Fréttablaðið - 21.07.2007, Side 9

Fréttablaðið - 21.07.2007, Side 9
Frelsi stöðvar tímann Þú borgar bara fyrir fyrstu 3 mínúturnar en getur svo talað og talað fyrir 0 kr. Fylltu á Frelsi með GSM símanum og njóttu þess að vera í gefandi samböndum í sumar.* - 0 kr. mínútan eftir fyrstu 3 mínútur hvers símtals - 0 kr. fyrir hver skilaboð eftir 3 SMS eða 3 MMS innan sólarhringsins Til að geta fyllt á Frelsi með símanum þínum þarftu bara að skrá debet- eða kreditkortið þitt einu sinni á Mínu Frelsi á siminn.is eða í verslunum Símans. *Tilboðið gildir innan kerfis Símans. Nánari upplýsingar um tilboð og skilmála er að finna á siminn.is/frelsi 800 7000 – siminn.is SONY ERICSSON Z310i Léttkaupsútborgun 900 kr. 1.000 kr. á mánuði í 12 mánuði. Verð aðeins 12.900 kr. Sum arti lboð E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 5 8 9 Slysavarnafélagið Lands- björg heldur um helgina lands- mót fyrir unglinga. Mótið fer fram á Gufuskálum á Snæfells- nesi og eru þar samankomnir um 170 unglingar ásamt um 50 umsjónaraðilum. Þátttakendurn- ir eru á aldrinum 14 til 18 ára og eru allir virkir í ungliðastarfi björgunarsveita Landsbjargar. „Þau eru að æfa leitartækni, sig og klifur. Svo æfa þau sig í skyndihjálp og að vinna með vog- arafl, fara í siglingar og læra að velta við bátum sem fara á hvolf. Þetta er björgunarsveitafólk framtíðarinnar,“ segir Ólöf Snæ- hólm Baldursdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Landsbjarg- ar. „Á Gufuskálum er mjög góð aðstaða sem Slysavarnafélagið Landsbjörg á. Þar gista krakk- arnir í tjöldum og hamast svo allan daginn. Þau eru ótrúlega dugleg.“ Ólöf segir björgunarsveita- starfið vera gott fyrir unglinga. Sú þekking sem þeir fái í ungl- ingastarfinu og á landsmótinu muni nýtast þeim alla ævi, hvort sem þeir haldi áfram í björgunar- sveitum eða ekki. Mótið hófst á fimmtudag og því lýkur í dag. Björgunarsveitafólk framtíðar Sex Íslendingar eru staddir á Grænlandi til að taka þátt í fimm daga ævintýrakeppni sem hefst í dag. Keppt er í fjallamennsku, þar sem hlaupið er yfir fjöll og jökla, fjallahjólreiðum og kanóróðri. Um er að ræða sveitakeppni þar sem fjórir eru í liði. Íslendingarnir tefla fram einni karlasveit, the Intersport Iceland, og einni blandaðri íslensk-danskri sveit, The Happy People. Danska sjónvarpið hefur verið þarna árlega við upptökur og gert þætti um keppnina. Hægt er að fylgjast með keppninni á http://www.atc.gl/ home.html. Sex Íslendingar taka þátt Forsvarsmenn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hafa lýst yfir ánægju með ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra að stofna starfshóp til að gera tillögur um skipulag sjúkraflutninga. LSS hefur gagnrýnt það harðlega að dæmi séu um að aðeins einn sjúkraflutningamaður annist flutning sjúkra og slasaðra. LSS telur það fyrirkomulag algerlega óviðunandi. Forsvarsmenn LSS funduðu með ráðherra síðastliðinn miðvikudag og fagna því að framtíðarskipulag sjúkraflutninga sé til skoðunar. Sambandið lítur einnig jákvætt á hugmyndir ráðherra um endur- skoðun á menntunarmálum sjúkraflutningamanna. Fagna frum- kvæði ráðherra Hæstiréttur Pakist- ans kvað í gær upp þann úrskurð að Pervez Musharraf forseti hefði ekki farið að lögum þegar hann rak Iftikhar Muhammad Chaudhry, forseta hæstaréttar, úr embætti. Jafnframt ógilti dómstóllinn málatilbúnað stjórnarinnar á hendur Chaudhry, sem sakaður hafði verið um að hafa gerst brotlegur í embætti. Dómarar og stjórnarandstæð- ingar í Pakistan fögnuðu ákaft og sögðu þennan úrskurð hæstarétt- ar vera mikinn sigur fyrir lýðræðið í landinu. Dómsvaldið hafi þarna sýnt fram á sjálfstæði sitt gagnvart forsetanum. Fær að halda embættinu Manni, með óvenju lítinn heila, hefur tekist að lifa eðlilegu lífi í fjörutíu ár. Rann- sóknir franskra vísindamanna á höfði hans sýna að hauskúpa hans inniheldur að mestu leyti vökva. Vísindamennirnir segja að einungis sé lítil arða af heilavef í höfði mannsins. „Hann var giftur starfsmaður hjá hinu opinbera og tveggja barna faðir,“ sagði læknir mannsins. Þetta kom fram á fréttavef Ananova. Maðurinn mældist með greindarvísitöluna 75, sem er töluvert lægra en gengur og gerist hjá meðalmanni. Með vökva í stað heila

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.