Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 51
Kl. 14.00 Hljómsveitin Hraun heldur tónleika í Sólheimakirkju. Tónlist sveitarinnar fjallar um mannlega bresti og sorgir, en einnig um vonina um betri tíma. Þá hefur það alltaf verið aðferð sveitarinnar að hefja tónleika sína á lágstemmdum nótum og smám saman keyra upp gleðina og láta birta yfir hjörtum viðstaddra. Aðgangur er ókeypis og allir hjartan- lega velkomnir, en tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Menningarveislu Sólheima. Þórdís Björnsdóttir hefur gefið út þriðju ljóðabók sína. Fyrsta skáldsaga hennar er svo væntanleg fyrir jólin. „Í bókinni er margt ósagt. Það er ýjað að mörgu og í ljóðunum er ákveðinn undirliggjandi óhugnað- ur. Nafn bókarinnar kemur úr þessum þætti hennar, þessari dulúð,“ segir Þórdís Björnsdóttir sem sendi í vikunni frá sér ljóða- bókina Í felum bakvið gluggatjöld- in. Þótt Þórdís sé ung að árum er þetta þriðja bók hennar, en hún hefur áður sent frá sér bækurnar Vera & Linus (2006) og Ást og app- elsínur (2004) sem báðar hlutu lof gagnrýnenda. „Fyrsta bókin mín var ljóða- bálkur en í þessari nýju bók eru ljóðin sjálfstæð,“ segir Þórdís. „Keimlíkt andrúmsloft er það eina sem bindur þau saman, að öðru leyti er enginn þráður í gegnum bókina.“ Fyrsta skáldsaga Þórdísar, Saga af bláu sumri, er auk þess væntan- leg og kemur út fyrir næstu jól hjá bókaútgáfunni Bjarti. „Bókin fjall- ar um njósnir. Ung stúlka kemur í lítið þorp sem hún þekkir vel. Þar sér hún aðra stúlku sem hún verð- ur hugfangin af. Hún fer að njósna um hana en þorir ekki að hitta hana. Svo færast njósnirnar í auk- ana eftir því sem líður á bókina.“ Þórdís hefur skrifað ljóð og sögur frá unga aldri. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil vinna fari í að koma sér á framfæri, en tvær bóka sinna hefur hún gefið út sjálf. „Að vera ljóðskáld á Íslandi er mikið hark, sérstaklega þegar kemur að því að kynna sig og koma sér á framfæri. Það kom mér á óvart. Ég er búin að ætla mér að verða rithöfundur síðan ég var krakki. Þá hélt maður að verkinu væri lokið þegar maður væri búinn að skrifa bókina. En það er í raun minnsta verkefnið, allt púlið er eftir þótt bókin sjálf sé tilbúin.“ Þórdísi hefur engu að síður tekist að lifa af ljóðlistinni, sem er hennar aðalstarf í augna- blikinu. „Ég fékk ritlaun og er búin að nota þau núna yfir sumar- tímann. Annars er ég búin að vera í námi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Það er auðvitað draumurinn að geta haldið áfram að lifa af ritstörfunum.“ Stórtónleikar í Borgarneskirkju Brúðkaups- veislur Önnumst alla þætti veislunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.