Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 18
„Tryggasti vinur mannsins er bókin.“ Kraftlyftingafélag Íslands, KRAFT, heldur sumarhátíð í dag sem hefst kl.14.00 á lóð Sjálfsbjargar við Hátún 12 í Reykjavík. Að sögn Jóhönnu Eiríksdóttur, for- manns félagsins, er hátíðin opin öllum og markmiðið að kynna starfsemi fé- lagsins fyrir almenningi. Meðlimir félagsins eru um hundrað og eru að sögn Jóhönnu bæði þeir sem stundar kraftlyftingar og áhugasamir. Hún er sjálf hætt keppni en rekur lík- amsræktarstöðina Silfursport þar sem hún æfir af fullum krafti og leiðbein- ir keppendum í kraftlyftingum, vaxt- arrækt og fitness. Jóhanna segir karla í meirihluta í íþróttinni en konur séu hægt og rólega að bætast í hópinn. „Konur eru svolítið hræddar við kraftlyftingar og sumar halda að þær þurfi að líta út eins og rússneskir kúlu- varparar. Það er mikill misskilning- ur,“ segir Jóhanna hlæjandi og bætir við: „Ímynd kraftlyftinga er að breyt- ast.Margar konur eru þrælsterkar og þessvegna gaman að láta reyna á það.“ Dagskrá sumarhátíðarinnar er með fjölbreyttu sniði og keppt verður í óhefðbundnum greinum. „Við ætlum að keppa í Gustavsberg- göngunni þar sem þátttakendur ganga með klósett í fanginu,“ segir Jóhanna. Einnig verður útkastarakeppni, bíla- dráttur, langstökk án atrennu, kurl og hjólbörukeppni. Einnig mun stærsti Patroljeppi í heimi láta ljós sitt skína. „Hátíðin er ætluð sem skemmtun fyrst og fremst þar sem grín og gaman verður í fyrirrúmi,“ segir Jóhanna sem ætlar að skarta bol með nýju slagorði félagsins sem er „Stærð skiptir máli“. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Garðars P. Þormar Guð blessi ykkur öll. Ingunn Þormar Sigfús Þormar Sigríður Þormar Páll Þormar Angela Ragnarsdóttir Sigfríð Þormar Jón Pétursson Kristinn Þormar Jónína Samúelsdóttir afabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Sveinsson rafmagnstæknifræðingur frá Stöðvarfirði, Arahólum 2, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 12. júlí á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. júlí kl 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök sykursjúkra eða Félag nýrnasjúkra. Helga Haraldsdóttir Sveinn Vilberg Jónsson Guðný Lilja Guðmundsdóttir Haraldur Þór Jónsson Helga Jóhanna Úlfarsdóttir Jóhann Helgi Sveinsson Helga María Sveinsdóttir Sunneva Björg Davíðsdóttir Jón Ágúst Haraldsson Elsku dóttir mín, systir, mágkona og frænka, Guðlaug Þórarinsdóttir lést á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ þriðjudaginn 17 júlí. Kveðjuathöfn verður í Lágafellskirkju mánudaginn 23. júlí kl 12.00. Útförin fer fram í Norðfjarðarkirkju föstudaginn 27. júlí kl 14.00. Hulda S. Bjarnadóttir og fjölskylda. Maðurinn minn Gunnar Jónsson mjólkurfræðingur, Grenigrund 40, 800 Selfoss, lést á Kumbaravogi 17. júlí 2007. Helga Þórðardóttir og börn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Margrét (Maddý) Karlsdóttir Urðarbraut 7, Garði, er lést sunnudaginn 8. júlí, verður jarðsungin frá Útskálakirkju, Garði, þriðjudaginn 24. júlí kl. 14.00. Kristján Daníelsson Ingibjörg R. Mohammed Kash O. Mohammed Sigurbjörg Ragnarsdóttir Einar Emil Einarsson Þorkell Ragnarsson Haraldur Rúnar Ragnarsson Helgi Már Ragnarsson Jennifer L. Ragnarsson Arnar Ragnarsson Sesselja K. Karlsdóttir Eggert Karlsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jóna Friðfinnsdóttir Kristnibraut 6, Reykjavík, lést á Krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 18. júlí síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Jóhannes B. Long Berglind Long Íris Long Guðmundur Guðjónsson Helen Long Jón Ingi Hilmarsson Okkar ástkæri, Aðalsteinn Davíð Jóhannsson Háholti 12, Akranesi, sem lést af slysförum 16. júlí sl. verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 25. júlí kl. 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Stofnaður hefur verið reikningur í Landsbankanum á Akranesi til styrktar börnum hans, tæpra 2 ára og 7 mánaða. Reiknings- númerið er 0186-15-380076, kt. 020775-3009. Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir Íris Rakel Aðalsteinsdóttir Ragnar Páll Aðalsteinsson Guðlaug Aðalsteinsdóttir Jóhann Jensson Bjarni Borgar Jóhannsson Valgerður Guðbjörnsdóttir Benedikt Heiðar Jóhannsson Guðrún Sveinbjörnsdóttir Halldór Júlíusson Gíslný Bára Þórðardóttir Sigurrós Júlíusdóttir Ólafur Borgarsson Sigurlína Júlíusdóttir Guðmundur Páll Jónsson Ólöf Ingibergsdóttir Birna Júlíusdóttir Bjarni Axelsson Skálholtskirkja vígð Kveðjuathöfn um Einar Odd Kristjánsson alþingismann, sem lést þann 14. júlí sl., verður í Hallgrímskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 25. júlí kl. 15.00. Útför hans verður gerð frá Flateyrarkirkju laugardaginn 28. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast Einars Odds er góð- fúslega bent á Maríusjóðinn á Flateyri, sími 450 2560. Sigrún Gerða Gísladóttir Brynhildur Einarsdóttir Illugi Gunnarsson Kristján Torfi Einarsson Dagný Arnalds Einar Arnalds Kristjánsson Teitur Björn Einarsson Jóhanna G. Kristjánsdóttir Kristján Erlingsson Vigdís Erlingsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.