Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2007, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 21.07.2007, Qupperneq 62
Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson fóru ásamt unnustum sínum í heimsókn til góðvinar síns Eiðs Smára Guðjohnsen og eigin- konu hans Ragnhildar Sveinsdótt- ur á dögunum. Knattspyrnukapp- inn er nú að nýta síðustu dagana í sumarfríinu áður en kallað verður til æfinga hjá stórliði Barcelona og naut lífsins með góðvinum sínum. Hersingin staldraði stutt við í höfuðborg Katalóníu og hélt í sigl- ingu um höfin blá á glæsilegri snekkju. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki um að ræða neitt venjulegt bátskrifli heldur snekkju í eigu sjálfs Rom- ans Abramovich, rússneska auð- jöfursins og fyrrverandi yfir- manns Eiðs hjá Chelsea. Nutu vinirnir lífsins lystisemda um borð en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var allt starfsfólk snekkjunnar um borð og þjón- ustaði Íslendingana eftir bestu getu. Ekki fékkst gefið upp hvert ferðinni var nákvæmlega heitið en þeir Auðunn og Sverrir komu til landsins um síðustu helgi. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál. Núna er ég bara í langþráðu sumarfríi og er að æfa sveifluna á golfvellinum,“ segir Auðunn Blön- dal, spurður um ferðina. Í sama streng tók Sverrir Þór Sverrison, hann vildi ekkert láta hafa eftir sér í samtali við blaðið en grínar- inn góðkunni undirbýr nú barna- efni fyrir Stöð 2 af fullum krafti ásamt Vilhelm Antoni Jónssyni, Villa Naglbít. Eiður Smári og Ragnhildur hafa þó greinilega skipulagt hið stutta sumarfrí atvinnumannsins vel en þau dvöldu hér á landi um tíma og héldu meðal annars óvænt upp á þrítugsafmæli Ragnheiðar með pompi og prakt. Nú stendur hins vegar til að stjörnurnar þyrpist á Camp Nou til æfinga þar sem Eiður berst um byrjunar- liðssæti í Barcelona við bestu knattspyrnukappa heims. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Sigurður Heiðar Wiium „Fólk er orðið frekar tæknivætt þegar það er farið að gera svona hluti. Ég botna ekkert í þessu,“ segir Magni Ásgeirsson, en nýjasta lag hans, If I Promised You The World, er komið í dreifingu á netinu án hans samþykkis. Erlendir aðdáendur Magna hafa beðið í ofvæni eftir fyrstu sólóplötu hans sem kemur út hérlendis og á iTunes í lok mánaðarins. Tókst einhverjum þeirra að stela nýja laginu af heimasíðu Rásar 2, þar sem það var frumflutt á dögunum. Einnig hafa hinir æstu aðdáendur tekið lög af MySpace-síðu Magna sem eiga að vera vernduð gegn þjófnaði. Platan heitir einfaldlega Magni og segist rokkaranum ekki hafa dottið neitt skárra nafn í hug. „Af því að hún er á ensku en er gefin út á Íslandi og líka á iTunes þá er hún þannig séð gefin út alls staðar. Það var ekki hægt að láta hana heita íslensku nafni og ekki heldur ensku þannig að þetta er fín lausn.“ Magni, sem var upptekinn við sveitastörfin og ók traktor þegar Fréttablaðið ræddi við hann, segist vera mjög sáttur við plötuna. „Hún „sándar“ alveg frábærlega og ég er mjög hreykinn af útkomunni. Það gekk allt upp einhvern veginn en ég á eftir að sjá hana fullbúna. Vonandi hefur ekkert klúðrast.“ Magni, sem tók plötuna upp í Danmörku, gefur hana út sjálfur og segir það skipta miklu máli. „Þetta gefur manni fullkomið frelsi og það er enginn sem getur sagt þér að gera neitt. Þarna á maður líka allt sjálfur og enginn getur tekið neitt af þér. Maður stendur bara og fellur með þessu sjálfur.“ Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir á Borgarfirði eystri, heimaslóðum Magna, þann 27. júlí næstkomandi. Lagi Magna stolið frá Rás 2 Davíð Þór Jónsson hefur ákveðið að venda kvæði sín í kross. Hann mun ekki semja spurningar né dæma í spurningakeppni fram- haldsskólanna Gettu betur á þessu ári heldur hyggst hann endurnýja kynnin við guðfræðideild Háskóla Íslands. „Í ljósi reynslunnar af því hvað þetta var mikil vinna og álag sá ég ekki fram á að geta unnið við Gettu betur með náminu,“ segir Davíð Þór þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Hann viðurkennir að það sé pínulítill beygur í honum að fara að setjast á skólabekk eftir langa fjarveru en um leið ákaflega spennandi. „Ég þarf að fara dusta rykið af ritningalestrinum og grísku sem ég hef ekki haldið við síðan ég hætti.“ Davíð sagði skilið við guðfræð- ina á sínum tíma vegna anna í skemmtanabransanum en segir hugann hafa stefnt í guðfræðina aftur. „Ég hætti síður en svo vegna áhugaleysis. Ég stóð frammi fyrir tveimur valmöguleikum og ákvað að velja skemmtanabransann vegna þess að það var tækifæri sem mér átti ekki eftir að bjóðast aftur,“ útskýrir Davíð en bætir því við að kannski hafi dæmið snúist við. „Núna veit ég hvað þessi bransi gengur út á og guðfræðin er orðin að gæsinni sem mig langar til að grípa.“ Dómarinn á þrjátíu einingar eftir í B.A. prófið og býst við að klára þær á einum vetri. Hvað framhald- ið verður vildi hann ekki tjá sig um og gaf ekkert út á hvort kirkjan yrði hans næsti vinnustaður. „Ég ætla bara að sjá hvernig þetta gengur enda eiga langtímaplön oft til að breytast. Ég er meira fyrir að skipu- leggja stutt fram í tímann.“ Davíð Þór úr Gettu betur í guðfræði Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.