Vísir - 21.11.1963, Page 4

Vísir - 21.11.1963, Page 4
4 V í S I R . Fimmtudagur 21. nóvember 1963. Frumskilyrðið er að ein- hver vilji lesa bækumar Viðtal við Ingibj'órgu Jónsdóttur skáldkonu — Ég gæti trúað að mér léti betur að skrifa fyrir börn en full- orðna, sagði Ingibjörg Jónsdóttir, ung skáidkona, þegar Vísir átti tal við hana fyrir skemmstu. Þetta sagði skáldkonan enda þótt ein af þrem skáldsögum, sem út eftir hana hafa komið, hafi selzt upp hjá forlaginu fyrstu vik- una eftir að bókin kom á mark- aðinn. Sú bók hét „Ást í myrkri" og vakti þá nokkurt umtal. — Hvenær kom fyrsta bókin yðar út? — Fyrir tveim árum. Það var skáldsaga sem hlaut heitið „Mátt ur ástarinnar". I fyrra kom „Ást í myrkri“ út og nýlega kom á markaðinn enn ein skáldsaga, „Ást til sölu“. Leiftur h.f. hefur gefið þær allar út. — Mér dettur í hug af því að þær hafa allar ást í titlinum, hvort þetta sé eins konar frarri- haldssaga um ástir sömu persón- anna. — Nei, hver saga er algerlega sjálfstæð og á ekkert skylt við efni né persónur hverrar annarr- ar. Þær eiga það sameiginlegt að þetta eru sögur ætlaðar til skemmtilesturs og fjalla allar um ást. — Var nokkurt sérstakt tilefni til þess að þér fóruð út á rithöf- undabrautina — þessa mjög svo þyrnum stráðu braut? — Það má segja það að til- efni hafi gefizt, en allt annað en flestum myndi detta í hug. Fólk myndi halda að þetta kæmi af innri þörf — knýjandi sálarkvöl- um og brennheitri þrá til að tjá heilagan sannleika eins og alltaf skeður hjá góðu höfundunum. Nei. Það var allt öðruvísi. Ég var að þýða framhaldssögu fyrir Alþýðúblaðið. Þá datt mér allt í einu í hug að svona skáld- sögu gæti ég skrifað sjálf. Ég talfærði þetta við bónda minn, en hann tók málinu seinlega, og jafn vel þótt ég gæti skrifað sögu, myndi enginn útgefandinn fást. Ég vildi samt reyna og skrifaði veturinn 1959 —’60 skáldsöguna Mátt ástarinnar, sögu í stíl við framhaldsástarsögur í blöðum og tírn^útunJ,..§Ög.u.-bar s.em mikið 5gþi;ist‘:óÍ‘ áíburtSáf-ási'ft er hröð ög ajsandi, en minna hugsað um list- ’ræna éfnisméðférð og byggin’gu. Ég fór með handritið til Gunnars í Leiftri og bauð honum það til sölu. Ég sneri heim með undir- Ingibjörg Jónsdóttir. ritaðan samning og þóttist hafa brotið hrakspár bónda míns. — í hverri af þessum þrem skáldsögum yðar teljið þér að. yður hafi tekizt bezt og í hverri þeirra hafið þér Iagt yður mest fram? — í engri þeirra. Ég verð að viðurkenna, að ég hef takmarkað álit á mér sem rithöfundi og mér er ljóst að engin bóka minna er skáldrit í þessa orðs eiginlegu merkingu. Það var einu sinni hent á lofti f blöðum þegar ég lét hafa eftir mér að ég hefði skrifað skáldsögu til að koma þaki yfir höfuðið á mér. Það er ágætt ef einhver finnur eitthvað skoplegt við þetta, en það er engu að síður staðreynd. Þessar þrjár bækur sem út eru komnar eftir mig eru skrifaðar vegna peninganna sem ég fæ fyrir þær, ekki vegna skáld legs innsæis eð^ andagiftar. Og ætli maður sér að græða peninga með skrifum sínum, verður höf- undurinn að haga þeim þannig að einhver vilji lesa þau. Það er frumskilyrðið. — Þér minntust á það hér í upphafi, að þér hefðuð meiri á- huga á að skrifa fyrir börn. — Ég