Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 48
Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen er efst á lista Forbes yfir ríkustu fyrirsætur heims en hún þénaði þrjátíu og þrjár millj- ónir dollara síðasta ár. Bündchen, sem er einungis tuttugu og sex ára, vann áður fyrir nærfata- framleiðandann Victoria‘s Secret en hætti þar í maí. Hún á að baki fleiri fyrirsætusamninga en nokkurt annað módel í heiminum og hefur komið fram í auglýs- ingaherferðum fyrir Apple, Dolce & Gabbana og Roberto Cavalli. Gisele er miklu launahærri en Kate Moss, sem er í öðru sæti, en hún þénaði um níu milljónir doll- ara á síðasta ári. Hún hannaði línu fyrir verslanakeðjuna Topshop og er meðal annars nýtt andlit tísku- línu Stellu McCartney og ítalska íþróttafyr- irtækisins Belstaff. Í þriðja sæti situr hin þýska Heidi Klum en hún starf- aði einnig hjá Victoria‘s Secret og alls hafa fimm fyrirsætur af þeim fimmtán á listanum starfað hjá því ágæta fyrirtæki sem greinilega borg- ar ágæt laun. Í fjórða og fimmta sæti eru fyrir- sæturnar Adri- ana Lima og Alessandra Ambrosio og á eftir koma nöfn eins og Natalia Vodianova, Karol- ina Kurkova, Daria Werbowy, Gemma Ward, Jessica Stam og Shalom Harlow. Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.gatur.net Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON. Leystu krossgátuna! Þú gætir unnið myndina ROCKY BALBOA á DVD með honum þeysimagnaða Sylvester Stallone! Að botna fyrriparta valdsmanna Sölvi Sveinsson hlustar á útvarps- messu og fær ekki orða bundist í dagbókarfærslu Anno 2000: „Prestar eiga að predika! Taka upp í sig og flytja mál sitt af festu og hafa skoðun! Flestir eru fylgi- spakir og jafnvel múlbundnir sitj- andi landsdrottnum og styggja þá sjaldan. Kirkjan virðist vera stofn- un á brjósti ríkisins og gengur ekki í takt við þjóðina, en botnar fyrriparta valdsmanna af tómlátri og merkingarlausri bragfimi.“ Þessar kjarnyrtu hugleiðingar birtust í kveri 2004 sem heitir Og dagar líða, Heillakveðja til Sigurð- ar Svavarssonar. Jón Jakobsson og Valgeir Sig- urðsson senda báðir athugasemd- ir við umfjöllun um orðið von fyrir hálfum mánuði og benda réttilega á að það sé oft haft um það sem vænta megi, þótt ekki sé það jákvætt. Þeir tilgreina báðir dæmi svo sem dauðvona, illur á sér ills von og fleira af því tagi. Þannig er notkun orðsins ekki alltaf „rökrétt“ því enginn vonast eftir einhverju illu. Eftir stendur í máli Birgis Guðjónssonar kvört- un hans um einhæfni, að menn gleymi orðfæri á borð við að reikna með, gera ráð fyrir, telja líkur á, vænta o.s.frv. Ég fagna öllum liðsmönnum í baráttunni við orðafátækt. „Fremur myndlistarljóð“ segir í fyrirsögn hér í Fbl. 22. júní, og ég varð hvumsa þegar ég las þetta. So. að fremja merkir að iðka, drýgja, en er heldur neikvæð sbr. að fremja morð, fremja illvirki. Tæpast flokkast ljóð til viðlíka ódæðisverka. „Ég er með pakka til Njörðs,“ sagði ungur maður frá póstinum sem hringdi dyrabjöllunni hjá mér eitt kvöldið. Ég spurði hann hvort hann vildi ekki heldur koma honum til Njarðar. Það samþykkti hann eftir nokkurt hik, eins og hann vissi ekki fyrst hvort það væri sami maðurinn. „Þörf eftir líffæragjöfum hefur aukist,“ segir í fyrirsögn hér í Fbl. 3. júlí. Þörf eftir? Ég hef þörf eftir umhyggju, – segir það ein- hver? Þetta er þeim mun undar- legra þar sem greinin hefst: „Þörf fyrir líffæragjafir á eftir að vaxa á næstu árum …“ Þarna er þetta rétt, nema hvað nú vex þörfin, sem hljómar verr í mínum eyrum. Hvernig ber að skilja svona mis- ræmi? Samdi einhver annar fyr- irsögnina? Í undirfyrirsögn sömu greinar segir „að þeir sem þarfnast líf- færaígræðslu muni fjölga á næst- unni“. Hér ruglar tilvísunarsetn- ingin höfundinn í ríminu. Hann hefur væntanlega ætlað að segja að þeim muni fjölga. Ég fór um daginn að vitja æsku- stöðva minna vestur í Skutulsfirði. Þar kviknaði þessi valhenda: Fjöllin skýla firðinum í faðmi sér. Allt sem fyrir augu ber á sér stað í huga mér. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@ vortex.is Ríkustu fyrirsæturnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.