyrrð komist á eftir byltingaólguna, þar sem stjórnarmyndun hefir tekizt. Útgöngubanni og öðrum var- úðarráðstöfunum hefir verið af- létt að nokkra. Um 100 íraskir stúdentar í London raddust f gær inn í sendiráðshúsið og Iögðu það undir sig, um stundarsakir. Lög reglan vildi ekki hrekja þá burt með valdi og setti vörð við hús- ið, en stúdentamir höfðu sig á brott síðar um kvöldið frið- samlega. RIÍSSAR SXJÓTA NTBUR FLUGVEL ABC - hárþurku- hfálmurinn er nú fáanlegur í helztu raftækjaverzlunuw Umboðsm. G. MARTEINSSON H.F. Bankastræti 10 . Sími 15896. Fréttir árdegis í dag herma, að sovézkar herþotur hafi í morgun skotið niður iranska flugvél, skammt frá landamær- um rikjanna. Veldur þetta sérstökum á- hyggjum, vegna hinnar opinberu heimsóknar Bresjnevs forseta Sovétríkjanna til Irans. Þegar forsetinn lagði af stað til Teheran vakti það athygli, að Krúsév var þar ekki til þess að kveðja hann og kom þá upp úr kafinu, að hann var í Kiev í Ukrainu, og hafði átt þar við- ræður við indverska sendinefnd, en tilgátur voru uppi um, að Krúsév væri þarna í eftirlitsferð. mhjiiii ODYRT g Drengjab'xur á 2-3 ára, verð 195,00 kr. Hvitar drengjabixur, verð frá 74 kr. Kcfióttar drengjaskyrtur, verð frá 75 kr. LEtDE® með fatriaðinn á fjölskylduna Laugaveg 99, Snorrabrautar megin - Sími 24975 gyrjað var þar sem frá var horf ið fyrir nokkrum dögum í Sameinuðu Alþingi að ræða þings ályktunartillögu Framsóknar- manna um þjóðhagsáætlun fyrir árin 1964—1968, er gerir ráð fyr ir meiri hagvexti en reiknað er með í framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar. Einar Olgeirsson (Alþbal) mælti nokkur orð og minnti á að við gætum með betri nýtingu hráefna stóraukið útflutn ingsverðmætið og þar með þjóð- artekjurnar. Helgi Bergs (F) sagði einnig nokkur orð, en siðan tók Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráð- herra tii máls, og er synd að segja að ræða hans hafi ekki vakið mikla athygli og jafn- |Éj vel reiði í hugum margra Framsókn armanna, einkum er hann ræddi um landbúnaðinn. Framan af ræddi ráðherrann um aukning þjóðarframleiðslunn- ar, taldi hana hafa verið undir 4% s. 1. 15 ár, en nú væri gert ráð fyrir að hún yrði full fjögur prósent og jafnvel meira ef ve! áraði og viðskiptakjör gagnvart útlöndum bötnuðu Sagði hann að aukning þjóðarframleiðsiunnar hefði verið minni á íslandi en í nágrannaiöndunum s. 1. 15 ár og væri ástæðan sú, að íslendingar hefðu ekki mannað sig til að hverfa frá stefnu, sem var við- eigandi á styrjaldarárum, en tæp- lega þegar skapa ætti jafnar og öruggar framfarir á friðartímum. Gagnrýndi hann Framsóknar- menn fyrir að heimta meiri fram- leiðsluaukningu en átt hefði sér stað, að hans dómi, þegar þeir sátu í ríkisstjórnum, þar sem með þvi væru Framsóknarmenn að setja sig á hærri hest en þeim passaði. Þá taldi hann að viðmið- un ríkisstjórnarinnar væri eðlileg, fjögur prósent aukning þjóðar- framleiðslunnar, og benti á að það væri meðaltakmark landanna í Efnahags- og framfarastofnun Evrópu. Þá benti ráðherrann á að ekki væri unnt að framkalla snöggar breytingar á hagvextinum, t. d. á einum áratug, nema í frumstæð um bændaþjóðfélögum, sem skyndilega söðluðu um og vörp- uðu frá sér úreltum framleiðslu- háttum og tækju tæknina i sína þjónustu. Þróað iðnaðarþjóðfélag getur ekki leikið þennan leik, var dómur ráðherrans. Fullyrðingar i aðra átt væru villuljós. Þá vék viðskiptamáiaráðherra að landbúnaðinum og varð ýmis- Iegt að orði, sem sumir þingmenn gátu ekki þolað kinnroðalaust. Sagði ráðherrann að framleiðm í landbúnaðinum væri svo lítil, að hún hefði verið hagvextinum fiöt ur um fót. Reyndar væri þetta reynsla allra Evrópuþjóða. En sá væri munurinn að alls staðar nema hér væru menn reiðubúnir til að viðurkenna þessa staðreynd. Sagði ráðherrann að 40% af tekj- um