gæti a. m. k. trúað að mér léti það öllu betur. — Hafið þér reynt eitthvað á því. sviði? — Lítillega. Ég á fimm börn, sum þeirra óþekk — segja ná- grannarnir! En það er nú einu sinni þannig, að einhver verður að eiga óþægu börnin, og þá er eins gott að ég eigi þau eins og einhver annar. Börnunum mínum vagga ég oft í svefn. Það geri ég bezt með því að segja þeim sög- ur. En þau heimta miklu fleiri sögur heldur en ég kann, og þá verð ég að — búa þær til. Og hvers vegna er þá ekki eins hægt að skrifa sögur eins og að segja þær? — Eruð þér með barnabók á döfinni? — Ekki vil ég segja það. En á s. 1. vetri var lesin framhalds- saga eftir mig í útvarpið um músabörn í geimflugi. Sú saga varð upphaf og uppistaða í barna leikrit, sem ég er fyrir nokkru búin að semja og hef þegar selt Þjóðleikhúsinu til sýningar. Það verður sýnt þar á næsta leikári að öllu forfallalausu. — Um hvað fjallar það og hvað heitir það? — í augnablikinu heitir það „Ferðin til Limbó“. Þetta er dá- lítið nýtfzkulegt barnaleikrit, fjall ar um allt, fjallar um geimferðir, um mannfólk, um dýr, um bolta, og um ýmislegt fleira.. Ég samdi þetta Ieikrit eftir ára mótin í vetur, sýndi það Klemenz Jónssyni sem haft hefur á hendi leikstjórn flestra barnaleikrita Þjóðleikhússins og bað hann um ráðleggingar. Hann varð góðfús- lega við þeirri ósk. Nú hef ég gert samning við Þjóðleikhúsið um sýn ingu á því veturinn 1964 —’65. Ingibjörg Þorbergs hefur samið hljómlist við söngva, sem í leik- ritinu eru og farizt það svo ágæt- lega úr hendi — að mínu viti — að ég tel að betur hefði ekki verið hægt að gera. Það er gott að vinna með Ingibjörgu. — Er ný skáldsaga í uppsigl- ingu? — Um það er bezt að þegja. Fyrst vferður maður að sjá hverju fram vindur um sölu síðustu bók- ar minnar. Gangi hún ekki á mark aðinum, fæst enginn til að gefa út nýja bók eftir mig. Tólf bækur að norðan Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gefur út 12 bækur á þessu ári, allar eftir íslenzka höf- unda. Fyrst má nefna bók um Matt- | hías Jochumsson skáld „Skáldið íi*»ÍÍW ' á Sigurhæðum“. Er það safn rit- * ’ ' gerða eftir ýmsa ritfærustu menn » Vt,,.1 , þjóðarinnar um Matthías. Davíð K ifr..... Stefánsson skáld frá Fagraskógi sér um útgáfu bókarinnar og Ivo Andric skrifar sjálfur tvo afburða skemmtilega þætti um Matthías. Bókin verður hátt á 4. hundrað bls. að stærð. „Austfirzk skáld og rithöfund- ar“ heitir bók eftir próf. Stefán Einarsson um austfirzkar bók- menntir og skáld frá landnáms- öld og til vorra daga..Bókin verð- ur gefin út sem 6. bindi í ritsafn- inu: Austurland. Árni Jakobsson frá Víðaseli skrifar sjálfsævisögu, „Á völtum fótum”. Þetta er hetjusaga manns, sem varð fyrir því áfalli að lam- ast algerlega á fótum þegar hann var tvítugur, en lét þó aldrei hug- fallast, heldur barðist áfram þrátt fyrir ótrúlega erfiðleika. Eftir Arnald Árnason kemur út bók um dulræn efni, „Þegar himn arnir opnast“. Höfundur er víðles- inn og fróður um trúarbragðasögu og dulvísindi og fléttar í bók sinni þau fræði saman við eigin dular- Yeigamikil skáldsaga reynzlu. Út frá þessum forsend- um leitast hann við að sanna, að framlíf manna sé eðlilegt fram- hald þessarar