Vísir - 21.11.1963, Side 11

Vísir - 21.11.1963, Side 11
V1 SI R . Fimmtndagur 21. nóvember 1963. 11 Bazar Félagið Sjálfsbjörg í Reykja- vík: Munið bazarinn 8. desember. Munum veitt móttaka á skrif- stofu Sjálfsbjargar á Bræðraborg arstíg 9, kl. 9-12 og 1-5 alla virka daga. Laugardaga kl. 9-12. Minningarspjöld Fundarhöld Spáin gildir fyrir föstudag- inn 22. nóvember. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Beztu vinirni-r eru þeir, sem ekki kosta mann neitt pen- ingalega eða á annan hátt. Gerðu ekkert, sem þú kannt að sjá eftir síðar meir. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Eyddu frístundum dagsins á ein hverjum rólegum stöðum, þar sem ekki er tekið mikið eftir þér og þú getur notið fullrar hvíldar. Forðastu dýrar skemmt anir. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Þér kann að verða nauð- synlegt að standa með vini þín- um en gegn fjölskyldu þinni, þannig að andrúmsloftið verður fremur þungbúið. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Svo virðist sem þú sér alveg að ná settu marki, en þér kann að verða nauðsynlegt að tala ekki af þér, þannig að þú missir af bátnum i þetta sinn. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Það væri skynsamlegra fyrir þig að leiðrétta það, sem að undan- förnu hefur afvega farið, heldur en gefa loforð, sem þú getu-r ekki staðið við. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þeir Meyjarmerkingar, sem gert hafa viðpigandi varúðarráðstaf- anir, munu verða hæfari til að mæta núverandi vandamálum heldur en þeir, sem hafa sofið á verðinum. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Einhverjar efasemdir, sem leita á þig kunna að standa I vegi fyrir því, að betri skilningur geti ríkt milli þín og félaga þinna. Dreki-nn, 24. okt. til 22. nóv.: Þú ættir ekki að hætta við þau viðfangsefni, sem gefa góðan arð af sér, þó að góðir vinir þínir eða fjölskyldumeðlimir hafi einhverjar tillögur I þær áttir fram að færa. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú ert nú undir áhrifum hrifningar hjartans, og farirðu eftir þeim, þá er ekki annað að sjá en að það verði þér til góðs. Það er á þínu valdi að taka ákvarðanir. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Allt bendir til þess, að margt snúist þér í vil núna, en þú hefur einnig áhyggjur af vissum vandamálum, sem enn bíða úrlausnar. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Það er fátt, sem hugur þinn ræður ekki við nú, þessa dagana, en vera kann, að það sé ekki til hagræðis fyrir pen- ingapyngju þína. Forðastu til- hneigingar til öfga. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Velgengni þín kynni að verða þpss j^aldandi, að einþyer.^ 'Skyldwr'’þér fælist f-rá þér sak-,ó ir annarlegra tilfinninga sinna í þinn garð. Minningarspjöld Háteigskirkju eru afgreidd hjá: Agústu Jóhann esdóttur Flókagötu 35, Áslaugu Sveinsdóttur Barmahlíð 28. Gróu Guðjónsdóttur Stangarholti 8, Guðrúnu Karlsdóttur Stigahlíð 4, Sigríði Benónýsdóttur Barmahlíð 7. Ennfremur i bókabúðinni Hlíð ar, Miklubraut 68. BELLA Æ"kulýðsfélag Laugarnessókn- ar: Fundur í kirkjukjallaranum í kvöld kl. 8,30. Fjölbreytt fundar- efni. Séra Garðar Svavarsson. Ymislegt Pétur segðu nú þessa skemmti- legu sögu. Þú veizt, þessa sem ég eyðilegg alltaf fyrir þér. Kalli kón«- unnn Um leið og stýrimaðurinn kom inn í búrið, brast hann f grát. Ég vildi að ég hefði aldrei orðið sjómaður snökti hann. Þá hefði ég setið rólegur og öruggur heima í Mudanooze, í stað þess að híma hér eins og api í búri. Ææóó. Tommi reyndi eftir beztu getu að hugga hann, en það gekk ósköp lítið. Líbertínus sneri sér aftur á móti að Kalla, öskuvond- ur. Af hverju gerið þér ekki eitt- hvað, spurði hann reiðilega. Þegn ar eiga að verja konung