Fréttablaðið - 21.07.2007, Side 25

Fréttablaðið - 21.07.2007, Side 25
Gunnar Hólm Hjálmarsson iðnfræðingur fór fyrir tuttugu manna hópi á vegum Ferðafé- lagsins Útivist í bakpokaferða- lag. Farið var um Fljótsdal og Hraunin. „Við fórum þessa ferð til að skoða fossa í Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá, þar sem þeir koma til með að hverfa eftir sumarið þegar vatninu í ánum verður veitt í gegn- um Kárahnjúkavirkjun,“ segir Gunnar og bætir við að það sé algjör synd, meðal annars vegna þess hversu fallegir fossarnir eru. „Ekki er mörgum kunnugt um þessa staðreynd, þar sem fáir hafa séð fossana,“ heldur Gunnar áfram. „Það er nefnilega engum fært um Þorgerðarstaðardal nema gangandi og ríðandi fólki. Fossarn- ir eru þar af leiðandi á meðal best földu leyndarmála íslenskrar nátt- úru.“ Gunnar segir einn flottasta foss- inn sjálfsagt vera fossinn á ármót- um Innri-Sauðár og Kelduár, þar sem tveir fossar koma niður í sama hylinn. „Síðan er magnað að horfa upp eftir Kelduá og sjá átta eða níu fossar bera hvern í annan,“ bætir hann við. „Ætli þetta sé ekki ein fallegasta fossaröð sem ég hef séð og hef ég þó komið víða.“ Að mati Gunnars ber Kirkjufoss í Jökulsá af vegna formfegurðar. Fossinn sé mikilfenglegur þar sem hann fellur niður í djúpt gil og eru klettar sitthvoru megin við hann. Ferðalagið tók fimm daga og fyrir utan fossana hafði hópurinn viðkomu á mörgum af helstu nátt- úruperlum svæðisins. Má þar nefna Hrakströnd, Jökulsá, Eyja- bakkafoss og Eyjabakkakofa, Ljósafell, Geldingafell, Folavatn, Kelduá, Þorgerðarstaðadal og Tungufell. Ferðinni lauk síðan við Þorgerð- arstaði, í Suðurdal, og voru ferða- langarnir ánægðir við ferðalok þótt veðrið væri ekki alltaf með besta móti. Gunnar hvetur sem flesta að nota tækifærið til að skoða fossana áður en þeir hverfa í haust, því þar með komi tíu nátt- úruperlur til með að hverfa. Best földu leyndarmál íslenskrar náttúru Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf tímapantanir í síma: 535-7700 Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1 www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is ferðavernd

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.