Fréttablaðið - 21.07.2007, Page 11

Fréttablaðið - 21.07.2007, Page 11
[Hlutabréf] 30% LÆKKUN FÉLAGSGJALDA F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Virðing Réttlæti Við lækkum félags- gjöldin um 30% Frá og með 1. júlí lækka félagsgjöld VR úr 1% í 0,7% af heildarlaunum. Með því viljum við leyfa félagsmönnum okkar að njóta góðrar afkomu á undanförnum árum. Tilboð bræðranna frá Rifi, Hjálmars og Guðmundar Kristjánssona, í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum hefur verið framlengt um fjórar vikur. Gildir það nú til klukk- an fjögur, mánudaginn 20. ágúst 2007. Í tilkynningu frá Stillu segir að sam- kvæmt nýlegu samanburðarmati Saga Capital fjárfestingarbanka hf., á ann- ars vegar yfirtökutilboði Eyjamanna ehf. og hins vegar samkeppnistilboði Stillu eignarhaldsfélags ehf., geti til- boð Eyjamanna ehf. ekki talist sann- gjarnt. Það sé hins vegar tilboð Stillu og í samræmi við verðlagningu hluta- fjár sem hluthafar í sambærilegum félögum hafa notið á undanförnum árum. Í tilkynningunni segir að ákvörðun um framlengingu tilboðsfrestsins sé tekin með tilliti til niðurstöðu matsins. Þar sem skammt sé liðið frá því að til- kynnt var um matið, og þar sem sumar- frí stendur nú yfir hjá almenningi, sé talið óvíst að allir hluthafar Vinnslu- stöðvarinnar hafi vitneskju um niður- stöðu fjárfestingarbankans. Tilboð Stillu í Vinnslustöðina kom fram þann 31. maí síðastliðinn og hljóð- ar upp á 8,5 krónur fyrir hlutinn. Það er 85 prósentum hærra en tilboð Eyja- manna ehf. upp á 4,6 krónur. Stilla og tengdir aðilar fara með ríflega fjórð- ungshlut í Vinnslustöðinni. Eyjamenn eiga rúmlega helming hlutafjár. Hluthafar fá umhugsunarfrest Verð á fjölbýliseignum lækkaði um 0,6 prósent milli maí og júní. Í Morgunkorni Glitnis er það sögð athyglisverð þróun í ljósi þess að júní hefur verið einn mesti veltumánuður með íbúðarhús- næði undanfarin ár á höfuðborg- arsvæðinu, sé miðað við fjölda þinglýstra kaupsamninga. Í heildina hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,5 prósent milli maí og júní. Hækkunina má að öllu leyti rekja til verðhækkana á sérbýliseign- um. Þær hækkuðu um 3,7 prósent á milli mánaða. Það sem af er ári hefur verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgar- svæðinu hækkað um ríflega tíu prósent samanborið við fimm prósenta hækkun allt árið í fyrra. Verðlækkun á fjölbýliseignum Alfesca hefur lokið endurfjár- mögnun félagsins með alþjóðlegu sambankaláni upp á 280 milljónir evra. Í tilkynningu frá félaginu segir að árlegur sparnaður vegna lægri fjármagnskostnaðar sé áætlaður um 1,5 milljón evra eða um 125 milljónir íslenskra króna. Lánið styrki fjárhagsstöðu Alfesca, myndi sveigjanleika og skapi betri aðstöðu til þess að efla og stækka félagið. Kaupþing og franski bankinn Natixis voru umsjónaraðilar lánsins og sáu einnig um að selja það til alþjóðlegra bankastofnana. Alls tóku tíu bankastofnanir þátt í endurfjármögnuninni. Nýja lánið kom til á fjórða ársfjórðungi nýliðins reikningsárs. Taka alþjóðlegt sambankalán Nýherji skilaði 102,5 milljóna króna hagnaði á öðrum ársfjórð- ungi samanborið við 29,4 milljón- ir króna á sama fjórðungi í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsgjöld og afskriftir (EBIT- DA) nam 156,4 milljónum króna en var 154,2 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Tekjur tímabilsins voru 2.637,3 milljónir króna en námu 2.123 milljónum á sama tíma í fyrra. Þær voru nokkuð umfram áætlanir stjórnenda Nýherja, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Er nú gert ráð fyrir að heildartekjur félagsins á árinu verði yfir tíu milljarðar og að áætlanir um afkomu á síðari árshelmingi gangi eftir. Tekjur Nýherja aukast um 24%

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.