Vísir - 21.11.1963, Page 8

Vísir - 21.11.1963, Page 8
8 V1SIR . Fimmtudagur 21. nóvember 1963. VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISDL Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur ö mánuði. 1 lausasölu 5 kr. eint — Simi 11660 (5 Unur). Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f. Raunir SAS J blaðaviðtali sem einn af forstjórum SAS hefir átt við Bergens Tidende kemur fram að ódýru Atlanz- ferðirnar hafa valdið SAS vonbrigðum. Fljúga vélamar hálftómar milli heimsálfa, meðan Loftleiðir hafa nær 80% sætanýtingu á þessari leið. Óhjákvæmilegt er einn ig að með þessum ferðum keppi SAS að nokkru leyti við sjálft sig — taki farþega frá sínum eigin þotum á Atlanzleiðinni. Allt eru þetta góð tíðindi fyrir íslendinga og Loft- leiðir, því til höfuðs þeim voru þessar ferðir settar. Enn bíða Loftleiðir eftir svari Flugráðs um mikla lækkun til Luxemborgar, sem vonandi fæst fram. Það er mikil kjarabót námsfólki að eiga kost svo ódýrra ferða, svo ekki sé minnzt á alla aðra sem þangað út vilja halda. Á þeim tímum sem allt fer hækkandi er gleðilegt að ferðalög fara lækkandi í verði. Þess er að vænta að hitt flugfélagið fái aðstöðu til svipaðra fargjaldalækk- ana, því þær em öllum landsmönnum hagsbót. Frumleg vaxtakenning JJagfræðispekingar Framsóknar virðast enn standa í þeirri trú að bótin á meinum efnahagslífsins sé aðeins sú að lækka vexti. Vart getur meiri reginfirm en þessa. Vaxtalækkun mundi auka mjög eftirspumina eftir fjár- magni. Það mundi þýða nýtt launaskrið og nýja verð- þenslu. í algjört óefni væri þar því stefnt. Auk þessa hefir Framsóknarflokkurinn aldrei viljað skýra frá því hver léttir vaxtalækkun væri atvinnu- rekstri. Sannleikurinn er sá, að 2—3% vaxtalækkun jafngildir ekki hærri upphæð en 50—70 milljónum króna. Sá smápeningur leysir ekki vanda útflutnings- atvinnuveganna. Sá vandi stendur miklu dýpra, þótt yfirborðsmennska framsóknar reyni í lengstu lög að leyna því. Höll fyrir æskuna IJorgin hefir nú keypt hið gamla setur Thors Jensen, eitt fegursta og sérkennilegasta hús bæjarins. Ætlunin er að afhenda það Æskulýðsráði til afnota, en það jafn- gildir 9 millj. króna beinu framlagi. Verður varla ann* að sagt en borgin geri vel við æskulýðinn, þar sem bæði Höfði og Tjarnarbær hafa verið fengnir yngri kynslóðinni á síðustu missemm. Nú er hlutur Æskulýðsráðs eftir: að nýta þennan mikla húsakost sem bezt til mannbætandi starfs í þágu æskunnar í borginni. Þar má víða drepa niður og mörg starfsemi er þegar komin vel á veg. En hér sem annars staðar verður að hafa eitt í huga. Starfið þarf að miða við þarfir þeirra unglinga sem mest þurfa á því að halda, en síður þeirra, sem koma frá góðum heimilum og fullnægja starfsþránni innan veggja þeirra, eða á öðmm vettvangi. Gunnar Thoroddsen: Lífskjör í nokkr- um löndum Dómur um lífskjörin. Þeir útlendingar, sem til Is- lands koma, ijúka flestir upp einum munni um það, að lífs- kjðr séu hér betri en víðast hvar annars staðar. Svipaður er dómur flestra Islendinga sem til útlanda fara og kynnast lifn- aðarháttum og afkomu með öðr- um þjóðum. Mælikvarði á Iífskjörin. Þessi skoðun byggist fyrst og fremst á mati á þvf, sem fyrir augu og eyru ber. En þvl miður er það svo, að öruggan mæli- kvarða á lffskjörin er erfitt að finna, og engar allsherjareglur hafa enn verið fundnar um mat og samanburð á lífskjörum þjóða. Vísitalan. Framfærslu- og launavísitölur eru alls staðar reiknaðar út. En þær eru hæpinn grundvöllur til samanburðar um lífskjör. Það stafar af þvf, að oft og tfðum er af stjórnmála- og efnahagsástæð um verið að hagræða vísitöl- unni eins og mörg dæmi sanna hér á landi. En auk þess er vísitölugrundvöHurinn ólfkur á marga lund eftir löndum. Á Is- landi eru t. d. bæði beinir og óbeinir skattar taldir f vísitöl- unni, í Noregi aðeins óbeinir skattar, f Danmörku hvorugt. Þegar meta skal lffskjör er það mikilsvert atriði, að atvinna sé næg og stöðug og ekki