Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 44
Hafið þið hist áður og hvað vitið þið hvort um annað? Hlín: Nei, ég hef ekki hitt þig, hefur þú hitt mig? Haraldur: Nei. Hlín: En ég veit að Haraldur er veð- urfræðingur og hef fylgst með honum frá því hann birtist fyrst á skjánum. Og mér fannst hann svo glaðlegur og glaðlyndur. Þá bjó ég með manni og alltaf þegar Harald- ur var í sjónvarpinu kallaði hann á mig: „Hlín, komdu, komdu, Harald- ur er í sjónvarpinu. Þessi krútt- legi.“ Það var ekki síst þessi gleði sem streymdi frá honum. Haraldur: Ég verð nú bara and- stuttur af þessu og get varla tromp- að þetta. Það sem kemur fyrst upp í huga minn þegar minnst er á Hlín eru útvarpsþættirnir, Orð skulu standa. Þeir eru svolítið skemmti- legir, ég er svo gamaldags og finnst gaman að hlusta á útvarp og þá svona þætti helst. Ég er ekki viss um að ég hafi séð leikritin þín því flest leikrit sem ég hef séð undan- farin ár eru barnaleikrit, og það er nú dálítil skömm frá því að segja. Svo var ég að reyna að rifja upp þessi sjónvarpsleikrit sem ég hef séð en það gekk ekkert betur. Hlín: Minni okkar er nú líka svo takmarkað alltaf að það nær ekkert langt aftur. Það er svo mikið um að vera í kringum okkur að allt gleym- ist frekar fljótt. Haraldur: Fallega gert af þér að afsaka þetta. Hlín: Mér finnst það alveg eðlilegt, ég er ekkert viðkvæm fyrir því að fólk muni ekki eftir því hvað ég hef gert. Haraldur: En ég get nú alveg sagt þér það að þegar ég nefndi það við þá sem næst mér stóðu að ég væri að fara að hitta Hlín Agnarsdóttur í viðtali fékk ég meðal annars það svar að mér færi bara best að þegja því Hlín væri svo miklu skemmti- legri en ég. Hlín: Hahahaha! Nú eru nýafstaðnar þrjár kertavök- ur vegna hundsins Lúkasar, sem eftir sögur af barsmíðum og drápi virðist nú vera upprisinn í Hlíðar- fjalli – hvernig kemur málið ykkur fyrir sjónir? Og hafið þið heyrt sögur fara af stað, sem hafa varla snefil af sannleik en grassera samt um borg og bý? Hlín: Nú þarf maður víst að passa sig því að ég á ekki hund og ber engar sérstakar tilfinningar til hunda. Haraldur: Já, við verðum að fara varlega. Hlín: Mér finnst þetta allt hrika- lega fyndið. Mér finnst þetta svo fyndið að ég er búin að hlæja að þessu alveg frá upphafi til enda og ég er enn að hlæja. Get ekki séð neitt alvarlegt við þetta enn sem komið er. Haraldur: Ég hélt ég gæti ekki sagt það en fyrst Hlín er búin að segja það þá verð ég að segja að þetta er auðvitað grátbroslegra en orð fá lýst. Þegar þetta gerðist og fólkið fór að fleyta kertum fór ég að velta því fyrir mér hvernig hægt væri að virkja þessa miklu umhyggju og samúð sem kom þarna fram og hvort ekki væri hægt að beina þess- ari umhyggju inn á einhverjar aðrar brautir. Hlín: Nákvæmlega sama og ég hugsaði! Hugsa sér ef þjóðin myndi nú beina þessari samúð í aðrar áttir – þar sem er nauðsyn fyrir hana. Haraldur: Það eru sjúkdómar og stríð ... Hlín: Já, og börn sem líða skort, hér á landi og erlendis. Það er eitthvað sérkennilegt í gangi að í kringum þetta geti skapast þrjár kertavök- ur. Haraldur: Ég hef nú grun um að það sé einhvers staðar einhver að hlæja, sá sem hrinti þessu samsæri af stað gleðjist yfir vel heppnaðri