Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2007, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 21.07.2007, Qupperneq 23
Borgar Ólafsson og Jón Bjarni Hrólfsson rall- akstursmenn fundu draumabílinn í bílskúr á Írlandi. „Okkur langaði í betri bíl og færa okkur upp um flokk í fyrra. Þá fórum við á stúfana og fundum loks þennan inni í bílskúr á Írlandi,“ segir Borgar Ólafs- son, sem er aðstoðarökumaður á N1-rallbílnum þar sem Jón Bjarni Hrólfsson situr við stýrið. Bíllinn, sem er Subaru Impreza árgerð 2002, kom til Íslands síðastliðinn vetur og var sérsmíðaður á Írlandi. „Fyrrverandi eigandi fékk bílinn í sextugs- afmælisgjöf frá syni sínum. Karlinn keyrði í þrem- ur keppnum en fékk síðan kransæðastíflu og var bannað að keppa,“ segir Borgar. Bíllinn er sex gíra með þrjú hundruð hestafla vél og að sögn Borgars var búið að setja í hann veltibúr á Írlandi og sjóða hann allan upp. „Við þurftum mjög lítið að breyta honum og erum búnir að keppa á honum það sem af er sumri,“ segir Borgar sem segir þó bílinn hafa verið í stanslausri viðgerð síðastliðnar sex vikur. „Við fórum út af á 170 kílómetra hraða í síðustu keppni en nú er bíllinn kominn í lag. Við erum með þrjá bifvélavirkja með okkur enda fer mesta vinn- an í viðgerð og viðhald milli keppna,“ segir Borgar sem segir þá félaga hafa labbað út úr bílnum eftir veltuna án þess að verða nokkuð meint af. „Ég hef keyrt í tuttugu ár og aldrei velt áður og þetta var svona eins og að lenda í rússíbanaferð. Við erum með svo góðan öryggisbúnað að okkur verður ekki meint af. Við erum með sex punkta öryggisbelti, sæti sem eru pikkföst, veltigrind, hálskraga og hjálma,“ segir Borgar sem mælir með rallinu fyrir ökuþóra. „Í rallinu stundum við hraðakstur á öruggan hátt á lokuðum svæðum og fáum útrás þannig. Þar ber maður aðeins ábyrgð á sjálfum sér og stofnar ekki lífi annarra í hættu. Enda þrátt fyrir ofsahraða í rallinu er ég alltaf á löglegum hraða í umferðinni,“ segir Borgar. Í ár fara fram sex rallkeppnir og í dag keppa þeir félagarnir í Skagafjarðarrallinu sem er fjórða rall ársins. Sjá nánari upplýsingar á www.bikr.is Veltu á tæplega tvö hundruð kílómetra hraða Húsvíkingar fagna í viku Húsavíkurhátíðin hefst á sunnudaginn og stendur yfir í viku. Húsavíkurhátíðin sameinast hinum árlegu Mærudögum og sænsku dögunum sem hafa verið haldnir síðastliðin tvö ár. Hátíðin hefst sunnudaginn 23. júlí og lýkur viku síðar, sunnudaginn 29. júlí. Markmiðið er dagskrá sem vísar til menningarsögu svæðis- ins og að auðga menningartengda ferðaþjónustu á Húsavík og nán- asta umhverfi. Hátíðin á að höfða jafnt til hús- vískra fjölskyldna nær og fjær sem og innlendra og erlendra ferðamanna. Hátíðin sameinar það besta sem heimamenn hafa upp á að bjóða og afrakstur sam- bands sem ræktað hefur verið við Svíþjóð. Á dagskrá er meðal annars loftbelgjaferð yfir Skjálfanda, fjölbreytt námskeið fyrir börn og fullorðna, ásamt útimarkaði, flugeldasýningu og dansleikjum. Nánari upplýsingar: www.nord- urthing.is. Tvinnbíll hefur sigrað í fyrsta skiptið í kappakstri. Í fyrra var Toyota fyrstur fram- leiðenda að skrá tvinnbíl til keppni í kappakstri. Nú hefur fyrirtækið einnig orðið fyrst til að sigra í kappakstri. Nei, það var ekki Prius heldur Supra HV-R sem vann Tokashi 24 klukkustunda kappaksturinn í Japan um síðustu helgi. Bíllinn er mjög ólíkur þeim tvinnbílum sem fjöldaframleiddir eru í dag. Hann er rétt 1.080 kg, rúm 700 hestöfl og fjórhjóladrif- inn, en tvinnkerfið endurnýjar orku frá öllum fjórum hjólunum. Ástæðan fyrir góðu gengi tvinn- bílsins er að þeirri orku sem fæst úr rafmótornum er hægt að stjórna og stilla nokkur þúsund sinnum á sekúndu. Því er hægt að stjórna orkuflæðinu nákvæmlega til allra dekkja eins og til þarf á mjög skilvirkan hátt. Þetta er mun nákvæmari stjórn er hægt er að ná á hefðbundnum bensínbílum. Fyrsti tvinn-sigurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.