Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 57
Lada Sport er fjögurra manna sveit úr Hafnarfirði. Hún vakti fyrst athygli þegar hún lenti í öðru sæti á Músíktilraunum árið 2004. Í dag eru í sveitinni þeir Stefnir Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Friðrik Sigurbjörn Friðriksson bassaleikari og Har- aldur Leví Gunnarsson trommu- leikari sem allir voru í Lödunni á Músíktilraunum og á EP-plöt- unni Personal Humor sem kom út sama ár, og svo Jón Þór Ólafs- son söngvari og gítarleikari sem gekk til liðs við sveitina haustið 2005. Og nú er fyrsta plata sveit- arinnar í fullri lengd komin út. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður hlustar á Time and Time Again er hversu fag- mannlega hún er unnin. Hljóm- urinn er þykkur og þéttur og útsetningarnar eru gerðar af kunnáttu. Tónlistin minnir mig stundum á þykkan hljóðvegginn hjá Muse, en einnig kemur Weez- er upp í hugann. Nokkrir gesta- hljóðfæraleikarar koma við sögu; fiðlu- og sellóleikari, trompetleikari og bakradda- söngvarar auk Gísla Steins Pét- urssonar sem vinnur með gítar- hljóminn í nokkrum lögum. Eins og áður segir eru útsetningarnar vel gerðar og þessi aukamanns- kapur kemur vel út og gerir hljóminn massífari. Axel Flex Árnason stjórnar upptökum ásamt hljómsveitarmeðlimum. Það er mörg ágæt lög á Time and Time Again. Ég nefni fyrstu tvö lögin, Love Donors og The World Is A Place For Kids Going Far, lagið Trampoline, lokalagið Leví, It‘s Time To Wake Up og Holocaust sem er mitt uppá- haldslag á plötunni. Fín lög allt, en það sem þeim Lada Sport drengjum hefur samt ekki alveg tekist að mínu mati er að marka sér sérstöðu og gera tónlistina spennandi. Platan hljómar svo- lítið einsleit og of keimlík öðrum rokkplötum sem maður hefur heyrt í gegn um tíðina. Á heild- ina litið er Time and Time Again samt ágætis plata. Kostirnir eru fleiri en gallarnir. Fagmannlega unnin rokkplata Það eru ekki allir fimmt- án ára krakkar sem geta státað af því að hafa haldið heila tískusýningu en það mun Særós Mist Hrannars- dóttir gera í dag. Sýningin fer fram í Hinu húsinu og opnar húsið klukkan tvö. „Ég hef verið að hanna og sauma tuttugu og eitt fatasett fyrir konur. Ég er ekkert menntuð en er bara að leika mér og finnst þetta ótrú- lega gaman. Fötin eru mjög mis- munandi, sum í prinsessustíl en önnur meira fáguð. Ég er svolítið fyrir svona rómantískan stíl,“ segir Særós Mist sem hefur verið búsett í Danmörku og útskrifaðist nýlega úr dönskum grunnskóla. „Í haust mun ég svo fara í eins- konar Lýðháskóla og læra hönnun. Það verður gott að taka pásu frá hinu venjulega skólaumhverfi og ég hlakka mjög til að læra það sem ég hef áhuga á,“ segir Særós sem segist ekki ennþá eiga sér neinn uppáhalds tískuhönnuð. „Ég er svolítið hrifin af íslenskri hönnun núna, til dæmis Nakta apanum. Ég er þó lítið fyrir að fylgja einhverj- um tískureglum og hef alltaf lagt áherslu á að skapa minn eigin stíl, alveg frá því ég var lítil.“ Það er greinilega kraftur í þess- ari hæfileikaríku ungu dömu en sýnishorn af fötum hennar má sjá á hönnunarsíðu hennar www. myspace.com/saeros_design. Fötin verða sett í almenna sölu að sýningunni lokinni í versluninni Fígúru á Skólavörðustíg. Sýningin fer fram í kjallara Hins hússins, förðunarfyrirtækið Make Up Store sér um förðun á fyrirsætun- um og eru að sjálfsögðu allir vel- komnir. Útileguma›urinn er ný sérverslun me› allt sem flú flarft til fer›alagsins, fellih‡si, hjólh‡si, tjaldvagna, útifatna›, fylgihluti og margt fleira. Kíktu við og skoðaðu úrvalið. Fossháls 5-7 | Sími 551 5600 | utilegumadurinn.is Ný ævintýraleg verslun með allt til ferðalagsins Polar Ríkulegur staðalbúnaður, svo sem sjónvarp, DVD/CD, örbylgjuofn, ísskápur með frysti, bakkskynjari, 110 Watta sólarrafhlaða og Alde hitakerfi í gólfi og rúðum. Breiðustu og best einangruðu húsin á markaðnum. Sænsk og sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir. Sterkbyggðu fellihýsin sem reynst hafa frábærlega á Íslandi. Rockwood Ríkulegur staðalbúnaður, svo sem Swing eldhús, ísskápur, rafm.vifta, álfelgur, geislaspilari, rafmagns- lyftibúnaður, upphitaðar dýnur og hljóðlát miðstöð. Fortjöld Fylgihlutir Stútfull búð af frábærum fylgihlutum fyrir ferðalagið. PDQ fortjöldin pakkast í poka í rennu utan á vagninum. Fljótlegt að tjalda. Verð frá 1.299.000 kr. Fyrir fellihýsi Mini weekender: 39.900 kr. PDQ 2,5 m: 59.900 kr. PDQ 2,9 m: 79.900 kr. Hlaðið aukabúnaði Fyrir hjólhýsi Mini weekender: 39.900 kr. PDQ 3,5 m: 69.900 kr. Corsican: Verð frá 109.900 kr. Corsican E N N E M M / S ÍA / N M 2 7 6 3 3 Opið laugardag 10-17 og sunnudag 12-16 Polar sænskir eðalvagnar - sjáðu með eigin augum Hlaðið aukabúnaði Verð frá: 2.799.000 kr. Frí geymsla veturinn 2007-08 fyrir öll seld hjólhýsi og fellihýsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.