jarðvistar og hvetur til að þau fræði verði rannsökuð að hætti raunvísinda. Bókarhöf- undur er djarfur og hiklaus í skoð unum sínum og segir margt ný- stárlegt og athyglisvert. Þá skulu nefndar tvær skáld- sögur. Önnur „Lausnin“ er eftir Árna Jónsson amtsbókavörð. Þetta er hvorttveggja í senn ást- ar- og sakamálasaga, er gerist að verulegu leyti í Reykjavík. Þetta er á ýmsan hátt nýstárleg saga og sérkennileg. Áður hefur komið út skáldsagan „Einum unni ég manninum" eftir Árna Jónsson. Hin skáldsagan sem forlagið gef- ur út er eftir Ingibjörgu Sigurð- ardóttur skáldkonu og nefnist „Læknir í leit að hamingju“. Það er ástarsaga. Auk framangreindra bóka eru sex barna- og unglingabækur væntanlegar í haust. Þær eru: „Bardaginn við Brekku-Bleik“ eftir Hjört Gíslason. Það er fram hald af sögunni „Garðar og Gló- blesi“, sem kom út í fyrra. „Óli og Maggi í ræningjahönd- um“ eftir Ármann Kr. Einarsson. Er þetta 3. bókin i bókaflokknum um þá félagana Óla og Magga. „Adda lærir að synda“, eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. Það er 3. bókin af samnefndum Öddu- bókum þessara vinsælu, barna- bókahöfunda. Þess má geta að allar þrjár Framh. á bls. 10. „Brúin á Drinu“ eftir júgóslav- neska Nóbelsverðlaunahöfundinn Ivo Andric verður án efa í röð veigamestu skáldrita sem út koma á íslenzku á þessu ári. Þýðandi sögunnar, séra Sveinn Víkingur, segir um hana I for- málsorðum: „Brúin á Drinu get- ur naumast talizt skáldsaga í venjulegri merkingu þess orðs, enda kallar höf. hana sjálfur ekki því nafni, heldur annál. Hún spannar yfir meira en þriggja alda skeið í sögu þjóðar hans og þó einkum æskuborgar hans, Visje- grad, þar sem hin mikla brú var byggð á Drinu laust eftir miðja 16. öld, óbrotgjörn, fögur og sterk og stóð af sér breytingar tímanna og aldanna án þess að haggast. En jafnframt því að rekja hinn' sögulega þráð, bregður hann upp á afburða snjallan hátt svip- myndum úr lífi fólksins. Þessar myndir eru svo einfaldar, áhrifa- miklar og skýrar, að það leynir sér ekki, að hér er ekki aðeins Iistamannshönd að verki, heldur óvenjulega skyggn andi, bæði á líf og einkenni þjóðar sinnar og á mannlegt eðli, mannleg örlög, ástríður og tilfinningar”. Fyrir „Brúna á Drinu“ hlaut höfundur hennar bókmenntaverð- laun Nóbels og þar með alþjóða frægð og viðurkenningu. Þetta er mjög stór skáldsaga, nær 350 bls. þéttprentaðar og í stóru broti. Bókaútgáfan Fróði gaf bókina út. Ekið suður um lönd „Við ólcum suður“ er nafn á ferðasögu dansks blaðamanns og rithöfundar, Jens Kruse frá Ár- ósum. , Þetta er bílferðasaga frá Dan- mörku suður að Miðjarðarhafi. Þátttakendur í ferðinni voru fimm talsins, þ. á m. einn íslendingur, Einar Sigfússon fiðluleikari í Ár- ósum, og hann skrifar lokaorð bókarinnar. Bókarhöfundur segir ekki að- eins skemmtilega ferðasögu í gam ansömum stíl, heldur veit hann skil á byggingum og listaverkum sem fyrir augun ber. Hann er og fróður um sögu og bókmenntir þeirra landa sem hann ferðast um og það, ásamt fjörmikilli frá- sagnargáfu, gefur bókinni líf og lit. Þýðandi bókarinnar er Andrés Kristjánsson og útgefandi Bóka- útgáfan Fróði.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.