sviðsetningu. Fréttastofurnar gleypa við hverju sem er þessa dagana. Hlín: Þetta er farsi og um leið skammarlegt að þetta skuli ná þess- um hæðum og verða ein af aðal- fréttum sjónvarps og útvarps. Það er litið á fréttir í dag sem afþrey- ingu, skemmtiefni sem þarf að vera í gangi. Og kjaftasagan er auðlind í dag og það er hægt að selja hana. En kjaftasögur segirðu. Myndaðist ekki svakaleg saga í kringum Trausta Jónsson veðurfræðing? Haraldur: Jú, þessi saga um Trausta var mjög sérkennileg. Hún var sú að Trausti væri dáinn. Hún mun eiga rætur að rekja til þess að það sást til hans á spítala. Svo fór að hann varð þreyttur á þessari sögu og gaf út yfirlýsingu um að hann væri á lífi. Hlín: Innan listamanna- og leikara- heimsins virðast sögur um meinta samkynhneigð fólks vera hvað vin- sælastar. Og ég hef lent í þessu margoft – bæði varðandi kollega mína sem fólk hefur haldið blákalt fram að væri byrjað að vera með einhverri manneskju af sama kyni og svo hef ég heyrt þetta um sjálfa mig. Mjög þekkt fréttakona spurði mig þegar ég minntist á fyrrver- andi manninn minn: „Nú, ertu svo- leiðis?“ sagði hún – „Ég hélt þú værir hinsegin.“ Á þessum síðustu tímum erum við samt orðin svo frjálsleg að þetta skiptir engu máli þannig séð. Haraldur: Já, ég held að það sé ein- mitt tilfellið. En ég hef heyrt miklu færri svona sögur af mér en ég hefði verið til í að heyra. Engar hommasögur til dæmis, því miður. Bloggsíður hafa síðustu misserin verið stofnaðar hægri, vinstri af háum sem lágum – eigið þið eina slíka, lesið þið blogg og hvað finnst ykkur um þetta nýjasta æði? Haraldur: Ég reyni að halda dag- bók, að vísu ekki á netinu heldur bara í tölvunni heima hjá mér. Ég ber svolitla virðingu fyrir þeim sem nenna að skrifa bloggsíður. Og ég er glaður yfir því vegna þess að þetta endurspeglar mikla orku í fólki – að það skuli vera svona óskaplega margir sem nenna að skrifa og sumir vel ígrundaða pistla, í stað þess að horfa á sjónvarpið. Þetta er rit- frelsi á borði, ekki nokkrir rit- stjórar sem einoka umræðuna heldur miklu fleiri sem taka þátt. Hlín: Já, ég get alveg tekið undir það og það er auðvitað gleðilegt að það skuli vera til vettvangur þar sem hinn almenni borgari getur tjáð sig hindrunarlaust. Ég hef fundið fyrir þrýstingnum að taka þátt í þessum bloggskrifum en ég hef ekki látið undan honum, ekki frekar en ég læt undan öðrum þrýstingi um það hvernig á að lifa. Ég neita því ekki að ég hef freistast til að lesa þá höf- unda bloggsíðna sem mér finnst skrifa ígrundað og vel. En mér finnst líka svakalega mikið af bulli í blogginu. Það eru skrif þarna sem gera það að verkum að ég hugsa bara með mér: Af hverju er viðkomandi að þessu – af hverju hringir hann bara ekki í einhvern? Og notar bara gamla lagið til að blaðra, því margir nota þetta bara eins og símann áður. En við erum auðvitað svo frjáls- lynd og allt er leyfilegt, það má varla krítísera nokkuð í dag. Það má ekki segja neitt um Lúkas og ekkert ljótt um bloggarana. Fréttir vikunnar báru okkur einnig þau tíðindi að matarverð væri hvað hæst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Fáið þið einhvern tím- ann hland fyrir hjartað á kassan- um? Hlín: Já, ég verð að segja það. Þú ert auðvitað með fjölskyldu