Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 + heldur Evrópusýningu á sjálfum sér og nefnir hana Stóru sprengjuna. Myndefnið er brjálað og heila- búið fullt af grimmd, eins og hann segir sjálfur... á þessu ári. Þá skrifaði Aðalsteinn Ingólfsson um sýningu mína og sagði að minn stíll væri Barrock and roll. Aðalsteinn hefur ugglaust ekki skilið alvöruna á bak við þetta, en þeim leist svo vel á þetta í Amsterdam í Stedelijk Museum að þeir létu sýn- ingu með verkum mínum heita þessu nafni og nú er komin hreyfing lista- manna í Amsterdam sem ber þetta heiti. Þetta er táknrænt fyrir það að þegar menn skrifa um mikilmenni vita þeir aldrei hvar þeir enda og hvaða áhrif þeir geta haft. Jú, það gengur alltaf vel hjá mér. Ég held mínum stíl, einfaldlega af því að ég er svona og þess vegna 'A'MT' eftir Árna Johnsen AUGUN leiftruðu og það var eins og stjarnfræðilegar víddir kæmu æðandi á móti mér í báireiðum svip hans. Aldrei hef ég séð slíkan glampa í augum nokkurs manns, augu sem voru eins og sólgos, tær eins og kristall, djúp eins og himinhvolfið. A örskoti rann þessi stjarna hjá. Hann var á útleið frá Kjarvalsstöðum, ég á innleið og það var eltirminnilegt að mæta þessum augum, augum sem minntu um allt á augu smyr- ilsins nema að þau voru björt en ekki svört. Þetta var á síðasta áratug þegar Kristinn Nicoiai hélt sína fyrstu sýningu á Kjar- valsstöðum og hafði ákveðið að selja inn nokkrum sinnum dýrara en tíðkaðist. Forráðamenn Kjarvalsstaða tóku það óstinnt upp og þá var listamaðurinn ekk- ert að tvínóna við hlutina og lok- aði sýningu sinni, um sinn að minnsta kosti. Inni í þessu augna- bliki heimskúltúrsins hafði ég lent. Kristinn Nicolai hafði opin- berað sýnishorn af stíl sínum og tveir félagar hans, leðurklæddir eins og listamaðurinn, fylgdu honum eftir eins og skuggar. Morgunblaðið/Arni Johnsen Nicolaiáckrif- stofu voersfns ibTwsmanns og uml París, en þar er Nic- olai að mála stórt málverk af umboðs- manninum í frönskum keisaraklæðum en mest vinna er eftir í sjálfu andlitinu. Inóvember þessa árs hringdi ég í Nicolai til Parísar og sagðist vilja hitta hann og ræða dagsverk hans í þágu listagyðjunnar. „Við skulum hittast á morgun við Pompidou-safnið,“ svaraði listamað- urinn að bragði. Umferðin í París var þunglamaieg og ég var orðinn all seinn til móts við Nicolai. Hundr- uð manna dóluðu á torginu við þetta nútímalega safn Parísar, en skyndi- lega spratt hann út úr mannhafinu og heilsaði glaðlega eins og hans var von og vísa því fyrst og fremst er hann glaðsinna og jákvæður þótt undir búi eldfjallaland. É g er á kafi í sýningum um þessar mundir," sagði Nicolai þegar ég spurði hann hvað væri verið að sýsla við í París. „Ég var að Ijúka sýningu í Brussel, opna aðra í Köln eftir 15 daga þar sem önnur listahátíð verður haldin, Kölnarhátíðin og síðan vind ég mér yfir til Ameríku þar sem sýning á verkum mínum verður opn- uð í New York í Ruth Siegel-gall- eríinu, sem er mjög gott gallerí. Síðan er framundan sýning í Madrid á listahátíð í janúar óg febrúar og þar mun ég sýna mjög stórar mynd- ir. Hugsanlegt er að ég taki þátt í listaþátíð í Tókýó í marz og síðan í vor verð ég með Evrópusýningu í fjórum Evrópuborgum á sama tíma, en borgirnar eru Amsterdam, Madrid, París og Dússeldorf. Evrópu- sýningarnar verða í maí og júni og í tilefni þeirra verður gefin út sérstök sýningarskrá með málverkunum í einni útgáfu sameiginlegri fyrir allar sýningamar. Þetta verður sem sagt Evrópusýning á mér sjálfum, Nic- olai, Big Boom eða Stóru sprengj- una, kalla ég sýningarnar í þessum fjórum borgum. Svona hefur aldrei verið gert og það verður náttúrulega ekki talað um neitt annað í Evrópu á meðan. Að lokinni Stóru sprengj- unni verð ég með sýningu í Los Angeles í júní á næsta ári og aftur í desember. Þannig er næsta árið í stórum dráttum og maður verður að vinna eins og bijálæðingur allan tímann. Sýningin í Ruth Siegel-galleríinu í New York kom þannig til að að Ruth sá myndir eftir mig í Los Ang- eles í fyrra og vildi fá myndir eftir mig á sýningu hjá sér í desember. Hún varð rosalega hrifin af myndun- um og sýningin í New York er beinlínis búin til fyrir mig þótt ýmis fræg nöfn verði með. Þetta er mjög gott fyrir mig. A sýningunni í Köln fyrir jól sýni ég fjórar myndir, eina af Idi Amin dada, eina af Vilhjálmi keisara þýsku ríkjanna, eina af Jó- hannesi 23. páfa og eina af Yuan Che-Kai keisara. A ARCO- sýning- unni í Madrid verða eingöngu langar myndir og í Tókýó verður samsafn af tilbúnum myndum. Nú er ég hins vegar að vinna við Stóru sprengjuna í Evrópu og gríðarstór málverk fyrir Madrid. Fyrir sýningu í Þýskalandi er ég svo að vinna myndir sem ég byggi á Rafael og kringlóttar mynd- ir að auki. í Amsterdam mun ég sýna 15 smámyndir, 12 sm á kant mest portretmyndir með orustugný í bland. í París mun ég síðan sýna gríðarstórar myndir með blönduðu efni frá síðustu tveimur árum. Þú verður að athuga það að eitt málverk eftir mig bjargar hverri sýn- ingu, það er ekki talað um annað og reyndar var ég að skapa nýja stefnu í málaralistinni í heiminum. Menn gerðu sér grein fyrir þessu í fullri alvöru í Amsterdam og aðdrag- andinn er auðvitað þróunin í mínum verkum, en nafngiftin kom til vegna sýningar minnar heima á íslandi fyrr !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.