Fréttablaðið - 21.07.2007, Síða 54

Fréttablaðið - 21.07.2007, Síða 54
„Ég kom eiginlega alveg af fjöllum þegar ég las þetta í blöðunum um morguninn, hafði ekki hugmynd um að ég væri búinn að kaupa þenn- an þátt,“ segir Pálmi Guðmunds- son, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Eins kom fram í fjölmiðlum á mið- vikudag er Emilía Björk Óskars- dóttir hætt í Nylon og er þegar hafin leit að arftaka hennar. Í fréttatilkynningu frá Einari Bárð- arsyni, umboðsmanni sveitarinnar, stóð að tekist hefðu samningar við Stöð 2 og Sirkus um sýningar á raunveruleikaþætti um leitina. „Þetta kom okkur skemmtilega á óvart að við skyldum vera búnir að fá þennan þátt yfir til okkar. Ég hafði samband við Einar út af þessu og hann sagði mér að fjölmiðlar hefðu rangtúlkað þetta en ég gat ekki betur séð en að þetta stæði í frétta- tilkynningunni,“ bætir Pálmi við. Í seinni fréttatil- kynningunni frá Einari sem var send út laust fyrir klukkan tíu kom fram að Skjár einn og Stöð 2 hefðu sýnt þættinum tölu- verðan áhuga. Sjónvarpsstjórinn vildi þó ekki gefa upp hvort Stöð 2 myndi kaupa þáttinn, sagði þetta allt vera á byrjendastigi. Björn Þór Sigurðsson, sjónvarps- stjóri Skjás eins, tók í svipaðan streng og sagðist eingöngu vita af þessari hugmynd. „Við erum að velta þessu fyrir okkur en engin tilboð hafa þó verið gerð. Þetta er mjög spennandi fyrir okkur enda vorum við með fyrsta þáttinn um þær stelpur. Vandamálið er hins vegar að flestar sjón- varpsstöðvar hafa skipulagt haustið um þessar mundir. En við skoðum alltaf allt,“ segir Björn. Raunveruleikaþáttur í lausu lofti Bjarni Ármannsson, fyrr- verandi forstjóri Glitnis, sló í gegn í eigin kveðjuhófi sem haldið var á Kjarvalsstöðum í fyrrakvöld þegar hann vatt sér upp á svið og söng nokk- ur lög með Stuðmönnum í tilefni dagsins. „Ég vildi syngja mitt síðasta með Glitni,“ segir Bjarni. Lagalistinn var úthugsaður og byrjaði á laginu Strax í dag sem hefst á orðunum: „Ég var með Bjarna á bjúkkanum í gær og er með Lalla á lettanum í dag.“ „Þessar línur þóttu okkur vel við hæfi,“ segir Bjarni og vísar með því í þá staðreynd að eftir- maður hans í starfi er Lárus Weld- ing. „Svo fórum við í harðara rokk og tókum „the single hit wonder“ Born to be Wild með Steppenwolf. Ég hef stundum tekið það þegar er mikill gír í gangi. Næst kom Svarti Pétur ruddist inn í bankann sem er sígilt grínlag í bankaheimin- um.“ Lagalistinn var ekki tæmdur því Bjarni var klappaður upp af samstarfsmönnum sínum og end- aði á Frank Sinatra laginu My Way. Bjarni gefur lítið út á að æfa slíka framkomu. „Nei, nei, það þýðir ekkert að vera að æfa allt. Ég hef nú sungið nokkrum sinnum með Stuðmönnum áður. Þetta er allt svo mikið tónlistarfólk sem er fljótt að taka upp hvers kyns tóna.“ Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T S m ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S k lú bb . 9 9 kr /s ke yt ið . 9. HVERVINNUR 3 VIKUR ÁTOPPNUM ÍUSA! SMS LEIKUR ÞESSAR 8 KONUR MUNU HITTA 1 BRJÁLAÐAN MANN FRUMSÝND 18.07.07 SENDU SMS J A DPF Á NÚMERIÐ 1 900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO! FLOTTIR AUK AVINNINGAR Í BOÐI!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.