Vísir - 21.11.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 21.11.1963, Blaðsíða 15
VÍSIR . Fimmtudagur 21. nóvember 1963. 75 í i i r u t . i! i! 111 J.tLX11 ■ i.. 1 .1. i. i. . t,. i . i .1. l.j—i—i—i—t- — Þér óskið að tala við mig.' — Já, svaraði Cecile svo lágt, að varla heyrðist. — Mér þykir leitt, að ég var ekki heima síðdegis, er þér kom- uð. Það hlýtur að vera eitthvað mikilvægt, sem yður liggur á hjarta, fyrst þér komið svo síðla kvölds. — Já, það er mjög mikilvægt, sagði Cecile og tók slæðuna frá andlitinu. — Má ég spyrja, eruð þér giftar? — Nei, svaraði Cecile. — Jæja, segið mér erindi yð- ar. Við erum einar. Cecile hikaði andartak og var næsta óörugg, en sigraðist á því. — Ég leita hjálpar yðar, frú Angela. — Hjálpar minnar? — Já, það varðar líf mitt og heiður. Frú Angela varð kuldaleg á svip og það kom hrukka milli augnanna. — Hvað er að, hvað haldið þér að ég geti — eða vilji gera? — Ég — ég á von á barni, sagði Cecile og varð eldrauð í framan. — Hve gömul eruð þér? — Og foreldrar yðar vita ekk- ert um þetta? — Móðir mín er dáin og faðir minn mundi ekki sýna mér neina miskunri, ef harin fengi að vita þetta. — Og faðirinn — kvæntur maður? — Nei. — En er hann svo illa staddur eða í svo litlu áliti — að faðir yðar geti ekki fallizt á hann sem tengdason, því að væntanlega hefir þessi maður ekki snúið við yður bakinu? — Hann er fágaður í fram- komu, en hann er leikari — og faðir minn mundi aldrei fallast á, að ég giftist leikara. — Og þér leitið minnar hjálp- ar. Hafið þér minnstu hugmynd um hvað þér eruð að gera: — Jú, en ég örvænti.. . XII. — Ég vil engin afskipti hafa af slíku, sagði frú Angela, og ég skil sannast að segja ekki hvers vegna þér hafið snúið yður til mín. Það er skylda yðar að vera hugrökk og taka afleiðing- unum af því, sem gerzt hefir. — Ég má ekki til þess hugsa. Ég er nítján ára. Ég hélt að ég elskaði þennan mann, sem var brjálaður af ást til min og ég gaf honum blíðu mína í hugsunar- leysi. Nú sé ég, að ég var ekki haldin ást, sem gæti fest djúpar rætur, og á ég að gjalda þess allt lífið, að hafa stigið þetta víxl- : spor. Föður mínum þykir vænt | um mig og ég er honum allt, ég ein. Hann vill að ég giftist vel. Og nú er allt eyðilagt. — En ég get ekkert fyrir yður gert. Mér þykir það leitt, en ég ! get það ekki. — Æ, ég veit ekki hvað ég geri, kveinaði Cecile, ég varpa mér í Signu. — Þetta megið þér ekki segja. — Jú, ég er staðráðin í því. — Hvar eigið. þér heima?, spurði frú Angela, sem var stað- in upp. — Númer 54 hérna í götunni. — Og þér heitið? — Cecilie Bernier. Frú Angela steig eitt skref aftur á bak og stundi upp ná- föl: — Hvað sögðuð þér? Cecilie Bernier? I' — Já, svaraði stúlkan mjög undrandi yfir breytingunni, sem hafði orðið á frú Angelu. — Eruð þér dóttir Jacques Bemier? — Já. — Þess Jacques Bernier, sem áður fyrr var skipsreiðari í Mars eille? — Já, hann er faðir minn. Frú Angela horfði angistarfull og raunarmædd á svip á Cecile og hugsaði sem svo: Getur það verið, að hún hafi leitað til mín? Slík er víst kaldhæðni lífsins . . . — Þekkið þér föður minn?, spurði Cecilie. — Já, ég þekkti hann sagði frú Angela beisklega. — En þér munuð ekki neita mér um hjálp þess vegna? Frú Angela var hugsi um stund, settist og mælti svo: — Það er víst bezt, að ég segi yður mína sögu í stuttu máli. Við hverfum til Marseille 33 ár aftur í tímann. Móðir mín var þar fátæk saumastúlka og átt.i þar heima, og gekk erfiðlega að vinna sér inn nægilegt til þess að geta dregið fram lífið. Þótt iíf ið færi þannig um hana hrjúfum höndum var hún sem ósnortin af því, svo fögur var hún, næstum eins fögur og þér, ungfrú. Fagrar stúlkur eiga sér aðdá- endur marga og móður mína skorti þá ekki, en hún var eins dygðug og hún var fögur, og beið þess, að sá kæmi, er hún gæti gefið hug sinn og hjarta. Hún lét ekki ginnast af gullnum tilboðum. Henni veittist auðvelt að halda öllum í hæfilegri fjar- lægð, — svo staðráðin var hún í að bíða þar til rödd hjarta henn ar segði henni, hver væri hinn rétti. Og sú stund rann upp. Og þá elskaði hún, heitt og í hrein- leika, eins og maður gerir á þeim aldri. Og hún, veslingurinn, trúði þá, blinduð í ást sinni, á gullin loforð þess manns, sem hafði sagzt elska hana af öllu hjarta, en — af blindni hennar leiddi, að hún varð barnshafandi af hans völdum. Lítið stúlkubarn var í heiminn borið. Þetta stúlkubarn er ég. Þessi maður vissi vel. að móðir mín hafði aldrei elskað neinn annan, að hann var eini maðurinn í lífi hennar og þurfti ekkeít a?5 efast utn, a'ð1rann^var faðirinn. Hann gekkst því viS mér og gaf mér sitt nafn, en neitaði móður minni um það, vegna þess að hún var fátæk saumastúlka, en hún var í alla staði þess verð að bera það. í bemsku minni vissi ég ekkert um það, sem ég nú hefi sagt yður. Ég hélt, að móðir mín væri ekkja. Það var ekki fyrr en á dauðastund sinni, sem hún sagði mér alla söguna. Ég var þá sext án ára. Hefði ég vitað fyrr rauna sögu móður minnar til hlítar hefði ég kannski varazt að verða fyrir hinu sama. Ég hafði nefni- lega verið ginnt á sama hátt og móðir mín, þegar hún sagði mér sögu sína. Og sekt mín hvílir enn þungt á mér. Þegar ég stóð nú ein uppi, sextán ára unglingur, og vissi ekki hvað gera skyldi, fór ég í neyð minni til föður míns og bað hann hjálpar og verndar. Hann var þá kvæntur maður og efn- aður. Ég leyndi hann engu. — Þú hefir látið fleka þig, sagði hann hrottalega. Það verð- ur að koma þér sjálfri í koll. Ég hefi engan áhuga á að hjálpa lauslátum stelpum.Þú átt elsk- huga. Farðu til hans og láttu hann gefa barni þínu sitt nafn. Beiskjubros lék um varir Ang elu og hún varð æ þungbúnari á svip. — Framkoma hans var í senn fyrirlitleg og hlægileg. Þessi mað ur vildi ekki muna, að ég var dóttir hans, og að hann hafði kornið eins fram við móður mína og elskhugi minn við mig. Hann sá ekki sinn eigin vanheiður. Slíku er ekki auðvelt að gleyma. Hann var kvæntur og kona hans hafði alið honum dóttur, sem hann ól upp og sá ekki sólina fyrir, — hún fékk allt sem hún óskaði sér — Hún hafði fengið þann sess í húsi föður míns sem mér bar. Hún fékk allt, ég ekk- ert. — Hafi