Vísir - 21.11.1963, Side 16

Vísir - 21.11.1963, Side 16
VISIR Fimmtudagur 21. nóvember 1963 Eldur á Frakkasfíg Seint í gærkveldi eða á tólfta tímanum kviknaði eldur í stofu á Frakkastíg 4 og urðu þar talsverð- ar brunaskemmdir. Um það bil stundarfjórðungi yfir kl. 11 í gærkveldi var hringt til slökkviliðsins og því tjáð að eldur Framhald á bls. 6. ÚR DACBÓK LlFSINS // // Ný íslenzk kvikmynd N. k. laugardag verður frum- sýnd í Tjarnarbæ ný íslenzk kvik- mynd, sem ber nafnið „Úr ‘dagbók lífsins“. Tilgangur myndarinnar er m. a. að vekja athygli á nokkrum orsökum þess að unglingar lenda á glapstigum, sýna fram á hvað nágrannaþjóðir okkar gera fyrir sína æsku, sem í raunir ratar og vekja athygli á hve íslendingar hafa verið tómlátir á því að lið- sinna æskufólki sem á glapstigu hefur lent. Allt sem myndin flytur eru staðreyndir og flest byggt á skjalföstum heimildum, m.a. lög- regluskýrslum og bókum barna- verndarnefnda. Sýningartfmi mynd- arinnar er rúm l'/2 klukkustund. Kostnaðurinn við töku myndarinn- ar er áætlaður um 320 þús. krónur. Ef til vill á þessi mynd eftir að marka nokkur tímamót I sögu ís- lenzkra uppeldismála og verða til Framhald á bls. 6. Fnegur fíBluleikari spilar með Sittfóm'uhljómsveitiuni Ricardo Odnoposoff á æfingu í Háskólabíó i morgun. (Ljósm. Vísis I.M.) „Þetta er því miður afar stutt heimsókn“, segir prófessor Ric- ardo Odnoposoff og leggur frá sér fiðluna sína. Við erum í anddyrinu á Hótel Sögu, og eftir tíu mínútur á hann að vera kom inn út í Háskólabíó til að æfa fiðlukonsert Tchaikovskýs með Sinfóníuhljómsveitinni. Hann lítur út eins og hann hafi verið að flýta sér alla ævi, og orðin streyma af vörum hans prestissimo. Hann talar kurteis- lega um, hversu skemmtilegt sé að vera kominn til íslands og hve vel honum lítist á landið og hversu unaðslegt útsýnið hljóti að vera úr gluggum hót- elsins á sumrin. Alþjóðlegum listamönnum lízt auðvitað vel Framh. á bls. 6. „Úr dagbók lífsins", drykkfelld og hirðulaus móðir. 111 1 ♦L * , % v : ' ■■■' %l M V t í p .. /f ll í *' 1Í » : ^ ", % Dóttir hennar að fara um borð í togara í Reykjavíkurhöfn. 74 bátar með síld Drunur heyrust / fyrstu skipti frá GOSBY til CYJA Ási í Bæ Eldgosið fyrir sunnan Vestmannaeyjar en enn í fullu f jöri og í gærkveldi heyrði ég í fyrsta skipti drunur í því, sagði Ási í Bæ þegar Vísir átti við hann stutt viðtal í morg- un. Það var líka meiri ljósagang- ur, leiftur og blossar í mekk- inum, en ég hef áður séð, hélt Asi áfram. Þessi leiftur mynd- uðust nokkuð fyrir ofan gíg- barmana og þeim fylgdu ævin- lega drunur rétt á eftir, þær Aflasölur Víkingur seldi í Cuxhaven 287 tonn (mestmegnis karfa veiddan við Vestur-Grænland) fyrir 181.656 mörk. Egill Skallagrímsson seldi i Bremerhaven 101 tonn fyrir 79.267 mörk. Karlsefni seldi í Grimsby 77,4 tonn fyrir 8443 stpd. lýsir gosinu í fyrstu sem heyrzt hafa hingað á Heimaey. Þetta var mjög líkt því og sést og heyrist í þrumu- veðri. Menn hafa verið að tala um það, sagði Ási að eitthvað hafi dregið úr mekkinum í gær. Og svo mikið er víst að hann var þá eitthvað lægri en hann hef- morgun ur verið undanfarið. Annars er svo erfitt að átta sig á gosinu, það er svo margbreytilegt. Og í morgun er mökkurinn eitthvað öðru vfsi en hann hefur áður verið. Mér sýnist hann óðum vera að hækka. í gær stóð vindur í fyrsta skipti af gosinu hingað á Heima ey, en ekki nema skamma stund, sem betur fór. Þá breyttist vind- áttin aftur. Nokkurt öskufall varð þá hér yfir eyjarnar. Við sáum það greinilegast á snjón- um. Það var sól og bjart yfir Vest- mannaeyjum um hálftíuleytið í morgun þegar Vísir átti tal við Ása í Bæ, en ekki þorði hann að spá neinu um framhald á góðviðrinu. í gærkvöldi og fyrri hluta nætur fengu 14 síldarbátar 3370 tunnur, en um kl. 2 í nótt gerði storm og leituðu bátar í var eða til hafnar. Síldin veiddist í Jökultungunni 25 — 35 míkur út af Jökli. Einn bátur fékk 150 tunnur í Kolluál. Afli bátanna var sem hér segir: Grótta 700, Stapafell 600, Oddgeir 150, Gullfaxi 300, Björn Jónsson 170, Höfrungur II 200, Sólrún 200, Engey 100, Hafrún 300 Árni Magn- ússon 150, Helga 100 Ólafur Magn- ússon 100 Jón á Stapa 100, Sól- faxi 200 og Hólmanes 150. Islenzkir bænéur fá 240 millj. kr. meira fyrir mjólkina og kjötið Framleiðsluafköstrn í landbún aði eru svo lítil að þau eru hag vextinum fjötur um fót sagði viðskiptamálaráðherra á þingi í ->er. Á þetta var bent vegna frumvarps sem framsóknarmenn flytja um aukin hagvöxt, en flokkur þeirra hefur einniitt tal- ið sig sérstakan málssvara bændastéttarinnar. Er því hinn litli hagvöxtur í landbúnaðinum til Iítils hróss fyrir Framsóknar- flokkinn, og þýðir Iftt fyrir flokkinn að blekkja með sýnd- arfrumvörpum á Alþingi um auk inn hagvöxt. Miðað við Sviþjóð, Noreg og Danmörku fengu íslenzkir bænd ur árið 1961—62 alls 120 millj. krónu meira fyrir mjólkina en stéttarbræður þeirra i þessum Söndum. Þar fengu bændur kr. 3,50 fyrir líterinn en hér kr. 4,76. Varðandi kjötið fá íslenzk- ir bændur 117,9 millj. kr. meira fyrir það en ef það væri selt á heimsmarkaðsverði, Mismun- urinn á því hve kjötverðið inn- anlands er hærra en til útflutn- ings er kr. 9,48 á hvert kíló. Fá því íslenzkir bændur um 240 millj. kr. meira fyrir afurðir sínar en stéttarbræður þeirra f nágrannalöndunum fengu árið 1961—62, að því er mjólkina Framh á bls. P

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.