sé við atvinnuleysi að glíma. Telja ýmsir, að þess vegna sýni árs- tekjur manna réttari mynd af lífskjörunum heldur en tíma- kaupið eitt eða vikukaupið. Meðal þess sem segir til um lffskjörin, en tilviljun háð hvort fram kemur f vísitölu, er ástand húsnæðismála, vöruúrval og vöruskortur, skattar, almanna- tryggingar, aðstaða til mennt- Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra unar og skólagöngu, svo að nokkuð dæmi séu nefnd. Skýrslur OECD. Efnahagssamvinnustofnun vest rænna ríkja, OECD, gefur árlega út ýtarlega skýrslur um efna- hagsástand ýmissa landa. I þess- um skýrslum er ekki gerður, allsherjarsamanburður á lífs- kjörum þjóðanna, því að eng- inn almennur mælikvarði er enn til um þau. En stofnunin birtir dæmi um nokkur einstök atriði varðandi lífskjörin, dregur upp nokkrar svipmyndir, sem eru til glöggvunar, t. d. um þjóðarfram- leiðslu á hvern íbúa, um hita- einingar í fæði hvers íbúa að meðaltali, um tölu síma, útvarps- tækja og fólksbíla. Er þetta byggt á því, að þessi atriði hald- ist yfirleitt mjög í hendur við velmegun og lífskjör. I þeim samanburði, sem hér fer á eftir, er miðað við 17 lönd, þ. e. 16 í Norður-, Vestur- og Suður-Evrópu og Bandaríki Norður-Ameríku. Þjóðarframleiðsla á mann nemur á íslandi um 60 þús. krónum fslenzkum og er mjög svipuð hjá okkur og Dönum, Norðmönnum, Englendingum og Vestur-Þjóðverjum. Hún er langhæst f Bandaríkjunum, um 120 þús. ísl. kr. Það með er ekki sagt, að lífskjör séu þar til jafnaðar tvöfallt betri en hér, því að meðal annars er verð á mörgum vörum og beinir skattar þar hærri. Af þeim löndum sem OECD gerir skýrslu um, er Júgóslavía lægst, með 12 þús. kr. á mann. Af samanburði við 16 þjóðir sést, að ísland er fjórða hæsta landið um þjóðarframleiðslu á íbúa. Hitaeiningar. Um daglegan hitaeininga- fjölda á íbúa eru flest þessi lönd með kringum3000einingar, sum nokkru lægri, önnur heldur hærri. Island er fjórða f röð- inni með 3.240 hitaeiningar árið 1962. Útvarpstæki. Útvarpstæki á Islandi eru 440 að tölu á hverja 1000 fbúa og stánda Islendingar f þessu efni fremst allra Evrópuþjóða. Símar. Talsímar eru hér 207 á hverja 1000 íbúa og erum við þar einnig fjórðu í röðinni. Hæst eru Bandaríkin með 418, þá Svíþjóð með 384, en Júgóslavta lægst með 15. Bílar. Fólksbílar á Islandi eru 105 á hverja 1000 fbúa. Erum við þar fimmtu f röðinni. Bandaríkin með 312, Svíþjóð 173. Til leiðbeiningar um lífskjörin. Þær tölur sem hér hafa verið raktar, eru að sjálfsögðu ekki neinn almennur mælikvarði, en þó til nokkurrar leiðbeiningar um lífskjör þjóðanna. íslenzk tónlist send til 100 erl. útvarpsstöðva Musica Islandica, sem er út- gáfufyrirtæki á vegum Mennta- málaráðs, mun væntanlega gefa út nótur tfu tónverka árlega, að þvf er forstöðumenn þess, þeir dr. Hallgrfmur Helgason, Jón Þórarinsson, og r’r. Páll Isólfs- son, tjáðu fréttamönnum. Þegar hafa verlð gefin út 8 hefti, og koniu hin síðustu þeirra í fyrradag. Þetta er liður í þeirri ákvörð- un menntamálaráðs að kynna ís- lenzk tónverk, bæði hérlendis og erlendis og virðist ætla að gef- ast vel, að því er Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri sagði, en ríkisútvarpið hefur annazt send ingar til erlendra aðila. Þau verk sem þegar eru kom- in út, eru eftir Helga Pálsson, Pál ísólfsson, Hallgrím Helga- son, Karl Ó. Runólfsson, Jón Þórarinsson og Árna Björnsson. Þegar hafizt var handa um þessa áætlun, var óskað eftir tilLoðum í prentun heftanna, og tekið tilboði frá prentsmiðju í Wien. Sagði dr. Hallgrímur, að prentunin hefði tekizt með ólík indum vel, og væru þeir mjög ánægðir. Eins og áður var getið tók útvarpið að sér dreifingu nótnaheftanna, og sendir þau til 100 útvarpsstöðva víðsvegar um heim. Svör og þakkir hafa borizt frá fjölda þessara stöðva, með óskum um að fá tónverkin send á segulbandsspólum. Tillögur l.afa verið gerðar um útgáf" verka eftir ýmsa fleiri höfunda,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.