sinn. Kóngur, hah, sagði Kalli með fyr irlitningu. Þér gerðuð yður sjálf ur að kóngi á þessari eyju, en áður en það skeði voruð þér ó- sköp venjulegur farþegi á skipi mínu, og óskuðuð eftir að verða sjómaður. Þér gátuð ekki stýrt, þér gátuð ekki búið til mat, en þér gátuð strandað mínum góða Krák, á andstyggilegu sandrifi. Gallinn er sá, svaraði Libertínus, Þetta er allt saman yður að kenna að þeir vita ekki hver ég er. Kalli yppti öxlum. Gott og vel, ég skal segja þeim það, en ég býst ekki við að það geri mikið gagn. Svo hrópaði hann, að hann vildi tala við kónginn. R I P K I R e Y Ég verð að hafa Desmond með mér, segir Rip. Ég fer aldrei á sjóræningjaveiðar án þess að hafa þjóninn minn með. Auðvitað, svar ar Júlía, það er ekki nema sjálf- sagt. Ef ráðizt verður um borð í skipið, þá getur hann verndað þernuna mína Þér sjáið það herra Kirby, hversu hrædd ég er við þennan Senor Scorpion yðar. Ég vona að þér getið alltaf talað um hann í svona léttum tón svarar Rip henni. Hann veit sem er að það er þýðingarlaust fyrir hann að reyna að koma vitinu fyrir hana eða hinn þrjózka föður hennar. Lltli ferðaklúbburlnn hafði myndakvöld fyrir skömmu í Golf skálanum, við mjög góðar undir- tektir. Sýndar voru kvikmyndir úr ferðum klúbsins, sungið, farið f Ieiki og síðan dansað. Mjög góð þátttaka var í ferðum klúbbs ins síðastliðið sumar, en betur má ef du*;a skal. Kiúbburirm hefur á stefnuskrá sinni að ferðast og skemmta sér á heilbrigðan hátt og hefur þetta tekizt með eindæmum vel. 1 at- hugun er hvort klúbbféiagar og annað unet fólk vilji koma sam- an svo sem einu simti f mánuði til þess að stytta sér stundir við ieik og dans, reynt verður að vanda til þessara kvöldstunda eft ir föngum. Það er ekki of seint að skrifa sig á lista, en það eru um það bil 50 ungmenni sem skrifuðu sig á myndakvöldinu. Þeir, sem taka vilja þátt í kvöid vökum þessum, sendi nafn sitt og símanúmer fyrir 25. nóvem- ber á afgreiðslu blaðsins merkt Litli ferðaklúbburinn. Þvf aðeins verður hægt að hafa þessar kvöld vökur að nóg þátttaka sé fyrir hendi. Ungt fólk, sýnum að við getum skemmt okkur án þess að hafa vín með höndum. Ef einhver ágóði verður af kvöldvökum þessum, verður þvf varið til ferðalaga næsta sumar. Litli ferðaklúbburinn er í þann veginn að gefa út félagsskírteinl og verður framvegis lægra ferða- gjald fyrir félaga en utanféiags- Eftirfarandi áletrun stendur yfir barnum í einum pipar- sveinablúbb New York-borgar: „Munið að hjónabandið gef- ur karlmanninum aðeins tæki- feeri til að komast að þvf hvers konar eiginmann konan hans hefði kosiö“. * Nokkru fyrir andlát frönsku vfsnasöngkonunnar Edlth Piaf voru kvikmyndaframieiðend- ur í Hollywood farni rað huga að því aö gera kvlkmynd um hið ævintýralega en jafnframt sorglega líf hennar. En handrltið var látið bíða, því að ókleift reyndist að finna þá leikkonu sem gæti tekið að sér hlutverkið — og söngkonan sjálf, gat af mörg- um ástæðum ekki leiklð það. Nú, eftir andlát Edith Piaf, hafa þeir f Hollywood ákveðið að Iáta verða af þessu — og eftir margar og miklar reynslu kvikmyndir halda þeir að þeir séu búnir að finna réttu leik- konuna. Hún þarf að geta litið veiklu lega út, en jafnframt verið falleg. Hún þarf að hafa skap- gerð Edlth og jafnframt sung- ið vfsur hennar. En hver er það, sem samein ar allt þetta? — Jú, það er Audery Hepburn. Málið er þegar komið svo langt að und irrltun kvikmyndasamningsins er ^kki álltin langt undan. * 1 skozkri bók um Napóleon fannst þessi setning: „Napoleon var alveg áreið- anlega af skozku bergi brot- inn, þvf að jafnvel f blóðug- ustu bardögum stakk hann hendinni inn fyrir skyrtuna og hélt þar með krampataki um seðlaveskið sitt“.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.