og börn á framfæri, Haraldur. Ég er svo sem ekki með börn en ég býð í matarboð og þarf að næra mig sjálf og mér finnst þetta til skamm- ar. Ég er mjög meðvituð um það sem ég set ofan í mig og vil velja það. En ég veit aftur á móti að kannski er þetta öðruvísi fyrir fólk sem getur gripið næsta pulsu- pakka og verið sátt. Haraldur: Auðvitað væri fínt að fá ódýrari mat og engin ástæða til að sætta sig við matarverðið. En það eru kannski aðrir hlutir sem fara enn meira í taugarnar á mér. Ég var til dæmis að koma frá útlönd- um og skildi bílinn eftir í Keflavík og til að endurheimta bílinn þurfti ég að borga himinháa upphæð. Þetta er ekkert annað en fjárplógs- starfsemi – fyrirtækið þarna hefur fengið úthlutað landi og eins konar einkaleyfi til að plokka ferðafólk. Reyndar finnst mér allt við Flug- stöðina í Keflavík með þessum hætti. Umtalsverður hluti af far- gjöldunum fer í að borga þetta dýra hús. Ég þarf ekki svona höll, með rönum í allar áttir, til að bíða eftir flugvél, mér myndi nægja strætóskýli. Hlín: Það er alltaf verið að plokka mann alls staðar. Mér þykir banka- þjónustan líka mjög dýr. Haraldur: Fyrir nokkrum árum kom miði upp á vegg: Bannað er að dvelja í flugstöðinni eða nágrenni hennar að næturlagi. Þarna eru einhverjir sem hafa hagsmuna að gæta komnir upp á dekk. Það er furðuleg ósvífni að reyna að banna fólki fólki að slá upp tjaldi úti í móa. Hlín: Það er í rauninni alltaf verið að beina okkur í þá átt að eyða peningum og aðrir að skipuleggja okkar buddu. En ég verð að segja það að þótt umræðan um matar- verð sé góð og gild, hef ég meiri áhyggjur af því hvað fólk lætur ofan í sig. Að fólk sé í raun og veru að eyða peningum í vitleysislegt át og þar vil ég fyrst og fremst tala um hveitiátið og gosdrykkja- þambið. Haraldur: Tek undir þetta – það liggur við að kókinu sé nánast troðið ofan í kokið á börnunum með því að hafa það í hvers kyns tilboðspökkum. Ef maður kemur á veitingastað liggur við að maður þurfi að leggja inn umsókn í þrí- riti til að fá vatn. Hlín: Það er til dæmis mikil aftur- för að fólki í flugi skuli ekki bara verið gefið vatn. Þegar ég var á leiðinni heim frá Krít í vor, ætlaði ferðaskrifstofan að vera ægilega sæt og gefa farþegum kók og pitsu. Ég spurði hvort ég mætti ekki heldur fá vatn í staðinn fyrir kók. En það var ekki hægt án þess að borga fyrir það. Ég hafði ekki þann möguleika að fá vatn í stað pitsu og kóks og það segir mikið. En nú þegar við tölum um þetta fær maður strax móral yfir því að vera svo neikvæður. – Haraldur, nú þurfum við að fara að mæra allt sem mögulegt er það sem eftir lifir dags! Já, ég held að það sé einmitt tilfellið, að menn eru síður viðkvæmir í dag en þeir voru. En ég hef heyrt miklu færri svona sögur af mér en ég hefði verið til í að heyra. Engar hommasögur til dæmis, því miður. Lúkasarguðspjall veðurspekings og leikstjóra Haraldur Ólafsson hlustar reglulega á útvarpsþætti Hlínar Agnarsdóttur og hefur gaman af. Hlín hefur fylgst með Haraldi segja veðurfréttirnar í 16 ár og hleypur jafnvel að skjánum þegar hann birtist. Júlía Margrét Alexandersdóttir fór yfir peninga- plokk, Leifsstöð og kókdrykkju með rökstólapari vikunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.