mér orðið á, sagði ég við föður minn, er það vegna þess, að ég naut ekki föðurlegr- ar verndar, — ég átti aðeins fátæka, lasburða, deyjandi móð- ur. Þér, sem áttuð að vernda okkur og rétta okkur hjálpar- hönd, svikuð okkur. Þessu gat faðir minn engu svarað og valdi auðveldustu leið ina. Hann rak mig út og bann- aði mér að stíga mínum fæti inn fyrir sínar dyr framar. Ég fór frá honum örvæntandi og vonsvikin, eins og lostin reið- arslagi, að faðir minn skyldi geta komið þannig fram. Vegna fæðingarvottorðs míns, sem sannaði, að hann hafði gengizt við mér. átti, ég lagategan rétt á að hann 'sæi fýrir méi- þv.r ti! ég væri "myncíu'gr 'Éh pSð'flögr- aði aldrei að mér að neyta þessa réttar. Ég vildi ekki verða hon- um skuldug. Ég stappaði í mig stálinu, heitstrengdi að lifa fyr ir barn mitt, og gleðjast yfir lífinu, sem bærðist undir brjósti mínu. Dóttir mín fæddist. Faðir hennar, glæsimenni af aðalsætt, sem hafði lofað að taka mig fyr- ir konu, sneri við mér baki — það mátti ekki falla blettur á hið fína nafn ættarinnar. Hann neit aði að viðurkenna, að hann væri faðir barnsins — dóttur minn- ar. Ég lét ekki bugast vegna þessa, — það stælti mig í lífs- baráttunni — og ég lifði bara fyrir dóttur mína. Ég ákvað að koma undir mig fótunum, til þess að tryggja framtíð hennar. Og ég hef öðlazt hamingju vegna þess að ég á hana. Ég elska hana. — Ég ráðlegg yður í allri einlægni að læra af Stöðin sendir neyðarskeytin sjálf núna, segir Joe. Ég ætla að skreppa út í skóginn, og athuga hvort ég finn ekki eitthvað að borða fyrir þessa vesalinga. Vatn ið hérna er eitrað, segir Medu, það er ekki óhætt að drekka það. Lánaðu mér hnífinn þinn og þá ætla ég að finna rætur sem við getum nagað. Þessir hrægammar eru ekki í neinum vandræðum með mat, segir Tarzan og bendir á nokkra stóra gamma sem svífa um yfir þorpinu. Þeir verða bráð- um búnir að éta upp allan ætt- bálkinn. I Hárgreiðslustofan I HÁTÚNI 6, sími 15493. I Hárgreiðslustofan | S Ó L E Y I Sólvallagötu 72. Símj 14853. I Hárgreiðslustofan iPIROLA Grettisgötu 31, simi 14787. I Hárgreiðslustofa ^VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. | Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR ; (María Guðmundsdóttir) 1 Laugaveg 13. sími 14656. I Nuddstofa á sama stað. Hárgreiðslu- og snyrtistofa 1 STEXNU og DÓDÓ Laugaveg 18 3. hæð (lyfta). Sími 24616. j Hárgreiðslustofan Hverfisgötu 37, (liorni Klappar- ( 1 stígs og Hverfisgötu). Gjörið i I svo vel og gangið inn. Engar. I sérstakar pantanir. úrgreiðslur. P E R M A, Garðsenda 21, slmi, I 33968 — Hárgreiðslu og snyrti- I stofa. 1 Dömu, hárgreiðsla við allra,hæfi I T J A R N^A RSTOF Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin Sími 14662 Hárgreiðslustofan xr Háaleitisbraut 20 - Stmi 12614 | MEGRUNARNUDD. Dömur athugið. Get bætt við , mig nokkrum konum í megrun- I arnudd. Snyrtistofa Guðbjargar 1 , Guðmundsdóttur, Laugavegi 19, sími 12274. HJÓLBARÐA SALA VIÐGERÐIR Sirm 3 29 60 Ódýrir cr@pes@kkor less^gvEaaBsssssmgE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.