bænda f Evrópu væru beinar eða óbeinar greiðslur frá samfé- laginu í heild og vitnaði í Dan- ann Kjeld Philip. Á íslandi fengju bændur um 300 milljónir króna í styrkjum og ýmiss konar óbeinni aðstoð. Þá lýsti Gylfi því yfir að nauðsynlegt væri að koma slíku skipulagi á landbúnaðinn, að þess ar greiðslur eða aðstoð gætu minnkað verulega. Hann kvaðst viðurkenna efnahagslegan, sögu- legan, menningarlegan og félags- legan tilverurétt landbúnaðarins, og að hann yrði aldrei lagður nið ur, en nauðsynlegt væri að efla býlin sjálf svo að þau gætu skil- að bændum meiri hagnaði og kom ið yrði í veg fyrir fólksflóttann úr sveitunum, Fólksflóttinn yrði ekki stöðvaður með öðram hætti Vitnaði hann til ummæla dr. Björns Sigurbjörnssonar, sem er sérfræðingur á sviði landbúnaðar- ins, í grein er birzt hefur í Ár- bók landbúnaðarins. Þar taldi dr. Björn að of fá bú í landinu gætu borið sig, væru ekki nægilega stór og fullkomin. Sumir Framsóknarmenn gátu ekki stilit sig um að grípa fram í fyrir ráðherranum, og virtist það ekki sízt koma við veikan blett á þeim, að hann talaði um ‘andbúnaðinn sem „dragbít", er ^æti ekki staðið án stuðnings frá öðrum. Var því þá gleymt, að ráð herrann viðurkenndi fulllcomlega tilverurétt landbúnaðarins, en und irstrikaði ákveðnar en gert hefur verið á Alþingi, a. m. k. í langan tíma, þörfina fyrir hraðari upp- byggingu landbúnaðarins, sem miðaði að auknu sjálfstæði hans sem atvinnuvegar. Forsætisráðherra Bjarnj Bene- diktsson virtist telja sig knúinn til að blanda sér í umræðurnar, enda þótt hann í fyrstu orðum sínum viðurkenndi að þetta væru fyrst og fremst deilur milli við- skiptamálaráðherra og einstakra Framsóknarmanna. Fór ekki fram hjá mönnum að forsætisráðherra gerði ýmsar athugasemdir vegna ummæla viðskiptamálaráðherra, einkum um landbúnaðinn, en hann beindi máli sínu fyrst og fremst til Framsóknarmanna, er fluttu umrædda þingsályktunartil lögu. Forsætisráðherra benti á grund- vallarskoðan; mun milli stjórn- málaflokka um leiðir, líklegastar til að tuðla að auknum hagvexti. En augljósara væri að saman- burður við aðrar bióðir gæfi ekki alltaf rétta nið- urstöðu. — Miða verður við þjóðir, sem komnar eru yfir tímabil ^erbyltinganna, sem hafa eins g við endurskapað framleiðslugreinar okkar á s.l. 60 árum. Við erum komnir yfir það hagtímabil, þegar stökkbreyt- ingar á hagvexti eiga sér stað, sagði forsætisráðherra. Síðan sagði hann: En fyrst og fremst verðum við að hafa í huga þegar talað er um hag- vöxt og lífskjarabætur, að við höfum valið okkur verkefni, sem er að halda uppi frjálsu sjáif- stæðu ríki á íslandi. Það hlýtur að vera margfalt kostnaðarsam- ara, hlutfallslega. að halda uppi smáu þióðfélagi en stóru. Og við höfum ákveðið að halda byggðinni við, og vernda hinar ýmsu framleiðslu- og atvinnu- greinar okkar. Hinn hlutfallslega mikli kostnaður, sem við verð- um að bera, vegna yfirbygging- arinnar á þióðfélasinu, hlýtur að draga að einhverju leyti úr hag- vexti. Auðvitað er hægt að fá margt ódýrara, ef við viljum fórna atvinnugreinum fyrir það. En við höfum ákveðið að halda við hinni fornu íslenzku þjóð. eins lítið brevttri ög breyttir tím- ar leyfa. Stöðnun er sama og tor- tíming. Hér getur því aldrei orðið um eiginlegt reikningsdæmi að ræða. Það er óhagganlegt að án Islenzks landbúnaðar, bændastéttarinnar heldur íslenzk þjóð ekki sínu eðli og spurning hvort hún geti verið til ef landbúnaður yrði lagður niður. Við verðum að taka afleiðingunum af þessu, eins og við viljum ekki drepa niður ís- lenzkan iðnað með því að brjóta niður tollmúrana og hleypa er- lendri framleiðslu inn I landið. Hér var umræðum frestað og önnur mál tekin út af dagskrá. Hogvöxtur á Islundi — Fnsmtíf lisndbúnuiurirs — Skyldur íslendingu c

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.